Þjóðviljinn - 27.01.1980, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 27.01.1980, Blaðsíða 16
16 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 27. janúar 1980 * unalínaasíðan * Umsjón: Olga Guðrún Árnadóttir Margrét Gestsdóttir, 13 ára, Barðaströnd: Þrælarnir Eftir Sven Wernström Þrælarnir eftir Sven Wernström Iðunn 1979 Þýðing: Þórarinn Eldjárn Verð: 4.940 kr. Bókin er sérstæð að þvi leyti, að hún gerist á miðöldum og eins og segir á bókarkápu, fjall- ar hún um fimm fátæka ungl- inga og lifþeirra. Bókin skiptist i fimm kafla, sem gerast hver á sinni öld, frá 11. öld til 15. aldar. Kaflarnir tengjast aðeins saman með þvi að hverjum þeirra er minnst á manneskju eða atvik Ur næsta kafla á undan. Þessvegna eru þetta eiginlega fimm sögur. Umhverfi sagnanna verður þegar mjög skýrt fyrir lesand- anum, bæði landshættir og þjóð- félagið sem fólkið lifir i. 1 fyrstu tveimur köflunum er sagt frá undanhaldi ásatrúarinnar fyrir kristninni, og i fyrri kaflanum er m.a. blótveislu lýst mjög rækilega og endar hún með mannfórn. Seinasti kaflinn er aðallega um baráttu bænda og verkafólks gegn auðvaldsstétt- inni. Bókin er greinilega ekki ætluð sem einhver hrollvekja eða glæpasaga (þótt ýmislegt þannig lagað gerist reyndar i henni), þvi sagt er frá hvers- dagslifi fólks á þessum tima, störfum þess og lifnaðarháttum. Fróðlegt er að lesa um lif þræla og leysingja, en um það er fjall- að i 1., 2. og 3. kafla. Skýrt kemur fram sjónarmið valdamanna, að fá sem mest fyrir li'tið, þrælabörnin t.d. eru annaðhvort borin út við fæð- ingu, eða látin fara að vinna um leið og þau geta sæmilega staðið i fæturna. Myndir eru engar i Margrét Gestsdóttir sögunni, en það kemur ekki að sök, þvi að sögupersónum og lifi þeirra er lýst á ágætan hátt. Vandamálin i sögunni eru mörg og flest fremur hvers- dagsleg, en ýmislegt alvarlegra slæðist þó með. Persónurnar eru Uka mjög hversdagslegar, bæöi i Utliti og innræti. Bókin er tvimælalaust fyrir bæði kynnin, og ekki siður fullorðna. HUn er raunsæ og langt frá þvi að vera væmin. Þýðingin hefur, að minum dómi, tekist vel, málið er þjált, en þó ekki lélegt. Þessi bók er ekki ein af þeim sem maður gleymir strax.ogþar sem þetta er fyrsta bókin af þremur um þrælana, get ég þegar farið að hlakka til að lesa hinar tvær. Unglingaklúbburinn Lengri lífdagar! Ekkialls fyrirlöngu varskýrt frá starfsemi UnglingaklUbbs- ins hér á siðunni, og vandamál- um sem þessi klúbbur hefur átt við að etja hvað snertir aðstöðu til dansleikjahalds, en böllin hafa einmitt veriö helsti þáttur- inn i starfsemi klúbbsins. Útlit var fyrir að Unglingaklúbbnum yrði Uthýst Ur Tónabæ, þar sem hann hafði haft aðstöðu til dansiballa frá þvi haustið ’79, þvi samningur klUbbsins viö Æskulýðsráðrann Ut s.l. áramót og erfitt reyndist að fá hann endurnýjaðan. En nU hefur Reynir Ragnars- son, forsvarsmaður Unglinga- klúbbsins tjáð okkur, að nýr samningur hafi verið gerður á milli klúbbsins og Æskulýðs- ráðs, og gildir hann fram i mai n.k. Unglingaklúbburinn verður þvi áfram með böll i Tónabæ hálfsmánaðarlega, og næsta ball verðurhaldiðföstudaginn 1. febrúar. Gömul meðlimakort gilda áfram, en þeir sem óska að gerast meðlimir i klúbbnum núna geta látið skrá sig við inn- ganginn á böllunum og fyrir það greiða þeir kr. 1.500 krónur i árgjald. Meðlimir borga siðan 1.500 krónur í aðgangseyri að dansleikjunum, en aðrir 2.500 krónur. Sú breyting hefur orðið á, að Diskóland mun eftirleiðis sjá um músikina á þessum dansleikjum, þvi diskótekiðsem áður fylgdi húsinu þótti ekki nægilega hresst. Við óskum Unglingaklúbbn- um til hamingju með lifgjöfina, og vonum að allir skemmti sér vel! I leit að félagsskap í leit að félagsskap. Þýðir ekki að snúa sér undan. (b\/^ Kannski nærö þú einhverjum. Svo að þú einhverntfma tinnir góðan féiagsskap. Einsog þúsennilega veist eiga margir i vandræðum með félagsskap á yngri árum. Við getum kallað það: „Unglinga- indamál.” Þessvegna datt mér f hug að senda Unglingasiö- unni smá leiðbeiningar um leit aö félagsskap. (Ég fann þetta i sænsku blaði og reyndi að þýöa svona nokkurnveginn rétt). Bless, bless Helga Brekkan, 15 ára. Við þökkum kærlega fyrir sendinguna. Helga, og hvetjum fleiri til að senda okkur mynd- efni á siðuna. Um ritdóma herstöva- andstæðinga og fleira Reykjavik, 10.1.80. Sæl ,,siöa.” Mig langar að þakka þér gott efni, en mér finnst að þessir rit- dómar eigi ekki rétt á sér. Mér finnst þeir taka of mikið pláss ogeiginlega vera of „barnaleg- ir”. Svo er annað, ég held að sæmilega þroskaðir unglingar andlega séu orðnir of stórir eða þroskaðir til að finnast bækurn- ar við sitt hæfi. Þó að ég fyrir mitt leyti áliti mig ekki vera neinn ,,al- þroska”, þá finnst mér skemmtilegri hinar svokölluðu fullorðinsbækur. Það er eitt lika sem ég er ekki nógu ánægður með, — það eru samstök herstaðvaan dstæð- inga, eða öllur hcklur her- stöðvaandstæðingar yfirleitt. Þeir eru ekki nógu róttækir, það veit enginn af þeim nema kannski dag og dag á ári-hverju. Þetta á raunar við um verka- lýðsbaráttu almennt. Eru lág- launamenn bara kúgaðir i kringum fyrsta maf? Að lokum vil ég taka það fram að foreldrar minir eru hvorugt láglaunafólk, þannig að þetta er ekki sprottið af persónulegri peningagræðgi. Þetta er mislukkað bréf. Ég þakka þér hrósið yfir ljóðinu, sem olli reyndar sundrung inn- an Heimdallararms fjölskyld- unnar. Þinn vonandisfskrifandi Jesús. Jesús lætur fylgja eftirfarandi spakmæli: „Whencver I’m right no one remembers, whenever I’m wrong no one forgets”, — sem úileggst á islensku eitthvað á þessa leið: „Þegar ég hef rétt fyrir mér man það enginn,þegar ég hef rangt fyrir mér gleymir þvf enginn.” Jesús minn. Indælt var að heyra frá þér aftur. Þú heldur vonandi upp- teknum hætti, og sendir okkur linuendrum ogsinnum þegar þú ert í skapi til. Ég get ekki fallist á það sem þú segir um ritdómana. Að minu viti hafa þeir lukkast von- um framar.verið unnir af natni og áhuga og gefið góða hug- mynd um efni þeirra bóka sem fjallaö hefur verið um. Það krefst töluverðrar þjálfunar hugans að vinna svona umsagn- ir, skilja aðalatriði frá auka- atriðum, gera grein fyrir kost- um og löstum bókarinnar o.s.frv. og i heildina þykir mér þetta hafa tekist vel hjá rit- dómurum okkar. „Unglingabækurnar”, sem svo eruauglýstar, eru vitanlega misjafnar að gæðum, sumar mjög lélegar, aðra afbragðs- góðar. Sömu sögu er að segja um „fullorðinsbækurnar”. Til- gangurinn með umsögnunum hér á siðunni er EKKI sá að auglýsa „unglingabækurnar” sem algott lestrarefni fyrir ykk- ur, bara vegna þess að þær fjalla um fólk á ykkar aldri. Þvert á móti: við viljum með þessu hvetja ykkur til að vera gagnrýnin á það sem þið lesið, en ekki gleypa allt hrátt. Enn- fremur þori ég að fullyrða að það eru þó nokkrir, sem aldrei lesa umsagnir um bækur i blöð- um, en lesa hinsvegar bóka- dómana okkar hér á Unglinga- siðunni vegna þess að þeir eru skrifaðir af unglingunum sjálf- um á tiltölulega einföldu og auð- skiljanlegu máli. Þannig eru likur tilað við getum haftáhrif i þá átt að vandaðar bækur verði lesnar og áhuginn fyrir hinum lakari minnki eftir þvi sem fólk fer að temja sér meiri gagnrýni við lestur. Við höldum þvi ótrauð áfram bókmenntapælingum okkar, enda hafa undirtektir yfirleitt veriðmjög góðar. En ég gef þér rétt i þvi, Jesús minn, að um- sagnirnar þyrftu ekki ævinlega að vera mjög langar, — ég hef það á bak við eyrað i framtið- inni. Lestu umsögnina hennar Margrétar um „Þrælana” — hún er ekki vitund barnaleg, heldur afar vönduð, og þö er rit- dómarinn aðeins 13 ára. Hers tövaands tæð - ingar hvað eruð þið að gera? Þið, krakkar, sem hafið tekið afstöðu gegn her i landi, takið þið einhvern þátt i baráttunni gegn hernum? Starfið' þið með Samtökum herstöðvaandstæð- inga? Eru einhverjir hópar starfandi innan skólanna ykkar sem hafa það að markmiði að brýna andann gegn hernum og reka áróður fyrir málstaðinn? Ef svo væri forvitnilegt að fá fréttir af sliku starfi. Ef enginn slikurhópurertilstaðar, hvern- ig væri þá að stofna hann? Enn um börn íhaldsfólks Rvk. 14.1.1980. Kæra unglingasiöa. Ég er hérna einn af unglingunum og mig langar til að leggja nokkur orð I belg: 1 fyrsta lagi er ég sammála „Kvenkyns tvfbura” (13.1.80) og mér finnst ekki réttlátt að gera upp á milli barna ihalds- fólksog annars fólks vegna þess að börnin geta ekki gert að þvf hvernig foreldrarnir hugsa, (krakkarnir gætu jafnvel haft aðrar skoöanir heldur en for- eldrarnir). 1 öðru lagi finnst mér þó nokk- uð til i þvf sem Mamma (13.1.80) lagði til málanna, en svar þitt, Olga Guðrún, fannst mér mjög athyglisvert og finnst mér því að það sé umhugsunar- efni fyrir alla unglinga. Jæja, svona að lokum langar mig að bjóða mig fram sem bókagagn- rýnanda fyrir unglingasfðuna. Kærkveðja 0765-7560 P.S. Þaö þyrfti að gera meira fyrir krakka úti á landi og ungl- ingasiðan mætti fá meira pláss f blaðinu. Sama Bestu þakkir fyrir bréfiö. Bók á leiðinni!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.