Þjóðviljinn - 26.06.1980, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 26.06.1980, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 26. júni 1980. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 Jöfnunarmark tslands I uppsiglingu. Pétur er greinilega aðþrengdur en einhvernveginn tókst honum að koma boltanum i netið. A innfelldu myndinni sést hann svo fagna innilega. Island-Finnland 1:1 vantaði tengslin á milli sóknar 1 og varnar. Við pressuðum I framar en við höfum áður gert I og þá verða menn að vera vel I með á nótunum. — Já, þú gagnrýnir mig I fyrir að velja æfingalitla at- I vinnumenn i þennan leik. I Sannleikurinn er sá að ég er að ' reyna aö halda sama kjarn- I anum og i öðru lagi eru ekki til I aðrir og sterkari leikmenn hér I heima. J Pétur Pétursson: — Þeir eru sæmilega sterk- ■ ir, Finnarnir, a.m.k. láta þeir | vita velaf sér. Viðeigum þó aö I geta unnið þetta lið, en hvenær | á islenska landsliðið góðan • dag? — Ég get að sjálfsögðu spilaö ef ég er beðinn um það, | en nú er ég hreinlega ekki i • leikæfingu eftir mitt sumarfri. I Karl Þórðarson: — Ég er nú einungis I ánægður með að ná jafntefli, þetta er fyrsti landsleikurinn minn sem þaö tekst. Ég er ' reyndar ansi þreyttur eftir . þetta, það var mikið hlaupið. — Við erum i svipuðum I klassa og Finnarnir og eigum ] að geta unnið þá. —IngH Þegar upp var staðið eftir heldur slakan landsieik íslands og Finnlands gátu áhorfendur verið ánægðir með einn hlut. íslendingum tókst að skora mark. Þó var útiitið dökkt lengi vel eftir að Finnar höfðu náð forystunni snemma i fyrri hálfleik og timinn i raun að renna út þegar Pétur Pétursson sýndi mönnum að hann er ekkert blávatn þegar hann kemst i gott færi. Fyrrum félagi hans úr IA, Arni Sveinsson, gaf skemmtilegan stungubolta inni vitateig Finna og þar náði Pétur boltanum og skoraði og jafnaði met- in úr þröngu færi. brátt fyrir að íslendingar hafi sótt meira i fyrri hálfleik voru það þó Finnar sem sköpuðu sér marktækifærin. Tvivegis komust þeir i sannkölluð dauðafæri en heppnin var aldrei þessu vant með islenska liðinu og ekkert varð úr. I framlinunni gerðu þeir Teitur Þórðarson, Pétur Péturs- son og Arnór Guðjohsen á stund- um harða hrið að finnska mark- inu og var t.a.m. Teitur óheppinn þegar hann missti boltann frá sér, kominn innfyrir vörn finnska liðs- ins. Þá munaði ekki nema hárs- breidd að Pétur næði að pota bolt- anum i finnska markið þegar boltinn barst frá finnskum varn- armanni inni teiginn. Þar með eru helstu tækifærin upptalinn og voru menn sammála um að dauf- lega hórfði. Ahorfendur voru rétt búnir að taka sér sæti i stúkunni þegar köld vatnsgusa reið yfir islenska liðið. Eftir herfileg varnarmistök komst einn finnskur sóknarleik- manna i sannkallað dauðafæri, gat gefið sér nægan tima og skor- aði fyrsta markið, 1:0. Þar var á ferð Ari Tissari, hættulegasti sóknarleikmaður finnska liðsins. Oftast hafa áhorfendur þurft að horfa upp á islenskt landslið hreinlega brotna við slikt mótlæti en nú brá svo við að leikmenn virtust tvieflast. Einkum voru þaö framlinumennirnir með Arnór Guðjohnsen i fararbroddi, besta mann islenska liðsins, sem voru sprækir. A 15. minútu leiks- ins komst Arnór i sannkallaö dauðafæri eftir skemmtilegan leik islenska iiðsins. Óskar Fær- seth, nýkominn inná, sendi langan bolta inn i teiginn þar sem Pétur náði að skalla fyrir fætur Arnórs. Skot hans i opnu færi smaug rétt framhjá stönginni. Svo leið og beið og var greinilegt að Finnar voru ákveðnir aö halda fengnum hlut. En á 38. minútu kom markið. Arni gaf stungubolt- ann inni teiginn og Pétur skoraði. Ýmsum fannst Arnór Guðjohnsen aðstoða Pétur við tiltækið, þvi einn varnarmanna Finna, sem ætlaði greinilega að stöðva Pétur, varð illilega „frystur” af Arnóri Eftir jöfnunarmarkið gerðist fátt markvert enda reyndu Finnar að tefja mikið með langspyrnum til markvarðarins. Arnór Guðjohnsen var tvi- mælalaust besti maður islenska liðsins að þessu sinni. Hann barö- ist af grimmd allan timann, si- vinnandi og gaf góða bolta. Hraði hans og góö knattmeðferð á örugglega eftir að fleyta honum langt i heimi atvinnuknattspyrn- unnar. Hinir atvinnumennirnir virkuðu æfingarlitlir. Pétur bjargaði andliti islenska liösins með markinu en annað gáfulegt gerði hann vart. Karl Þórðarson átti nokkra góða spretti en datt niður þess á milli. I markinu mæddi litið á Bjarna Sigurðssyni. Guðni Kjartansson gerði þrjár breytingar frá upp- haflegri liðsskipan. Magnús Bergs, Teitur Þórðarson og Trausti Haraldsson fóru út, fyrir Óskár Færseth, Ólaf Juliusson og Guðmund Þorbjörnsson. Af nýj- um mönnum átti Óskar hvað bestan leik. Finnska liðið virðist i svipuðum klassa og það islenska. Oft brá fyrir þokkalegu spili en á stund- um gerðu liösmenn hreinlega ótrúleg mistök. Bestur virtist Ari Tissari en hann skapaöi á stund- um mikinn usla i vörn Islands. Dómari var danskur. Henning Lund Sörensen. Komst hann vel frá hlutverki sinu. —hól ■ I 1 I ■ Janus Guðlaugsson: ■ — Okkur hefði átt að geta Igengið vel með þetta finnska lið. Þegar okkur tókst að pressa þá, voru þeir tauga- ■ óstyrkir, héldu ekki út press- Iuna. Þetta sást einstaka sinn- um i leiknum. — Þá fannst mér markið ■ vera nokkuö slæm mistök, það Ier leiðinlegt þegar þetta kemur fyrir. Annars skipti það minnstu máli, við áttum ein- • ungis að reyna meira að leika Iboltanum stutt. Við getum spilað þannig og þannig verð- um við aö leika, annars fáum ■ við boltann strax i hausinn aft- Iur. Guðni Kjartansson: I— Okkar lið „funkeraði” ekki nógu vel i þessum leik. Þá á ég viö að liðssamvinnan var , ekki nógu mikil og við náðum ekki að sýna okkar besta. Þá SAGT EFTIR LEIKINN g iþróttir 0 íþróttír g) íþróttir Pétur bjargaði andliti landsins

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.