Þjóðviljinn - 28.06.1980, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 28.06.1980, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 28.-29. júnl 1980. AF SVAÐILFÖRUM í SÓLARLÖNDUM Það er margt sem mér finnst undarlegt og skrítið í lífinu og tilverunni og þó einkum það sem viðkemur mannskepnunni. Ég held að ég hafi raunar alla tíð átt auðveldara með að skilja ferfætlinga. Eitt af því.sem ég hef til dæmis aldrei skilið, er mikill áhugi margra á því að tefla á tvær hættur, þegar þeir eiga f rf í vinnunni.og fara í svokallaðar svaðilfarir. Þannig hafa margir góðir menn orðið úti bæði á suður- og norðurpólnum,drukknað á hafsbotni við tilgangslausa köfun ofan í djúp hafsins, kafnað á hæstu f jallstindum vegna súrefnisskorts, hrapaðfyrir björg, týnst f hafi í hnattsiglingu á róðrarbátum, dottið úr körf- unni á loftbelgjum og orðið tígrisdýrum og mannætum að bráð í tilgangslausum göngu- túrúm um svartasta myrkviði annarlegra sólarlanda. Að þessu leyti eru íslendingar ekkert frá- brugðnir öðrum mönnum. Þeir hafa löngum haft mikla unun af hrakningum, vosbúð og svaðilf örum og nú síðast í sólarlöndum, þó að þeir séu þar að vísu ekki á tígrisdýraveiðum eins og heldrimenn siðmenntaðra þjóða. Þeir.sem tök hafa á því að láta eftir sér svo sem eina svaðilför eða tvær í sumarfríinu sínu, láta það að sjálfsögðu eftir sér, en hinir verða að láta sér nægja reykinn af réttunum, afla sér lesefnis um hrakninga hinna, sökkva sér í litríkar f rásagnir og taka með þeim hætti þátt í ævintýrum of urhuganna. Því hrikalegri sem mannraunirnar eru þeim mun betra. Helst þurfa allir að drepast. Áður voru þetta bókmenntir um örlög manna, sem étnirvoruaf Ijónum, tígrisdýrum og mannætum, frásagnir af ægilegri vosbúð og hrikalegum stórslysum, skriðuföllum og snjóflóðum/hrakningum á heiðarvegum og svona mætti lengi telja. Nú virðast dagblöðin afturámóti hafa tekið við þessari bókmenntagrein, þannig að hrakn- ingafrásagnir og mannrauna eru nærri dag- legt brauð á útsíðum sumra þeirra. Ef marka má blöðin þá virðast ferðir ís- lendinga til sólarlanda undantekningalítið til- heyra þeirri tegund ferðalaga sem að framan er lýst. Björgunin við Látrabjarg virðist hreinn barnaleikur í pollagalla miðað við sumarfrí í- sólarlöndum. Á forsíðu Vísis um daginn segir frá hópi, sem borgaði ferðaskrifstofu Sambands ís- lenskra samvinnufélaga hálfa miljón á kjaft fyrir að fá að vera í þrjár vikur í Rímíni á Italíu, og,ef marka má forsíðugreinina, þá er það Ijóst að engar mannlegar verur, nema ís- lendingar.hefðu lifað af þær hörmungar, sem þetta volaða fólk varð að þola. Fyrst var því kastað útúr rútubíl á miðri götu í Rímíni, síðan hafði þessum vesalingum verið lofað að þeir fengju að gista í frí- múrarahöllinni á staðnum, en hún reyndist þá vera bátaskýli og þar að auki, eins og segir orðrétt: „lokað með lás og slá". Loks virðist þessu veglausa fólki hafa verið komið fyrir í einhvers konar sæluhúsi eða leitarmannakofa með þrjú teppi fyrir sex manns. Þar mun hópurinn hafa þurft að nota aldagamla ís- lenska — ekki alveg óskemmtilega — aðferð til að halda á sér hita. Daginn eftir var þeim síðan komið f yrir í einhvers konar höll (gott ef ekki fiskhöll), þar sem kamrarnir voru í maski, enginn hiti, og svo loksins, þegar raf- magnsofn fékkst og var settur í samband.þá sprakk, ég held helst, höllin í loft upp. Þetta minnir mann nú á Höll sumarlands- ins. Svo tók það eiginkonur eiginmanna farar- innar þrjár vikur að þrífa til í höllinni og þá var sumarfríið búið. Ein hjónin lentu í saggafullum kjallara, þar sem sjálft þarfaþingið, dívaninn,var aðeins með þrjá fætur, svo varla hefur fallið efni í margan íslending þar, enda segir gamalt mál- tæki: að þrífættur divan gefi þreyttum iitla hvfld, jafnvel þó ferðatösku sé stungið undir hann í stað f jórða fótarins. ( þessari kjallaraholu var aðeins ein pera í loftinu og gátu þau heiðurshjónin sem þar bjuggu því ekki, í þrjár vikur, svo vitnað sé orðrétt f Vísi: „...vitað hvort nótt var eða dagur". Sumir hefðu nú ef til vill farið út til að at- huga það. Frásögn af hinni svaðilförinni er í Dagblað- inu sama dag og Vísisgreinin og f jallar um ís- lenska hefðarkonu í pels sem ætlaði að nauðga svertingja á farangurstrillunni þar sem blá- saklaus blámaðurinn var að aka henni, ásamt öðru hennar hafurtaski, útaf Kennedyflug- velli. En auðvitað þurfti hún að lenda í þeim ósköpum að deyja brennivínsdauða á trillunni áður en umrædd nauðgun hafði tekist. En sagt er að hinn þeldökki ameríski far- angurstrillukarl hafi raulað þetta gamla bluesstef, þegar hefðarmeyjan var sem að- gangshörðust og var þó að festa blundinn: Víst þó ég hefði viljað velgja þér fagra dís skikka ég þig til að skiljað mig skortir getuna — PLIS!!! Flosi. ÞAÐ ERFIÐASTA VIÐ KÓPAL MALNINGUNA ER SENNILEGA VALIÐ Á LITUNUM! Það hefur verið sannreynt, að Kópal, — innimálningin frá Málningu h.f., getur gjörbreytt útliti heimilisins með nokkrum litrum af nýjum lit. Kópal er létt málning, sem þekur vel. Þess vegna er það tiltölulega lítið verk að hressa upp á ibúðina með stuttum fyrirvara. Litavalið getur samt staðið i sumum. Það er nú einu sinni svo, að þegar litaúrvalið er mikið, getur það tekið tima að velja réttan lit. Þess vegna höfum við Kópal litakortið á reiðum höndum þegar þú kemur að velja. o

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.