Þjóðviljinn - 21.03.1980, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 21.03.1980, Blaðsíða 13
Föstudagur 21. mars 1980 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 13 Ræöa Framhald af bls. 7 rekstrarhagræðing, markaðs- starfsemi, vöruþróun og úttektir á iðngreinum og fyrirtækjum. Auk umrædds fjármagns af aðlögunargjaldi er framlag úr rikissjóði til sjóðsins nú tvöfalt að krónutölu skv. fjárlagafrumvarpi miöað við f járlög ársins 1979, eöa 100 m.kr. Auk framlags til Iðnrekstrar- sjóðs er gert ráð fyrir að af aðlög- unargjaldi renni 140 m.kr., til starfsþjálfunar íiðnaði, m.a. vegna saumastofa, 100 m.kr. til nýiðnaðarverkefna, 30 mþkr. til svæöisáætlana um iðnþróun og 80 m.kr. til annarra iönþróunarað- geröa. Þær tekjur af aðlögunargjaldi sem ekki koma til ráðstöfunar á þessu ári veröa greiddar út með svipuðum hætti á næsta ári og mun ég beita mér fyrir aö það verði verðbættar krónur. Eins og áður segir renna lögin um aölögunargjald út um næstu áramót og hefur ekki veriö rætt um framlengingu þeirra. Hins- vegar tel ég fullvlst að leitaö veröi eftir framlengingu laga um jöfnunargjald, á meöan ekki hef- ur verið tekið upp virðisauka- skattkerfi. Lánamál iðnaðarins .Þegar rætt er um fjárveitingar til iðnaöar er eðlilegt að litið sé til lánasjóða iðnaðarins og lána- fyrirgreiðslu. Fjárfestingar- og lánsfjáráætlun fyrir yfirstand- andi ár er enn ekki komin fram, en ég væntiað það verði sæmilega séö fyrir lánsfjármagni til Iðn- lánasjóðs frá Framkvæmdasjóði þannig, að útlánageta hans styrk- ist. Ekki verður litið fram hjá þvi, að eins og nú háttar eru lánakjör iðnaðarins mjög þung. Lánakjör Iðnlánasjóðs eru t.d. full verö- trygging samkv. byggingarvisi- tölu auk 5.5% ársvaxta, og eru þetta mun hærri „raunvextir” en tiökast á Norðurlöndum, hvaö stofnlán I iðnaði áhrærir. Rýrir þetta að sjálfsögðu samkeppnis- aðstöðu islensks iðnaöar gagn- vart erlendum, bæöi á heimavelli og I útflutningi. Þessum málum verður að gefa gaum. Um þessar mundir eru 10 ár liö- in frá stofnun Iðnþróunarsjóðs, og eiga endurgreiöslur stofnfjár úr sjóönum að hefjast á þessu ári og það aö greiöast upp á næstu 15 ár- um. Stjórn sjóösins hefur að undanförnu beitt sér fyrir hag- stæðara endurgreiösluformi en fyrirhugað var og jafnframt er unnið aö breytingum á stofn- samningi, er heimili sjóönum lán- KALLI KLUNNI tökur til að fjármagna almenna lánastarfsemi og til að endurlána til sérstakra meiriháttar fram- kvæmda i iðnaði. Sem kunnugt er var I fyrra ákveöiöaö Norræni fjárfestingar- bankinn veiti sérstök byggöa- eða „regional”— lán til svæði á Norðurlöndum, og fellur alli Island undir „regional”- hug- takið i þessu samhengi. Standa okkur til boða 65 miljónir norskra króna eða um 5 miljaröar islenskra króna á tilraunatima- bili, sem svo er kallað og sem varir frá 1. april 1980 til 1. april 1982.Gerterráðfyriraðlán þessi komi fyrst og fremst sem viöbót viö fyrirhugaðar lánveitingar frá öðrum aöilum. Þar sem iðnþróun er ein mikilvægasta forsenda farsadlar byggðaþróunar, er þess að vænta að drjúgur hluti af þvi fjármagni, sem tekiö yrði að láni vegna tslands,renni til iðnaðar og teldi ég Iðnþróunarsjóð eðlilegan farveg fyrir slik lán ásamt Byggðasjóði. — Þannig eru þorf- ur á, aö þegar á heildina er litiö veröi meira fjármagn falt til iðnaðarþarfa á næstu árum en áöur og vekur þaö vonir um að það átak I iönþróun, sem nauö- synlegt er talið til að ná fram æskilegum markmiðum I at- vinnuþróun i landi okkar, geti fengiö fjárhagslega viðspyrnu, bregðist ekki aðrar forsendur. Stjórnarsáttmálinn kveöur á um, að afurðalánakerfi iðnaðar- ins skuli endurskoöaö til að tryggja eðlilegan hlut iðnfyrir- tækja I rekstrar- og framleiðslu- lánum. I þeim efnum liggur fyrir undirbúningur, þar sem er álit nefndar, er ég skipaði fyrir réttu ári og skilaöi áliti I janúar sl. Alit þetta hefur veriö kynnt rikis- stjórn og Alþingi og mun iðnaðar- ráðuneytiö leita samstöðu 1 rikis- stjórn um úrbætur i lánamálum iönaðarins með hliðsjón af tillög- um nefndarinnar. Sambýlið við sjávarút- veginn A fyrri fundum i' félagi ykkar hef ég vikiö að nauðsyn þess að stilla saman bjargræðisvegi landsmanna. Ykkur iðnrekendum veröur tlðrætt um sambýlisvand- ann við sjávarútveginn og það „uppsafnaða óhagræði” sem halli á iðnaöinn vegna rangrar gengis- skráningar. Ég tel eölilegt að hlutlæg greining og umræöa fari framum þessa óhagræöisþætti og leitað veröi lagfæringar i fram- haldiaf þvi. Sjálfur hef ég nýlega hreyft hugmyndinni um jöfnun á aðstööugjaldi og reynir væntan- lega á leiðréttingu á þeim þætti fyrir lok þessa árs. I þessu sam- bandi kemur upp I hugann, hvaða rökséu fyrir þvi að greina sundur fiskiönað okkar og annan iðnað i landinu i stjórnsýslu og öörum farvegum kerfisins. Væri ekki báðum hollt að átta sig á, að hvort tveggja er framleiðsluiðnaöur sem dafna þarf hlið viö hliö, og helst njóta gagnkvæms stuðnings hvor af öðrum? Svo mikiö er vist, aö iönaöur okkar veröur i fram- tiðinni aö búa við hlið sjávarút- vegsins, þar sem hinn siðarnefndi verður aö likindum enn um langa framtið þyngri á metunum I Islensku efnahagslifi. Þessum at- vinnuvegum er brýn nauösyn á nánara samstarfi, og svipað má raunar segja um landbúnaðinn senrt'mikilvæga uppsprettu úr- vinnsluiðnaöar i landinu. Skipa- iðnaður og ullar- og skinnaiön- aður eru þarna talandi tengiliðir. Iðnaðarstefna Aætlanagerð og stefnumörkun með langsæ sjónarmiö og sveigjanleika eru boðroð dagsins jafnt i vestrænum sem austræn- um hagkerfum og blöndu af hvorutveggja, eins og stundum er haft viö orð að riki á Norðurlönd- um. Var þaö ekki Halldór Laxness sem eitt sinn hældi Svium fyrir aö nýta kapítalism- ann sem góða snemmbæru til mjalta og halda um leið niðri óhófsgróða? Við Islendingar siglum inn I óræða framtiö niunda áratugsins með hættur og stórbrotin fyririieit fyrir stafni. Gott og aukið sam- starf við grannþjóöir, ekki sist önnur Noröurlönd, hlýtur að vera eittaf leiðarjósunum á þeirri veg- ferö um leiö og viö höldum merki þjóölegs sjálfstæðis og þjóömenn- ingar hátt á loft. Alþýða lands okkar, sá isarnsmeiöur er árla ris, er sem fyrr kjölfestan er auönu ræöur. A þessum fundi má hinsvegar greina stafnbúa og ýmsa þá er halda um stjóra.' Miklu skiptir að þeir haldi áttum4 á vandrataðri leið. Fundi ykkar og félaga árna ég heilla og þakka ánægjulega samfylgd um skeið. Suöur-Afríka Framhald af bls. 6. stefnu sinni. Enn er alveg óvist hvort hann kemur i framkvæmd verulegum breytingum á stjórnarfarinu. Þaö eitt er vist, aö hann vill ekki hljóta sömu ör- lög og Ian Smith. I ræðu sinni i Höfðaborg sagði hann aö Suöur- Afrika gæti ekki, frekar en Hitler, staöið ein gegn öllum heiminum. Botha og stuöningsmenn hans eiga aðallega tvennt á hættu: annarsvegar að æstustu aftur- haldsöflin geri uppsteyt, kljúfi flokkinn og veiki valdastööu hans, og hinsvegar að svarti meirihlutinn viöurkenni engar umbætur af hálfu stjórnarinnar, á þeim forsendum að þær nái ekki nógu langt og komi þarað- auki alltof seint. — ihCDagens Nyheter) Fundur Félagsvist i Lárusarhúsi Akureyri Félagsvist veröur spiluö föstudagskvöldiö 21. húsi. \rSkGmmta,nír\ xjum, \^\hel^ánQ, /Á Sími 86220 Framhald af 2 siöu ingum, brúun dagvistarþarfar á skipulegan hátt á sjö árum, launaö fri foreldra i veikindum barna og takmörkun á vinnutima barna. Einsog segir i dreifiriti verkalýösmálahóps varða þessar kröfur lifsskilyrði alls vinnandi fólks, og er brýnt að launafólk fylgi þeim eftir einmitt nú, þegar samningaviðræður standa yfir. Kaffiveitingar verða I Lindar- bæ á fundinum, og barnagæsla verður skipulögð i Sokkholti, hús- næði Rauðsokkahreyfingarinnar að Skólavörðustig 12, meðan fundurinn stendur. —ih FÖSTUDAGUR: Opið kl. 19—03. Hljómsveitin Glæsir og diskótek. LAUGARDAGUR: Opiö kl. i 19—03. Hljómsveitin Glæsir og diskótek. SUNNUDAGUR: Opiö kl. 19—01. Hljómsveitin Glæsir og diskótek. Ingólfscafé Alþýöuhúsinu — sími 12826. LAUGARDAGUR: Opiö kl. 9—2. Gömlu dansarnir. SUNNUDAGUR: BINGÖ kl. 3. , klúbburinn ’ Borgartúni 32 Símj 35355. FÖSTUDAGUR: Opiö kl. 9—03. Hljómsveitin Goögá og diskótek. LAUGARDAGUR: Opiö kl. 9—03. Hljómsveitin Goögá og diskótek. SUNNUDAGUR: Opiö kl. 9—01. Diskótek. \ v" Alþýðubandalagið Orðsending til formanna Alþýðubandalagsfélaga Formenn flokksfélaga um allt land eru minntir á að svara bréfi frá skrifstofu flokksins varöandi styrktarmannakerfi flokksins. Svarbréf óskast um helgina. — Framkvæmdastjórinn. HOTEL LOFTLEIÐIR Simi 22322 BLÓMASALUR: Opið alla daga vikunnar kl. 12—14.30 og 19—22.30. VINLANDSBAR: Opiö alla daga vikunnar, 19—23.30, nema um helgar, en þá er opiö til kl. 01. Oöiö i hádeginu kl. 12—14.30 á laugardögum og sunnudögum. VEITINGABUÐIN: Opiö alla , daga vikunnar kl. 05.00—21.00. mars kl. 20.30 I Lárusar- Nefndin. Árshátið Alþýðubandalagsins i Kjósarsýslu verður haldin laugardaginn 22. mars n.k. i Hlégaröi. Húsiö opnaö kl. 19 Eftir borðhald veröur dansinn stiginn. Miðapantaniri sima 66617, 66290 og 66365. Skálafell sími 82200 Föstudagur: Opiö kl. 19—01. Organleikur. — Þaö er reyndar bjánalegt aö sitja I ruggustól efst uppi á klettabrún, — ég skal koma honum niöur rétt bráöum! — Killi-killi, gamli vinur, viltu gjöra svo vel aö vakna, þaö er nefnilega ekkert gaman aö láta bjarga sér sofandi! — Hvaö á ég aö gera, Maggi, ég get ekki vakiö hann. Flýttu þér nú aö fá reglulega góöa hug- mynd! FOLDA , LAUGARDAGUR: Opiö kl. 12—14.30 og 19—02. Organleikur. SUNNUDAGUR: Opiö kl. 12—14.30 og kl. 19—01. , Organleikur. i Tiskusýning alla fimmtudaga. 1. »»•>'' Simi 11440 líOrfí > FOSTUDAGUR: Nýtt rokk og fl. Plötukynnir: Óskar Karls- son frá „Disu”. — Dansaö til kl. 03. Laugardagur: Blönduö tónlist fyrir alla aldurshópa og sýning- aratriöi i kvöld: Siguröur Grettir ( sýnir diskódans. TOPP 10 USA. ’ Plötukynnir: Magnús Magnússon frá Disu. — Dansaö til kl. 03. SUNNUDAGUR: Gömlu- dansahljómsveit Jóns Sig- urössonar leikur. Söngkona Kristbjörg Löve. „Dísa” I hlé- um. Spariklæönaöur. FÖSTUDAGUR: Opiö kl. 10— 03. Hljómsveitin Start. Gisli Sveinn Loftsson sér um diskó- tekið. LAUGARDAGUR: Opiö kl. 10—03. Hljómsveitin Start. GIsli Sveinn Loftsson sér um diskótekiö. Bingó laugardag kl. 15. Aöalvinningur kr. 100.000.-. Bingó þriðjudag kl. 20.30, aöalvinningur kr. 200.0.00.-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.