Þjóðviljinn - 27.01.1980, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 27.01.1980, Blaðsíða 7
Sunnudagur 27. janúar 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 SIGURÐUR BLÖNDAL: Að skakka ójafnan leik •mér datt það í hug Ódýr menning Það hefir verið rætt allmikið f blöðum og útvarpi að undan- förnu, hversu menningin á Islandi væri ddýr. Þ.e.a.s. nokkur hluti hennar. Umræöan hefir snUist mest um ódýrleika fagurra lista og varðveislu menningararfs og nefndar í þvi sambandi ákaflega lágar krónutölur og lítil prósenta af fjárlögum. Dæmt eftir þessum tölum kostar menningin — eöa þessi hluti hennar — lands- feðurna smáar fjárhæöir. Hún er sem sagt ödýr. NU er þaö auðvitaö nokkurt álitamál, hvað flokkast undir menningu. Allavega er þaö fleira en menn bera sér i munn daglega. Flestar mannlegar athafnir eru í raun og veru menning. Ef viö tökum til dæmis allt skólakerfi okkar, þá er þar drjúgur skerfur menn- ingar og á tslandi rennur mikið fé til þess þáttar. Annað mál er, hvernig þaö nýtist. Um það geta menn deilt endalaust. Einn þáttur mannlegra athafna,sem mjög er iumræðu, en kannski ekki alltaf talinn til menningar svona hversdags- lega, eru iþróttirnar, sem mikill fjöldi fólks I landinu iðkar sér til hollustu og hugarhægðar, en kannski enn stærri fjöldi hefir sem sfna bestu skemmtun og dægrastyttingu að sjá aðra iðka. Ég á þar við okkur, sem erum fastagestir á áhorfendapöllum iþróttakappleikja. Undur íslands Núna eftir áramótin datt mér margt l hug um Iþróttamálin, þegarHreinn Halldórsson vari þriðja sinn kjörinn fþrótta- maður ársins, komu upp i hugann ýmsar vangaveltur. Hreinn var nefnilega meö sjötta besta árangur i grein sinni i heiminum á árinu sem leiö. Mér fannst eins og fólk tæki þetta sem sjálfsagðan hlut. Fjarri fer þó, að svo sé. Hér er auövitaö um merkilegan hlut að ræða. Sjálfsagt eru tugþúsundir ungra manna í heiminum, sem skemmta sér við þessa iþrótta- grein og stunda hana af kappi. Sivaxandi fjöldi þeirra i stóru löndunum gerir ekkert annað en varpa kúlu og fær til aðstoðar hina færustu þjálfara. Hreinn ekur strætisvagni á vöktum til að vinna fyrir sér og fjölskyld- unni og hefir engan sérstakan þjálfara. Samt er hann sjötti i heiminum f greininni. Þetta kalla ég eitt af undrum Islands, sem þjóöin ætti að vera stolt af. Um leiö verður hann fjölda ungs fólks fyrirmynd til þess aö fara að stunda iþrótt sina — eöa aðrar Iþróttir — á sama hátt og Friðrik Ólafsson varð það i sinni Iþrótt. Þetta er kannski hinn mikli ávinningur svo- nefndra keppnisiþrótta. Afreks- mennirnir draga ungt fólk I slóð sina. Þeir eru óhjákvæmilega undirstaða fjöldaiðkana i iþróttum. Um það þýöir ekki aö deila, þótt svokallaöar stjörnu- Iþróttir geti átt sínar slæmu hliðar. Sama er að segja um hand- boltapiltana okkar. Þeir eru undur. Og vegna þess, að þeir stunda flokkaiþrótt i höröum og spennandi leik, veita þeir fjölda fólks sina bestu dægradvöl. Samt eru íslendingar svo stórir uppá sig, að þeir eru piltunum reiöir, ef þeir eru ekki i allra efstu sætum i alþjóðlegri keppni i iþrótt sinni. En þeir eiga ójafnanleik við keppinauta sina frá stærri þjóðum, ég tala nú ekki um frá stórþjóðum. Janus Czerwinski sagði það beint út um daginn, þegar hann var hér og horfði á leik piltanna okkar við pólsku atvinnu- mennina sina: Þaö er ekki hægt aö leggja þetta á fslensku piltana að vinna 10 tima á dag við trésmiði eða múrverk og æfa siðan handboltann og mæta keppinautum, sem hafa engan likamlega starfa annan en leika handbolta. Sannarlega ættu þessir piltar að vera stolt þjóðar sinnar og menntamálaráöherra ætti aö vera mættur meö rauöan dregil á Keflavikurflugvelli, þegar þeir koma úr sigurför, eins og þegar þeir komu Ur slikri för frá Danmörku fyrir jólin. Að spara á skökkum stað I fýrra var ég staddur austur á Laugarvatni og hitti skóla- stjórana þar. Við vorum að tala um ýmis málefni staöarins og þar sem ég var ókunnungur, spurði ég margs og viö virtum byggðina fyrirokkur. Ég spurði i grandaleysi hvar væri Iþrótta- hús Iþróttakennaraskólans. Skólastjórarnir litu á mig undrandi, þar til skólastjóri Iþróttakennaraskólans fræddi mig um það, aö skóli hans hefði ekki iþróttahús fyrir sig. Það væri aðeins eitt slikt fyrir alla fjóra skólana á staönum! Raunar væri það I eigu Iþrótta- kennaraskólans (þaö var vist tekiö i notkun 1944 og ágætt hús á þeirra tima mælikvarða). Sjaldan hefi ég oröið meira forviða á fátækt menningar- innar á Islandi. Skyldi fyrir- finnast i nokkru svonefndu menningarlandi iþrótta- kennaraskóli, sem ektó heföi iþróttahús sitt alfarið til sinna afnota? Hvernig litist mönnum á, ef Húsmæðrakennaraskóli Islands deildi kennslueldhúsi sinu meö þremur öörum skólum? A þessum skóla er lagöur grundvöllur aö gildum þætti islenskrar menningar og unga fólkið okkar á það skilið, að grundvöllurinn undir þáttöku þess i menningunni sé treystur sem best. Þaö hefur sýnt það með afrekum sinum. Hreinn og handboltapiltarnir eru verðug sönnun þess, en auðvitað mætti nefna ótal fíeiri. Ég kann sögu frá landi þar sem öðruvisi var farið að. Öskabam Ulbrichts Kona er nefnd Helga Alfreös- dóttir, sem býr á Egilsstööum og kennir þar iþróttir. Hún er fædd og uppalin i Þýska alþýðu- lýöveldinu og brautskráö frá iþróttakennaraháskólanum i Leipzig. Hún sagði mér eitt sinn, er ég bað hana um skýringu á hinum furðulegu afrdcum Iþróttafólks I föðurlandi hennar,að stjórnvöld heföu búiö ákaflega vel aö iþróttahreyfingunni i föðurlandi hennar. Þannig heföi þaö veriö á allra vitoröi, að iþrótta- kennaraháskólinn i Leipzig hefði verið óskabarn Walters Ulbrichts. Skólinn hefði fengiö allt, sem forráðamenn hans báðu um. En meö umhyggju sinni fyrir starfi Iþróttafólksins, sem svaraði með margrómuðum af- rekum á alþjóðavettvangi tókst Walter Ulbricht og félögum hans að ryðja þjóö sinni braut gegnum þykkan múr einangrunar i samfélagi þjóð- anna. Hinn ójafni leikur Ég sagði vist áðan, að unga fólkiö okkar, sem fer til keppni viö jafnaldra sina frá öörum þjóöum, ætti oftast ójafnan leik viö þá. Við, sem heima sitjum, gætum skakkaö þennan leik með þvi aö búa betur i haginn fyrir okkar fólk til þess að stunda holla og skemmtilega iöju I tómstundum sinum, ekki sist Iþróttir. Eða viljum viö kannski heldur láta þetta fólk eyöa tima sinum á rúntinum eða á sjoppunum? Þarna stendur val okkar m.a. Hvernig væri nú að byrja á að skakka leikinn með þvi. að búa reglulega vel að Iþrótta- kennaraskólanum okkar og láta hann fá sitt iþróttahús? Spara ekkert til mennturnar þjálfar- anna, sem eru undirstaða iþróttlifs. Þaö gafst unga fólkinu austan við Oder og Neisse vel, hvernig Walter Ulbricht bjó aö iþróttakennara- skólanum þeirra. Sig. Blöndal FRÍÐA SKRIFAR: Bréf til Guðlaugs Hjartans þakkir fyrir bréfið. Það gladdi mig að þú varst ánægöur meö siöasta bréf mitt, skjall þitt hljómar fyrir eyrum mér sem englasöngur. Vissulega kysi ég helst að vera álfaættar áfram og búa i fögrum íslenskum kletti en nýtt ár og vinátta þin vekur mér hug og dug. Ég er nefnilega þeirrar skoöunar aö bréfaskriftir megi ekki leggjast niður hér á landi. Mig hryllir við þeirri tilhugsun aö tala inn á band og senda — eöa enn hryllilegar — ýta á takka, sjá þig á skermi og þylja yfir þér einhverja romsu. Þetta er allt á næsta leiti eins og þú veist og hvað þá um póst- þjónustuna? Ég spyr eins og þessi margumtalaða fávisa kona. Það er og veröur alltaf eitthvað sér- stakt yfir sendibréfi. Þú biður og vonar og svo loksins. Okkur hjónunum liður vel. Þetta gekk allt vel meö „Drottinn blessi heimiliö” en svo varö honum á i messunni blessuöum. Hann sagði nefnilega — I hita augnabliksins aö sjálfsögðu — aö hann vaskaöi alltaf allt upp. Ég varö allshugar fegin — fékk nærri þvi hugljómun, — snerti ekki uppþvottabursta, diska- þurrku eöa neitt slikt framar nema þá kannski á öörum bæj- um. Þvi ér þaö aö ég skrifa svo fljótt aftur — ég hef nefnilega tima. Ef til vill kaupir hann upp- þvottvél einhvern daginn. Þú veist mig hefur dreymt um slik- an hlut i ein tlu ár. Ég hef nefni- lega alltaf veriö I eldhúsinu þegar skemmtilegustu sam- ræöurnar fara fram, alltaf misst af einhver ju, aöeins heyrt brot af samtölum og ég sem dái þessi manníegu samskipti — samtölin — meira en margt ann- aö. — 0 — Ef þér verður hugsað til Rauð- sokka 1 þessu sambandi þá minnstu þeirra kvenna af minni kynslóð sem ekki þora á fund hjá þeim. Þú skilur mig — þær eru svo frjálslegar og allt — nota engan faröa á andlitiö eöa neitt. Þá gæti ég nú bara eins mætt á sundbol! Þeir vita sko hvaö þeir eru aö gera þessir auöhringar sem selja snyrtivörur. Þú veröur svo heillandi og töfrandi og ómót- stæöileg ef þú notar einmitt þessa tegund — jafnvel ógleymanleg. Og hver vill ekki veröa ógleymanlegur? Þú hlýtur aö muna ilminn sem var á bak viö eyraö á mér þegar þú stalst kossi siöast — eöa hvaö? Maöur getur ekki bara hætt aö nota þessa hluti og veriö alsber i framan. Auö- vitaö er þaö allt i lagi i fjósinu — en á fundum. Hvaö finnst þér? Þetta liggur mér mjög á hjarta — frægur maður eins og þú hlýt- ur aö hafa skoðun á þessu. Til- finninganæmi mitt er haft aö gamanmálum. Mér finnst þaö ekki réttlátt en auðvitaö er ég auövelt fórnarlamb auglýsmg- anna og annars skrums. Nei, nei, þú mátt ekki gefast upp viö lesturinn, lokaöu bara augunum meðan þú lest þær linur sem þér lika ekki. Auövitað las ég ýmislegt um jólin — þó nokkrar bækur skal ég segja þér en ég þori ekki að segja neitt um þær. Mig vantar enn sjálfstraust og sjálfsálit. Ég er eins og konan sem aldrei gat pantað sér drykk á bar. Henni var það ómögulegt. I fyrsta lagi fór ekki kona ein á bar, i öðru lagi vissi hún óljóst hvaö hún vildi (þaö haföi jú alltaf veriö pantaö fyrir hana) og i þriöja lagi fannst henni allir vera aö horfa á sig og fordæma sig. Hún hörfaöi bara öfug út! Ö, Guölaugur.bara aö ég væri eins andrlk og frumleg og þú en sál min er tær og hjartagæskan óspjölluö. Kannski þú getir sáö þar fræjum andagiftar og hug- dirfsku? Meö titrandi hönd og hjarta, þin Friða.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.