Þjóðviljinn - 06.05.1980, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 06.05.1980, Blaðsíða 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriftjudagur 6. mal 1980 Söluskattur af leiksýningum og tónleikum felldur niður Ragnar Arnalds fjármálaráftherra gaf I gær út regíugerft, þar sem söluskattur af leiksýningum og tónleikahaldi er felldur niftur. Reglugerft þessi er um breytingu á reglugerft nr. 169/1970 um sölu- skatt. Samkvæmt 5. grein reglugerftarinnar fellur niftur söluskattur af aögangseyri aö leiksýningum og tónleikum, enda séu skemmtanir þessar ekki i tengslum viö annaö skemmtana- eöa samkomuhald. I greinargerö meö þessari nýju reglugerö segir m.a.: ,,A seinasta ári var felldur niöur söluskattur af leiksýningum áhugaleikfélaga i sam- ræmi viö ályktun Alþingis. Hæpiö viröist aö gera mun á sýningum áhugaleikfélaga og atvinnuleikhúsa og ógerningur í framkvæmd aö draga skýr mörk þar á milli, en einnig er ljóst, aö atvinnuleikhúsin eiga viö mikla fjárhagsöröugleika aö striöa um þessar mundir. Málverka- sala er ekki söluskattsskyld og heldur ekki aögangseyrir aö mynd- listarsýningum, en rithöfundur fá sérstakar fjárveitingar vegna sölu- skatts af veröi bóka. Þessi ákvöröun horfir þvi til samræmis, enda viröist eölilegast aö skattleggja ekki innlenda menningarstarfsemi”. — eös Oddur Björnsson, leikhússtjóri á Akureyri: Afgerandi spor í rétta átt ,,Ég hoppa næstum upp I sæt- inu, ég er svo glaöur,” sagöi Oddur Björnsson leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar. „Auftvitaft heffti átt aft vera búiö aft þessu fyrir löngu.” Oddur sagöi aö þetta væri eitt af þeim málum sem lengi heföu veriö á oddinum hjá LA. Þeim heföi alltaf þótt þaö kjánalegt aö vera aö skila rikisstyrknum til baka i formi söluskatts. Oddur sagði aö á siöasta ári heföi Leik- félag Akureyrar greitt nálægt 10 miljónum króna i söluskatt. „Þetta er mjög afgerandi spor i rétta átt,” sagöi hann. „Rekstrargrundvöllur hefur ekki verið fyrir hendi hér. Þaö er dýrt aö reka atvinnuleikhús og ekki Sigurður Björnsson, framkvœmdastjóri Sinfóniunnar: Lyftistöng „Ég fagna þvi aö söluskattur af tónleikahaldi skuli felldur niöur,” sagöi Siguröur Björnsson fram- kvæmdastjóri Sinfóniuhljóm- sveitar Islands. „Þetta er lyfti- stöng fyrir hljórnsveitina og sjálf- sagt fyrir allt listalif i landinu.” — eös Oddur Björnsson: AUtaf verift kjánalegt aft skila rikisstyrknum aftur f formi söluskatts. siöur fyrir noröan en annars staöar. Þetta er litið samfélag hér. Bærinn hefur veitt nokkuö riflegan styrk, en hann hrekkur ekki fyrir lágmarksrekstri. Nú er veriö aö kanna hvernig tryggja megi leikfélaginu rekstrargrund- völl I framtiöinni. Og þótt niður- felling söluskatts sé ekki nóg fyrir okkur, þá er þaö mjög I rétta átt.” — eös Sigurftur Björnsson: Fagna þvf aft söluskattur er felldur niftur. Sveinn Einarsson: Höfum barist fyrir þessu lengi. Sveinn Einarsson, Þjóðleikhússtjóri: Mikil gleðitiðindi „Þetta eru mikil gleftitlftindi," sagði Sveinn Einarsson Þjófticik- hússtjóri. „Vift höfum barist fyrir þessu lengi. Söluskattur hefur veriö felldur niöur á ýmsum öftr- um greinum menningarmáia eöa rennur i sjóöi til styrktar menn- ingarmálum. Búift var aft felia niftur söluskattinn hjá áhugaleik- urum, þannig aft vift vorum aft vona aft þetta mundi koma þessa dagana.” Sveinn sagöi aö niöurfelling söluskattsins heföi ekki áhrif á * miöaveröið, þaö væri svo lágt fyr- ir. Miöaverö Þjóöleikhússins er visitölubundið og er nú lægra en I öörum leikhúsum. „Viö höfum reyndar haft þá stefnu aö spenna miöaveröiö ekki of hátt, þannig aö fólk þyrfti ekki aö hætta aö sækja leikhús af peningaá- stæöum,” sagöi Þjóöleik- hússtjóri. — eös Jón Júiiusson: Stórkostlegt, en þó vantar mikift á hjá Alþýöuleik- húsinu. Jón Júliusson, fram- kvæmdastjóri Al- þýðuleikhússins: Stórt spor fram á við „Þetta er stórkostlegt,” sagfti Jón Júliusson framkvæmdastjðri Aiþýftuleikhússins er vift sögöum honum aö búift væri aft fella niftur söluskatt af leiksýningum. „Þetta hefur mjög mikið aö segja, en auövitaö ekki allt,” sagöi Jón. „En þetta gæti munaö nokkrum tugum miljóna fyrir okkur, miöaö viö þá aösókn sem var t.d. I fyrra og framan af i vet- ur.” Jón sagöi aö engu aö siður vant- aöi mikiö á ef borga ætti öllum laun i Alþýöuleikhúsinu. „Viö höfum greitt fyrir æfingar og sýningar, aö visu töluvert lægri laun heldur en hin leikhúsin. Annaö og meira þarf þvi aö koma til I framtiöinni, en engu aö siöur er þetta sport fram á viö,” sagöi hann. Alþýöuleikhúsið fær nú um 10 miljóna styrk frá riki og borg og 1 miljón frá Dagsbrún. — eös Ragnar Arandls: Afteins eitt svift menningarstarfsemi eftir. Ragnar Arnalds, fjármálaráðherra: Löngu tímabær breyting „Ég held aft þessi breyting sé óhjákvæmileg og löngu tima- bær”, sagfti Ragnar Arnalds fjár- málaráftherra I samtali vift Þjóft- viljann i gær. „Flestir þættir menningarstarfsemi eru undan- þegnir söluskatti og Iþróttaiftkun raunar lika. Þaft er bráftnauftsvn- legt til aft styrkja menningar- starfsemi I landinu aft leiksýn- ingar og tónleikahald sé undan- þegift söluskatti. Þaö er vitaö aö Leikfélag Akur- eyrar og leikhúsin i borginni standa illa aö vigi fjárhagslega og þaö veitir þvi ekkert af aö gera þessa bragarbót”. Ragnar sagði ennfremur, aö nú væri aöeins eitt sviö menningar- starfsemi eftir, sem ekki væri undanþegiö söluskatti, en þaö eru kvikmyndasýningar. „1 þvi sam- bandi vil ég minna á, aö innlendar kvikmyndir sem skila ekki hagnaöi, njóta þess að sölu- skattur er felldur niöur”, sagöi ráöherrann. „Hinsvegar teljum viö rétt, a.m.k. fyrst um sinn, aö söluskattur sé greiddur af þess- um kvikmyndasýningum og ef hagnaöur veröur af framleiöslu myndarinnar renni söluskattur- inn óskertur I kvikmyndasjóö. Það mun gilda t.d. um þessar inn- lendu kvikmyndir sem hafa verið frumsýndar nú I vetur og veröur mjög veruleg búbót fyrir kvik- myndasjóö. En vegna þess aö kvikmyndasýningar geta veriö talsvert gróöafyrirtæki, er eöli- legra aö hafa þennan háttinn á, aö velheppnaðar innlendar kvik- myndir komi annarri kvik- myndagerö aö gagni”. — eös MINNING: Nanna Sveinsdóttir Fœdd 20. sept. 1908 — Dáin 24. april 1980 Hún var sumarsins barn. Oft kom hún og sagöi mér fréttir af vorinu. Þarna haföi hún séö lóu, hér nýútsprunginn fifil eöa þá — að þrösturinn var farinn aö gera sér hreiöur f garöinum, hún sjálf farin aö róta 1 beöunum. Þaö var tilhlökkun i þessum frásögnum. Nú kvaddi hún meö sumarkom- unni, dó hljóölega aö morgni sumardagsins fyrsta eftir þunga sjúkdómslegu. Aöeins mánuöi fyrr kom hún heim frá Frakk- landi til aö njóta samvista viö vini og ættingja siöasta spölinn. Samverustundimar uröu aöeins heimsóknartímar á sjúkrahúsi. Samt þykist ég vita, aö hún hafi ekki til einskis lagt á sig erfitt ferðalag heim, þvl vinimir og fjölskyldan voru henni mikils viröi. Eftir sitjum viö og trúum þvi vart, aö viö eigum aldrei framar eftir aö eiga stund meö Nönnu frænku, sem var svo kát og fjörug og svo ungleg, aö aldur hennar gleymdist ævinlega, enda skoöaöi hún heiminn opnum augum hins síunga og gat oft sagt frá kostu- legum hlutum og atvikum, sem alveg höföu fariö framhjá okkur hinum. Nanna Sveinsdóttir fæddist i Hafnarfiröi 20. september 1908, dóttir Vilborgar Þorgilsdóttur og Sveins Arnasonar fiskmatsstjóra, fluttist meö þeim til Seyöisf jaröar á ööru ári og ólst upp austur þar á glaöværu og gestkvæmu heimili. Systurnar fimm, allar tengdar nánum böndum. Nanna var þeirra næstyngst. Hún giftist Birni Halklórssyni verkstjóra og áttu þau einn son, Svein Björns- son viöskiptafræöing, sem nú starfar sem viöskiptafulltrúi vift sendiráö Islands I Paris. Björn fórst af slysförum i blóma lifsins og var þaö mikiö áfall fyrir Nönnu, en sonur hennar reyndist henni sú stoö og stytta sem aldrei brást. Voru þau mæögin mjög samrýmd og áttu saman heimili alla tiö siöan, nú siöast i Paris vegna starfa hans þar. Nanna var ákaflega bundin fjölskyldu sinni og man ég vart þá helgi 1 uppvexti minum hjá afa og ömmu aö þau hjónin og sonur þeirra svo og móöir min og systir sem meö þeim bjuggu um langt skeiö, kæmu ekki I heimsókn. Var þá oft glatt á hjalla, tekiö i spil og fariö I leiki viö okkur krakkana. Þar var Nanna 1 essinu sinu og þess nutu ekki aöeins ég og minir jafnaldrar I fjölskyldunni, heldur einnig og ekki siöur okkar börn, sem hlökkuðu tilaö komast I jóla- og fjölskylduboöin til Nönnu, sem aldrei þekkti neitt kynslóöabil I þessu efni og ávallt gætti þess, að allir væru meö i öllu og nytu sin. Best var þó, aö ekki sist börnin fundu, aö þarna var engin upp- gerö á ferö, þaö var ekki veriö aö gera þetta bara fyrir þau, enginn skemmti sér innilegar en Nanna sjálf, hvort sem um var aö ræöa barnalegustu leiki meö þeim allra yngstueöa flóknari spil meö þeim eldri. Leiftrandi fjöriö hennar hlaut aö smita okkur hin og ógleymanlega fyndnar voru margar lýsingar hennar á ýmsu sem fyrir augu bar og uppá kom á ferðum hennar erlendis, sem hún stundaöi mikiö siöari árin og haföi yndi af. Slöasta lengri samvera okkar Nönnu var reyndar stund tregans er viö hittumst á sl. vori I Eng- landi til aft kveöja hinstu kveöju yngstu systur hennar, Gyöu, sem var henni einkar kær og Nanna hafði veriö yfir siöustu vikurnar. Þrátt fyrir sorgina stóö hún sterk og keik og ekki óraöi mig fyrir þvi þá, aö ekki liöiö áriö áöur en sami sjúkdómur legöi hana sjálfa aö velli. Aö leiöarlokum skal samferöin þökkuö. Orö eru fátæk, en minn- ingin vermir. Þaö mun hún einnig þeim sem nú eiga sárt um aö binda, Svenna, Helgu og systr- unum tveim, sem eftir lifa, Ragn- heiöi og Unni. Vilborg Harftardóttir

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.