Þjóðviljinn - 08.11.1980, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 08.11.1980, Qupperneq 5
Helgin 8.-9. nóvember 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Hve gott og blessað og indælt er.. Það liðu ekki nema nokkrir mánuöir þar til þessi „uppspuna” frétt Þjóðviljans var orðin að staðreynd. Þann 28. ágúst sl. sendi stjórn Flugleiða h.f. út fréttatilkynningu þar sem sagöi að ÖLLUM flugmönnum, flug- freyjum og flugþjónum hefði verið sagt upp störfum, en rétt áöur haföi 18 starfsmönnum Flugleiða h.f. i Lúxemborg veriö sagt upp. Og hver man ekki hvell- inn sem varð þegar Jóni Július- syni, framkvæmdastjóra stjórn- unarsviðs, Martin Petersen, framkvæmdastjóra markaös- sviös og tslaugu Aöalsteinsdóttur deildarstjóra farskrárdeildar var sagt upp störfum sl. sumar. Þessar uppsagnir komu rúmu hálfu ári eftir að sérstök fréttatil- kynning hafði verið send út vegna „uppspuna” fréttar Þjóðviljans um uppsagnir og þar fullyrt að engar frekari uppsagnir væru á döfinni. Fleira í svipuðum dúr í allri umfjöllun um Flugleiða- máliö hafa mótsagnir á borö við þær sem hér að framan eru nefndar átt sér stað. Fjölmiölar hafa birt fréttir, sem forráða- menn Flugleiða h.f. hafa þegar lýst ósannar, en skömmu siða hefur svo komið i ljós, að reynd- ust réttar. Nægir þar aö minna á þegar frétt barst um að Flugleiðir væru aö hætta starfsemi sinni i skrifstofubyggingunni i Lúxem- borg, þá var þrætt, þar til byrjað var að bera húsgögn á brott. Það er eitt af þvi sem fólk hefur undr- ast, og hefur ruglað það kannski hvað mest i riminu þegar reynt hefur verið aö fylgast með gangi mála hjá Flugleiðum h.f. aö ævin- lega er þrætt fyrir allar fréttir sem eru félaginu ekki i hag, þrátt fyrir aö nær alltaf hafa þessar fréttir reynst réttar. Og það sem kannski hefur ruglað fólk hvað mest er að Morgunblaöið stendur ævinlega með stjórn Flugleiða h.f. i málinu, jafnvel eftir að sannleiksgildi þeirra frétta, sem stjórn Flugleiöa h.f. ogMbl. hafa þrætt fyrir að væru sannar, er komið I ljós. Stóra spurningin er þvi: Hvers vegna er alltaf þrætt og reynt aö láta lita svo út að allt sé i lagi? Jafnvel nú siðustu vikur eftir aö Alþingi og nefndir þess hafa fengið gögn i hendur sem sanna að fyrirtækið stendur á barmi greiösluþrots er þrætt og allt sagt i stakasta lagi. En vikjum nú að samskiptum Flugleiöa h.f. og rikisvaldsins. Ríkið kemur inn i mynd- ina. Af skýrslu samgönguráöherra sem lögö var fyrir alþingi i sið- asta mánuði má ráða, að islensk stjórnvöld hafi fyrst fengiö veður af vaxandi erfiðleikum i N-At- lantshafsfluginu vorið 1979 i gegnum stjórnvöld i Luxemborg. Flugleiðir höfðu strax haustið 1978 snúið sér til þarlendra yfir- valda meö ósk um niðurfellingu lendingargjalda, og vegna þeirrar beiðni var 14. mars 1979 haldinn i Luxemborg fundur em- bættismanna frá Luxemborg og lslandi og fulltrúa Flugleiða og Luxair. 1 mai 1979 óskuðu Flug- leiðir siðan eftir niöurfellingu lendingargjalda á Keflavikur- flugvelli eins og áður er greint en sú beiðni var aldrei afgreidd. 15. janúar, skömmu eftir aö áramótauppsagnirnar höföu veriö kunngerðar, kom sam- gönguráðherra Luxemborgar til islands og ræddi m.a. við is- ienskan starfsbróöur sinn um samvinnu landanna að flugmál- um. I kjölfar þeirrar heimsóknar fylgdu fundir embættismanna og fulltrúa flugfélaganna i Luxem- borg I marsmánuði og i lok mars hittust samgönguráðherrar land- anna á nýjan leik i Luxemborg. Þar varð samkomulag um aö leggja til viö rikisstjórnirnar að Flugleiðum yrði veitt aöstoð til aö halda Atlantshafsfluginu áfram meðan nýr grundvöllur þess yrði kannaöur og lagði Steingrimur Hermannsson til við Islensku rikisstjórnina að aðstoö hennar yröi fyrst og fremst bundin við rikisábyrgö og niðurfellingu lend- ingargjalda. Þá áætluðu Flug- leiöamenn að hallinn á N-Atlants- hafsfluginu yrði 2,5 miljónir doll- ara á næsta ári, en nokkrum vik- um siðar hafði sú áætlun tvöfald- ast og nú er hallinn áætlaður um 7 miljónir dollara! Skilyrði fyrir ríkisábyrgð 1 febrúarmánuöi 1980 óskaði stjórn Flugleiöa eftir þvi að félag- inu yrði veitt rikisábyrgð að upp- hæð 5 miljónir dollara á grund- velli heimildar sem veitt hafði verið 1975 en ekki hafði verið notuð. Þingmannanefnd úr öllum flokkum var skipuö til að athuga þessa beiðni og hélt hún allmarga fundi með ráöherranefnd, em- bættismönnum og forráðamönn- um Flugleiða. Var rikisábyrgðin samþykkt en fyrir henni voru sett nokkur skilyrði: — m.a. að skip- aöir yröu eftirlitsmenn með fjár- hagslegum ákvörðunum Flug- leiða, — að viðhald flugflotans yröi flutt inn i landið og að Is- lenskir flugmenn sætu fyrir störf- um hjá International Air Bahamas. Eftirlitsmennirnir Birgir Guöjónsson og Baldur Óskarsson voru skipaöir fljótlega eftir þessa ákvörðun og flugmála- stjórn var tilkynnt að viöurkenn- ing á skirteinum erlendra flug- manna til starfa á islenskum flugvélum væri óheimil nema gengiö væri úr skugga um að is- lenskir flugmenn hefðu atvinnu. Hins vegar hefur ótrygg framtið N-Atlantshafsflugsins hamlað þvi að nokkuð hafi enn verið gert varðandi viöhaldið sem flug- virkjar hafa lagt mikla áherslu á að fá inn i landið. ICELUX íslensk stjórnvöld tóku engan bátt i þeirri könnun sem nú fór i hönd á nýjum grundvelli N-At- lantshafsflugsins. Fulltrúar Flugleiða áttu fjölmarga fundi með stjórnvöldum I Luxemborg og Luxair á timabilinu júni-ágúst sl. sumar og var þar einkum rætt um tillögur Flugleiða um stofnun nýs flugfélags sem kallað hefur verið ICELUX. Lögðu Flugleiðir til að Luxemborgarar ættu helm- ing I sliku félagi á móti sér og að félagið yrði skráð i Luxemborg. I janúarbyrjun hafði Sigurður Helgason skýrt frá þessum hug- myndum i útvarpi og heyrðust þá strax raddir gegn þvl að starf- semin kringum Atlantshafsflugiö yrði flutt úr landi. 1 Luxemborg varhugmyndunum hins vegar vel tekið og óskaði ríkisstjórn Luxemborgar eftir rekstrar- áætlunum fyrir slikt félag til fimm ára. Samkvæmt henni var gert ráö fyrir tapi á fyrsta árinu, siðan batnandi stööu og 10 miljón dollara hagnaði fjórða áriö. Gert var ráð fyrir þvi að tian, ( sem leigð hafði verið i janúarmánuöi til tveggja ára), yrði tekin i notkun á vegum ICELUX vorið 1982 og sameinaö frakt- og far- þegaflug með Boeing 747 kæmi til framkvæmda vorið 1985. Þó Luxemborgarar teldu að rekstraráætlunin væri ekki raun- hæf og nauðsynlegt væri aö hefja blandaö flug fyrr, samþykkti rikisstjórn þeirra viðtæka aðstoð við ICELUX i júnimánuði. Bauðst rikisstjórnin 1 Luxemborg til að greiða tapið sem Flugleiðir reiknuðu með, til að flugið félli ekki niður meðan athugunin héldi áfram, en sú upphæð var sögð tæpar þrjár miljónir dollara. Einnig var boðin fjárfestingarað- stoð uppá sex miljónir dollara og hún var háð þvi að nýja flug- félagið yrði skráð i Luxemborg. Luxair neitar Allt virtist þetta þvi ætla að ganga eftir áætlun Flugleiða- manna, en þá kom skyndilega babb I bátinn. Luxair hafnaði i ágúst þátttöku I nýju félagi á grundvelli þessara tillagna. Stjórn Flugleiða brást snarlega við þeim tiöindum og tilkynnti að fluginu yrði hætt 1. nóvember. 1 kjölfar þeirrar ákvörðunar var siðan öllum áhöfnum sagt upp eins og að framan er rakið. Tilkynning stjórnarinnar um aö fluginu yrði hætt hefur verið átal- in harölega, m.a. af Steingrimi Hermannssyni samgönguráð- herra sem telur hana hafa skaðaö félagið verulega, enda birtist yfirlýsingin i viðlesnum timarit- um og blöðum erlendis. Ollum var ljóst að ef flugiö legðist niður þó aö aðeins væri i stuttan tima yröi það ekki endurreist á vegum Islendinga. Þetta skildu þeir sem störfuðu við Atlantshafsflugiö manna best og þegar ljóst var að Friörik Sófusson Alexander Stefánsson Eiður Guönason til stóð aö flytja starfsemina úr landi eöa jafnvel hætta henni hófu Loftleiðamenn söfnun undir- skrifta hér heima og erlendis. I undirskriftaskjalinu, sem Þjóð- viljinn birti var óskað eftir flug- leyfi yfir Atlantshafið á vegum nýs flugfélags starfsmannanna sjálfra. Þannig stóðu mál i byrjun september: stjórn félagsins hafði sagt öllum áhöfnum upp, gefið loðnar yfirlýsingar um endur- ráðningu einhverra þeirra, til- kynnt að Atlantshafsfluginu yrði hætt og endurskipulagt toppinn eins og fyrr greinir. Viöbrögð starfsmannafélaganna voru þau aö óska eftir viðræðum við félags- málaráðuneyti og samgöngu- ráðuneyti um hver réttur þeirra væri vegna hópuppsagnanna, — mikilvægi flugsins fyrir atvinnu- lif, gjaideyristekjur, ferða- mannafjölda og skatttekjur var tiundað rækilega og i ljósi þess- ara staðreynda taldi rikisstjórnin aö kanna bæri allar leiðir til þess að halda fluginu áfram meðan framtiö þess væri skoðuð nánar. Inn i þessa ákvörðun blandaöist beiðni Loftleiðafólksins um flug- leyfi en Flugleiðamenn lögðu áherslu á það i viðtölum við sam- gönguráöherra að slikt væri óráö, — ef fluginu yrði haldið áfram yrði það best komiö i höndum Flugleiöa sjálfra. Steingrimur Hermannsson fór siðan til Lúxemborgar 17.—18. september en áöur höfðu tillögur hans um aðstoð vegna Atlants- hafsflugsins veriö samþykktar I rikisstjórninni 16. september. Þær voru aö fluginu skyldi haldið áfram til reynslu i þrjú ár og aö rikissjóður myndi veita bak- ábyrgð fyrir allt að þremur milj- ónum dollara á ári vegna tapsins sem áætlaö var. Var reiknað með að sambærileg aðstoð frá Luxem- borg ásamt niðurfellingu lend- ingargjalda og auknum hluta- bréfakaupum rikisins myndi nægja til aö viðhalda lágmarks- flugi á flugleiðinni, en þá áætluðu Flugleiðamenn aö tapið yrði um 7 miljónir dollara fyrsta árið. Var þaö sem fyrr segir næstum þre- falt hærra en áætlunin frá i mars, sem rikisstjórn Luxemborgar tók mið af. I samþykkt rikisstjórnarinnar frá 16. september er lögð áhersla á að N-Atlantshafsflugiö veröi að- greint fjárhagslega frá öðrum rekstri félagsins og að starfsandi innan fyrirtækisins yrði bættur og starfsmenn eignuðust stærri hlut I þvi. Niðurstaða fundarins i Lúxemborg var að reynslutiminn yrði eitt ár og sameiginleg aöstoð landanna tveggja myndi nægja til að tryggja reksturinn miðaö við áætlun Flugleiða um tap á þvi timabili. Nýr vandi og mun alvar- legri Þegar þetta tilboö lá fyrir sam- þykkti stjórn Flugleiða aö leggja til við hluthafafund 8. október að fluginu yrði haldið áfram „enda liggi þá fyrir svör um þau fjár- hagslegu atriöi, sem til umræöu eru milli féiagsins og islensku rikisstjórnarinnar”, eins og þar segir. Hér var verið að vitna i nýjar óskir Flugleiða um aðstoð rikis- ins, i þetta sinn óviðkomandi At- iantshafsfluginu. 15. september, daginn áður en rikisstjórnin gekk frá samþykktum sinum vegna At- lantshafsflugsins hafði stjórn Flugleiða nefnilega tilkynnt sam- gönguráðherra að rekstrargrund- völlur annars flugs væri að bresta og var þar fariö fram á rikis- ábyrgðá 12 miljón dollara lánum, 6 miljónir til að breyta skamm- timaskuldum i lengri lán og 6 miljónir til að brúa rekstrarfjár- erfiöleika fyrirtækisins i vetur. Þessi tiðindi komu ráðherrum i opna skjöldu og sagði Stein- grimur Hermannsson m.a. um þau á alþingi: „Þessi stóri vandi kom mér á óvart, og þvi bað ég strax um úttekt á rekstri, og eiginfjárstöðu fyrirtækisins”. Og: „I raun og veru er vandi N- Atlantshafsflugsins smámunir einir boriö saman við vanda félagsins i heild, sá vandi stendur óbreyttur þó N-Atlantshafsflugið verði lagt niður”. Og Ragnar Arnalds sagði: „1 ljós kom að til- boð rikisstjórnarinnar frá 16. september reyndist aðeins vera litið brot af þvi sem nauösynlegt var. Hér var komiö mér aö óvör- um, og var bersýnilega um miklu stærri vanda að ræða en áður var vitað. Umræður höföu farið fram i heilan mánuð um erfiðleika At- lantshafsflugsins án þess að stjórnvöldum væri kynnt hin raunverulega staða félagsins”. Hinn 7. sept. haföi fyrirtækið Endurskoðun h.f. skilað skýrslu um fjárhagsstööu Flugleiða. 1 þessari skýrslu hafði m.a. veriö gerö tilraun til aö endurmeta eigiö fé fyrirtækisins, en bók- færður höfuðstóll pr. 30. júni 1980 var neikvæður um 8 miijón doll- ara. Niðurstaða þessa endurmats var að eignir Flugleiöa umfram skuldir væru 13 miljarðar kr. eða 25 miljónir dollara. Rekstrar- áætlunin gerði ráð fyrir 900 miljón króna hagnaði og á blaöa- mannafundi þar sem úttektin var kynnt lögðu forráðamenn félags- ins áherslu á að nú hefði blaðinu verið snúið við og Flugleiðir væru komnar út úr taprekstri undan- farinna ára. Aætlunin miöaði við að tvær Boing vélar félagsins yrðu seldar og að hið svokallaða Atlantshafsflug yröi fellt niöur, en annað flug yrði óbreytt frá þvi sem veriö hafði. Efasemdaorðum Baldurs Óskarsson eftirlitsmanns og Ólafs Ragnars Grimssonar al- þingismanns um forsendur mats- ins og rekstraráætlunarinnar var tekið með nýju haturs- og áróðursstriði á vegum Morgun- blaösins og forsvarsmanna Flug- leiöa og enn upphófust raddir um „aðför” Alþýðubandalagsins sem stefndi að þvl aö „koma fyrirtæk- inu á kné”. En hverjar voru efasemdirnar og var engin ástæöa til að vara við of mikilli bjartsýni varðandi stöðu og horfur i rekstri félagsins? Sýnt hefur verið fram á að rekstraráætlanir félagsins hafa engan veginn staðist og nægir hér aö nefna nokkur dæmi. Arið 1978 var reiknað með að tapið yrði 2 miljónir dollara en það reyndist veröa 6, áriö 1979 var reiknaö meö 7 miljón dollara tapi, það reyndist verða 20 miljónir dollara. Aætlun- in fyrir 1980 mun heldur engan veginn standast, en i upphafi var tapið áætlaö 4 miljónir dollara. Nú er hins vegar útlit fyrir 12—13 miljón dollara tap. Bestu mánuðir ársins, júli og ágúst komu mun verr út en áætlaö hafði veriö. Aætlaöur hagnaður i júli var 4,8 miljónir dollara en varö 2,5 og áætlaöur hagnaður I ágúst var 4,0 miljónir doliara en reynd- ist 2.8. Bent var á aö endurmat á flug- vélum félagsins væri of hátt en þær voru metnar á 63,7 miljónir dollara og einnig að veösetningar á þeim væru rúmar 65 miljómr doliara eða yfir 100% á nýja mat- inu. DC-10 er hér undanskilin enda telja ameriskir endurskoö- endur ekki rök fyrir þvi að meta haná til eigna félagsins þar sem hún er keypt á kaupréttarleigu- samningum. 1 siðustu viku kom I ljós að þessar athugasemdir eiga viö rök að styðjast en erlendir sérfræð- ingar sem fyrir milligöngu Landsbankans hafa endurmetiö flugflotann fyrir rikisSbyrgðasjóö haffi komist aö þeirri niðurstöðu aö hann sé 59 miljón dollara virði eða fjórum miljónum dollara lægri en endurmat Flugleiða gerði ráö fyrir. I athugasemdum eftirlits- manna tveggja varðandi endur- mat á fasteignum félagsins, er bent á að eignir þess hér á landi séu sökum stærðar sinnar ill- seljanlegar margar hverjar, og þvi sé ástæða til að gæta varfærni I að meta markaðsverð þeirra. Frumvarpið Þegar rikisstjórnin iagði fram frumvarp sitt um aðstoð við Flug- leiðir var ljóst að staðan var enn verri en hér er rakið aö framan. Bakábyrgöin vegna Atlantshafs- flugsins, sem til stóð aö greiða i lok rekstrartimabilsins nægði nú ekki lengur og gerir frumvarpið ráö fyrir þvi að hún verði greidd út vaxtalaust nú á vetrarmánuö- um sem lán, en siðan gerðupp 31. október 1981. Þá var einnig ljóst að ekkert yrði af sölu tveggja Bo- eing 727 véla félagsins en sölu- verö þeirra meö varahlutum var álitið um 8 miljónir dollara. Andviröi þeirra var tekið meö i áætlunum félagsins um rekstur i vetur og hefur greiðslustaðan þvi versnað sem þvi nemur. Um frumvarpið og þá sérstaklega um aðstoöina viö N-Atlantshafsflugið sagði Steingrimur Hermannsson m.a. á alþingi að hér væri gengið eins langt og hann teldi mögulegt og hann hefði enga trú á þvi að þessi tilraun til að aðstoða félagið bæri árangur nema til kæmi stór- um bættur starfsandi innan fyrir- tækisins. Hinn óvænti og hrikalegi vandi Flugleiða, sem rikisstjórninni var fyrst kunnugt um 15. september s.l. hefur enn vaxiö og fyrirtækið þolir ekki þá bið sem afgreiösla frumvarpsins á þingi tekur. Þvi er það að Landsbankinn verður aö snara út nokkrum miljöröum króna nú næstu daga ef ekki á aö koma til stöðvunar, — ekki aöeins Atlantshafsflugsins heldur alls reksturs fyrirtækisins.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.