Þjóðviljinn - 06.03.1980, Side 4

Þjóðviljinn - 06.03.1980, Side 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 6. mars 1980 DjOmUNN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis t'tgefandi: Otgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Kitstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Fréttastjóri: Vilborg HarÖardóttir Umsjónarmaöur Sunnudagsblaös: Ingólfur Margeirsson. Rekstrarstjóri: Úlfar Þormóösson Afgreiöslustjóri: Valþór Hlööversson Blaöamenn: AlfheiÖur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Guöjón Friöriks- son, Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnús H. Gíslason, Sigurdór Sigurdórsson. Þingfréttir: Þorsteinn Magnússon. Iþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elísson t'tlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson Handriia- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Ellas Mar. Safnvöröur: Eyjólfur Arnason Auglýsingar: SigrlSur Hanna Sigurbjömsdóttir, Þorgeir ölafsson. Skrifstofa: GuörUn GuBvaröardóttir. Afgreiösla: Kristin Pétursdóttir, Bára Halldórsdóttir, Bára Siguröar- dóttir. Sfmavarsla: Olöf Halldórsdóttir, Sigriöur Kristjánsdóttir. Bílstjóri: Sigrún Báröardóttir Húsmóöir: Jóna Siguröardóttir Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Otkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn GúBmundsson. Rltstjórn, afgrelösla og auglýslngar: Siöumóla 6. Reykjavfk.simi 8 13 33. Prentun: Blaöaprent hf. Minnisvarði um úrelt skipulag • Fyrir borgarstjórnarfundi í dag liggur tillaga um að 200 miljónum króna af þjóðvegafé landsmanna verði variðtil þess að hef ja framkvæmdir við 80 metra langa brú með umfangsmiklum 4-5 metra háum fyllingum til beggja handa þvert yfir Elliðaárdalinn. Skipulagslegar forsendur Höfðabakkavegar og brúarinnar eru ekki lengur fyrir hendi. Hraðbrautin sem þarna átti að koma tilheyrði úreltt skipulagi sem aldrei verður framkvæmt. Ekkert réttlætir því þessa framkvæmd. • Meirihluti umhverfismálaráðs og skipulagsnefndar borgarinnar hefur mótmælt Höfðabakkaveginum. Framfarafélög í Breiðholti og Árbæ hafa lýst andstöðu sinni við hann. Þjóðminjavörður hef ur sent f rá sér harð- orð mótmæli gegn áformum um að skerða Árbæjartúnið og náttúruspjöllum í Elliðaárdal. Verkfræðingar hafa komið fram á sjónarsviðið og bent á aðrar lausnir en hraðbrautarferlíkið til þess að tengja saman Árbæinn og Breiðholtið. • Samt sem áður bendir allttil þess að meirihluti skapist fyrir því í borgarstjórn að reistur verði þessi minnis- varði úr malbiki og steypu um úreltar skipulagshug- myndir. Jafnvel kunnir umhverfisvernidarmenn úr borgarstjórnarliði Sjálfstæðisflokksins gerast nú tals- menn náttúruspjalla og Árbæjartún og Elliðaárdalur skipta allt f einu litlu máli í þeirra augum. Hér hljóta annarleg sjónarmið að ráða ferðinni. #Enda þótt aðalskipulag Reykjavíkur hafi verið endur- skoðað að hluta til 1977 bentu Alþýðubandalagsmenn strax þá á að margir þættir þess væri orðnir ófram- kvæmanlegir og forsendur fyrir öðrum brostnar. Sá hluti aðalskipulagsins sem harðasti gagnrýni hef ur sætt er umferðarskipulagið. Það tók mið af fólksf jölgunar- forsendum sem löngu eru úreltar og byggði á víðtæku hraðbrautakerf i til þess að þjóna vaxandi íbúaf jölda og 50þúsund manna ibúðahverfi við Úlfarsfell. Þannig ger- ir þetta hraðbrautanet ráð f yrir því að hægt verði að aka á 80 km hraða frá Lækjartorgi um Fríkirkjuveg eftir Hlíðarfæti sjávarmegin i öskjuhlíðinni inn eftir Foss- vogsdal um Fossvogsbraut og yfir Elliðaárdalinn þveran á Höfðabakkabrú og um Ártúnsholtið yfir á Vestur- landsveginn. Þessi leið átti fyrst og fremst að vera val- kostur í stað Miklubrautarinnar sem ekki hefði getað annað þeim umferðarþunga sem skipulagið miðaði við. #Lögð var á það rík áhersla á sínum tíma hversu brýnn þessi valkostur væri ef ekki ætti að ríkja hér algjört öng- þveiti í umferðarmálum í framtíðinni og ennfremur að til þess að hraðbrautanetið gegndi hlutverki sínu þyrfti hver og einn hluti þess að vera óhaggaður. Fyrrverandi umhverf ismálaráð f jallaði um hraðbrautanetið á sínum tíma. Ráðsmenn létu þá sannfærast um að nauðsynlegt væri að fórna ýmsum umhverfisverðmætum á altari samgangnanna enda byggju Reykvíkingar í borg en ekki þjóðgarði. Nú eru forsendur þessa skipulags brostnar. Reykvíkingum fjölgar ekki. Þeim fækkar. Þessvegna hlýtur það að vera eðlileg krafa að ákvarðanir um hrika- leg umhverfisspjöll,sem teknar voru á allt öðrum for- sendum en nú eru gildar, verði endurskoðaðar. • Hraðbrautanietið gerði ráð fyrir skerðingu á Tjörn- inni, Hljómskálagarðinum, öskjuhlíðinni, Fossvogs- dalnum og Elliðaárdalnum. Bæjarstjórn Kópavogs hef ur hafnað þeirri hugmynd að leggja hraðbraut um Foss- vogsdal í landi Kópavogs. Þar með var í rauninni brostin meginröksemdin fyrir þessu umferðarkerf i. Og hver vill nú láta skerða Tjörnina og Hljómskálagarðinn? Þanntg f alla hlutar þessa mikla umf erðarskipulags í valinn einn af öðrum. Þrátt fyrir þetta virðast nú nokkrir borgar- fulltrúar gjörsamlega hafa gleymt höfuðröksemdinni sem á sínum tíma var beitt til þess að fá umhverfis- verndarmenn til að samþykkja öll náttúruspjollin. Hun var sú að enginn hlekkur í hraðbrautakeðjunm mætti bresta því þá hefðu hinir engan tilgang lengur. Borgar- f ulltrúar Sjálfstæðisf lokks, Alþýðuf lokks og Framsókn- arflokks ættu að hugsa málið upp á nýtt áður en þeir samþykkja í bráðræði tillögur um meiriháttar um- hverfisspjöll fullkomlega að nauðsynjalausu. kiippt Indjánar, pappir, afþreying RæBa Söru Lidman sem hún flutti viö afhendingu bók- menntaverBlauna NorBurlanda- ráBs var einhvernveginn gufuB upp af upplýsingaskrifstofu NorBurlandaráBs þegar viB leit- uBum hennar I gær — en ræBa orBiB til og sótt rneBal annars seiB og kraft til IndjánaþjóBa, þjóBa sem enn er veriO aB ilt- rýma meB góBu og illu i þeirri gæfulitlu álfu. Og af hverju er enn veriB aB útrýma Indjánum? spurBi hún. Af þvi gróBamenn vilja höggva niBur frumskóg- ana. Og til hvers er veriB aB höggva þá niBur? MeOal annars vegna þess aB viB i þessum riku löndum þurfum svo gffurlega mikiö af pappir. Og af hverju stafar þessi firnalega pappirs- græBgi? Jú, hún er tengd því, aB viB þurfum aB prenta þessi lif- andibýsn af afþreyingu — meB- al annars svonefndum Indjána- sögum — og er þaB lygi og mannhatur mestan part. ar hún hafBi talaB viB fólk I Hanoi á sjöunda áratugnum brá hún sér norBur i land og talaBi viB námumenn og kom meB frá- sögn af þeim löndum sinum i opna skjöldu: þeir höfBu haldiB aB öllum liöi takk bærilega I vel- feröarrlkinu. ÞaB reyndist mik- ill misskilningur, segir I Gruva, námumannabókinni. Og enn talaö Sara Lidman yfir Noröur- landaráösmönnum um fátækt- ina f rikidæminu — þá andlegu kröm sem lætur fólk fara á mis viö ágæta fjársjóöi i bókmennt- un en teymir þá inn I þann heim ofbeldis og lyga sem hvolfist yfir þaö i svonefndum sjoppu- bókmenntum. Þetta var hin þarfasta hug- vekja. Menn gætu kannski þóst lifsreyndir og sagt sem svo aö þeir hefBu nú heyrt annaö eins áöur — en þaB er ekki nema aö nokkru leyti rétt. 1 hvert sinn sem sllkt erindi er flutt af list- rænum skörungsskap verBur boBskapurinn nýr og ferskur. Brœðrabylta Sara Lidman taldi fagurbók- | menntir enn meiri hornreku i “ sænsku þjóölifi en þjóölifi ann- . arra Noröurlanda og ráölagBi I löndum sínum aö spyrja sessu- ■ nauta sina i Noröurlandaráöi aB | þvi, hvaB þeir geröu til aö ■ hrinda þvi forheimskunar- | áhlaupi alþjóBlegs afþreyingar- ■ iönaöar, sem hún taldi hafa lagt ■ SviþjóB undir sig. Þvi miöur er J hætt viöþviaöþeim yröifátt um ■ svör. Þaö verBur I fljótu bragöi I ekki séö, aö þaö sé neinn eölis- J munur á stööu þessara mála | eftir norrænum löndum, aBeins ■ stigsmunur, blæbrigöamunur. I Sara Lidman flytur ræöu sfna f Háskólabfói þessi var svo minnisstæB þeim sem hlýddu, aö þaB ætti aB vera óhætt aö fjalla um hana eftir minni. Sara Lidman hefur skemmti- leg tök á samhengi ýmissa fyrirbæra og beitir þeirri gáfu einatt af gó&u hugviti til aö bregöa uppáleitinni mynd af ýmsu fáránlegu og skelfilegu i siömenningu okkar svonefndri. Hún vék sér til Suöur-Ameriku jjar sem einhverjar merkustu bókmenntir okkar tima hafa Fátækt i rikidæmi Sara Lidman hefur helgaö margar ágætar ritsmlöar ýms- um fátækustu þjóöum heims. En hún hefur ekki latiB þann áhuga veröa til þess aB gleyma vandamálum heima fyrir. Þeg- «9 Fimm sinnum j Kojak Sara Lidman vék lika aö ■ Nordsat og var lttiö gefin fyrir | aö taka undir almennt hrifn- J ingartal um aö sá sjónvarps- ■ hnöttur mundi bjóöa upp ó I aukna möguleika á menningar- legum samskiptum norrænum. | HvaB ef hnötturinn veröur svo ■ dýr, spurBi hún, aö viö höfum | ekki ráö á þvl aö búa til dag- „ skrár hér á NorBurlöndum. ■ Stöndumst ekki samkeppni viB • alþjóölegu framleiösluna? Agæt spurning reyndar: I hvers eru menn bættari þótt ■ þeir sjái eitt kvöldiö Kojak meö I Islenskum texta og hiB næsta meö norskum eöa finnskum? | — áb " shorið Kosningar i Háskólanum í nœstu viku: Tveir listar aö vanda Hinar árlegu kosningar til Stúdentaráös og Háskólaráös fara fram á fimmtudaginn I næstu viku og veröur kosiö á fjórum stööum þann dag. Þá fer fram utankjörfundaratkvæöagreiösla þann 11. og 12. mars á skrifstofu Stúdentaráös milliki. 12 og 15. Aö vanda eru tveir listar I framboöi. Annars vegar listi Vinstrimanna sem er samfylking allra vinstri- aflanna gegn stuöningsmönnum Sjálfstæöisflokksins. Vinstrimenn hafa fariö óslitiö meö meirihluta- vald I Stúdentaráöi siöan 1971. Tiu efstu menn á lista Vinstri- manna til StudentaráBs eru eftir- taldir: Asgeir Rúnar Helgason sálfræöinemi, GuBmundur Karl Bjarnason verkfræöinemi, Sjöfn Sigsteinsdóttir sálfræöinemi, Gunnar K. GuBmundsson lækna- nemi, Guömundur Þorbergsson eölisfræöinemi, Guörún Gröndal sálfræöinemi, Kristín Guö- björnsdóttir viöskiptafræöinemi, SigurBur SigurBsson þjóöfélags- fræöinemi, Andrés Eiríksson þjóöfélagsfræBinemi og Asgeir Þór Arnason laganemi. Tvö efstu sæti vintrimanna til Háskólaráös skipa Stefán Jóhann Stefánsson þjóBfélagsfræöinemi og Brynja Gunnarsdóttir sjúkraþjálfunar- nemi. Efstu menn á lista Vöku til StúdentaráBs eru eftirtalin: Kristinn Andersen verkfræBi- nemi, Liney Arnadóttir viöskipta- fræBinemi, Hróbjartur Jónatans- son laganemi, GIsli Geirsson viö- skiptafræöinemi, GuBmundur ÞBroddsson verkfræöinemi, GuB- mundur Már Stefánss. lækna- nemi, Sveinn GuBmundsson laga- nemi, Hjalti Kristjánsson lækna- nemi, Geröur Thoroddsen lækna- nemi og Kjartan G. Gunnarsson viöskiptafræöinemi. Tveir efstu menn á lista Vöku til Háskólaráös eru Atli Gunnar Eyjólfsson læknanemi og Einar örn Thorladus laganemi.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.