Þjóðviljinn - 08.11.1980, Síða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 8.-9. nóvember 1980
DJQÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýds-
hreyfingar og þjóðfrelsis
útgefandi: Ú gáfufélag ÞjóBviljans.
Framkvæmdastjóri: Eióur Bergmann.
Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan
O'ífsson.
Auglýsingastjóri: Þorgeir Ólafsson.
Umsjónarmaöur sunnudagsbiaós: Guöjón Friörikssoe.
Afgreiöslustjóri: Valþór Hlööversson.
Blaöamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar örn Stefánsson, Ingi-
björg Haraldsdóttir, Kristín Astgeirsdóttir, Magnús H. Gislason,
Sigurdór Sigurdórsson.
iþróttafréttamaður: Ingólfur Hannesson.
Útlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson.
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elisson.
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar.
Safnvörður: Eyjólfur Arnason.
Auglýsingar: Svanhildur Bjarnadóttir.
Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir, Jóhannes Haröarson.
Afgreiðsla: Kristín Pétursdóttir, Bára Halldórsdóttir,
Bára Siguröardóttir.
S'mavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigriöur Kristjánsdóttir.
Bflstjóri: Sigrún Báröardóttir.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir,
Karen Jónsdóttir.
Útkeyrsia, afgreiðsla og auglýsingar: Siðumúla 6,
Reykjavfk, sfmi 8 13 33.
Prentun: Biaðaprent hf.
Skilyrði um nýja stjórn
• Ríkisstjórnin hefur sett stjórn Flugleiða 7 skilyrði
fyrir því að ríkisábyrgð verði veitt fyrir þeim lánum,
sem Flugleiðir telja sig þurfa að taka/Svo ekki komi til
rekstrarstöðvunar.
• Þegar þetta var skrifað sat stjórn Flugleiða á fundi
til að f jalla um þessi skilyrði.
• Með tilliti til alls þess pólitíska moldviðris, sem
Morgunblaðið og ýmsir af ráðamönnum Flugleiða hafa
reynt að þyrla upp um „pólitískar ofsóknir Alþýðu-
bandalagsins" á hendur Flugleiðum, þá er einkar at-
hyglisvert, að í f járhags- og viðskiptanefnd efri deiidar
féllust fulltrúar stjórnarandstöðu Sjálfstæðisflokksins
loksá nauðsyn þess, að sett væru þau skilyrði fyrir ríkis-
ábyrgðinni, sem Alþýðubandalagið hefur talið
óhjákvæmileg.
• Meðal þessara skilyrða er:
1. Aðalfundur Flugleiða verði haldinn fyrir lok febrúar á
næsta ári og kosin ný stjórn í samræmi við breytta
hlutaf járeign.
2. Aukning hlutaf jár ríkisins í 20% verði komin til f ram-
kvæmda fyrir næsta aðalfund. — Þetta þýðir að ríkið
fær 2 fulltrúa í 9 manna stjórn.
3. Starfsfólki verði fyrir aðalfundinn gefinn kostur á að
eignast hlutafé, sem nægi til að tryggja starfsfólkinu
fulltrúa í stjórn.
• Enn má telja m.a. það, að Atlantshafsfluginu verði
haldið aðskildu fjárhagslega frá annarri starfsemi
Flugleiða.
^ Undanfarna daga og vikur hefur komið í Ijós að
vandi Flugleiða er mun meiri en áður var látið uppi, og
var svo komið nú i vikunni, að hinn kokhrausti forstjóri
félagsins sagði i sjónvarpsviðtali, að það væri pólitísk
• kvörðun, hvort Flugleiðir tórðu af eða ekki.
Fallist stjórn Flugleiða á skilyrðin og reynist veð-
hæfni eigna nægjanleg, þá mun ríkisábyrgðin verða
veitt, — annarsekki. —k.
Styðjum eigin iðnað
• 1 forystugrein Tímans í gær er vikið að vanda inn-
iends framleiðsluiðnaðar i samkeppni við innfluttar
vörur. Þar er m.a. varpað fram þeirri spurningu hvort
eðlilegt sé að hverfa algerlega f rá allri tollvernd og öðr-
um stuðningsaðgerðum við iðnaðinn — á sama tíma og
vitað er að iðnaður nýtur margháttaðrar beinnar og
óbeinnar fyrirgreiðslu og f járhagsaðstoðar ríkisvaldsins
í samkeppnislöndum okkar.
• Það er ánægjulegt að sjá þetta viðhorf koma f ram í
forystugrein Tímans.
• Verra er hitt, að við fyrstu umræðu fjárlaga á
Alþingi í fyrradag lýsti Tómas Árnason, viðskiptaráð-
herra, því yf ir, að hann treysti sér ekki til að leita samn-
inga við EFTA og EBE um framlengingu á því aðlög-
unargjaldi sem nú er tekið af innf luttum iðnaðarvörumi
til styrktar innlendri iðnþróun.
• Á síðasta ári var þetta 3% aðlögunargjald lögfest, og
náðist þá samkomulag við EFTA um málið, en þá var
gert ráð fyrir aðgjaldið félli niður í árslok 1980.
• Hjörleifur Guttormsson, iðnaðarráðherra, hef ur nú
lagt fram í ríkisstjórninni tillögur um að ríkisstjórnin
beiti sér fyrir þvf að gjaldið verði framlengt að hluta
næstu tvö ár, og verði 2% á næsta ári og 1% á árinu 1982.
• Tekjur af aðlögunargjaldinu eru taldar verða á
þessuári um 1900miljónir króna. Þessu f jármagni hefur
verið og verður varið til margvíslegra iðnþróunar-
aðgerða, til þjálfunar starfsfólks í iðnaði, til undir-
búnings nýiðnaðarverkefna, til stuðnings við iðnþróun
úti um landið. Iðnrekstrarsjóður fær á þessu ári 500
miljónir króna til ráðstöfunar af tekjum aðlögunar-
gjaldsins, og á mörgum sviðum íslensks iðnaðar er nú að
því unnið að auka framleiðni og samkeppnishæfni iðn-
aðarins og nýtt í þessu skyni f jármagn, sem aðlögunar-
gjaldið tryggir.
• Það veltur á miklu fyrir Islenskan iðnað, að aðlög-
unargjaldið hverfi ekki með öllu úr sögunni strax um
næstu áramót.
• Vonandi hefur forystugrein Timans í gær falið í sér
þá ábendingu til Tómasar Árnasonar, viðskiptaráð-
herra, sem hann tekur mark á. — k.
# úr aimanakínu
Húnvetnskir bændur hafa all-
mörg undanfarin ár staðiö fyrir
skemmtunum eitt kvöld Húna-
vökunnar á Blönduósi. Er þá
jafnan fenginn einhver máls-
metandi maöur til aö flytja þar
erindi. Fyrir nokkrum árum
stóð Indriöi G. Þorsteinsson
þarna I stólnum, búinn sinu
besta skarti, og flutti mikla
ræöu og hátiðlega. Bar hann
mikið og veröugt lof á islenska
bændastétt fyrir dugnaö, fyrir-
hyggju, þjóöhollustu og þar
frameftir götunum. Var naum-
ast annaö á Indriöa skiliö en
hann teldi bændur búna þeim
kostum öllum meö tölu, sem
eina starfsstétt mega prýöa.
Þótti Indriða vel mælast og
skörulega og voru bæöi hann
sjáifur og áheyrendur ánægöir
meö þetta erindi.
Aþekka ræöu flutti Indriöi, aö
mig minnir nokkrum mánuöum
seinna, á sumarhátiö Fram-
sóknarmanna I Skagafirði, sem
haldin var i Varmahlíö.
Ekki man ég nú lengur hvort
þaö var i þessum ræöum eöa viö
annaö tækifæri, sem Indriöi lét i
ljósi mikinn ugg yfir þeirri
þróun, aö jaröir legöust I eyöi.
Aleit hana hættulega, ekki
aöeins islenskri bændastétt og
framtiö hennar, heldur og þjóö-
inni allri. Til þess aö sporna viö
þvi aö svo færi um jaröir, þar
sem ræktunarskilyröi væru
erfiö, ættu bændur, er á slikum
jöröum byggju aö veröa sér úti
um iand I góösveitum, hefja þar
sameiginlega ræktun, heyja
jafnvel sameiginlega, — (Svart-
höföi mundi sennilega kalla þaö
samyrkjubúskap og þykja
heldur ómerkilegur atvinnu-
vegur,) — og flytja svo fenginn
hver heim til sin. Meö þessu
móti mætti gera sér vonir um að
umræddar jaröir yröu áfram I
byggö. Aö visu voru bændur
farnir aö beita þessum vinnu-
brögöum áöur en Indriöi geröi
hugmyndir sinar heyrum
kunnar, en þaö skiptir ekki
megin máli, sýnir bara fyrir-
hyggjuna, sem Indriöi mærði þá
fyrir noröur á Blönduósi. Liöa
nú stundir fram.
Um mánaöamótin ágúst-
september I sumar fór fram
aðalfundur Stéttarsambands
bænda aö Kirkjubæjarklaustri.
Hann var haldinn i skugga mik-
illa erfiöleika. Bændur hafa
reynst of duglegir viö aö fram-
leiöa þá vöru, sem veröldina
skortir mest: matvæli. Fram-
leiösla á búvörum er meiri en
nemur innanlandsneyslu. Verö-
bólga 1 landinu, sem engin stétt
á minni sök á en bændur, gerir
útflutning óaröbæran. Lögboön-
ar útflutningsbætur hrökkva
ekki til.
Bændur brugöust viö þessum
erfiöleikum meö þeim hætti, aö
til fyrirmyndar má vera. Er
þeir sáu aö hverju fór, mæltust
þeir til þess viö Alþingi, aö þaö
veitti þeim heimild til einhverra
þeirra aögeröa, sem miöuöu aö
takmörkun á búvöruframieiösl-
unni. Sú ósk var flutt æ ofan i æ
en jafnoft synjaö. Á meöan
tútnaöi vandamáliö út og var,
þegar heimild loks fékkst, oröiö
margfalt erfiöara viöfangs en ef
i taumana heföi fengist aö taka i
tima. Bændur biöja aö visu um
aöstoö rikisins aö vissu marki, á
meöan veriö er aö brjótast út úr
brimgaröinum. En þyngsta
skellinn taka þeir á sig sjálfir.
Þeir leita leiöa til þess aö draga
úr hinni hefðbundnu búvöru-
framleiðslu, (kvótakerfi, fóöur-
bætisskattur) og skjóta stoöum
undir nýjar búgreinar. Þetta
var meginviöfangsefni fundar-
ins á Klaustri.
Aö afloknum þessum fundi
skrifar eitthvert fyrirbæri, sem
nefnir sig Svarthöföa, grein I
VIsi, þar sem ráöist er á fulltrúa
á Stéttarsambandsfundinum af
þviliku ofstæki, aö til eindæma
má telja, jafnvel meöal hinna
sjálfskipuöu „iandbúnaöarsér-
fræöinga” siödegispressunnar,
og þarf nokkuö til. Talaö er um
aö „bændur heföu fagnaö fóöur-
bætisskatti á kjaftaþingi á
Kirkjubæjarklaustri”. Látum
nú prúðmennskuna I oröalaginu
liggja á milli hluta. Þegar
þrengjast fer um óþverrann
innifyrir veröur hann aö fá
útrás og er ekki tiltökumál. En
mætti biöja Svarthöföa aö færa
þeim oröum sinum staö, aö
bændur hafi „fagnaö” fóöur-
Magnús H.
Gislason
skrifar
bætisskattinum? Mér er ekki
um annaö kunnugt aö aö þeir
telji hann ilia nauösyn. Svart-
höföi bregöur bændum um aö
þeir séu „i raun eina aftur-
haldiö, sem enn lifir I landinu”
og falli „fram á lúkurnar og til-
biöjiaögeröir rikisstjórnar, sem
miðar aö þvi aö hefta athafna-
frelsi þeirra”. I hverju eru þau
höft fólgin, Svarthöföi góöur?
Úrræöi Svarthöföa I fram-
leiösluvandamálum bænda
viröist vera þaö, — aö þvi leyti
sem nokkursstaöar grillir til
lofts I þessum vaöli hans, — að
okkur vanti fleiri Ásmundar-
staöabú og fleiri Þorvalda i Sild
og fisk. Meö öörum orðum: viö
eigum aö hverfa aö stórbúskap
en leggja i auön þau „kot”, sem
dritaö hefur veriö niöur um allt
land. Nú hefur Svarthöföi býsn-
ast öll ósköp yfir offramleiöslu
búvara. Og þá vantar skýring-
una á þvi hversvegna fá stór bú
geta ekki alveg eins skapaö of-
framleiöslu og mörg minni, þvi
ekki viljum við Svarthöföi
skeröa „athafnafrelsiö”. En
kannski býr Svarthöföi yfir ein-
hverju leynivopni, sem viö hin
þekkjum ekki ennþá? Kannski
liggur meinið fyrst og fremst I
þvi, aö bændur höföu ekki vit á
aö sækja landbúnaöarráðherr-
ann fremur inn i Heiðargeröi en
noröur aö Akri?
Þegar upp eru rifjuö annars-
vegar ummæli Indriöa G. Þor-
steinssonar, þau er hann lét
falla norður I landi fyrir nokkr-
um árum, og hinsvegar „skoö-
anir” Svarthöföa þá er ljóst, aö
þessum mönnum ber mikiö á
milli. Indriöi vildi aö bændur
byggju sem viöast. Hann vildi
ekki leggja I eyöi jaröir þarsem
erfitt var um heimafenginn hey-
feng heldur afla hans annars-
staöar. .Auönarstefnuna for-
dæmdi Indriöi algjörlega.
Svarthöföi stefnir i þveröfuga
átt. Hann vill að bændur búi
bara á einhverskonar As-
mundarstöðum. Ef þeir heföu
vit á þvi þá bættust samstundis
öll þeirra mein. Svo einfalt er
máliö og auöleyst. Indriöi færöi
glögg rök fyrir sinu máli. Svart-
höföa viröast fyrirmunaöar rök-
ræöur. Hann hefur allt á horn-
um sér út af of mikilli búvöru-
framleiöslu. Samtimis bölsótast
hann út i þær aögeröir, sem
bændastéttin gripur til I þvi
skyni aö minnka þessa fram-
leiöslu. Þau úrræöi eru auövitaö
fjarri því aö vera annmarka-
laus. En gagnrýni situr sist á
þeim, sem ekki hefur annaö til
málanna aö leggja en búskap á
Asmundarstööum. Gegnir
nokkurri furöu, aö ræöumaöur-
inn aö noröan skuli ekki vera
búinn aö taka Svarthöföa
þennan á kné sér og benda hon-
um góölátlega á mótsagnir hans
og rökleysur. Kannski stafar
þetta tómlæti af þvi aö hann
taki Svarthöföa þennan ekki al-
varlega, fremur en raunar
flestir aörir. A þaö mætti þó
benda, aö meö landbúnaöar-
skrifum sinum hefur Svarthöföi
unniö þaö afrek sitt, aö detta
ofan i giniö á sjálfum sér. Og
þar dúsir hann.
Ekki munu þau hýbýli ýkja
álitleg. Gott ef þau veröa ekki
aö teljast heilsuspillandi hús-
næöi.
— mhg