Þjóðviljinn - 26.01.1980, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 26.01.1980, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 26. janúar 1980 Grunnvextir hafa hækkað um 100%, en verðbólga samt hraðvaxið: Forsenda verðtryggingar fbúðarlána er su að verðtryggja þarf vinnulaun að fullu jafnframt, svo að lántakendur geti staðið í skilum. Tveim sfðustu rikiss tjórnum okkar hefur orðið hált á þvi aö vcrðtryggja fjárskuldbindingar og reyna um leið að skerða kaupgjalds visitölu. Raunvextir eiga ekki að ráða ferðinni Dr Magni Guðmundsson hagfræðingur hefur í ýmsum blaðagreinum gagnrýnt þá efnahagsstef nu sem i megin- dráttum hefur verið fylgt hér síðastliðin 20 ár. Hafa sumar kenningar dr. Magna komið mjög þvert á megin- skoðanir helstu efnahagsráðgjafa. Meðal þess sem dr. Magni hefur gagnrýnt opinberlega er stefnan og ýmsar kenningar i peninga- vaxta- og skattamálum. Um miðjan september á sl. ári fólu Svavar Gestsson þáverandi viðskiptaráðherra og Tómas Arnason þáverandi f jármálaráðherra dr. Magna Guðmyndssyni að taka saman greinargerð um vaxtamál með tilliti til verðbólguþróunar, stefnu i peningamálum og stöðu sparifjáreigenda. Jafnframt var honum falið að taka saman greinargerð um þau verðlagsáhrif er samfara yrðu jnnleiðslu virðisaukaskatts í stað núverandi sölu- skatts. Dr. Magni skilaði fyrri greinargerðinni um peninga- mál og vaxtamál um síðustu áramót eins og ráð var f yrir gert, en þá höfðu orðið stjórnarskipti eins og kunnugt er. Núverandi f jármálaráðherra, Sighvatur Björgvinsson, og viðskiptaráðherra, Kjartan Jóhannsson, hafa ekki séð ástæðu til þess að birta skýrslu Magna, þótt raunar sé f ull ástæða til þess vegna þess hve peningamál almennt og vaxtamál sérstaklega eru umdeild meðal stjórnmála- flokka í stjórnsýslunni og innan hagfræðinnar sem fræðigreinar. Sjónarmiðog niðurstöður dr. Magna hljóta að vera mikilvægt innlegg í þessa umræðu á íslandi og þessvegna ærið tilefni fyrir stjórnvöld að leyfa efni hennar að koma fyrir almennings sjónir. Þjóðviljinn fór þessá leitviðdr. Magna Guðmundsson að hann svaraði nokkrum spurningum blaðsins í tilefni þeirrar greinargerðar um peninga- og vaxtamál sem hann hefur þegar skilað. Fara spurningar blaðsins og svör hans hér á eftir: Asókn i lán hefur aukist 1. Uverjar eru megin röksemd- ir þinar gegn þeirri hávaxta- stefnu. sem hér hefir rikt undan- gengin ár? „Ég tek fram, að ég kýs að vinna störf min i kyrrþey og án hávaða, en vil þó ekki skorast undan að svara fáeinum spurn- ingum Þjóðviljans. Vextirhafa hækkað hérlendis á kerfisbundinn hátt frá miðju ári 1977. Nemur hækkun grunnvaxta á timabilinu um 100%, sem er óvenjulegt stökk. Hinn yfirlýsti tilgangur var að minnka eftir- spurn eftir lánum og draga með þeim hætti úr verðþenslu. Hefi ég i Morgunblaðsgreinum dregið i efa, að sli'kum árangri yrði náð, meöan haldið er áfram að auka fjármagn i umferð meðerlendum lántökum og skuldasöfnun nkis- sjóðs- hjá Seðlabanka. Orð min reyndust rfett, þvi að verðbólga hefir ekki hjaðnað heldur þvert á móti vaxið og er nú i hámarki. Skv. upplýsingum viðskipta- bankanna hefir ásókn i lán beinlinis aukist. Ástæðan er einfaldlega sú, að menn geta ekki greitt hina háu vexti og verð- tryggingu og biðja um frest eða ný lán til að fleyta sér fram að næsta gjalddaga.” Tekjur ráda heildarsparnaði 2. Hvað ræður sparnaði manna? ,,Það hefir lengi verið hald manna, að sparnaður væri kom- inn undir vöxtum, og sil var einmitt önnur aöal-röksemdin fyrir hávaxtastefnunni. Ekki hef- ir þó tekist að finna neitt sannan- legt samband þarna á milli.Kannanir, sem geröar hafa verið, benda til beggja átta. Hins vegar geta mismunandi ávöxt- unartækifæri haft áhrif á það, hvaða sparnaðarform menn velja. Tilfærslum milli sparn- aðarforma má ekki rugla saman við heildarsparnað, sem er fyrst og fremst háður tekjum manna.” Kostnaðarverðbólga eykst 3. Hvereruáhrif vaxtahækkana á framleiðsluna? „Það er nú mergurinn málsins. Vaxtahækkanir ýta undir kostn- aðarverðbólgu. Okkar „frjálsi markaður” er meira eða minna ófullkominn i þeim skilningi, að bæði stórfyrirtæki og launaþega- samtök að ógleymdum opinber- um rekstri hafa bolmagn til þess að ráða verði vöru og þjónustu án tillits til eftirspurnar. Kostnaðar- auka i formi efnivara, vinnu- launa, leigugjalds og vaxta er gjarnan þryst út I verðlagiö.” Vextirnir skrúfa upp verð 4. Hvernig spila vextirnir inn i verðbólguþróunina ? „Flestar atvinnugreinar hér á landi liita þröngum verölags- Dr. Magni Guðmundsson Einar Karl rœðir við dr. Magna Guðmundsson um stefnuna í peninga- og vaxtamálum ákvæðum, sem veita litið eða ekkert svigrúm til að mæta aukn- um rekstrarkostnaði, nema með vöruverðshækkunum. Útflutn- ingsframleiðslan er bundin af erlendu markaðsverði, sem við ráðum ekki yfir. Þar er vandi fyrirtæk janna leystur með gengissigi, sem hækkar verð inn- fluttra vara. Vaxtahækkun gerir ibúðarhúsnæði dýrara bæði fyrir byggjendur og leigjendur og þyngir með þeim hætti framfærslubyrði fjölskyldunnar. Það heröir á kaupkröfum, sem aftur leiða til vöruverðshækk- ana.” Vaxtapóstur fyrir- tækja aukist 50-250% 5. Hver er hlutur vaxtakostn- aðar orðinn fhelstu atvinnugrein- um og hvaða áhrif hefir hann á rckstrarstöðu fyrirtækjanna? „Vaxtapósturinn, útgjöldin, 1 ársreikningum fyrirtækja hefir aukist sl. 2 ár frá 50% oe allt að 250% á árj — eftir atvinnugrein- um. Rékstraraðstaða margra fyrirtækja er þegar orðin óviðun- andi, enmestu vaxtahækkanirnar lögum samkvæmt eru þó ekki enn fram komnar.” r Aróðursbragð verð- tryggingarmanna 6. Hver er munurinn á verö- tryggingarstefnu og hávaxta- stefnu? „Hvers konar gjöld, sem greidd Verðtrygging íbúðarlána hefur ekki gefist vel og f.d. hœttu Finnar og Israelar við hana vegna almenns greiðsluþrots hjá launþegum eru fyrir notkun lánsfjár, skoöast vextir. Verðbætur vaxta, verð- trygging höfuðstóls o.fl. slik orð visa til aðferðarinnar, sem notuð er við útreikning á vöxtunum. Nefna má t.d., að áhættuþóknun er hluti vaxtaprósentu, enda þótt ekki sé venja að geta hennar sér- staklega bókhaldslega eða skattalega. Að tala um „lága vexti + verðtryggingu” er áróðursbragð. Einn gallinn við verötryggingu fjárskuldbindinga er sá, að lántakandinn veit ekki fyrirfram, hvaða vaxtafjárhæð hann verður endanlega krafinn um, þvi að hún ákvaröast af reik- ulli visitölu. öll viðskiptaóvissa lamar framtak og dregur úr hag- vexti.” Verðtrygging hefur ekki gefist vel — Hver eru áhrif núverndi vaxtastefnu á húsnæðismark- aðinum? „Fjármagnskostnaður i bygg- ingariðnaði hefir margfaldast á undangengnum árum. Það er þó aðeinsbrot þess, sem verðamun, ef full verðtrygging ibúðarlána er almennt tekin upp. Þegar hefir dregið mjög af þessum sökum úr ný-byggingum (building starts), og minnkandi heildarframboö ibúðarhúsnæðis á liklega drjúgan hlut að þeirri stórfelldu verðhækkun, sem orðið hefir sl. þrjú ár á þessum markaði. Eitt helsta vandamálið sam- fara verðtryggingu ibúðarlána er þaö, að verðtryggja þarf vinnu- laun að fullu jafnframt, svo aö lántakendur geti staðið I skilum. Verðtryggingin hefir ekki gefist vel erlendis. T.d. hættu bæði Israelar og Finnar við hana vegna almenns greiðsluþrots hjá launþegum. Tveim siöustu rlkis- stjórnum okkar hefir orðið hált á þvi að verötryggja fjárskuldbind- ingar og reyna um leið að skeröa kaupgjaldsvisitölu. Ég vona að næsta ríkisstjórn, hver svo sem hún verður, falli ekki I sömu gryfju.” L ág vax tareksturslán 8. Hverjar eru I stuttu máli niðurstöður þeirra athugana, sem þú hefir gert? „Þær taka talsvert rúm i minni greinargerð og ekki unnt eða heldur æskilegt að rekja I stuttu blaðaviðtali.’” 9. Hverjar eru helstu tillögur þinar um, hvernig sigrast megi á efnahagsvandanum og komast hjá frckari ógöngum? „Ég hefi áður i fjölmiðlum gef- ið mina forskrift að lausn verð- bólgunnar, sem er í megin- atriðum svona: (I) Hætta erlendum lántiScum, (II) Stöðva skuldasöfnun rikis- sjóðs hjá Seðlabanka, (III) Rétta við hallarekstur rikisbúsins og bæjarfélaga, (IV) Takmarka fjárfestingu i landinu viö sparnað. Þegar þessum áföngum hefir verið náð, er timabært — og fyrr ekki — að biðja launþega að stilla kröfum sínum i' hóf. Éghefieinnig talið, að gefa eigi atvinnuvegunum kost á skamm- tima rekstrarlánum með svip- uöum kjörum og gilda I helstu viöskiptalöndum okkar, jafnvel þótt fjárfestingarlán veröi áfram gengistengd um hrið. Lágvaxta rekstrarlán munu efla Framhald á bls. 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.