Þjóðviljinn - 24.10.1980, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 24.10.1980, Blaðsíða 3
Föstudagur 24. október 1980. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Magnús Kjartansson les úr sagnfræoiritiÞorkels Hansens. — Mynd: —gel. , ,Opið hús » Það var ánægjuleg stund sem menn áttu i ,,Opnu húsi" hjá Al- þýbubandalaginu i fyrra kvöld. Þar las Magnús Kjartansson, fyrrverandi ráðherra, kafla úr sagnfræöiriti eftir Þorkel Han- sen, en bókin fjallar um Jens Munk, sem var nafnkenndastur norrænna landkönnuöa á sinni tíð, eða um aldamótin 1600. Magnús Kjartansson þýddi bókina, sem kemur út hjá forlagi Menningar- sjó6s á næsta ári. Þá söng Gunnar Guttormsson nokkrar skemmtilegar visur við undirleik konu sinnar, Sigrúnar Jóhannesdóttur. Upp úr þvi hófst svo almennur söngur. Ekki heföi, meö auöveldu móti, öllu fleiri verið komiö fyrir I ris- inu á Grettisgötunni. — mhg Halldór Laxness skrifar um: Yndislegasta ár lífsins ... Halldór Laxness Grikklandsárið er komiö út, f iórða bindi af frásögn- um og athugasemdum Halldórs Laxness um æsku og unglingsár. Bókin snýst um „yndislegasta ár lífs- ins/ nítjánda árið". Halldór kemur heim frá Höfn, hann er á æskusló&um, fer sem heimiliskennari austur i Horna- fjörð, heimsækir Flatey og leggur út I neim aftur. Hér er aö finna margar „góðlátlegar fyndnar mannlýsingar" eins og segir I bokarkynningu — þar koma við sögu Óskar síldarkóngur Hall- dórsson, Jóhann skáld Jónsson, Helgi Pjeturss spekimaður, Einar Ólafur Sveinsson, séra Halldór Kolbeinsson og margir ágætir menn aörir. Einnig segir meira frá Erlendi og Unuhúsi og gestum þess. t kynningu segir að sagan sé „full af lifandi myndum úr lifi sins tima" og sé hún „dýrleg heimild um marga tisku i máli og hugmyndum fyrr á öldinni". Þar segir einnig, að af þeim mannlýs- ingum sem fyrr voru nefndar sé „sjálfslýsing höfundarins fyndn- ust og jafnfram hliföarlausari en aðrar". Asgeir Kristjánsson, Húsavik er látinn t fyrrinótt andaðist á sjiikrahúsi Asgeir Kristjánsson á Húsavfk. Asgeir var lengi einn helsti for- ystumaður sósíalista á Húsavik. Hann átti lengi sæti I bæjarstjórn Húsavikur og var forystumaður i verkalýðsmálum i sinni heima- byggð. Þjóðviljinn vottar aðstandend- um Asgeirs samúð við andlát hans. Asgeirs veröur minnst hér i blaðinu siðar. Sáttafundur í gærkveldi Menn bjartsýnni að nú þokist til samkomulags Guðlaugur Þorvalds- son sáttasemjari boðaði samninganefndir ASÍ og VSí á samningafund kl. 21.30 i gærkveldi. Eru menn n'ú heldur bjartsýnni en áður um að eitthvað fari að þokast i samkomulagsátt, bæði vegna þess klofnings, sem kominn er upp i röðum atvinnu- rekenda og eins vegna þess að samkomulag hefur tekist um tæknimálin i prentaradeilunni. Á sinum tima var það eitt af þvi sem atvinnurekendur báru fyrir sig þegar þeir neituðu viðræðum við ASI að samkomulag næðist um þetta atriði i prentaradeil- unni. Þegar Þjóðviljinn fór i prentun var engar nýjar fréttir að fá af sáttafundinum sem hófst i gærkveldi. — S.dór. Síðasti bærinn í dalnum 1950 30 ár 1980 í tilef ni af því,að á þessu ári eru liðin 30 ár f rá þvi kvikmyndin var f rumsýnd, verður hún sýnd í Regn- boganum á morgun laugardag kh 3,og einnig á sunnudag 26. okt. kl. 3. Verð aðgöngumiða kr. 1500. Mynd fyrir alla fjölskylduna. óskar Gíslason Tilkynning frá Bifreiðaeftirliti ríkisins Aðalskoðun bifreiða fyrir þetta ár er lokið. Til að forðast frekari óþægindi er þeim sem eiga óskoðaðar bifreiðar bent á, að færa þær nú þegar til skoðunar. Reykjavik, 22. október 1980 Bifreiðaeftirlit rikisins. Blaðberabíó Ef ég væri rikur, sprenghlægileg gaman- mynd i litum og með isl. texta. Sýnd i Hafnarbiói á laugardag kl. 1.00. Þjóðviljinn. Blikkiðjan Asgaröi 7, Garöabæ Onnumst þakrennusmíöi og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmlði. Gerum föst verðtilboö SÍMI 53468 Verðmunur á ærgildum Framleiösluráð landbúnaðarins hefur ákveðið að við uppgjör kinda- kjöts samkvæmt búmarki i þessu verðlagsári verði ærgildi i 1., 2. og 3. verðflokki metið á kr. 16.8 kg. En i 4., 5. og 6. verðflokki verði 40 kg. kjöts metin eitt ærgildi. — mhg VERKAFOLK! Fundur á Lækjartorgi í dag kl. 5 Almennur f undur um samningamálin verður i dag kl. 5 á Lækjartorgi. Gengið verður að húsi Vinnuveitendasambands íslands að lok- inni dagskrá og mótmæli fundarins afhent. Fundarstjóri:Rúnar Guðbrandsson. RÆÐUMENN: Valur Valsson, sjómaður, Vestmannaeyj- Sigurbjörg Árnadóttir, leikari. Hildur Jónsdóttir, skrstm. Margrét óskarsdóttir, verkakona, ísa- firði. BARATTUSÖNGUR: Þorlákur Kristinsson Tómas J. Sigurðsson Baráttuhópur farandverkamanna & Æ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.