Þjóðviljinn - 28.06.1980, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 28.06.1980, Blaðsíða 11
Helgin 28.-29. jiini 1980. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 Undur landbúnaðarins: Epli fyrir svín tslendingar kvarta gjarna yfir þeim þverstæöum i landbúnaðar- pdlitik sem gerir þaö aö verkum aö viö m.a. greiðum mjög fyrir þvi aö Færeyingar éti mjög ódýrt lambakjöt, miklu ódýrara en þaö er hér heima. En heimurinn allur sýnist fullur meö furöuiegustu uppákomur f landbúnaöarmálum — ekki sist I þvi evrópska banda- lagi sem kennir sig viö markaö- inn og lögmál hans. Stern segir af þessu sögur á dögunum. Frásögnin hefst á þvi, aö viö fylgjumst meö bónda einum viö Elbu, sem sækir sér i nokkrum áföngum um 50 tonn af úrvalseplum — eplum, sem i búö kosta aUt aö 900 krónum kilóiö — ekur þeim heim og kastar þeim siöan fyrir svin sin. A máli skriffinna Efnahags- bandalagsins á svo aö heita, aö meö þessu hafi bóndinn „tekiö eplin af markaöi” — meö öörum oröum: lækkaö svolitiö ávaxta- fjalliö frá þvi i fyrra, til þess aö gefa rými fyrir nýrri uppskeru. þaö dæmdist sem tekiö var af bóndanum viö Neöri-Elbu er ekkert einsdæmi — i þvi sama héraöi hafa samvinnufélög ávaxtabænda afhent ókeypis um 30.000 tonn af eplum kvikfjár- bændum eöa þá dreift eplum um skóglendi til fóöurs villtum dýrum. Þvi ekki eplasafi? Þaö grátbroslega viö þetta allt saman er, aö i sama héraöi er til fyrirtæki, sem gæti vel pressaö safa úr 20-30 þúsund tonnum af eplum. Þess I staö kaupir firma þetta hráefni I sinn eplasafa frá Suöur-Evrópu. Astæöan er sú, aö ávaxtabændur vilja heldur fá þaö eplaverö sem skriffinnar Efna- hagsbandalagsins hafa tryggt þeim, hvaö sem tautar og raular heldur en selja safaverksiöjunni — vegna þess aö hún borgar nokkru minna en stjórnendur ávaxtafjallsins. Vitahringur Eins og menn hafa séö af fréttum er landbúnaöarpólitik sem kemur fram i æfingum af þessu tagi sifellt deiluefni innan Efnahagsbandalagsins. Mikiö er i húfi: um tveir þriöju hlutar þess fjár sem bandalagiö ráöstafar renna til bænda.Þessum peningum er variö til aö halda uppi veröi á matvælum, til aö koma I lóg smjörfjöllum og kjöt- fjöllum og ávaxtafjöllum — meö þeim afleiöingum aö framleiöslan heldur áfram aö vaxa og þar og þar meö birgöir af óseljanlegum matvælum: Þeir sem svelta hér i heimi hafa engin ráö til aö kaupa slika lúxusfæöu, jafnvel ekki taka viö henni, þótt hún biöist. 1 mörgum tilvikum borgaöi Efna- hagsbandalagiö stórfé fyrir þaö eitt, aö bændur rótuöu yfir epla- hrúgur sinar meö jaröýtum. Þaö skrýtnasta er, aö þeir sem vildu vinna t.d. eplasafa úr marg- nefndum ávöxtum, geta ekki komist aö samkomulagi viö skriffinnana i Bríisslel um aö þeir taki viö eplunum og borgi sem svarar til 3/4 hluta þess verös sem Efnahagsbandalagiö mundi hvort sem er þurfa aö punga út meö, þegar stráö er kalki yfir epli til aö gera þau óæt eöa þeim ekiö fyrir svin. Þaö liggur I augum uppi aö slik verslun mundi spara skattþegnum stórfé, auk þess sem eplin væru nýtt til mann- eldis.En þaö er, semsagt, ekki hægt.... Órvalsepli, sem i búöum kosta 900 kr. kflóiö fara oft þessa leiö ,,út af markaöi”. Góðir lesendur Þjóðviljans Þannig lítur kjörseðillinn út þegar þú hefur krossað við nafn Vigdísar Finnbogadóttur FORSETAKJOR 1980 Albert Guðmundsson Gudlaugur Þorvaldsson Pétur J. Thorsteinsson X Vigdís Finnbogadóttir ----------Nýmæli------------ VerÖtryggÓir innlánsreikningar Frá og með 1. júlí 1980 er viðskiptavinum banka og sparisjóða gefinn kostur á verðtryggðum innlánum. Verðtryggingin miðast við lánskjaravísitölu, sem birt er mánaðarlega. Verðbætur reiknastá höfuðstól og vexti, en þeireru 1% á ári. Upphafleg innstæða (stofninnstæða) er bundin í full tvö ár, en þá verður innstæða sem myndast hefur á fyrsta ári (fyrstu 12 mánuðina) laus til útborgunar, ásamt áunnum verðbótum, í einn almanaksmánuð, en binst á ný í eitt ár í senn sé hún ekki tekin út. Auk þess má beita eftir fyrsta árið eins árs uppsögn á innstæðu. (m SEÐLABANKI ÍSLANDS Va->v Sparifjáreigendur athugið: 1. Binding er 2 ár í upphafi, síðan í reynd 1 ár. 2. Mánaðarleg skráning lánskjaravísitölu auðveldarað fylgjast með innstæðunni. 3. Þessir innlánsreikningar eru í handhægu formi. 4. Hægterað náfullri verðtryggingu í þeim viðskiptabanka eða sparisjóði, sem skipt er við. Nánari upplýsingar veita allir bankar og sparisjóðir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.