Þjóðviljinn - 29.01.1980, Síða 1

Þjóðviljinn - 29.01.1980, Síða 1
Stjórnarmyndun: Óformlegar viðrœður milli flokkanna Forseti islands, Dr. Kristján Eldjárn tilkynnti formönnum stjórnmála- flokkanna í gær að hann myndi veita þeim nokk- urra daga frest til að ræða óformlega sín á milli um þá stöðu sem skapast hef ur eftir að þeim hefur öllum mistekist að mynda meiri- hlutastjórn. Talið er að forsetinn muni skipa utan- þingsstjórn undir forystu Jóhannesar Nordal takist flokkunum ekki að mynda meirihlutastjórn á næst- unni. Mikilóvissa rikir núum þróun mála og voru mikil fundarhöld i þingflokkunum i gær, þar sem staöan i stjórnmálunum var rædd. Ýmsir telja aö nú séu einkum tveir kostir eftir : Þjóö- stjórn allra flokka eöa utan- þingsstjórn. Þó þessir tveir kostir séu nú nokkuð ræddir i flokkunum þá eru aörir mögu- leikar ekki taldir útilokaöir. Þannig mun vera einhver áhugi i Sjálfstæöisflokknum fyrir þvi aö flokkurinn myndi minnihlutastjórn, og eru þeir Eyjólfur Konráö Jónsson og Matthias Bjarnason einkum talsmenn slikra sjónarmiða. Þá er samstjórn Alþýöuflokks og Sjálfstæðisflokks ekki heldur tal- in útilokuö. Innan Alþýöuflokks ins hefur fram að þessu veriö mikill áhugi á myndun utan- þingsstjórnar, en þjóðstjórn á nú vaxandi hljómgrunn innan þingflokksins. —Þ«n Rotterdam- markadurirm: Mikið verð- fall á olíu Oliuverð á Rotterdam- markaöi hefur lækkaö veru- lega frá áramótum á sama tíma og verö OPEC rikjanna hefur fariö hækkandi. Nú fyrir helgina var gasoliutonnið skráö á 322 dollara i Rotterdam og haföi þá lækkað um 45 dollara frá áramótum. Verð á bensini og svartoliu hefur einnig farið lækkandi. Veröfall af þessu tagi getur skipt veru- legu máli fyrir tslendinga þar sem öll oliuinnkaup okk- ar eru miöuð viö Rotter- dammarkaöinn á hleðslu- degi. Næsti oliufarmur er væntanlegur um miöjan febrúar en spurning er hvort verðið breytist fram að þeim tima. Rotter- dammar kaöur inn hefur veriö mjög óstöðugur siö- ustu misserin og þvi ómögu- legt að spá um framvindu mála. Þessi verölækkun hefur komiö á óvart, þvi spáð haföi verið áframhald- andi oliuveröshækkunum. AI Vestmannaeyjar: Nýja flug- stöðin vígð Glæsileg ný flugstöövarbygg- ing og flugturn voru vigð viö hátiðlega athöfn i Vestmannaeyj- um á sunnudag. Þetta er mikil framför þvi aö hingað til hefur veriö notast viö skúr sem upp- haflega var reistur sem eldhús fyrir breska setuliöiö i Eyjum. Flugstöðin er I svokölluðum Djúpadal en flugturninn uppi á hraunbrún þar sem vel sér yfir allan flugvöllinn. Framkvæmd- irnar hafa kostaö á 2. hundruö miljón króna en eftir er að mal- bika fyrir framan flugstöðvar- bygginguna. Þetta er fjórða flugstööin sem reist er á islenskum flugvöllum en hinar eru á Akureyri, Isafirði og Egilsstööum. Nánar á bls. 9. _ GFr Hrönn og Sigga i Blesugróf vóru aldeilis gáttaöar á ljós myndaranum i vetrarbliðunni aö munda vélin á þær Istaöþess aö taka mynd af Es junni, Benedikt Gröndal eöa einhverju stórmerkilegu ( Ljósm.: — eik). Neituðu að afgreiða sovéskar flugvélar Nýja flugstööin er 580 fm aö flatarmáliog öll hin glæsilegasta (Ljósm.: GFr.) ÞJOOVIUINN Þriðjudagur 29. janúar 1980 23. tbl. 45. árg. Biðstaða Sovéski blaða. fulltrúinn um af greiðslubannið: 11 Mun varla bæta sam- skipti ríkjanna” ,,Ég reikna ekki meö aö þessi ákvöröun starfs- mannanna á Keflavikurflug- velli muni veröa til þess aö bæta samskipti Sovétrikj- anna og íslands”, sagöi Mr. Igor Nikiforov, blaöafulltrúi sovéska s endiráös ins , i samtali viö Þjóöviljann i gær eftir aö sovéska sendi- herranum haföi veriö til- kynnt aö ekki gæti oröiö af lendingu sovéskrar flutn- ingaflugvélar i næstu viku. Astæöan er sú ákvöröun starfsmanna Oliufélagsins á flugvellinum aö afgreiöa ekki fyrst uui sinn sovéskar flugvélar í mótmælaskyni viö innrás Sovétrikjanna i Afganistan og meöferöina á Andrej Sakarov. Flugvélin sem hér um ræðir, er breiöþota af gerð- inni Iljusin II 76T og flytur hún flugvélamótora til Kúbu. Lendingar sovéskra flugvéla eru sjaldgæfar á Keflavikurflugvelli. Enginn loftferðasamningur er i gildi milli rikjanna þannig að sækja veröur um leyfi fyrir hverri lendingu. Á slö- ata ári lentu 4 sovéskar flugvélar á Keflavikurflug- velli að sögn ólafs Ragnars fulltrúa flugvallarstjóra og það sem af er þessu ári hef- ur engin slik lent. Höröur Helgason ráðu- neytisstjóri I utanrikis- ráðuneytinu sagöi sov- éski sendiherrann hefði slödegis i gær tekið viö til- kynningu ráöuneytisins. Engin formleg viðbrögð hefðu borist ráðuneytinu. — AI. Ákvördunin hefur mælst vel fyrir - segir trúnaðar- maður Verkalýðs- og sjómannafélags \ Keflavíkur „Allir sem haft hafa samband viö mig I dag, hafa tekiö þessu' vel og enginn hallmælt okkur né hnýtt i okkur vegna þessarar á- kvörðunar”, sagöi Stefán Krist- insson trúnaðarmaöur 14 manna hóps afgreiöslumanna á Kefla- vikurflugvelli, en á laugardaginn ákvaö fundur þeirra aö afgreiöa ekkisovéskar flugvélaraö sinni I mótmælaskyni viö innrás Sovét- rikjanna I Afganistan og aöförina aö Sakarov. Stefán sagðist eindregið von- asttilþess aðfundur stjórnar og trúnaðarráðs Verkalýðs- og stjómannafélags Keflavikur sem boðaður var siöar um kvöldið myndi styðja þessa ákvörðun Sovésk flugvél af sömu gerö og neitaö hefur veriö um afgreiöslu á Kefla vikur flugvelli. starfsmannanna. Stefán hefur starfað við eldsneytisafgreiöslu á Vellinum i 12 ár og sagði hann að þetta værii fyrsta sinn á þeim tima, sem neitað heföi verið aö afgreiða flugvélar.Ekki minntist hann þess að slíkt hefði komið til tals meðan á Vietnam striðinu stóð. Stefán sagði frumkvæðið að þessari ákvörðun komið frá starfsmönnunum sjálfum i framhaldi af fréttum um aö sovésk breiðþota væri væntanleg hingað I næstu viku. Eins og skýrt er frá ann- ars staðar I Þjóðviljanumi dag tilkynnti utanrikisráöuneyt- iö sovéska sendiherranum siö- degis i gær aö af lendingu vélar- innar gæti ekki orðið vegna á- kvörðunar starfsmanna. — AI.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.