Þjóðviljinn - 06.05.1980, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 06.05.1980, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 6. maí 1980 Kvenfélag sósíalista . Aðalfundur félagsins verður haldinn mið- vikudaginn 7. mai kl. 20.30 i húsakynnum Sóknar, Freyjugötu 27 (gengið inn frá Njarðargötu). Myndir frá 40 ára afmælinu verða afhent- ar á fundinum Stjórnin Auglýsing Greiðsla oliustyrks í Reykjavik fyrir 1. ársfjórðung 1980 er hafin. Oliustyrkur er greiddur hjá borgargjald- kera, Austurstræti 16, frá kl. 9.00—15.00 virka daga. Frá skrifstofu borgarstjóra. Safn fágætra bóka Nýkomiö stórt safn merkra og fáséöra bóka. M .a.: Byggöir og bú (Þingeyjarsýsla), Rangárþing eftir Helgu Skúladóttur, Arsrit Skógræktarfélags íslands 1-45, (innbundiö), Frásagnir eftir Arna Óla, Hestar eftir Theódór Arinbjörnsson, Blanda 1-9 (skinnb), Afmælisútgáfa Máls og menningar l-12,Kennaratal 1- 2, Samtfö og saga 1-4, Menn og menntir 1-4, Austfirzk skáld og rithöfundar. Síöasti musterisriddarinn 1-2, Frfmúrarareglan á Islandi 25 ára, Timaritiö Flug 1939-1957, Ættarskrá Thors Jensens, Limrur eftir Þorstein Valdimarsson, Loftin blá eftir Pál veöurfræðing, Verkin tala og yjér brosum eftir Sigurö Zetu, Harmsaga ævi minnar eftir Jóhannes Birkiland, Vor f verum eftir Jón Rafnsson, Ævisaga Þorleifs f Hólum og Ævisaga Lárus- ar á Klaustri, Amma 1-3, Heimsstyrjöldin 1914-1918 1-2, Um Njálu eftir dr. Einar Ólaf, Nordæla 1955, Njáls saga, frumút- gáfan 1772, Um sveitarstjórnir á Islandi, eftir Þorvarö Olafsson, Kh, 1869, Ræöa Stalfns á 17. flokksþinginu, Skagfirzk ljóö, Hún- vetnsk ljóö, Aldrei gleymist Austurland, Sólón Islandus 1-2, Búnaöarsamband Suöurlands eftir Eyjólf á Hvoli, Landbúnaöur f Dalasýslu eftir Þorstein sýslumann, Merkir Mýrdælingar, Draupnir Torfhildar Hólm, komplet, Minningarrit fslenzkra her- manna 1914-1918, Refsivist á Islandi 1761-1925, Byggö og saga eftir Ólaf Lárusson, Feröabók Gaimards (tölusett eintak), Þing- vfsur 1872-1942, Fiskarnir eftir Bjarna Sæmundsson, Nýalar Helga Pjeturss 1-6, Um upptök sálma eftir Pál Eggert, Bréf Jóns Sigurössonar (gömlu útgáfurnar), Grágás og lögbækurnar eftir Ólaf Lárusson, Andvökur Stephans G. 1-4 (Skinnband), Vort daglega brauð eftir Vilhjálm frá Skáholti (áritaö af skáldinu), Septembersýningarnar 1947-1951, Bókaskrá Þorsteins sýslu- manns, Sagorna om Vinland, Ritsafn Guðmundar Friöjónssonar 1 -1, Meöferö opinberra mála eftir Einar Arnórsson, Timaritiö Óöinn (komplet), Arbók Feröafélagsins 1928-1979 (frumútgáf- ur), Tímaritið Saga (komplet), Sturlunga 1-2, (útgáfa Guö- brandar Vigfússonar), Ritsafn Einars Kvarans 1-6, Ritsafn Jóns Trausta 1-8, Skáldverk Gunnars Gunnarssonar 1-8, Ævisaga Grétars Fells 1-4, Samsærið mikla gegn Sovétrikjunum, Manns. sonurinn eftir Jóhannes úr Kötlum, lslenzk tunga I fornöld eftir Alexander Jóhannesson, Þyrnar (frumútg), Minningar Einars Jónssonar myndhöggvara 1-2, Minningar úr Menntaskóla, Blldudalsminning, Vídalinspostilla, Snorri Sturluson, eftir Sigurö Nordal (frumútg), Horfnir góöhestar eftir Asgeir frá Gottorp (1. bindi), Þjóösögur Sigfúsar Sigfússonar 2-16, bækur Skugga (Jochums Eggertssonar) og ótal margt fleira gott, gam- alt og nýlegt. Höfum nýlega fengið hundruö nýlegra pocket-bóka I flestum greinum fyrir lestrarhestana. Kaupum og seljum allar fslenzkar bækur og flestar erlendar. Sendum i póstkröfu hvert sem er. Hringiö, skrifiö eöa litiö inn. Bókavarðan — Gamlar bækur og nýjar — Skólavörðustig 20, sími 29720 Reykjavik. Frá aöalfundi Mjólkursamsölunnar: Frá v. Vlfill Búason, Agúst Þorvaldsson, Guömundur Þorsteins- son, Guölaugur Björgvinsson, Gunnar Guöbjartsson. Frá aðalfundi Mjólkursamsölunnar: Bændur þurfa aðlögunartíma til að breyta franúeiðslunni Föstudaginn 25. aprfl sl. var aöalfundur Mjólkursam- sölunnar haldinn i Reykjavik. A fundinn mættu 16 fulltrúar, sem kosnir höföu veriö á aöalfundum mjólk- ursamlaganna á Suður — og Vesturlandi. Formaöur stjórnar Samsölunnar, Agúst Þorvaldsson bóndi á Brúna- stööum geröi grein fyrir helstu málum, sem stjórnin haföi fjallaö um á árinu. Agúst ræddi nokkuö verkfall mjólkurfræðinga á sl. ári. Framleiöendur heföu tapaö um 120 milj. kr. á þvi eöa sem svarar 2 kr. á hvern innveginn mjólkurlitra. Húsnæðismál Samsölunnar heföu oft verið rædd á fundum stjórnarinnar þvi nú liöi óöum aö þvi, að taka þyrfti ákvörðun um nýbyggingu. Samsalan fékk úthlutað 5, 7 ha lóð á Bitruhálsi áriö 1966 og hefur þegar greitt um 30 % af gatnagerðar- gjöldum. Þá ræddi Agúst þær aögerðir, sem framundan eru i fram- leiöslumálum og taldi aö bændur þyrftu aö fá lengri tlma en áætlaö er til að koma á jafn- vægi milli framleiöslu og sölu. Samdráttur eykur rekstrar- kostnaö Guðlaugur Björgvinsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar geröi grein fyrir rekstri fyrirtækisins áöur ræddi hann um væntanlega mjólkurkvóta og sagöi m.a.: ,,Slik framleiöslustýring er eölileg, sérstaklega ef litiö er á mjólkurframleiöslu I landinu I heild. Samdráttur hefur þau jákvæöu áhrif aö draga úr Nóta- skip í skuttogara 1 Skipasmlöastöð Njarövikur er nú veriö aö breyta nótaskip- inu óskari Halldórssyni, RE 157,1 litinn skuttogara, aö þvi er Suöurnesjatlöindi herma. Breytingar á skipinu munu veröa geröar i áföngum. Nú fyr- ir sumarloönuvertíö veröur sett á þaö ný brú. Verður hún fram- ar en hin eldri og skorsteinninn settur til hliðar viö hana. Fæst þannig meira athafnarými. Ekki er enn ákveðið hvenær frekari breytingar veröa gerðar á Óskari Halldórssyni. Skipiö, sem er stálskip, var smiöaö i Hollandi 1964 og er rétt innan viö 39 m. aö lengd. Sam- kvæmt fiskveiöireglum getur þaö þvi togaö upp aö 4 málum og hefur þvi meiri möguleika til veiöa innan íandhelginnar en flestir aörir skuttogarar þvl þeir eru yfirleitt lengri en 30 m., en þaö eru þau mörk, sem fisk- veiöireglurnar miöa viö. — mhg Utflutningi mjólkurafurða og minnka þaö fjármagn, sem bundiö er i birgöum,. A hinn bóginn þýöir ekki aö líta framhjá þvl, aö samdráttur I mjólkurframleiöslu leiöir til hækkunar á reksturkostnaöi samlaganna, sérstaklega kæmi sllkt þungt niöur á þeim samlögum, sem hafa mikinn fjármagnskostnaö. Alvarlegast við samdráttinn er þó aö minu mati hættan á, aö hann dreifist hlutfallslega jafnt á allar árstiöir. Þvi næst ræddi Guölaugur um samþykkt Framleiösluráðs. frá I fyrra um kvótann og sagöi svo: „Þrátt fyrir ákvæði um að krótakverfið skuli taka gildi frá siðustu áramótum, þá hefur mjólkurframleiðslan verið að aukast það sem af er árinu. Nú hljóta þeir að spyrja, sem eiga, samkvæmt framleiðsluráðslög- um, aðsjátil þess ,,aö ávallt sé til nóg neyslumjólk á markaðn- um”. Verður framleiðslan yfir sumarmánuðina aðlöguð út- hlutuðum kvóta eða vakna mjólkurframleiðendur upp, jafnvel fljótlega eftir mitt árið, við þann vonda draum, aö kvótanum sé þegar náö”? ■Arstlöarsveifiur. Söluhámark á vetrum er 25% hærra en lámark sölu á sumrum. Innvegin mjólk er hinsvegar 70 % meiri á sumrum en vetrum. Þaö vantaöi sem svarar 700 þús. ltr. mjólkur á sölusvæöi Samsölunnar 1979. Þaö þurfti að flytja 76 þús. ltr. af rjóma aö norðan þrátt fyrir verulega umframframleiöslu. Ef 8 % kvótaskeröing á mjólk yröi aö veruleika þá mundi skorta mjólk á svæöi Samsölunnar miöaö viö sölu á siöasta ári frá nóv. til april. Þaö yröi aö flytja þá mjólk frá samlögunum á Noröurlandi. Heildarinnvigtun á 1. söíu- svæöi var 60.692.141 ltr. en þaö var 0,9% minna en áriö 1978. Mjólkurstöðin i Reykjavik tók á móti móti 4,9 minna af mjólk en á siðasta ári en árið á undan Mjólkursamlagiöí Búðardal 1, 7 % minna, Mjólkursamlagið i Borgarnesi 1, 3% ineira og Mjólkurbú Fóamanna manna 0, 9 minna Mjólkurframleiðendur voru 1231 á slöasta ári, hafði fækkað um 42 frá árinu áöur. Útborgun og sala afuröa. Meöalverölagsgrundvallar- verö á svæöi Mjólkursam- sölunnar var ásl. ári kr. 196. 741 ltr. en þaö var 17 aurum hærra en meðalgrundvallarverð land búnaöarins. Útborgunarverö Mjólkursamsölunnar var kr. 191,70 eöa 5 kr. undir grund- vallarveröi svæöisins. Þaö munar veröjöfnurnargjaldi þvi, sem tekið var af mjólkinni i fyrra. Teknar höfðu verið 10 kr. af hverjum ltr. en 5 kr. fengust endurgreiddar meö lántöku Framleiösluráðs. Þrátt fyrir seinkun á veröhækkunum og tap af verkfalli mjólkurfræðinga gat Mjólkursamsalan staöiö aö fullu við að greiða bændum það, sem þeim bar.'Vaxtagreiöslur til bænda námu 424 milj. kr. á sl. ári. Taliö er nauösynlegt aö inn- lengri Umsjón: Magnús H. Gíslason heimta I ár verðjöfnu'nargiald kr. 28 á hvern ltr. Þegar hafa veriö teknar 16 kr. af hverjum ltr. Mjólkursamsalan seldi 29, 5 milj. ltr. af nýmjólk á sl. ári en það var 1,4 % minna en 1978. Undanrennusala minnkaði um 17 % og sala á venjulegu skyri um 5%. A öllum öðrum vörum varð veruleg söluaukning. Mest var söluaukningini á jógúrt en af henni seldist 175 % meira áriö 1979 en áriö áöur, 42 % söluaukning varö á kókómjólk og 19 % á rjóma. Ef öll sala Mjólkursámsölunnar á mjólk og mjólkurafurðum er umreiknuð 1 mjókurlitr. Þá var söluraukningin 4,28 % á árinu 1979 miðaö viö áriö á undan. I heild gekk reksturinn vel og á þaö einnig viö um hliðar- greinarnar eins og brauð- geröina. sölu á Floridana og Isgeröina. 1 stjórn Mjólkursamsölunnar eru: Agúst Þorvaldsson, Brúnastööum formaöur, Eggert Ólafsson, Þorvaldseyri, Oddur Andrésson, Neðra— Hálsi Vifill Búason, Ferstiklu og Gunnar Guöbjartsson , Hjarðarfelli. Tillögur 1. Aðalfundurinn..telur nokkra hættu á aö nýlega ákveöiö kvótakerfi kunni aö geta leitt til þess aö vöntun veröi á mjólk og rjóma á 1. verölagssvæöi yfir haust — vetrarmánuöina, á meöan framleiöslan aölagast þessu nýja kerfi. Fundurinn skorar þvi á rikistjórnina að veita fjárhagslega aðstoð til aö- lögunar I 3—5 ár, svo aö bændum gefist timi tií að breyta framleiðslu sinni til samræmis þessu nýja kerfi. 2. Aöalfundurinn .. samþ. aö fela stjórn Samsölunnar aö tryggja á þessu ári lóö fyrir framtiöaraöstöðu fyrir- tækisins. Jafnframt felur fundurinn stjórninni aö gera athugun á framtiöarskipan á rekstri fyrir- tækisins og verkaskiptingu mjólkurbúanna á 1. sölusvæöi. Kannað veröi hvaöa þáttum i rekstri Mjólkursamsölunnar er brýnast aö koma I nýtt húsnæöi og hvort unnt sé aö byggja framtiðarhúsnæði i áföngum. Skýrslur um niöurstööur athugana þessara veröi sendar- fulltrúum og siðan veröi kallaöur saman aukafulltrúa- fundur til aö taka ákvaröanir um frekari framkvæmdir. 3. Aöalfundurinn .. skorar á borgarstjórn ReykjaVlkur að breyta reglugerö um kvöldsölu á þann veg, aö leyft veröi aö selja geymsluþolnar vörur úr mjólk i kvöldverslunum i borginni. —mhe

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.