Þjóðviljinn - 16.03.1980, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 16.03.1980, Blaðsíða 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 16. mars 1980 Farandverkamaður á 4. áratugnum Einu sinni lenti ég I dálitlu óhappi á bflnum þetta sumar og átti þó annar þar hlut aö máli. A Hjalteyri var aö sjálfsögöu bryggja og eftir henni lágu vatns- leiöslupipur. Bryggjan var þaö mjó, aö bflar gátu ekki mæst þar. Ég var frammi á bryggjuhausn- um og ætlaöi aö aka I land en þá skeöur þaö furöulega, aö hinn bfllinn, — en Kveldúlfur haföi þarna tvo vörubila, — kemur á móti mér fram bryggjuna. Ég skil ekkert i þessum ósköpum en er billinn nálgast skýrist máliö: bflstjórinn var steinsofandi. Mun hann hafa vaknaö viö vondan draum er bilarnir skullu saman en verr heföi þó getaö fariö ef hann heföi lent I sjóinn. Kannski hafa vatnsleiöslupipurnar átt ein- hvern þátt i aö halda honum I horfi. En skemmdir á bilunum uröu furöu litlar og raunar engar á mlnum bil. Ingólfsfjörður — Hvenær var svo verk- smiöjan á Ingólfsfiröi byggö? — Hún var byggö sumariö 1942 og eigendur hennar munu hafa veriö Geir Thorsteinson og ein- hverjir fleiri. Þarna var, eins og á Djúpuvik, gömul slldarsöltunar- stöö meö húsum og bryggju. Aöstaöan á Ingólfsfiröi var aö flestu áþekk þvl sem var á Djúpu- vlk. Helgi Eyjólfsson sá um aö reisa verksmiöjuna en kom þó ekkert noröur sjálfur. Ég var þá kominn á minn eigin vörubfl og Helgi fékk mig til þess aö fara noröur meö hann. Sagan meö steypuefniö endur- tók sig. Hugmyndin var aö sækja þaö yfir hálsinn aö Melum og var okkur sagt, aö búiö væri aö ryöja veg þangaö. Þaö reyndist þó skrök eitt og eftir steypuefninu uröum viö aö skrönglast inn I fjaröarbotn. Stofnað verka- lýðsfélag En Björn hefur fengist viö fleira um dagana en aö aka bii og byggja sildarverksmiðjur. Hann hefur llka komiö viö sögu i póli- tikinni. Og eftir þvi, sem skrifaö stendur i Mogganum þá er hann meira aö segja baneitraöur þvl hann er einn af gömlu komm- unum frá fjóröa áratugnum. Kannski er ég aö leggja mig i llfs- hættu meö þvl aö lita inn fyrir dyrastaf hjá sllkum manni? Þaö lætur aö llkum aö margar syndir hlýtur þessháttar maöur aö hafa á samviskunni og hér vlkjum viö aö einni, 46 ára gamalli. — Verkalýös- og smábænda- félag Hrútfiröinga, eitthvaö munt þú hafa komið viö sögu þess? — Já, ég geröi þaö, svona til aö byrja meö. Ég beitti mér fyrir stofnun þess 1934. Þóroddur Guðmundsson kom frá Siglufiröi og aöstoöaöi viö félagsstofnunina. Stofnendur voru 12. Viö gengum ekki i Alþýöusambandiö þvl þaö jafngilti raunar þvl, á þessum árum.aö ganga I Alþýöuflokkinn en viö vorum nú ekki beinlinis á þeim buxunum. Hinsvegar gengum viö I Verkalýössamband Noröurlands. — Og hverjar voru helstu ástæðurnar fyrir þessari félags- stofnun? — Það var nú náttúrlega ekki um mikla vinnu að ræöa þarna á félagssvæöinu. Það var hjá kaupfélaginu og viö náöum strax samningum við þaö um 10 aura .. Er sjonvarpið bilað? a Skjárinn r SpnvarpsvtrkskÖi sj!™ Berqslaðastristi 38 2-19-4C hækkun á klst. I dagvinnu og 60 aura hækkun I eftirvinnu, sem var nú töluverður árangur svona I fyrstu lotu. En vinna var aö ööru leyti aðal- lega viö vega- og brúargerö yfir sumariö. Af henni höföum viö lltiö aö segja. Verkstjórarnir, sem voru aökomumenn, komu gjarn- an meö flokka manna úr sinum heimahéruöum en viö uröum út- undan. Þessu vildum viö breyta. Töldum okkur eiga aö sitja fyrir þeirri vinnu, sem til féllst á okkar heimasióöum. Þetta var nú megin ástæöan fyrir félagsstofn- uninni. En einmitt upp úr þessu geröist svo þaö, aö heimamaöur varö verkstjóri viö vegageröina þarna og kom þá af sjálfu sér, aö viö sátum fyrir vinnunni. Viö vildum einnig aö sjálfsögöu knýja fram kauphækkun I vega- vinnunni. Kaupið var þar yfirleitt mjög lágt, en þó misjafnt eftir vinnusvæöum. Til dæmis voru Borgfiröingar á hærra kaupi en viö noröanmenn, þótt unniö væri á sömu slóöum eöa eins og Her- mann Jónasson sagöi á fram- boösfundum I Strandasýslu 1934: ,,A Holtavöröuheiöinni reka þeir saman skóflurnar, sunnanmenn og noröanmenn, en samt fá þeir ekki sama kaup”. Aö þvl kom svo fljótlega, aö kaupiö I vegavinnunni var sam- ræmt um allt land og kannski hefur litla félagiö okkar I Hrúta- firöinum eitthvaö stutt aö þeirri þróun. íframboði við alþingiskosningar — Þú vékst þarna aö fram- boösfundum 1934. Minnir mig þaö ekki rétt aö þú hafir þá sjálfur veriö i framboöi I Strandasýslu? — Jú, viö skulum segja aö svo hafi átt aö heita. Ég man nú eiginlega ekki hvernig á þvi stóö að ég þvældist út I þetta. En Kommúnistaflokkurinn bauð þá víða fram og ég var nú af þessum slóðum. Hermann var fyrir Framsókn, Tryggvi fyrir Bænda- flokkinn og Kristján Guölaugsson fyrir Sjálfstæöið. Alþýöu- flokkurinn tók ekki þátt I þessari glímu á Ströndum, enda átti hann þar ekkert fylgi. Ég var I sementsflutningum á trillunni þetta vor og fór beint af henni á fundina. Fór á trillunni norður I Arnes, þar sem fyrsti fundurinn var.og raunar voru nú frambjóð- endurnir allir með mér seinasta spölinn. Þetta voru harðir fundir en aðalátökin voru aö sjáifsögöu milli Hermanns og Tryggva, sem haföi veriö sjálfkjörinn á Ströndum árið áður. En Tryggvi var nú raunar farinn aö heilsu þegar þarna var komið. Jörundur Brynjólfsson kom á Hómavíkur- fundinn til aðstoöar Hermanni en það var eingin hjálp I þvl; hann tók Hermanni ekkert fram. Krist- ján var góður fundamaður. Þeir skiptu sér svo sem ekkert af mér, vissu að þaö tók þvl ekki. Þá var sú „taktlk” notuð aö ganga út þegar andstæðingurinn fór að tala. Þeirri aðferð var ofurlitiö beitt gagnvart mér.en ekki mikið. Og þetta var svo sem engin frægðarför, ég stóö mig auövitað skltt á fundunum gegn þessum ræðubeljökum, en skánaði þó heldur er á leið. Og uppskeran var auðvitað i samræmi viö frammistööuna eða 28 atkv. Viö kosningarnar 1937 var enginn I framboöi af okkar hálfu. Þá stóö yfir bardttan viö Breiö- fylkinguna og allir sósialistar kusu Hermann. Ariö 1942 voru hinsvegar tvenn- ar kosningar, um vorið og um haustið. Þá var ég I framboði á Ströndum fyrir Sósialista- flokkinn, Hermann fyrir Fram- sókn en Pétur i Ofeigsfiröi fyrir Sjálfstæöisflokkinn. Uppskeran var nú Iviö skárri en 1934 eöa 58 atkv. Um haustiö voru engir fundir haldnir.enda haföi ég þá 92 atkv. upp úr krafsinu. Verra gat þaö svo sem veriö. Jú, ég haföi aö sumu leyti gaman af þessu, einkum 1934.þótt ég fengi þá fæst atkvæöin, en I framboö hef ég ekki fariö oftar. Sóttist aldrei eftir þvi og svo hafa flokkarnir ekki þurft aö kvarta undan vinnuaflsskorti á þeim vettvangi. —mhg Sjónvarp á morgun kl. 21.35 Alexandra Kollontaj (1872-1952) var ein um- deildasta kona sinnar sam- tíðar. Hún var náinn sam- starfsmaður Leníns og Trotskís, kommísar í fyrstu bolsévikkastjórn- inni og síðar sendiherra Sovétríkjanna í Noregi, Mexico og Svíþjóð, fyrsta kona heims sem gegndi sendiherraembætti. Um- deild varð hún fyrst og f remst vegna róttækra við- horfa sínna í kvenréttinda- málum. Hún var dóttir hershöföingja og ólst upp viö allsnægtir I Sankti Pétursborg. Ung aö aldri giftist hún auöugum manni, en skildi viö hann áriö 1898 og fór til Sviss þar sem hún lagöi stund á hagfræöi um tlma. Þá var hún þegar oröin virkur félagi I byltingarhreyfing- unni, og næstu árin gaf hún út fjölda bóka og bæklinga um póiitisk efni. Móöir Alexöndru var af finnsk- um ættum, og ef til vill hefur þaö veriö ástæöan fyrir þvl aö Noröurlönd skipuöu alltaf sér- stakan sess I huga dótturinnar. Ariö 1903 sagöi Lenln, aö bækur hennar og greinar um stjórn- málaastandiö I Finnlandi væru „óhjákvæmileg og nauösynleg lesning”. Skrif hennar fjölluöu þó mest um konur og verkalýðsmál. Af Alexandra Koilontaj Alexandra Kollontaj ritum hennar fyrir byltingu má nefna t.d. bækurnar „Þjóðfélags- legar hliðar kvennavandamáls- ins” (1909), „Skyggnst um I Evrópu verkalýösins” (1911), „Nýjar konur” (1913), „Samfélagið og móðurhlutverk- ið” (1916), „Hver hagnast á strlö- inu?” (1915) og „Hver þarfnast keisarans, og hvernig er hægt að vera án hans” (1917), en síðast- nefnda bókin var skrifuð I Noregi. r Aróðursmeistari Fyrir byltinguna var Kollontaj víöförul mjög og haföi náiö sam- starf við alla helstu forsprakka hinnar alþjóölegu kommúnista- hreyfingar. Hún þótti góður áróð- ursmaður og vann mikið starf sem slikur, einkum meðal verka- kvenna. Þegar fyrra striðið braust út var hún á Norðurlönd- um, og tók að sér að sjá um aö koma bréfum og öörum skrifum frá Lentn til viötakenda I Rússlandi. Eftir febrúarbyltinguna I Rússlandi 1917 gat hún loks snúiö aftur til fööuriandsins, eftir 15 ára dvöl erlendis. Hún tók virkan þátt I áróöursstarfi bolsévikka I verk- smiöjum Pétursborgar og einnig meöal óbreyttra hermanna og sjóliöa. Hún var handtekin sam- kvæmt skipun frá Kerenski I júil, en látin laus þegar Maxim Gorki lagöi fram 5000 rúblur sem lausnargjald fyrir hana. Eftir októberbyltinguna var hún gerö aö kommissar og fór meö félagsmál I fyrstu stjórn bolsévikka. Veturinn 1918 gaf hún út margar bækur, sem flestar fjölluöu um kvennapólitlk. Ariö eftir var hún send til Úkrainu, þar sem gagnbyltingin var I fullum gangi. Hún var send þangaö sem reyndur áróöursmaöur og verka- iýösleiötogi. Dvölin þar varð þó ekki löng. Ariö 1919 tók Kollontaj viö for- ystu I „kvennadeildinni” (sjenot- dél) sem miöstjórn flokksins hafði sett á laggirnar og sem fór með öll þau mál er vörðuðu konur og réttindi þeirra. Verkamanna— andstaðan A þessum fyrstu byltingarárum var Alexandra Koilontaj i hópi áhrifamestu flokksleiötoga bolsé- vikka. En 1922 er hún gerö aö sendiherra. Astæöurnar fyrir þvl hafa stundum vafist fyrir mönn- um, en ljóst má þó vera aö ein helsta orsökin var afstaöa Kollontaj til verkalýösfélaga og hlutverks þeirra I þjóöfélaginu. Hún var I fararbroddi hóps sem kallaður var „Verkamannaand- staðan”, og vildi spyrna gegn of mikilli miðstýringu, auka at- vinnulýðræöi og eftirlit verka- manna sjálfra meö atvinnu- tækjunum. Skoöanir voru skiptar innan flokksins um þessi mál. Trotski og stuöningsmenn hans vildu gera verkalýösféiögin aö rikisstofnunum og hervæöa fram- leiösluna. Þriöji hópurinn og sá fjölmennasti safnaðist kringum Lenin, sem vildi fara hinn gullna meöalveg. Verkamannaandstaöan varö ekki langllf. Sú krafa kom fram, aö Kollontaj og 22 stuöningmenn Hún barðist fyrir kommúnisma og kynfrelsi hennar yrðu reknir úr flokknum, en af þvi varð ekki. Hálfu ári siðar var Kollontaj gerð aö sendi- herra. En ástæðurnar hafa vafalaust veriö fleiri. Róttæk kvennapólitik Kollontaj fór mjög I taugarnar á ýmsum aðilum innan flokksins, þótt þeir þættust vitaskuld stefna að fullkomnu jafnrétti kynjanna. Eitt gleggsta dæmið um þetta er að finna I endurminningum Klöru Zetkin, þar sem hún segir frá löngu samtali sinu við Lenin. Lenin vildi koma á jafnrétti kynjanna og hafði um það mörg og fögur orð að nauðsynlegt væri að frelsa konuna undan þvi niður- lægjandi oki sem hún bjó við. Hann boðaði félagslegar lausnir á vandamálinu einsog marxistar fyrr og siðar hafa alltaf gert og gera enn. Konan átti að fá aðgang að atvinnullfinu og stjórnmála- lifinu og ýmiskonar stofnanir áttu að taka við þjónustu- og uppeldis- störfum hennar á heimilinu. Þar voru þau Kolontaj alveg á sama máli. Vatnsglas En Kollontaj gekk miklu lengra. Hún vildi þurrka út þau skil sem sett voru milli einkalífs og stjórnmála. I jafnréttsumræð- um þessara tima varö mikið fjaörafok út af „vatnsglaskenn- ingunni” svonefndu, sem Koll- ontaj var talin höfundur aö. Sam- kvæmt þeirri kenningu átti kynlíf að veröa konum framtiöarinnar jafn eölilegt og sjálfsagt mál og aö drekka glas af vatni. Þessu gat Lenín ekki kyngt. í áöurnefndu samtali viö Klöru Zetkin sagöi hann m.a.: „Vissu- lega er nauösynlegt aö slökkva þorsta. En getur eðlilegur maöur viö eölilegar kringumstæöur lagst I ræsiö og drukkiö skolp? Eöa drukkiö úr glasi sem margar varir hafa óhreinkaö?” í þessum umræöum kemur semsé fram gamalkunnur mis- munur á viöhorfum i jafnréttis- baráttunni. Mismunur sem enn er I fullu gildi, þótt vissulega hafi mörg vötn runnið til sjávar siöan 1922. Það sem siðar gerðist i Sovétrikjunum ætti einmitt aö sýna betur en nokkuö annaö fram á réttmæti þeirrar róttæku kvennapólitikur, sem Alexandra Kollontaj var i forsvari fyrir. A fyrstu árum byltingarinnar var mikiö talaö um ný sambýlis- form og nýtt siðferðismat. Þessar nýju hugmyndir sem flestar Framhald á bls. 21.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.