Þjóðviljinn - 26.01.1980, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 26.01.1980, Blaðsíða 11
Laugardagur 26. janúar 1980 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 11 I tilef ni hundrad ára af maelis eir Hvad___ nú um Stalín í So vét r fk j u n u m? Lik Stalins við hlið Lenins i grafhýsinu á Rauða torginu. Það var svo grafið að baki grafhýssins við hlið nokkurra frægðarmanna bylting- aráranna. ,,Jósep Stalín var fædd- ur 21. desember 1879. öld er liðin frá fæðingu hans og meira en aldarfjórð- ungur frá dauða hans. Þrátt f yrir það er ekki auð- velt að skrifa um hann." A svofelldan hátt hefst grein sem sovésk fréttastofa dreifði i tilefni 100 ára afmælis Stalins, höfundur hennar er Gennadi Gerasimof. Við birtum greinina hér á eftir i heild, lesendum til fróðleiks; vissulega er það at- hyglisvert, hvernig átrúnaðar- goð kommúnista um allan heim i aldarfjórðung er nú metið af op- inberum aðilum i heimalandi sinu. Meðalhóf? Greinarhöfundur reynir aö fara leið „meðalhófs" eins og hann segir. Hann mun þá einkum eiga við þann sið sem var upp tekinn á timum Krúsjofs, að kenna Stalin um flest það sem verst var, en sleppa honum að öðru leyti. Gerasimof fremur reyndar ýmsar syndir svipaðar. Af grein hans verður t.d. ekkert ráðiö af því, hve dýrkeypt stjórnsýsla Stalins varð so- vésku fólki og er það i sjálfu sér meiriháttar Hfsflótti. Ekki held- ur ber greinin þvi vitni aft i So- vétrikjunum séu menn i alvöru að skoða hlut Stalins i sögunni i samhengi við ýmsa eðlisþætti hins sovéska stjórnkerfis. Munurinn á þessari grein og grein frá Krúsjofstímum er i raun helstur sá, að hér er reynt að skapa tiltölulega jákvætt and- rúmsloft ikringum Stalin, en áð- ur var karlinn gerður að alls- herjar blóraböggli. En i báðum tilvikum er fariðeins og köttur i kringum heitan graut um alvöru málsins. Hefst nú greinin: „Fyrir Stalín" Nafn Stalins er tengt sögu okk- ar, þ.e. köflunum um fram- kvæmd fimm ára áætlananna, baráttu þjóðarinnar við nasism- ann og endurreisn efnahagslifs landsins eftir styrjöldina. Þetta voru ár hetjuskapar, full afreka og sigra. Þeirra er minnst sem tima eldhuga og brautryðjenda, uppbyggingar nýs, sósialisks heims. En þetta voru einnig erfið ár skorts, fórna og mistaka. Bitur- leikinn býr enn með okkur. Þjóðin reis upp til áhlaups með hrópunum: „Fyrir föður- landið!" „Fyrir Stalin!|" Menn voru ekki að sýnast, þétta var ekki leikiö fyrir framan kvik- myndavélar. Þetta var það sem fólkinu fannst. Það hafði tak- markalausa trú á honum, það var harmleikur timans, en það var hetjulegur harmleikur. En aðrir þjáðust sökum órétt- látrar kúgunar, sem beitt var með vitund Stalíns. Það er ekki auðvelt aö fella yf- irvegaöan og óvilhallan dóm I þessu máli. T.d. talar Averell Harriman, ambassador Banda- rikjanna i Sovétrikjunum á stríðsárunum, mjög lofsamlega um Stalin sem stjórnmálamann I endurminningum sinum. Harri- man segir, að persónulega hafi hann ekki rekið sig á nokkurn neikvæðan þátt i persónu Stalíns. Vestrænir leiðtogar, sem hittu Stalin i Teheran, Jalta og Pots- dam, höfðu einnig mikið álit á honum sem stjórnmálamanni. Persónuleg reynsla hefur allt- af sin takmörk. öliktfólk minnist þessa tima með ólikum hætti. Mannshugurinn sjálfur velur úr. t „Júliusi Cesar" segir Shakespeare: „Hið illa sem menn gera lifir þá. Hið góða er staða sósialismans styrktist. Þessi kenning varð orsök fjölda- kúgunar. Allt tilheyrir þetta liðinni tiö i sögu lands okkar, en á okkar dögum, og alveg sérstaklega i sambandi við aldarafmæli Stal- Tns, halda menn á vesturlöndum áfram að ræða „verðið" er Carr, sem nýlega lauk ævistarfi sinu, Sögu Sovétrikjanna i 14 bindum, gaf sl. sumar út bók, sem hann nefnir: „Rússneska byltingin frá Lenín til Stalfns, 1917-1929". Hann gagnrýnir til- raunir til þess að nota Stalfn i andsovéskum tilgangi og ritar, að vinstri menn séú „blindir á t Grúsiu, þar sem Stalin ér fæddur, hafa menn aldrei hætt að gera myndir af þessum fræga landasínum tilaðfesta uppheima hjá sér, þar standa og nokkrir minnisvarðar ennþá. Myndin er tekin á markaði i Grúslu fyrir skemmstu. oft grafið meö beinum þeirra." Leita ber meðalhófs sögulegr- ar óhlutdrægni: Við endurskirð- um Stalingrad Volgograd, en minnismerkið þar er um orrust- una um Stalíngrad. Heildarárangur þessara ára er óumdeilanlegur: Sovétrikin urðu sósialiskt stórveldi, sem hafði og hefur s töðugt áhr if á alla rás sögulegrar þróunar og eft- irtakanlega og alveg sérstaklega á hægfara umskipti landa og þjóða frá gömlu þjóðfélagi til nýs þjóðfélags, byggðu á sósialisk- um grundvallarlögmálum. So- véska þjóöin og erlendir frétta- skýrendur tengdu óumdeilanleg- an árangur i uppbyggingu sósialismans i Sovétrlkjunum viö nafn Stalins. Vitleysur og afglöp Samtimis skaðaði persónu- dýrkunin á Stalfn framvindu so- vésks þjóðfélags. Stalin framdi margar vitleysur og afglóp. Einkum, er hann staðhæfði áriö 1937, að stéttabaráttan i landinu myndiharðna mjögeftir þvi sem greittvar fyrir öfga þessa tima- bils, hvort þeir voru eðlilegir eða tilviljun háðir, trygginguna fyrir þvi að þeir endurtaki sig ekki, hlut hins persónulega þáttar i sögunni, o.s .fr v..Það sem aö baki þessu býr er að jafnaði ekki óeig- ingjörn leit að sannleikanum. Þetta er aðeins að nokkru hægt aö skýra með sögulegri forvitni, meintri mannlegri umhyggju fyrir sovésku þjóðinni eða áhuga á hinni nýju visindagrein „psy- chohistory". Að niu tiundu er þessiáhugi þáttur I rikjandi and- sovéskri stefnu. A Vesturlóndum_ leita menn skýringar á „Stalinfyrirbær- inu" meira i þvi skyni að finna nýtt púður til notkunar i hinum sálfræðilega hernaði gegn kommúnismanum. Vangaveltur i sambandi við persónudýrkun eru sérstaklega mikilsmetnar vegna þess, að þær geta fengiö frjálslynd öfl til þess að skipa sér i raðir andkommúnista. Afsprengi Marxisma? Breskur sagnfræðingur, E.H. árangur byltingarinnar og sjái aöeins misgjörðir hennar. En það eru nógu margir, sem taka undir kórsöng andsovéskrar móðursýki, þótt vinstri sinnar geri það ekki. Það er sorglegt á- stand. Ég vona að við munum að lokum losa okkur við móðursýk- ishugmyndir um Sovétrikin." Ronald Hingley, breskur so- vétfræðingur, Adam Ulam, bandariskur sovétfræðingur, og fleiri vestrænir höfundar, og framar öllum öðrum átrúnaðar- goð andsovésku aflanna, Solzjen- itsin, staðhæfa að Stah'ndýrkunin hafi verið eðlilegt afsprengi len- inismans og marxismans. Þetta er meginröksemd þeirra, sem i vestrænum rikium minnast aldarafmælis Stahns. Tilgangurinn er að hræða fjöld- ann frá sósialiskum sjónarmið- um með þvi að varpa á þau skugga Stalíns og halda þvi fram, að hann stafi einnig af Lenín og Marx. 1 reynd var persónudýrkun framandi Lenfn og Marx, alveg eins og hún er framandi kenning- um þeirra. Þvi til staöfestingar gæti ég birt fjölda tilvitnana I verk þeirra og vitnað til ævifer- ils Marx og Lenfns, en persónu- leg hæverska þeirra snart alla er þekktu þá. ' Leitað að sök En liggi sökin ekki hjá marx- leninismanum, hvar er henn- ar þá að leita? Við þessu er ekkert einfalt svar, vegna þess að ástæðu þess, sem gerðist, er að leita i ýmsum samtvinnuðum hlutlæg- um og huglægum þáttum. Vikjum fyrst að hlutlægu þátt- unum. Rifjum upp mótunarár Sovétrikjanna. Eftir misheppn- aða ihlutun 14 rikja og uppræt- ingu afturhaldsaflanna I landinu ólu innlendir stéttaróvinir með sér hatur á þeirri rikisstjórn, er dirfðist að afnema einkaeign, og undirbjuggu nýja „herferð". Möndullinn Berlin — Róm — Tókió, fasistaógnunin, er stafaði af Þýskalandi, og sefunarstefna vestrænna ríkja gagnvart Hitl- er, en þau virtu að vettugi so- véskar áskoranir um sameigin- legt öryggi — þetta var hinn ytri bakgrunnur róttækra umbylt- inga i landinu, er miðuðu aö end- uruppbyggingu efnahagslifs landsins samkvæmt nýrri, sósialiskri stefnu. Og siðan kom styrjöldin og I kjölfar hennar viðreisn landsins við fjandsam- legar ytri aðstæður, kalda striö- ið. Astandiö krafðist miðstýrðr- ar forustu og aga, vissra tak- markana á lýðræði og einingar gegn uggvænlegum óvini. En óll herstjórnin var eignuð Stalín, og það var geigvænleg yf- irsjón, og farið var ranglega að tengja alla sigra við nafn hans. Ýmsir huglægir þættir höfðu ákaflega neikvæð áhrif. Sum per- sónuleg einkenni Stalíns, svo sem grófleiki og mislyndi, sem velerhægt að umberai venjuleg- um samskiptum fólks, urðu óþol- andi hjá leiðtoga. A þetta benti Vladimir Lenin i lok ársins 1922. Þegar timar liðu, fannst Stalín sjálfum hann raunverulega vera hafinn yfir gagnrýni, og tor- tryggni hans skapaði andrúms- loft er hvatti til lögbrota. Hann gerði hugmyndafræðileg mistök, framdi geðþóttaverknaði og póli- tisk glappaskot. Moldviðri? Alyktun miðstjórnar Komm- únistaflokks Sovétrikjanna, „um ráðstafanir til þess að sfgrast á persónudýrkun og afleiðingum hennar", er samþykkt var árið 1956, útskýrir, en réttlætir alls ekki það sem gerðist. Lögö er á- hersla á, að þótt persónudýrkun- in á Stalín hafi skaöað sovéskt þjóðfélag þá hafi hún ekki, og hefði ekki getað, breytt eðli hins sósialiska skipulags. Það er eftirtektarvert, að flokkur okkar sagði sjálfur sannleikann, þótt bitur væri og auðvelt að geta sér þess til, að þessi gagnrýni myndi valda timabundnum erfiðleikum, að ó- vinirnir myndu gleðjast yfir þessari sjálfshreinsun og nota hana gegn kommúnistahreyfing- unni i heild. Eins og sjá má, er það moldviðri, er þyrlað var upp,ekkienngengiðum garð. En forsendan fyrir þessari sjálfs- gagnrýni, er flokkurinn hafði frumkvæöi að, var að tryggja það örugglega aö slikir hlutir sndurtækju sig ekki.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.