Þjóðviljinn - 28.06.1980, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 28.06.1980, Blaðsíða 19
Helgin 28.-29. júnl 1980. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 19 Bubbi Morthens náöi strax góöum tökum á áheyrendunum. Hljómsveitin Utangarösmenn opnaöi siöasta dagskráratriöi Listahátiöar um siöustu helgi meö rokkaranum „Hrognin eru aö koma”. Strax i fyrsta laginu voru áhorfendurnir meö á nótun- um og þegar Bubbi hvatti þá til aö öskra „Lengi lifi rokkiö . Niöur meö diskóiöi’ og fleira i þeim dúr tóku flest allir undir af krafti. Ferskt rokk Utangarösmenn eru ört vaxandi i flutningi og túlkun tón- listar sinnar. beir eru án efa ein- hver ferskasta og hressasta hljómsveit sem komiö hefur fram á siöustu árum hér á landi. Þaö er mjög gaman aö fylgjast meö hvernig þeir ná betri og betri tök- um á sjálfum sér, tónlistinni og áheyrendum sinum, meö hverri vikunni sem liöur. Aö visu var samhljómurinn hjá Utangarðsmönnum ekki alveg einsog best veröur á kosiö, og má skrifa þaö á þann stutta tima sem þeir fengu til hljóðprófunar. Engu aö siöur skiluöu þeir hlutverki sinu listavel.svo vel aö sumum þóttu þeir skaga hátt upp I Clash hvað gæöi snertir, þó þaö séu kannski heldur stór orö. Eftir aö Utangarösmenn höföu leikiö I tæpan hálftima eins og þeim var fyrirlagt, var komið aö sjálfum stjörnum kvöldsins, Clash, eða eins og Bubbi sagöi: „Jæja krakkar, nú er komiö aö Clash og nú gerum viö allt brjál- aö”. Stemmningin, sem Utan- garösmenn voru búnir aö skapa, brotnaöi hálfpartinn niöur á meö- an áhorfendurnir biöu eftir Clash, en þeir neituöu aö koma fram fyrr en fólkiö væri búiö aö koma sér burt frá sviöinu og dreifa sér um salinn. Stanslaust Loksins þegar Clash birtust á sviöinu ætlaöi allt um kolla aö keyra. Þeim var vel fagnaö og Topper Headon.trommari, taldi I fyrsta lagiö og tónleikarnir hófust á krafta-rokki. Joe Strummer söng og sló gitarinn, Paul Simonon þandi bassann svo aö þungir tónarnir skullu á þá sem i salnum voru og Mick Jones baröi gitarinn sinn og raddaöi meö Strummer. Hvert rokklagiö af ööru drundi yfir æst- um hljómleikagestum, án þess aö nokkurstans væri geröur á leikn- um, nema rétt á meöan áheyrendur klöppuöu hvaö ákaf- ast. Topper Headon hóf flest lögin á þungum og pottþéttum trommu- slætti og bassinn dansaöi þungt en leikandi meö stórgóöum trommu- leiknum. 1 fyrstunni léku Clash svo til eingöngu lög af 2 fyrstu plötunum sinum og þvi miöur var fólk mismunandi vel móttækilegt fyrir tónlistinni. Tvær megin ástæöur eru fyrir þvi hvaö fólk var mismunandi meö á nótunum. Sú fyrri er, aö þeir, sem settust upp á áhorfendapallana, fóru tvi-' mælalaust á mis viö kraftinn og fjöriö sem var i þeim sem héldu sig I salnum,og hin ástæöan er sú aö þetta sama fólk þekkti trúlega æöi fá þeirra laga sem Clash fluttu á tónleikunum. Margt af þessu fólki er þaö hiö sama og dauöadæmdi pönkiö og nýbylgj- una þegar þessar stefnur voru aö ryöja sér til rúms fyrir nokkrum árum, en tónlist Clash er einmitt af þessum toga spunnin. Krakkarnir sem voru niöri i sal virtust skemmta sér konunglega viö rokktónlist Clash. Þaö var dansaö, hoppaö og trallaö og ein- staka menn drukku af stút og buöu náunganum aö vera meö i fjörinu. Lundúnir kalla Ciash voru nokkuö óhressir meö „soundiö” i salnum og fannst hiö íslenska söngkerfi nokkuö kraftlaust fyrir sig og greinilegt var aö bjögun var þó nokkur á tónlistinni vegna ónógs krafts til aö koma henni til skila. Þó fannst ýmsum hávaöinn vera feiki nógu mikill á köflum. Framanaf tónleikunum var Mick Jones tiltölulega rólegur og greinilegt var aö hann komst ekki I stuö fyrr en um aö þeyti sem þeir voru klappaöir upp i fyrsta skipti. Joe Strumer söng af kappi eins og hans var von og visa og áhorfendurnir fögnuöu honum vel þegar fyrstu tónar London Call- ing hljómuöu. — Á bakviö sig höföu Clash hengt upp sviðsmynd sina sem sýnir svartmálaö kjarnorkuver og reykinn sem stigur frá þvi, málaö á rauögult segl. Lagiö „London Calling” fjallar einmitt um endalok Lundúnaborgar og reyndar alls heimsins, eftir aö „kjarnorkuslys” hefur átt sér staö. Meö þessu vilja Clash mót- mæla tilveru kjarnorkunnar og notkunar hennar sem orkulindar og ógnunarvalds viö allt lif á jörö- inni. — Bassaleikarinn Paul Simonon var besti einstaklingur kvöldsins tónlistarlega séö, en þó gaf Topper- Headon honum lltiö eftir. Aö mlnu mati var hápunktur kvöldsins þegar Clash lék reggae lagiö sitt „Armagideon Time”, en þvi miður þekkja æöi fáir þetta lag, þar eö þaö kom eingöngu út á litilli plötu sem innihélt einnig lagiö „London Calling”. Clash hafa veriö aö smá breyta tón- listarstil sinum I gegnum tiöina og er tónlist þeirra nú meira I ætt viö reggae en harölinu rokk eins og raunin var i upphafi ferils þeirra. Þess vegna átti ég von á aö heyra þá spila fleiri reggae lög en þeir geröu um siöustu helgi. Olli þetta mér að vissu leyti von- brigöum þvl aö þau fáu lög sem voru I reggae-stll voru aö mlnu áliti bestu lög þeirra þetta kvöld. En þaö var greinilegt aö ung- lingarnir vildu frekar heyra rokk, og þetta fundu Clash og héldu sig þvl viö þá stefnu. Meðlimir Clash segja aö þeir muni leggja meiri áherslu á reggae tónlistina á sinni næstu plötu og veröur áreiöanlega at- hyglisvert aö heyra hana. En ekki hefur enn veriö gengiö frá henni þó upptökum sé aö mestu lokiö. Með aðdáendunum Clash voru klappaöir þrisvar sinnum upp eftir aö þeir höföu leikiö nær stanslaust i u.þ.b. tvo klukkutima. Léku þeir siöan 3—4 lög I hvert sinn er þeir voru klappaðir upp en enduöu aö slö- ustu á laginu White Riot sem var þeirra fyrsta á plötu og hún kom upphaflega út I mars 1977. Eftir tónleikana hleyptu Clash „höröustu” aödáendum slnum inn I búningsherbergi til sln og léku slöan fótbolta meö þeim fram á rauöa nótt. A meöan Clash og rótarar þeirra léku fótbolta og gáfu eiginhandaráritanir biöu nokkrir starfsmenn Listahátiöar þess úti I Félagsstofnun stúdenta aö þeir kæmu til lokaveislu svo aö hægt væri aö slita hátlðinni form- lega. Poppunnendur fóru sælir heim úr Höllinni eftir vel heppnaöa tón- Ieika sem veröa áreiöanlega lengi I minnum haföir. jg Kosningaþjónusta Guðlaugs Reykjavík Bílasímar: 22900 22906 Kjörskrár- upplýsingar: 29963 29964 39831 Utankjörstaða- atkvæðagreiðsla: 29962 Skrifstofur f Reykjavík: Aðalskrifstofan Brautarholti 2: 39830 Vesturbær: 25635 Breiðholt: 77240 Árbær: 75611 GUÐLAUGS ÞORVALDSSONAR Breiðholtsbúar! Kaffiveitingar á kjördag í J.C. húsinu v/Gerðuberg FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA KOSNING AKAFFI í Súlnasal Hótel Sögu, sunnudaginn 29. júní 1980 frá kl. 14—22. Allir hjartanlega Barnagæsla Skemmtiatriði Aðstaða til kosningavinnu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.