Þjóðviljinn - 29.01.1980, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 29.01.1980, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 29. janúar 1980 LAND OG SYNIR Ingibjörg Haraldsdóttir skrifar um kvikmyndir INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 Danski rithöfundurinn ERIK STINUS flytur fyrirlestur i Norræna húsinu þriðju- daginn 29^. janúar kl. 20:30 og nefnir ,,Rejser pá jorden”. Þar fjallar hann um eigin ritverk. Verið velkomin NORRÆNA HUSIÐ ■11 w Tilboð óskast i ýmsa vefnaðarvöru ætlaða fyrir þvottahús Rikisspitalanna, t.d. efni i: Lök, sloppa, kjóla, buxur, handklæði. útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Borgartúni 7, og verða tilboð opnuð á sama stað föstudaginn 15. febrúar 1980. kl. 11:30 f.h. Mynd sem allir þurfa að sjá Það er óneitanlega skemmtileg upplifun að horfa á leikna, alíslenska kvikmynd. Sérstaklega þegar hún er vel gerð í flesta staði, eins og sú nýj- asta: Land og synir. Mynd- in hlaut sérlega hlýjar við- tökur á frumsýningunni í Austurbæjarbíói s.l. föstu- dag, þar sem saman var kominn rjóminn af ís- lensku fyrirfólki: forseta- hjónin, ráðherrarnir og þingmennirnir auk fjöl- margra annarra. Myndin á fyllilega skiliö aö hljóta góöar viötökur og mikla aðsókn. Hún er fagmannlega unnin og á kvikmyndataka Siguröar Sverris Pálssonar stóran þátt í að gera hana að verulegu augnayndi. Klipping og hljóðupptaka eru lika óaðfinnan- leg, að þvi er ég best fékk séð og heyrt. Handritid Þótt skömm sé frá að segja hef ég ekki lesið skáldsögu Ind- riða G. Þorsteinssonar, sem myndin er gerð eftir, og get þvi ekki dæmt um þaö, að hve miklu leyti kvikmyndastjórinn heldur sig viö fyrirmyndina eða breytir henni. Hitt þykir mér einsýnt, að handritið er vel og vandlega unn- ið. Samtölin eru skemmtileg, stutt og markviss og uppfull af hnyttnum tilsvörum. Efnisleg uppbygging myndarinnar er vel gerð, hún dettur hvergi niður, áhorfandanum er haldið við efnið allan timann. óþarfir útúrdúrar eru hvergi til lýta. Eitt atriöi i myndinni mun áreiðanlega seint úr minni liða: það er atriöið i göngunum, þar sem alþýðusöngvari syngur hárri og skýrri tenórröddu „Við fjallavötnin fagurblá.” Hann stendur á bakka fjallavatnsins Indriöi G. messar yfir lýönum. — DB-mynd ARH riði Hafstað, húsfreyju að Tjörn i Svarfaðardal, hún var sann- færandi i sinu hlutverki. En aö minum dómi brást Ágústi boga- listin með vali á leikkonu i hlut- verk Margrétar, ungu stúlkunn- ar. Guðný Ragnarsdóttir er mjög glæsileg stúlka og getur vafalaust leikið. Hún var bara ekki rétta manneskjan i þetta hlutverk. Kannski er ég ein um a skoðun, en get samt ekki stillt mig um að koma henni á framfæri, einkum vegna þess, að Margrét er næstmikilvægasta persónan i myndinni. Heimasætur á sveitaballi. — DB-mynd ARH Vantar eymdina Valið á leikkonunni i hlutverk Margrétar á að minum dómi stóran þátt i þvi, að Agústi tekst ekki sem skyldi að vekja and- rúmsloft kreppuáranna. En fleira kemur tii. Aðalþemað i Landi og sonum er uppflosnun bændastéttarinn- ar á árunum fyrir strið. Einar Ólafsson er fulltrúi þeirra ungu manna sem höfnuðu hokrinu og eymdinni og slitu sig upp með rótum, fóru á mölina. Það sem vantar i kvikmyndina er einmitt þessi eymd. Við fáum að vita að miklar skuldir hvila á búinu eftir 40ára hokur Ólafs gamla. En við sjáum varla þetta hokur. Við sjáum yndislega sveit, heyskap á gróskumiklu túni i brakandi þerri, og svo er alltaf fullt af fólki, hvert sem litið er. Bæirnir standa þétt, jarðarförin er fjöl- menn, það er fullt hús á réttar- ballinu... Þetta er ekki mynd af afskekktri s veit, sem er að fara i eyði. Afleiðingin er sú, að áhorf- andanum er fyrirmunað að skilja hversvegna i ósköpunum Einar vill endilega rifa sig upp úr þessum yndislegheitum, þessum góða félagsskap og þessu hrifandi landslagi til þess að fara á mölina, sem það eitt er vitað um, að þar rikir atvinnu- leysi. sögn að halda, það þarf einfald- lega mjög reynda og góöa leik- ■ stjóra til að vinna með áhuga- fólki. 1 Landi og sonum hefur þetta tekist misvel. Jónas Tryggvason sýndi t.d. verulega góð tilþrif i hlutverki Ólafs bónda. Sama er að segja um Sig- Tónlistin Úr þvi ég er byrjuö að gagn- rýna get ég eins vel bætt þvi við, að þótt tónlist Gunnars Reynis Sveinssonar væri falleg og á köflum mjög vel viðeigandi, þótti mér samt mikið skorta á að hún félli að kvikmyndinni. Stundum var hún beinlinis truflandi. Næg- ir að benda á yndisfagurt atriði, þar sem lagðsiðar ær eru rekn- ar af fjalli við hundgá og jarmur, þá kemur allt i einu karlakórinn Fóstbræður eins og skrattinn úr sauðaleggnum og ætlar að lyfta stemningunni, en steindrepur hana i staðinn. Þráttfyrir þaösem hér hefur verið tint til af nöldri er kvik- myndin Land og synir langt fyrir ofan meðallag i islenskri kvik- myndasögu til þessa, og vil ég eindregið hvetja alla til að sjá hana. — ih og i baksýn sjást félagar hans ganga framhjá án þess að gefa honum neinn sérstakan gaum. Þegar söngvarinn lýkur laginu taka aðrir við og syngja önnur lög. Hauststemningin er allsráð- andi og hjarta landsins slær. Leikararnir Agúst Guðmundsson hefur áð- ur sýnt það og sannað að hann kann að stjórn leikurum. 1 þess- ari nýjustu mýnd hans gera margir leikaranna afbragðsvel. Sigurður Sigurjónsson er hreint útsagt frábær i aðalhlutverkinu, Einari, þrjóskur og ákveðinn, meinhæðinn og skemmtilegur sveitastrákur sem hefur bitið það i sig að vilja fara á mölina. Hann ætlar ekki að láta binda sig á klafa hokurs og skuldasöfnun- ar. Annar atvinnuleikari i stóru hlutverki skilar þvi einnig mjög vel, Jón Sigurbjörnsson i hlut- verki nágrannans og föður Mar- grétar, stúlkunnar sem Einar elskar. Jóni tekstað skapa eftir- minnilega og sannfærandi per- sónu heilsteyptan og manneskju- legan islenskan bónda. Agús t hefur látið hafa það eftir sér i fjölmiðlum, að hann vilji hafa frjálsar hendur með þaö, hvort hann vinnur með áhuga- fólki eða atvinnuleikurum og i sjálfu sér er ekkert við þvi að segja. En áhugafólk er auðvitað ekki siöur misvel falliö til kvik- myndaleiks en atvinnuleikarar, sem vanastir eru leiksviðinu. Það er löngu sannað mál að áhugafólk þarf á mun meiri leið-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.