Þjóðviljinn - 28.06.1980, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 28.06.1980, Blaðsíða 18
# l * \v* > > . i r it X , . * : i t j'. V: 18 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 28.-29. júni 1980. Svona ætti að vera alltaf — sögðu ungir og gamlir sem komu til okkar á Umhverfi 80, og margir urðu fyrir vonbrigðum þegar í íjós kom að dýrðin mundi ekki standa nema tíu daga. Þessi orö eru látin fjalla i spjalli viö Jóhönnu Bogadóttur, Jóhannes Kjarval og Brynjar Vi- borg, sem öll voru i fram- kvæmdastjórn Umhverfis 80, sem bauö til sin fólki á dögum Lista- hátiöar og i nokkrum tengslum viö hana. Ótrúleg fjölbreytni Brynjar, sem var fram- kvæmdastjóri, veifar miklu plaggi, sem sýnir ótrúlega fjöl- breytni þessara daga. Þarna eru leikþættir, hornaflokkar, skáld lesa upp, hjólreiöamenn slá teina, myndlistarsýning, arkitekta- sýning, myndiöja er opin, visna- vinir syngja, fiölarar strjúka strengi, nikkarar og kvæöamenn troöa upp. Liklega veröur aldrei hægt aö telja saman alla þá sem komu viö sögu, en kannski voru þeir 2000. Og þeir sem eru jafnan meö hundshaus út i allt sem list varöar mættu gjarna vita þaö, aö allt þetta fólk gaf vinnu sina. Peningahliöin var aö ööru leyti leyst meö þvi, aö Listahátlö lagöi fram þrjár miljónir og borgin eina miljón i reiöufé og svo efni og vinnu i ýmsum tilvikum. Samt vantar eina miljón upp á aö endar nái saman: smiöar, flutningar og fleira þesslegt varö dýrt og fjár- öflunarleiöir (blaöaútgáfa og plakatsala) heppnuöust ekki sem skyldi. Fólkinu fannst, aö svona ætti alltaf að vera (plakat Gylfa Gislasonar fyrir Umhverfi 80) Svona ætti alltaf að Viö tökum okkur þaö bessa- leyfi, aö sameina frásögn og svör þeirra Jóhönnu, Jóhannesar og Brynjars undir einn hatt — enda greindi þau ekki á um málin svo heitiö gæti. Frá þvi 1978 hefur breytilegur hópur manna f jallaö um þá ágætu hugmynd aö efna til þemasýn- ingar i miöbænum — til hans átti Umhverfi 80 rætur aö rekja. Markmiöiö var aö vekja spurn- ingar og umræöu um umhverfi okkar og verömætamat i um- hverfismálum. Gagnrýni og sýn- ing áttu i sameiningu aö skýra þaö umhverfi sem viö eigum sameiginlegt — götur, torg, al- menningsgaröa ofl — i mótsetn- ingu viö „einkaumhverfi”, þ.e. heimiliö og einkagaröinn. Aherslu vildii fólk þá leggja á þaö vanmat sem rikt hefur á mögu- leikum mannlifs i sameiginlegu umhverfi — meöan efnisleg gæöi hafa hrúgast upp á heimilum. Stórkostlegt Þessi áform tókust ekki öll. En þaö sem geröist var stórkostlegt engu aö síöur. Þarna tókst merkileg samvinna listamanna og áhugamanna og almennings. Allt átti sinn rétt: si- gilt form listallfs jafnt sem þaö sem fólk hefur sjálft fram aö færa. Viö vildum foröast allan hátiö- leik og þvi var gott aö vera á nýj- um og óhátiölegum staö. Viö vild- um ná til þess fólks, sem annars er ei-fitt aö ná til, fólks sem t.d. heldur aö listsýning sé ekki fyrir sig. Þetta reyndum viö bæöi meö þessum sérstæöa samruna, sam- vinnu fólks úr ólikum greinum og meö þvi aö gera hús og port þannig úr garöi, aö þar væri blátt áfram gott aö vera. Viö vildum heldur ekki selja aögang meö neinum hætti — m.a. til aö allt gæti veriö sem frjálslegast og eölilegast. Og fólkið kom Og fólkiö streymdi aö, lika þótt ÁB ræöir viö Jóhannes Kjarval, Brynjar Viborg og Jóhönnu Bogadóttur um þaö sem tókst ekki á umhverfi ’80 En þetta er þaö sem viö eigum aö venjast (mynd Gylfa i blaðinu Bráöræöi) fjölmiölar fylgdust slælega meö okkuraö okkar dómi. Myndlistar- sýningin er sú fjölsóttasta sem viö vitum um. Myndsmiöjan var i góöum gangi og sýndi hve mikil nauösyn er á aö hafa i borginni opiö verkstæöi til leiöbeiningar og örvunar. Dagskráin var ótrúlega margbreytileg eins og viö höfum minnst á — og fyrir utan þaö aö menn nutu hennar, þá voru þeir blátt áfram aö sannprófa þaö aö maöur er manns gaman. Þaö var ekki sist eldra fólk sem kom á staöinn og lét sér liöa vel, meö ungviöi og sólskini og kannski kaffibolla. Og ekki stigu þeir einir á pall, sem hafa þjálfaö sig I söng og spilamennsku. Viö erum illu heilli vön því aö álykta sem svo, aö maöur sem tekur upp gitar á götum úti og fer aö syngja hljóti aö vera fullur eöa vitlaus — en þetta gat gerst hjá okkur á Um- hverfi 80, án þess aö svo dólgs- legar grunsemdir vöknuöu. Svona ætti aö vera alltaf.sögöu börnogfullorönir, sumt af þvi fólk sem venjulega fælist listasöfn og sýningar en kemur á svona til- dragelsi af forvitni og er kannski fariö aö vefa sjálft og mála áöur en nokkur veit af. Fyrsta götuleikhúsið Viö getum ekki i þessu tali látiö hjá líöa aö lofsyngja Alþýöuleik- húsiö fyrir stórkostlegt framlag. Þaö var meö fjóra hópa I gangi, sem komu, tveir og tveir á hverj- um degi, meö ný og ný atriöi. Þetta var I fyrsta sinn aö reynt var götuleikhús á lslandi og frammistaöa Alþýöuleikhús- manna var meö þeim ágætum aö vonandi ýtir þaö, meöal annarra afreka þeirra, undir þaö aö stutt veröi myndarlega viö bakiö á vera þeim. Og viöbrögö fólksins voru miklu liflegri en viö höföum haldiö — sömu sögu sögöu lika Els Commediants, sem höföu veriö varaöir viö þvi sérstaklega aö islendingar væru durtar. Vex, vex og vex En viö erum ekki aö segja aö allt hafi veriö i himnalagi. Undir- búningur sjálfrar framkvæmdar- innar fór fram á mjög stuttum tima eöa um þaö bil mánuöi, og viö höföum aöeins sex daga til aö breyta portinu og Breiöfiröinga- búö i listahús. Þetta óx aö sumu leyti yfir höfuöiö á okkur þrátt fyrir alla góöa liöveislu, þrátt fyrir aöstoö borgarinnar og ým- issa fyrirtækja, sem gáfu t.d. málningu og rafmagnsvinnu, vor- um viö einatt of liöfá og stundum varö aö leggja úti ófyrirséöan kostnaö. Svona fyrirtæki hleöur svo fljótt utan á sig. Allt I einu er- um viö til dæmis farin aö reka bakarf til aö hafa bakkelsi með kaffinu. í annan staö tókst ekki aö koma af staö þeirri umræöu sem viö vorum aö vonast eftir og viö ætluöum aö tvinna saman viö sýningu þegar viö fyrst fórum aö ræöa þessi mál. Okkur tókst ein- hvernveginn ekki aö kveikja I þeim, sem hefðu getaö staöiö undir slikri umræðu. Okkur finnst aö þaö hafi tekist aö skapa á Um- hverfi 80 góöan vettvang fyrir list i nýju umhverfi, utan viö hefÖ- bundin form listalifs. Okkur tókst hinsvegar ekki aö skapa hliö- stæöan vettvang fyrir umræöu og gagnrýni um umhverfis- mál — þau eru rædd á sérfróöum ráöstefnum, sem eru einskonar hliöstæöa viö heföbundnar list- sýningar, og þaö tókst semsagt ekki aö þessu sinni aö flytja þær um set og breyta þeim um leiö. En viö höldum samt, aö þaö sem geröist og tókst hafi bæöi vakiö fólk til umhugsunar, oröiö þvi til ánægju og geti oröiö hvatn- ing til aö feta áfram svipaöar brautir. —-AB.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.