Þjóðviljinn - 27.01.1980, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 27.01.1980, Blaðsíða 21
Sunnudagur 27. janúar 1980 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 21 Kvikmyndahátíd Framhald af 11. siðu. arnir i Copacabana (Mitt hem er Copacabana) eftir Arne Sucksdorf. Sú mynd er gerð i Brasiliu árið 1967 en hefur siðar en svo tapað gildi sinu með árunum og er ein allra besta mynd fyrir stálpaða krakka sem undirrituð hefur séð. Varið þorp 1944 er finnska framlagið til hátiöarinnar og segir frá lifinu i litlu þorpi nálægt landamærum Finnlands og Sovétrikjanna á siðustu árum seinni heimsstyr jaldar- innar. Höfundur myndarinnar er Timo Linnasalo. Fleira gott Enn eru ótaldar nokkrar myndir, og þar að auki er ekki útilokað að fleiri bætist á listann á siðustu stundu, þvi að undirbúningsnefnd hátiðar- innar hefur mörg járn i eld- inum ennþá. Teiknimyndir verða all- margar sýndar, ýmist sem aukamyndir eða á sjálfstæðum sýningum. Þar má nefna 6 júgóslavneskar myndir frá kvikmyndaverinu i Zagreb, þaðan sem komið hafa margar frábærar teiknimyndir um langt árabil. Þessi upptalning verður ekki lengri að sinni, en kvikmynda- siða Þjóðviljans mun að sjálf- sögðu fylgjast með hátiðinni og upplýsa lesendur jafnhraðan. En yið Framhald af 5. siðu. Afram heldur ferðin, þótt hægt gangi. Miklar samræður eru i gangi, en fæstir ræða um Mý- vatn. Svo stönsum við. Snjórinn er enn i láréttri stöðu. Það er vegurinn hins vegar ekki. Hann er gersamlega horfinn. Fararstjórinn kemur þegar i staö með endurskoðaða yfirlýs- ingu: Vegurinn, sem ætlað var að fara i stað þess sem upphaf- lega ætlað var að aka, er þvi mið- ur ófær vegna snjóþyngsla. Þess vegna verður nú ekið til Akur- eyrar, sem er næst-stærsti bær a tslandi, og þar er mikið af á- hugaverðum húsbyggingum, einkum timburhúsum. Hins veg- ar verðum viö að gera ráö fyrir að aka i kringum fjörðinn, i stað þess að fara fjallaleiðina, en það gengur alltaðóskum örugglega; alla vega skulum við vona það. En auðvitaö er jú aldrei að vita.... — Eg held sko að það sé ekki neitt Mývatn, segir dönsk rödd fyrir aftan mig. — En meðan á förinni stendur, segir fararstjórinn okkar i mikrófóninn, mælum við ein- dregið með hinu frábæra is- lenska brennivini okkar. — Þýö. —im. Rudi Framhald af bls. 17. Dutschke hvernig pólitiska breiðfylkingin liti á það mál. ,,Aö minni ætlan eru innan hreyf- ingarinnar pólitiskir straumar, sem mögulega gætu skemmt fyrir henni. Það eru ihaldsöflin, — þau öfl sem á lokasigi baráttunnar munu verja gamla kerfið — auk þeirra sem kalla sig kommúnista en standa annað hvort með annan fótinn hálfan eöa allan i Moskva ellegar báð- um fótum i Peking. Þennan klofn- ing geta eingöngu önnur sósialisk öfl fyrirbyggt. Þau öfl hafa styrkst verulega uppá siðkastið. Og þau ein geta hindr- að klofning. Þessi sósialisku öfl krefjast þess ekki að vera talin framvörður (avantgarde) hreyfingarinnar, — og það er ævinlega mikilvægt. — Þetta snýst um vilja og hæfileika til að gera bandalag.Lýðræðisvilja og •hæfileika sem sósialistar og kommúnistar búa ekki allir yfir. Málið snýst um að þróa lýðræðið og láta borgarastéttinni það ekki einni eftir. Lýöræðiö er arfur borgaralegar byltingar og sósialistar og kommúnistar verða að viðurkenna þann arf og varpa honum ekki fyrir róða. Það væri að missa fótanna og hætta á að ná ekki fótfestu aftur. Mikilvægt er fyrir hreyfinguna, aö hún sé örugg á þessu atriði. Það öryggi á áreiðanlega ekki viö um alla hreyfinguna og við vitum ekki hvernig þetta á eftir að þró- ast. Hitt held ég aö geti ekki ork- að tvimælis, að hreyfingin, sem nú er til, standi á æöra plani en hreyfingin á 7. áratugnum (stúdentahreyfingin). Þó sú hreyfing stæði fræðilega framar var hún i öðru tilliti á eftir hreyf- ingu umhverfissinna.” (R. Dutschke i viðt. v. Information 3^-4. nóv. sl.) Fögur eftirmæli Sjaldan hafa s vo mörg stór og falleg orð falliö um nokkurn sósialista i Vestur-Þýskalandi einsog 3. janúar sl. Við útförina talaði gamall vinur Dutschkes, — guðfræðingurinn Gollwitzer. Hann fjallaöi um viðhorf Rudis til þess sem frumkristnin og sósialisminn ættu sameiginlegt, að ætla manneskjunni gott eitt. „Hann var sér ævinlega meövit- aður um það að sósialisminn er eingöngu til fyrir manneskjuna, — að sósialisminn er til fyrir fólkið en ekki fólkið til fyrir sósialismann. t þessa veru not- aöi hann opna frjóa og námsfúsa greind sina. Manneskjan á bak viö málefnin, einstaklingurinn i fjöldanum hvarf honum aldrei sjónum. Þvi skrifaði hann Josef Bachmann (nýfasistanum sem sýndi honum banatilræðið I apr. 68) hughrey.ingarbréf i fangels- ið. Rudi liföi af ævintýrið um sjálfan sig, hann liföi af goðsögn- ina um Dutschke, — gvuðisélof” —- sagði Gollwitzer. A hinum fjölmenna minn- ingarfundi i háskólanum i V- Berlin voru haldnar margar ræður. Sagnfræðingur inn Bernd Rabehl sagði m.a.: Wartburg árg. 1980 er eins og sniðinn fyrir íslenskar aðstaeður, ber af öðrum bílum úti á malarvegum (þjóðvegum), dúnmjúkur, sterkur og mjög rúmgóður. Framhjóladrifinn og sparneytinn. Verð með útvarpi og öðrum fylgihlutum: Fólksbíll áætlað verð kr. 2.550 þús. Stationbíll áætlað verð kr. 2.750 þús. TRABANT/WARTBURG UMBOÐIÐ Vonorlondi v/Sogoveg — Simor 33560-07710 „Hann var afkvæmi þýskrar eftirstriössögu og einn besti sjáandi 'hennar. Hann skildi „sögulegt framhald fasis- mans”iþessu stjórnræðislega (autoritær) kerfi. En hann vildi ekki eingöngu harða and- stöðu gegn þvi, heldur einnig þróa „samfellda heimskröfu”. Hann vildi ráöast gegn for- skrúfuöu kerfi, en vissi aö það varðaðgerast meö fullri virð- ingu fyrir hverjum einstökum og meö þróun „byltingarsinn- aös siðgæðis”. Rithöfundurinn Erich Fried hóf áhrifamikla ræðu sina með þvi aö segja: „Rudi Dutschke var myrtur. Raunverulegir morðingjar hans lifa og myrða enn.” Var hann þarmeð að visa til ofsókna Springers-blaðanna og ýmissa stjórnmálamanna gegn pólitiskri andstöðu i land- inu. Sem dæmi um stöðuga sann- leiksleit Dutschkes nefndi Fried, að Rudi hafi allt til dánardægurs leitað eftir staðreyndum at- burðanna i Stammheimfangels- inu. Hann hafi nefnilega aldrei trúað, að borgarskæruliðarnir i fangelsinu hafi framið sjálfs- morð. Erich Fried lauk máli sínu svo: „Þar sem við gáfumst upp vegna velsældar eöa ósættis viö vopnuöu baráttuna, sem Rudi var reyndar lika andvigur — þar hélt hann áfram. Hann vissi aö það er ekki hægt að heyja baráttu fyrir frelsi og kærleik nema með frelsi og kærleik.” ög r Arni Björnsson Framhald af 9. siðu. ýmsar stofnanir, sem hafa vaxið útúr stjórnarráðinu sjálfu, svo- sem Þjóðhagsstofnun og Fram- kvæmdastofnun, fyrir utan alla fjölgun I rikisbönkunum. Og aðal- hlutverk alls þessa aukna starfs- liðs er auðvitað að stuöla að sparnaöi og hagsýni i rikisbú- skapnum. Það er greinilega mjög dýrt aö spara. Frjálst útvarp og Kana- sjónvarp. Undir lokin vil ég nefna eina menningarstofnun enn, sem hald- ið er i miklu fjársvelti, en það er sá f jölmiðill, sem ég er nú að tala i, sjálft Rikisútvarpið. Þar er ekki einusinnium það að ræða, að fjár til þess sé aflað með beinum sköttum á almenning. Heldur banna stjórnvöld útvarpinu að hækka afnotagjald sitt i samræmi við annað verðlag i landinu. (Jtkoman er sú, að sem stendur er áli"ka dýrt á ári að nota bæði hljóðvarp og litasjónvarp og að vera áskrifandi að einu dagblaði. Svo er verið að skamma Utvarpið fyrir lélega dagskrá, slæm tóngæði og annað álika Þaö er nú i fyrsta lagi alrangt, að dagskrá hljóðvarpsins sé léleg. Frekar gæti það átt við um sjónvarpiö. En auðvitaö gæti hvort tveggja verið miklu betra. Þaö kostar bara sitt og þó litiö. Þvi að sú upp- hæð, sem notendur þyrftu aö greiða i viöbót á ári til að stjórn- endur útvarpsins yrðu sæmilega ánægðir, er ekki meiri en meðal- reykingamaður eyðir i tóbak á einum mánuði. En þettaertaliðeftir. Og áfram heldur söngurinn um ófullkom- leika útvarps og sjónvarps. Og sumir hrópa á endurkomu her- mannasjónvarpsins til uppbótar eða svokallaðar frjálsar útvarps- stöðvar, sem stjórnað yrði af einkafjármagni. Stundum hvarfl- ar jafnvel að manni, að fjársvelti útvarpsins og annarra menn- ingarstofnana stafi af annarleg- um og þjóöhættulegum hvötum. Það sé ómeðvitað, ef ekki visvit- andi, verið að gera okkur æ háð- ari erlendri menningu og erlendu fjármagni til eigin menningar- starfsemi. Við höfum t.d. þurft að horfa upp á átakanleg og auö- mýkjandi dæmi um þetta í sam- bandi við náttúrufræðirann- sóknir, þar sem við eigum sumum færustu mönnum i heimi áaðskipa. Eins og þegar þarf að fá fé frá kjarnorkustofnun Bandaríkjanna til að geta stund- aðrannsóknir i Surtsey. Og næsta sumar á vist að halda hér ráð- stefnu um öskulög, sem verður fjármögnuð af hernaðarbanda- laginu NATÓ. — Það er a.m.k. undarleg umhyggja fyrir al- menningi, þegar undir þvi yfir- skini, að verið sé aö létta honum útgjöld, er I raun verið að gelda og svelta þann langódýrasta menningar- og skemmtimiðil, sem almenningur á völ á, en það er Rikisútvarpiö. t dag borga menn daglega fyrir alla þess þjónustu jafnt og einu sinni i strætisvagni. Og þetta er alvöru- mál, þvi að fyrir utan allt annað gott, sem segja má um skapandi og varðveitandi menningu, þá er hér beinlinis um eitt helsta sjálf- stæðismál þjóðarinnar að ræöa. Við klökknum stundum yfirþvt ai bókmenntaarfur okkar hafi á sin- um tima verið einhelsta röksemd okkar fýrir þvi, aö við ættum sið- ferðilegan rétt á að mega kallast sjálfstæð þjóð. Sú röksemd er ekki siðuri gildi nú á dögum, þeg- ar öll einangrun hefur blessunar- lega veriðrofin. Ef við vanrækj- um og sveltum þessa skapandi og varðveitandi menningarstarf- semi, þá erum við smámsaman að grafa undan sjálfstæði okkar. En þeir sem horfa i smápening i þessu skyni, láta sér kannski þjóðlegt sjálfstæði i léttu rúmi liggja. Nú fyrir helgina spurði eitt vikublaðið talsmenn alrra stjórn- málaflokka, hver væri stefna þeirra i menningarmálum. Svör- in voru öll full af velvilja og skiln- ingi á listsköpun og menningar- varðveislu. Við skulum vona, að þau viðhorf rey nist ekki orðin tóm við fjárlagagerð á næstu vikum. Verið þið sæl. (Milhfyrirsagnir eru Þjóðviljans.) AUGLÝSING frá rikisskattstjóra um framtalsfrest Ákveðið hefur verið að framlengja frest einstaklinga til að skila á skattframtali 1980 svo sem hér segir: • Hjá einstaklingum, sem ekki hafa með höndum atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi, framlengist skilafrestur frá 10. febr. til og með 25. febr. 1980. • Hjá einstaklingum, sem hafa með höndum atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi, framlengist skilafrestur frá 15. mars til og með 31. mars. 1970. Reykjavik 25. janúar 1980 Rikisskattstjóri

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.