Þjóðviljinn - 27.01.1980, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 27.01.1980, Blaðsíða 11
Sunnudagur 27. janúar 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 Einsog fram hefur komið í fjölmiðlum hefst Kvikmyndahátíð Lista- hátíðar 1980 í Regnbog- anum 2. febrúar n.k. og stendur til 12. febrúar. Sýndar verða f jölmargar myndir— þegar þetta er ritað hef ur enn ekki feng- ist staðfesting á því hve margar þær endanlega verða — og hér á eftir verður gerð grein fyrir því helsta sem á boð- stólum verður og staðfest hefur verið. Myndirnar eru frá ýmsum löndum, og sumar frá löndum sem hingaö til hafa veriö lítt eöa ekki kynnt i kvikmynda- húsum hérlendis. Má þar nefna lönd einsog Holland, Kanada, Belgiu, Ungver jaland, Spán, Indland ofl.. Nokkrir heims- frægir meistarar eiga myndir á hátiöinni: Andrzej Wajda, Carlos Saura, Satyajit Ray, Vera Chytilova, Marguerite Duras, Jean Renoir, Fass- binder, Herzog ofl.. Þá veröa nokkrar myndir eftir unga leikstjóra sem vakiö hafa Cuervos, 1976) og Meö bundiö fyrir augu (Los ojos vendados 1978). Carlos Saura hefur fyrir löngu haslaö sér völl sem einn fremsti kvikmyndastjóri Spán- ar. Myndir hans eru i senn afar persónulegar og ádeilukenndar. Einkum hefur spænska borgar- astéttin fengiö aö kenna á hvassri ádeilu hans. Fyrir Hrafninn fékk Saura sérstök verölaun dómnefndar i Cannes 1976. I myndinni segir frá niu ára stelpu og heiminum sem hún lifir i og er sambland af imyndun og veruleika, einsog gerist hjá hugmyndarikum börnuni. Geraldine Chaplin, eiginkona Saura, leikur stór hlutverk i báöum þessum myndum. Kvennamyndir Eitt af þvi sem vekur athygli viö þessa kvikmyndahátiö er sú staöreynd, aö meöal kvik- myndastjóranna sem þar eiga myndir eru a.m.k. fimm konur. Þær eru Marguerite Duras hin franska, frægur rithöfundur og kvikmyndastjóri, sem á þarna myndina India Song; Vera Chytilova, sem var einn af upphafsmönnum nýju bylgj- unnar i Tékkóslóvakiu fyrir leikriti Georgs Bflchners, og hefur leikritiö veriö sýnt i Þjóöleikhúsinu. Klaus Kinski og Eva Mattes leika aöalhlut- verkin i Woyzeck, og fékk Eva verölaun fyrir leik sinn á kvik- myndahátiöinni i Cannes 1979. Kanada A hátiöinni veröa sýndar nokkrar myndir frá Kanada, þar sem talsveröur uppgangur hefur veriö i kvikmyndagerö síöustu árin. Myndirnar Action og Skipanir (Les Ordres) fjalla báöar um s jálfstæöisbar- áttu Quebec-búa. Action er heimildamynd meö ensku tali, en Skipanir er leikin mynd, gerö af frönskumælandi Que- bec-búum. Þá veröa sýndar myndirnar J.A. Martin —ljós- myndarieftir Jean Beaudin, og One Man eftir Robin Spry, en Action er reyndar einnig eftir Spry, sem er meöal þekktustu kvikmyndastjóra Kanada um þessar mundir. Fleiri myndir frá Kanada veröa sýndar, þ.á.m. nokkrar styttri myndir og teiknimyndir, sem ekki gefst tóm til að segja frá hér og nú. KVIKMYNDA- HÁTÍÐ 1980 í Regnboganum 2.-12. febrúar alþjóölega athygli á undan- förnum misserum: Jacques Doillon, Chantal Aker.mann, Nouchka van Brakel, Hans W. Geissendörfer ofl. Barnamyndir verða stór þáttur i kvikmyndahátiöinni aö þessu sinni. Barnasýningar veröa daglega i Regnboganum meöan hátiöin stendur yfir, og veröa liklega 5-6 „barnapró- grömm” i gangi, ýmist langar myndir eða syrpur af styttri myndum. Þessar myndir eru frá ýmsum löndum og fyrir ýmsa aldursflokka. Ungling- unum er heldur ekki gleymt: sú mynd sem kemur liklega til aö freista þeirra mest er Sjáðu sæta naflann minn.dönsk mynd sem gerö var eftir frægri met- sölubók sem kom út á íslensku fyrir siöustu jól. Andrzej Wajda Wajda er áreiðanlega þekkt- astur þeirra Pólverja sem viö kvikmyndagerðfást um þessar mundir. A hátiöinni veröa sýndar þrjár nýjustu myndir hans : Marmaramaöurinn (1976), An deyfingar ( 1978) og Stúlkurnar frá Wilko (1979). Tvær þær fyrstnefndu fjalla um Pólland samtimans á gagn- rýninn hátt, en sú siðasta er byggö á skáldsögu sem gerist á þriöja áratugnum. ' Nýlega bárust fréttir af þvi aö Wajda heföi sætt árásum ihaldssamra starfsbræöra sinna i Póllandi fyrir Marmaramanninn. Yfirvöld höföu veriö treg til aö leyfa myndina, en almenningur tekið henni vel. A alþjóðavettvangi hefur mynd þessi farið sigur- göngu, enda er hún i alla staöi mjög vel gerö og fjallar um mál sem hingaö til hefur ekki veriö mjög til umfjöllunar I Austur- Evrópu: stalinismann. Þessum þremur myndum Wajda veröa væntanlega gerö nánari skil hér I blaðinu siðar, en óhætt er aö fullyröa aö mikill fengur er aö þeim á Kvik- myndahátiö. Vonir stóöu til aö Wajda kæmi hingaö sem gestur Kvikmyndahátiöar, en af þvi gat ekki oröiö þrátt fyrir fullan vilja hans sjálfs. Carlos Saura Tvær myndir eftir Saura veröa sýndar: Hrafninn (Cria innrásina 1968 og er nú aftur farin aö gera myndir eftir langt hlé, hún á þarna myndina Epla- leikur, Márta Meszáros frá Ungver jalandi, eftir hana sjáum viö Niu mánuöir, en á siöustu kvikmyndahátiö var sýnd mynd hennar Ættleiðing; og loks tvær ungar og efnilegar konur sem vakiö hafa alþjóöa- athygli aö undanförnu: Chantal Akermann frá Belgiu, sem á tvær myndir á hátiðinni, Stefnumót önnuog Jeanne Diel- man; og Nouchka van Brakel frá Hollandi, en eftir hana sjáum við myndina Frum- raunin. Allt eru þetta myndir sem vakiö hafa verulega athygli og verið sýndar á kvikmynda- hátiöum viöa um heim. Þýskaland Nýja bylgjan i V-Þýskalandi er enn i fullum gangi, og myndir þaöan eru eftirsóttar á hátiöir út um allan heim. Hér veröur sýnd mjög athyglisverö kvikmynd sem stór hópur frægra leikstjóra vann aö i sameiningu og heitir Þýska- land um haust (Deutschland im Herbst). Myndin var tekin haustiö 1977, þegar ofbeldis- ástand var mjög áberandi I Þýskalandi og borgarskæru- liöar áttu I höggi viö harðskeytt lögregluliö. Meðal frægra manna sem koma viö sögu i þessari mynd má nefna Hein- rich Böll, Fassbinder, Wolf Biermann, Volker Schlöndorff, Alexander Kluge ofl. Albert — hversvegna? (Albert-Warum?) heitir mynd eftir Josef Rödl, sem vakiö hefur gifurlega athygli og veriö sýnd á hátiöum mjög viöa, alls- staöar viö góöar undirtektir. Sama er að segja um Gler- frumuna (Die glSserne Zelle) eftir Hans W. Geissendörfer. Sú sföarnefnda er byggö á skáldsögu eftir Patricia High- smith. Þeir Rödl og Geissen- dörfer eru ekki mikiö þekktir hér á landi, en báöir eru þeir i hópi athyglis veröus tu nýbylgjumanna þýskra. Werner Herzog kemur einnig viö sögu þessarar hátiðar, og fáum viö aö sjá nýjustu mynd hans, Woyzeck, sem byggö er á samnefndu Renoir og Ray Franski snillingurinn Jean Renoir lést á siöasta ári, og var ákveðiö aö sýna eina af myndum hans á þessari hátiö i heiðursskyni og til minningar um mikinn meistara kvik- myndalistarinnar. Fyrir valinu varð myndin Les bas fonds ( 1936), sem byggö er á leikriti Gorkis, Náttbólinu. Satyajit Ray heitir ind- verskur maður, sem búiö hefur viö heimsfrægö allt síðan fyrsta mynd hans, Pather Panchali, hlaut verölaun I Cannes 1956. Nýjasta mynd hans, Skákmennirnir, verður sýnd á hátiöinni. í henni segir frá tveimur aöalsmönnum, sem eru niöursokknir I skák á meðan breska heimsveldiö leikur sitt valdatafl allt i kringum þá. Myndin er sögö rik af listrænum gæöum og bráðfyndin i ofanálag. Frakkland og Norðurlönd Auk India Song eftir Margu- erite Duras, sem áöur var getiö,kemur myndin Dækja (La Drolesse) frá Frakklandi. Hana geröi ungur og efnilegur maður, Jacques Doillon, sem kunnugum ber saman um aö sé ein stærsta von Frakka 1 kvik- myndalistinni nú. Myndin er byggö á raunverulegum at- burðum, sem uröu fyrir nokkr- um árum, þegar ungur maöur rændi 11 ára stelpu og hélt henni fanginni á háalofti um nokkurt skeiö. Þessi mynd hefur fariö sigurför um heim- inn og var m.a. önnur af tveim- ur myndum sem Frakkar sendu i keppni til Cannes á s .1. ári. Frá Norðurlöndum koma nokkrar myndir. Unglinga- myndin Sjáöu sæta naflann minn frá Danmörku var áöur nefnd, en auk hennar verður sýnd danska myndin Var einhver aö hlæja? (Hör, var der ikke én som lo?) eftir Henning Carlsen, þann sem geröi þá frægu mynd Sultur. Frá Sviþjóö koma nokkrar barnamyndir, þ.á m. Krakk- Framhald á bls. 21. Sjáöu sæta naflann minn

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.