Þjóðviljinn - 27.01.1980, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 27.01.1980, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 27. janúar 1980 RÚNAR MOGENSEN, fulltrui Viljum • • somu laun fyrir • • somu vinnu Allt að 327 þús. kr. munur á mánaðarlaunum Oft hefur veriö á það bent að ein vinsælasta að- ferðin til að réttlæta og viðhalda launamismuni karla og kvenna sé sú að nefna sömu eða sambæri- leg störf ólíkum nöfnum. En það eru fleiri en konur i „kvennastörfum” sem sæta svipaðri meöferð, t.d. verða lög- læröir i fulltrúastöðum utan Reykjavikur illilega fyrir barð- inu á þessu kerfi og eru að von- um ekkert of ánægðir með það. Rúnar Mogensen er fulitrúi við bæjarfógetaembættið i Kópa- vogi. Hann hóf þar störf á s.l. vori og segir nú frá kjörum stéttar sinnar. — Byrjunarlaun fulltrúa hjá embættum utan Reykjavikur, þar með talin embættin hjá stóru kaupstöðunum Kópavogi, Hafnarfirði og Akureyri, eru kr. 454.983. Þetta er 109. launafl. BHM. Launin hækka siðan um STARF OG KJÖR „Þarna liggja til grundvallar sömu for- sendur og konur hafa oft kvartað undan, þegar þær eru hlunn- farnar i launum. Starfið er hið sama# starfsheitið annað." Rúnar Mogensen fulltrúi: — Ævistarfsreynsla fulltrúa er metin aðeins til eins flokks hækkunar, eða á tæplega 16. þús, kr. einn flokk eftir eins og hálfs árs starf og eru þá kr. 488.800 (5. þrep). — Við nokkur stærri embættin er til starf aðalfulltrúa, og sá sem gegnir þvi er i 112. flokki. Þar erulauninkr. 507.373. Einnig starfa héraðsdómarar við fjög- ur stærstu emb?..in utan Reykjavikur, 1-2 á hverjum stað, og þiggja þeir laun samkv, 117. flokki. — Langflestir fuiltrúar eru þvi i 110. flokki, hærra komast þeir ekki. Ævistarfsreynsla þeirra er metin til aðeins eins flokks hækkunar eða á tæplega 16 þúsund krónur. ARSHATIÐ Alþýðubandalagsins í Kópavogi verður haldin í Þinghól laugardaginn 2. febrúar n.k. Þorramatur verður á boðstólum. „ Hljómsveit Jóns Sigurðssonar leikur fyrir dansi. Einsöngur: Ingveldur Hjaltesteð. Miðasala verður n.k. þriðjudagskvöld í Þinghól kl. 20-22 (sími 41746) og borð tekin frá um leið. Stjórn ABK. LAUN: kr. 488.800 110. flokkur BHM, 5. þrep Byrjunarlaun: kr. 454.983 109. fl. 4. þrep 7 flokka munur — Ef við litum til Reykjavikur, blasir við talsvert önnur mynd. Þar er dómsvaldið þriskipt og fara bor gar dómar ar, saka- dómarar og borgarfógetar með þá málaflokka sem fulltrúar sýslumanna og bæjarfógeta ann- ast utan höfuðborgarinnar. Sam- kvæmt kjarasamningum eru kjör fulltrúa i Rvk. hin sömu og okkar, sem erum fulltrúar úti á landsbyggðinni, en það segir ekki alla söguna. 1 reynd er reginmunur á kjörum þessara aðila og liggur hann i þvi, að full- trúar i Reykjavik verða að öllu forfallalausu dómarar viö við- komandi embætti aö hæfilegum reynslutima liönum og hækka þá lir 110. flokki i 117. flokk. Þessi launamunur er kr. 139.290. og þar við bætist að dómarar hafa fasta yfirtiö en viö ekki, og getur hún numið allt að 30 timum á mánuði. Það gerir kr. 187.830 þús. þannig að launamunurinn getur orðiö rúmar 327 þúsund krónur á mánuði. Láglaunaseðill En eru störf dómara I Reykja- vík ekki aö einhver ju leyti önnur en ykkar sem eruö fulltrúar sýslumanna og bæjarfógeta? — Nei, aðalstörf okkar, sem berum starfsheitiö fulltrúar, eru dómarastörf sem i langflest- um tilvikum eru nákvæmlega þau sömu og dómarar i Rvk. inna af höndum. Dómsmálin úti á landsbyggöinni hvila á herðum okkar fulltrúanna, munurinn er aðeins fólginn i óliku starfsheiti. Þarna liggja til grundvallar sömu forsendur og konur hafa oftkvartaðundan,þegar þær eru hlunnfarnar i launum. Starfiö er hið sama, starfsheitið annað. Nú eru laun ykkar þíátt fyrir þaö óréttlæti sem þiö veröiö aö þoia, hátt i hálfa miljón á mánuöi, telur þú ykkur láglaunastétt? — Það fer eftir við hvaö er miðaö. Viö erum ekki iáglauna- stétt i samanburði við verka- menn, en með vissum rökum má /,Við erum ekki iág- launastétt í saman- burði við verkamenn, en með vissum rökum má segja að við séum það, sé miðað við ýms- ar aðrar stéttir háskólamenntaðra manna." segja aö við séum það, sé miðað viðýmsar aörar stéttir háskóla- menntaðra manna. Hvaö er lögfræöinámiö langt? — Það er skipulagt sem 5 ára nám, en fæstum nægir sá timi til að ljúka námi, þó að menn hafi sig alla við. A undanförnum ár- um hefur námsefnið sifellt verið að aukast og fallprósentan i lög- fræðideildinni mun vera ein hin hæsta i Háskóla tslands, eitthvað um 50-60% nemenda falla árlega, jafnvel falla menn á lokaprófi. Núeruö þiö meö lausa samn- inga eins og aðrir launamenn i landinu, hverjar veröa aöalkröf- ur ykkar fulltrúanna? — Viö viljum að launamis- ræmiö sem i dag rikir meðal lög- fræðinga, sem starfa hjá opin- berum aðilum, verði leiðrétt. Við höfum sett fram þær kröfur að launaflokkum verði fjölgað úr þremur ifimm, þ.e. úr 109. flokki i 116. flokk, allt eftir reynslu og mikilvægi starfa fulltrúanna. En aðalkrafan hlýtur alltaf aö veröa, aö sömu laun séu greidd fyrir sömu vinnu. -hs . ÚTBOÐf Tilboö óskast I frysti- og kæliskápa ásamt kælivélum fyrir vistmannaheimiliö aö Arnarholti á Kjalarnesi. Otboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Frikirkjuvegi 3 Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 20. feb. n.k. kl. 11. f.h. INNKAUPASTOFNUN REYK3AVÍKURBORGAR Fnkirkjuvegi 3 — Sími 25800 fij LANDSVIRKJUN ÚTBOÐ Landsvirkjun óskar hér með eftir tilboð- um i byggingu undirstaða fyrir hluta af 220 kv háspennulinu, Sigalda — Hraun- eyjafoss — Brennimelur (Hrauneyjafoss- lina 1), i samræmi við útboðsgögn 423. Verkinu er skipt i þrjá hluta sem samtals ná yfir um 88.5 km með 292 trunstæðum Verklok fyrir alla hlutana er 1. nóv. 1980. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Landsvirkjunar Háaleitisbraut 68, 108 Reykjavik, frá og með 29. janúar 1980, gegn skilatryggingu að fjárhæð kr. 20. 000. Tilboðum skal skilað á skrifstofu Lands- virkjunar fyrir kl. 11:00 föstudaginn 7. mars 1980, en þá verða þau opnuð i viður- vist bjóðenda.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.