Þjóðviljinn - 28.06.1980, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 28.06.1980, Blaðsíða 9
Helgin 28.-29. júni 1980. ÞJÓDVILJINN — StÐA 9 Stewart Mcllroy heitir maður, sem mun hafa oftar og lengur komið við á spítölum en nokkur annar: hann er kallaður ganga meðólæknandi spítalafíkn. Mcllroy, sem er fæddur árið 1915 í Donegal á Ir- landi.hefurá undanförnum 34 árum komist 207 sinnum inn á 68 mismunandi spí- tala á írlandi og l Bret- landi, að því er tveir læknar í London telja sig hafa komist að. Þessi sjaldgæfi náungi er þar- meö orðinn frægastur þeirra sem hafa Munchauseneinkennin svo- nefndu. Munchausen er frægastur lygalaupa I sögum, eins og menn vita, og nafn hans er notaö til aö lýsa þeim sem helst vilja undir læknishendi vera, og tekst reynd- ar meö leikaragáfu og nokkurri læknisfræöilegri þekkingu aö gera sér upp ymiskonar veikindi, svo vel aö læknar falla fyrir þeim og skera þá jafnvel upp viö mein- semdum sem ekki eru til. Mcllroy er reyndar ekki meö öllu heilbrigöur, hann gengur meö taugabilun sem hefur lamaö aö nokkru efri hluta likamans og handleggina, og á þann grunn hefur hann byggt allskonar Imyndunarveiki. Mcllroy hefur veriö svo sannfærandi, aö allur kviöur hans er I örum eftir rann- sóknaruppskuröi og 48 sinnum hefur veriö tekinn úr honum mænuvökvi. Engin veit hve mikiö þessi garpur hefur kostaö heil- brigöisþjónustuna, en þaö er áreiöanlega morö fjár. Mcllroy hefur notaö ýmis nöfn til aö smeygja sér inn á sjúkra- hús. Hans hefur ekki oröiö vart nú um tveggja ára skeiö, en aö öllum llkindum er hann enn á lifi. (Newsweek) Mcllroy hefur veriö lagöur aö meöaltaii sex sinnum inn á spitala árlega undanfarin 34 dr! Stafar hugrekki af vissum efnaskorti? Hvers vegna eru sum okkar svo djörf, aö svo gæti jafnvel sýnst aö viö séum aö ieita uppi hættur og hunsum eölilegar viövaranir og öryggiskröfur. Meöan aörir læöast gegnum Ilfiö hræddir eins og litlar mýs- Sálfræöingurin Marvin Zucker- man frá Delawareháskólanum 1 Bandarikjunum heldur þvl fram aö þetta stafi af þvi, hve mikiö viö höfum innanborös af eggjahvltu- efni sem heitir monaminoxidas (MAO). Monaminoxidas er ekki upp- finning Zuckermans. Efni þetta er eitt af svokölluöum enslmum, sem eru nauösynleg forsenda fyrir ákveönum efnabreytingum I likamanum. Segja má aö þau séu hliöstæöa llffræöinnar viö hvata efnafræöinnar. Zuckerman er þeirrar skoö- unar.aö menn sem hafa litiö af MAO I likamsvefjum slnum séu I reynd hugaöri og djarfari en þeir sem hafa mikiö af þessu efni. Zuckerman telur sig hafa fund- iö mjög litiö magn af þessu eggja- hvltuefni hjá ungu fólki — sam- kvæmt þessu er varfærni ellinnar tengd breytingu á MAO-magninu I Hkamanum. Þá segir hann aö karlar hafi allmiklu minna af MAO en konur, og geti munurinn veriö allt aö 20%. Ef kenning hins bandarlska sálfræöings er rétt kemur þaö ekki uppeldi og mismun kynja viö ef karlmenn reynast áræönari en konur: mismunurinn er lif- fræöilegur. MAO stjórnar boöskiptum milli taugafrumanna og heilans — þaö er þvl ekki aö undra þótt efni þetta hafi mikil áhrif. (DN) Prýðum landió—pJöntum tijám! Við kjósum forseta við kjósum Guðlaug! Ásgeir Bjarnason, form. Búnaðarfélags Isl. Gunnar Guðbjartsson, form Stéttarsamb. bænda. Sigfinnur Karlsson, form Alþýðusamb. Austurlands. Sævar Bjarnason, form. Verkalýðsfél. Skagastr. Þórir Daníelsson, fr.kv.stj. Verkamannasamb. ísl. Þórunn Valdimarsdóttir, form. Verkakvennafél. Framsókn Jón Helgason, form. Verkalýðsfél. Einingar. Guðríður Elíasdóttir, form. Verkakvennafél. Framtíðar, Hf. Hallgrímur Pétursson, form. Verkamannafél. Hlífar Gylfi Kristinsson, form Æskulýðssamb. ísl.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.