Þjóðviljinn - 24.10.1980, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 24.10.1980, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 24. október 1980. Alþýöuleikhúsiö sýnir „Þrl- hjóliö” eftir Arrabal aö Hótel Borg I kvöld kl. 20.30, og fram- vegis um helgar. Samvinna hefur tekist meö alþýðuleikurum og eigendum Hótel Borgar, og mun ung- lingaleikritiö vinsæla „Pæld i ’öi” einnig veröa sýnt á Borg- inni, á sunnudagseftirmiö- dögum. Þríhjóliö fjallar um utan- garösmenn i þjóöfélaginu, samskipti þeirra sin á milli og við fulltrúa kerfisins, þ.e. lög- regluna. A Borginni geta menn setiö viö borö og notiö góöra veitinga i rólegheitum, á meðan þeir horfa á alþyðu- leikara iöka list sina og hjóla um sallnn á risavöxnu þri- hjóli. —ih Jarövatn á Reykjanesskaga „Jarövatn á Reykjanes- skaga” er efni fyrsta fræöslu- fundar Náttúrufræöifélagsins i vetur, sem haldinn veröur á mánudaginn, 27. október kl. 20.30, en erindið flytur Frey- steinn Sigurösson jaröfræö- ingur. Allir fundirnir veröa haldnir síðasta mánudag hvers mánaöar á sama tima I stofu 201 i Árnagaaröi við Suður- götu. Á næsta fundi, 24. nóv. mun Snorri Sigurðsson skóg- fræðingur flytja erindi um is- lenska birkiö. .||||| Söluskattur Viðurlög falla á söluskatt fyrir septembermánuð 1980, hafi hann ekki verið greiddur i siðasta lagi 27. þ.m.. Viðurlög eru 4% af vangreiddum sölu- skatti íyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20%, en siðan eru viðurlögin 4.75% til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. degi næsta mánaðar eftir eindaga. Fjármálaráðuneytið, 20. október 1980. |fc AUGLÝSING Athygli er vakin á þvi að óheimilt er að geyma eða taka til vinnslu, þar á meðal saga niður og reykja, óheilbrigðisskoðað kjöt og kjötafurðir (af heimaslátruðu) i sláturhúsum, kjötvinnslustöðvum og kjöt- verslunum. Einnig skal bent á að öll sala og dreifing á kjöti og kjötafurðum af heimaslátruðum fénaði er bönnuð. Heilbrigðiseftirlit rikisins GEYMIÐ AUGLÝSINGUNA |É||y PÓST- OG 'íffl SÍMAMÁLASTOFNUNIN óskar að ráða LOFTSKEYTAMANN til starfa á Höfn i Hornafirði. Nánari upplýsingar verða veittar hjá starfsmannadeild og stöðvarstjóra Höfn. - Ráðstefna AB um þjóðfrelsis- og utanrikismál: Herstöðvamálið í brennidepli segir Gils Guðmundsson formaður utanrikismálanefndar AB, sem stendur fyrir ráðstefnunni Um helgina veröur haldin á vegum utanrikismálanefndar miöstjórnar Alþýöubandalagsins ráðstefna um þjóðfrelsis- og utan- rikismái og hefst hún á laugardag kl. 13.30 i Þinghól, Hamraborg 4 I Kópavogi. Gils Guðmundsson, fyrrverandi alþingismaður er formaöur utanrlkismálanefndar- innar og ræddi Þjóöviljinn viö hann i gær um tiigang og undir- búning aö ráöstefnunni. Tilgangur ráöstefnunnar er fyrst og fremst sá aö gera nokk- urs konar úttekt á stööu her- stöðvamálsins eins og það horfir viö um þessar mundir, sagöi Gils. Ég geri ráð fyrir að þaö veröi fyrst og fremst herstöövamáliö sem veröur I brennidepli á þess- ari ráöstefnu þó henni sé ætlað aö fjalla aö meira eöa minna leyti um stefnu Islendinga i utanrikis- málum frá sjónarmiöi Alþýöu- bandalagsins. Viö sem aö undirbúningi höf- um unnið, teljum æskilegt aö á ráöstefnunni veröi fjallaö um þau vinnubrögð, sem liklegust eru til að skila árangri i baráttunni fyrir herlausu landi. Þar verður reynt aö leita svara viö þvi hvaöa baráttuaöferðum á að beita, meö hvaöa hætti er liklegt að hægt veröi aö afla málstaö okkar her- stöövaandstæðinga aukins fylgis. Af hálfu utanrikismálanefndar hefur ekki veriö gert ráö fyrir þvi að gerðar veröi beinar ályktanir á ráöstefnunni, enda er landsfund- ur Alþýöubandalagsins á næstu grösum, sagði Gils ennfremur. Hins vegar veröa fundargeröir og önnur ráöstefnugögn send til félagsdeildanna fljótlega eftir ráöstefnuna meö tilmælum um aö þessi mál veröi rædd i þeim fyrir landsfundinn. Ég hvet þá flokksmenn, sem hafa aöstööu til, eindregiö til þess aö sækja þessa ráðstefnu, sagöi Gils aö lokum. Ráöstefnan er Gils Guömundsson: Hvet flokks- menn eindregiö til að sækja ráö- stefnuna. haldin i Þinghól, Hamraborg 4 i Kópavogi. Hún hefst kl. 13.30 á laugardag með framsögum Böövars Guömundssonar, ólafs Ragnars Grimssonar og Kjartans Ólafssonar. Þá veröur kaffihlé og almennar umræður en kl. 16.30 veröur unniö i starfshópum fram til kvölds. A sunnudag verður ráöstefn- unni fram haldiö kl. 13.30 i starfs- hópum en kl. 15.30 verður álit þeirra kynnt og almennar um-, ræður. Ráöstefnan er opin öllum Alþýöubandalagsmönnum. —AI ÁR FATLAÐRA 1981: Undirbúningurinn vel á veg kominn Dönsku öryrkjafélögin hafa enga samvinnu við stjórnvöld vegna ársins Stjórnarfundur Bandalags fatl- aðra á Norðurlöndum var haldinn í Reykjavik um siðustu helgi. Þar var m.a. rætt um undirbúning aö Ari fatlaðra 1981 og kom fram, aö undirbúningur ársins hér á landi er vel á veg kominn miöaö viö hin Norðurlöndin. Theodór A. Jðnsson formaöur Sjálfsbjargar. heföi veriö, og það viröist vera sist skemmra á veg komiö hér en á hinum Noröurlöndunum, sagöi Theódór. Hann sagði að mikil áhersla væri nú lögð á húsnæðismálin meðal fatlaðra á Norðurlöndum. Misjafnt er hvaða leiðir hafa verið farnar i þeim efnum. I Finnlandi eru sérstök hverfi með húsum fyrir fatlaða, þar sem þeir njóta þjónustu, en i Danmörku, Sviþjóð og Noregi er fyrir all- löngu farið að dreifa íbúðum fatl- aðra innan um ibúðir annarra þjóðfélagsþegna. Islendingar eru langt á eftir frændþjóðunum hvað varðar þróun i húsnæðismálum fatlaðra. —eös öryrkjafélögin i Danmörku sögðu sig i vor úr hinni opinberu nefnd sem ætlað er að undirbúa Ar fatlaðra þar i landi. Þetta var gertvegna mikillar óánægju með niðurskurðarstefnu stjórnvalda i félags-og heilbrigðismálum, sem bitnarhartá öryrkjum. Hyggjast dönsku öryrkjafélögin standa ein og óstudd að Ari fatlaðra og ekki hafa neitt saman við stjórnvöld að sælda i þeim efnum. — Dönsku öryrkjafélögin telja niðurskurðarstefnu stjórnvalda i félagsmálum alls ekki sam- ræmast markmiðum Ars fatlaðra, sagði Theódór A. Jóns- son formaður Sjálfsbjargar er við ræddum við hann i gær. Á stjórnarfundinum var m.a. rætt um alþjóðlega sýningu og ráöstefnu, sem haldin verður i Malmö I Sviþjóð i april á næsta ári. Þar verða sýnd margskonar hjálpartæki og haldin fræðslu- námskeið um notkun þeirra. Undirbúningur að Ari fatlaðra er misjafnlega langt á veg kominn á Norðurlöndum. — Mar- grét Margeirsdóttir, formaður framkvæmdanefndar Árs fatl- aöra hér á landi, kom á fundinn og sagöi frá þvi starfi sem unniö Utboð forval Akveðiö hefur verið að hafa forval á verktökum vegna væntanlegs útboðs á uppsteypu kjallara Borgarleikhúss i nýjum miðbæ viö Kringlumýrarbraut. Nánari upplýsingar fást á skrifstofu Innkaupastofnunar Reykjavikurborgar Frikirkjuvegi 3 Reykjavik. Umsóknum skal skila á sama stað eigi siöar en fimmtu- daginn 30. okt. n.k. INNKAUPASTOFNUN REYK3AVÍKURBORGAR Fnkirkjuvegi 3 — Sími 25800 Laus staða Staða lektors i almennri bókmenntafræði i heimspekideild Háskóla Islands er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um visindastörf sin, ritsmiðar og rannsóknir svo og námsferil sinn og störf. Umsóknir skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavik, fyrir 21. nóvember n.k.. Menntamálaráðuneytiö, 21. október 1980.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.