Þjóðviljinn - 28.06.1980, Blaðsíða 31

Þjóðviljinn - 28.06.1980, Blaðsíða 31
Helgin 28.-29. jánl 1980. ÞJóÐVILJINN — SÍÐA 31 HER Helga Sigurjóns- dottir skrifar um útvarp og sjónvarp Sjálfsagt hefur stór hluti þjóð- arinnar setið limdur við sjón- varpið á föstudagskvöldiö i fyrri viku þegar forsetafram- bjóðendurnir sátu þar fyrir svörum i beinni útsendingu. Þaö gerði ég, þó að ég byggist ekki við neinum stórtiöindum enda gerðist ekkert i þá veru. Þáttur- inn var ósköp litlaus og hefð- bundinn og varlega trúi ég þvi að hann hafi afgerandi áhrif á afstöðu manna til frambjóðend- anna þótt mikill sé sagður mátt- ur sjónvarpsins. I þessu stutta spjalli ætla ég aðeins að gera eitt atriði þáttar- ins að umræðuefni og það er m ikilvægi eiginkvenna karlframbjóðendanna þriggja. Þeir fullyrtu það hver um annan þveran að þeir gætu meö engu móti hugsað sér að gegna em- bætti forseta lslands konulaus- ir. Einn þeirra, Albert Guð- mundsson, gekk meira aö segja svo langt að ætla sér aö sanna það að makalaus gæti forseti íslands ekki verið og fullyrti að Asgeir Asgeirsson fyrrum for- seti hefði sagt af sér embættinu þegar kona hans lést i upphafi fjórða kjörtímabils hans. Ég og miklu fleiri megum hundar heita ef viö munum það ekki rétt aö Asgeirsatút allt kjörtimabil,- iö og fara engar sögur af vand- ræðum hans við embættisfærsl- una eftir að hann var ekkill. En hvað um það, við verðum að taka þvi að svona hafi íslenskum karlmönnum farið aftur siðan þá að nú treysta þeir sér engan veginn til að gegna erfiðum embættum nema með hjálp eiginkvenna sinna. Og það jafnvel vikingar (sbr. málflutn- ing stuðningsmanna) eins og Al- bert. Stjörnuspá frambjóœnda Við hér á siðunni höfum eftir megni reynt aö hjálpa lands- mönnum til að velja sér forseta m.a. meö þvi aö kanna hvernig viðkomandi llti út á frlmerkjum og peningaseðlum. Þar sem nú er runninn upp kosningahelgin, Vigdls Finnbogadóttir, f. 15. april 1930. Sunnudagur 29. júni: Taktu enga áhættu á þessum degi og farðu mjög varlega I umferö- inni. Heimsæktu góöan vin, en ekki I bíl. Næsta vika verður bjartari en sú sem er aö liða. er ekki úr vegi aö lita á stjömu- spá hinna ágætu frambjóðenda. Við höfum kannað hana mjög nákvæmlega og leitaö eftir áreiðanlegum stjörnuspádóm- um. Svona lltur spáin út. 3 Albert Guðmundsson, f. 5. október 1923. Sunnudagur 29. júnl: Notaðu daginn til hvlldar og hressingar. Ýmislegt mun koma þér á óvart þegar líður á daginn. Skák er ágæt til að dreifa tlmanum. Guðlaugur Þorvaldsson, f. 13. október 1924. Sunnudagur 29. júnl: Vertu hjálpsamur en láttu aðra um að vinna það sem þeim ber. Þú veröur I góðu andlegu jafnvægi, en gættu aö þyngdinni. Pétur Thorsteinsson, f. 7. nóvember 1917. Sunnudagur 29. júni: Dagur- inn er ekki meðal happadaga mánaðarins fyrir þig, en verður ánægjulegur eigi aö siður. Þér er bent á að umgangast sem mest af fólki I „krabbamerk- inu” þennan dag. Góöur dagur til gróðursetningar. Frá upptöku á „Óðali feöranna.” Með Ingimundi er Jakob Þór Einarsson. A innfelldu myndunum er Ingimundur i hlutverkum slnum i „Júnó og páfuglinn” og „t deiglunni” hjá Leikfélagi Húsavikur. Einn skúrk í safnið — segir Ingimundur Jónsson, leikari frá Húsavík OG Hrognabakstur Þessi réttur er mjög góöpr fyrir þá sem vilja grenna sig, auk þess sem hann er ódýr, hóll- ur og ljúffengur. Og með honum er borið hrásalat. 1 msk sólblóma 2 tsk maizenamjöl 3 msk sýrður rjómi fisksúputeningur karrý 2 egg 1 dós af hrognum Blandiö saman sólblóma, maizenam jöli, og sýröum rjóma, kryddið meö karrý. Setj- ið I pott og hellið uppbleyttum fiskteningi út I. Takið af hell- unniþegar þetta byrjar að sjóða og hrærið tvær eggjarauður samanvið. Stappið hrognin út i og síðast stlfþeyttum eggjahvitum, þegar jafningurinn er farinn að kólna. Setjið I smurt eldfast mót og bakið I 225 gr. hita I 20—25 min- utur. Og ofninn má ekki opna fyrstu 15 minuturnar. Hrásalat. Hér er hrásalat sem er ágætt með þessum rétti. Eitt salathöfuö 1 búnt radlsur 3 tómatar ein græn paprika graslaukur Salatolla úr sólblómaollu, svört- um, nýmöluðum pipar, myntu- ediki (edik með piparmyntu- laufi) hvítlaukssalti og örlltluaf sinnepi. Raðið salatblööunum á disk og setjið radisurnar I miðjuna. Raðið tómatbátum I kring og skreytið með paprikusneiöum og klipptum graslauk. Berið oll- una fram I sér flösku. „Þetta var afskaplega spenn- andi reynsla og ólik flestu sem maður hefur áður fengist við. Reyndar lék ég vondan rússa i „Út I óvissuna”, sást i tvær sek- úndur og þótti ófrýnilegur mjög, en þetta er I fyrsta sinn sem ég leik I kvikmynd, — svona I al- vöru. 1 prinsippinu vinnur mað- ur öll hlutverk svipað, reynir að skilja persónuna og koma henni sem best til skila. En myndavél- in er miskunnarlaus og krefj- andi og þetta er gifurleg þolin- mæðisvinna sagði Ingimundur Jónsson, leikari frá Húsavlk, sem er einn leikenda I „óðali feðranna”, sem nýlega var frumsýnd. Það má segja I myndinni leiki „rjóminn” úr is- lenskri áhugaleikarastétt, viðs vegar af landinu. „Sú reynsla sem við höfum úr áhugaleikhúsinu var okkur ómetanleg við þessa vinnu,” sagði Ingimundur. „Hvernig stóö á þvi að þú fórst upphaflega aö fást við leik- list, Ingimundur?” „Ég byrjaði að leika 16 ára gamall og lék þá Gvend Smala i Skugga-Sveini og svo lék ég Sýslumanninn 20 árum seinna. Maöur hefur aldrei losnað við þessa bakterlu. Ég hef sótt Limra dagsins er eftir Þor- stein Valdimarsson úr bókinni LIMRUR. Samviska Hún Snotra er móöir að Snató en Snató er undan Plató. Hann er skelfilegt svín, en þó skammast hann sln niðrl skott, ef við köllum hann Nató. Krummi Þessa andskotans ópiumkenningu, sem er ógnun við klerkdómsins menningu, hirði Kölski og Marx, svo ég komist nú strax til að krunka með heilagri þrenningu. rs námskeið bæði hér, heima og erlendis I leikstjórn og leiklist og leikstýrt þó nokkrum sinn- um” sagði Ingimundur. Þess má geta að hann hefur einnig stjdrnaö söng og tónlist I fjölda- mörgum sýningum Leikfélags Húsavikur, m.a. stjórnaöi hann tónlistinni I „Fiðlaranum á Þakinu” sem leikið var nyröra við frábæra aðsókn. „Og að lokum, hvernig finnst þér svo kaupfélagsstjórinn sem þú leikur I „Óðali feðranna”? „Ég er hræddur um að fram- sóknarmennirnir I Þingeyjar- sýslunni hefðu ekki allir orðiö ánægðir með hann, en sjálfur er ég búinn að leika svo marga skúrka um æfina, aö mig munar ekki um að bæta einum I safnið” sagði Ingimundur að lokum. þs DÍLLINN „Af hverju ég er ekki frlmúr- ari? Þeir sögðu að ég myndi þekkjast.” ÞAR

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.