Þjóðviljinn - 27.01.1980, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 27.01.1980, Blaðsíða 24
en hann er likahollur því að í honum eru öll næringarefni mjólkurinnar og flest í mun ríkara mæli. Próteiniö— Daglegur skammtur af því er nauðsyn- legur til uppbyggingar og viðhalds frumum líkamans. Ostur er mun pró- teinríkari en t. d. kjöt eða fiskur. Dagleg þörf af próteini er áætluð um 45 — 65 g en í 100 g af osti eru 27—32 g af próteini. Mjólkurostur er í venjulegu fæði. En kalkið á mestan þátt í myndun og viðhaldi tanna og beina. Af því þurfa börnin mikið og allir eitthvað. Auk þess er í osti gaægö annarra steinefna ogvitamina sem auka orku og létta lund Já erflena enbiagöið sem gerir ostinn gðoan. i Magnús K. Jónsson Nafn vikunnar að þessu sinni er Magnús K. Jónsson fyrrum hluthafi i hinu ný- stofnaða fyrirtæki Kredit- kort h.f., og einnig fyrrum hluthafiog stjórnarformaður gjaldþrotafyrirtækisins Myndiðjan Astþór h.f. Magnús sem var stærsti hluthafi í Kreditkortum ósk- aði eftir þvi i vikunni sem leið að sinn hlutur I fyrirtæk- inu yrði seldur öðrum, sam- hliða þvf sem hann gaf út yfirlýsingu til fjölmiðla þar sem hann segir að I blaða- skrifum hafi verið vegið að mannorði sinu með brigslum um óheiðarleika i viðskipt- um, enda þótt honum hafi hvergi verið stefnt né dæmd- ur fyrir slikt. Sunnudagsblaðið hafði samband við Magnús og spurði hann nánar út i þessi mál. — Mörgum kemur ókunn- uglega fyrir sjónir, hvernig þú gast lagt fram nærri 10 miljónir i hlutafé til Kredit- korts, á sama tima og fyrra fyrirtækið sem þú áttir aðild að Myndiðjan h.f. liggur undir gjaldþrotaskiptum? — Svarið við þessu er það, að ég var ekki búinn að greiða nema fjórðung af þessari upphæð, þar sem Kreditkort hefur enn ekki hafið fulla starfsemi. Hinsvegar á ég nokkrar persónulegar eignir frá þeim tima er ég stundaði bygg- ingarekstur, og fæ þaðan greitt fé. — Hvers vegna dróst þú allt þitt hlutafé útúr Kredit- kortum? — Það var vegna þess að tengsl mín við Myndiöjuna hafa verið notuð i tilraunum til að sverta þetta nýja fyrir- tæki.Blaðamönnumvar sagt frá þátttöku minni I fyrir- tækinu á blaðamannafundi, en þessi skrif hófust ekki fyrr en fram komu i blöðum já- kvæöar undirtektir ýmissa manna við þessari nýju kreditkortaþjónustu. Hvort þaö að félagið fengi slikan meðbyr, var rót hinna illu radda er mér ekki ljóst, en það er a.m.k. ekki fyrirtæk- inu til framdráttar að per- sónuárásir á einn stofnanda þess, fylli siður blaðanna dag eftir dag. — Hvaö áttu við i þeirri yfirlýsingu sem þú gafst út, þar sem segir að þú hafir verið „auri ataður frá illum pennum? — Þaö hlýtur að vera öll- um ljóst sem til málanna þekkja, að þessi sk-rif eru al- gjörlega ótlmabær þar sem engin niðurstaða liggur fyrir I málinu, og það sem Visir og Timinn hafa skrifað eru á vixl staðlausir stafir eða reykbombur. — Trúir þú á framtið kreditviðskipta á Islandi? — Já það geri ég, annars hefði ég ekki tekiö þátt i stofnun félagsins. Og þær undirtektir sem þar hefur oröið vart við, styrkja þá skoðun mina. -lg Hannerekki svofeitur eftiraUt. Vissir þú að 45+ osturinn er aðeins 26% feitur? Gömlu merkingar ostanna sýndu fitu- hlutfall í þurrefnum þeirra. SO rttmerk lamaÖTaö Nú eru merkingarnar í samræmi við merkingar annarrar matvöru í neyt- endaumbúðum. m m 17%

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.