Þjóðviljinn - 08.11.1980, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 08.11.1980, Blaðsíða 17
16 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 8.-9. nóvember 1980 Helgin 8.-9. nóvember 1980 ÞJÓDVILJINN — SÍÐA 17 Hjónin Gubmunda Helgadóttir og Jens Gubmundsson I blóma llfsins: „Guómunda kom fyrstsem kaupakona að Lónseyri: ,,Og minn mafiur var nú ekki iengi að vínda sér að þeim hlutum eftir að hafa sett sig I amorsstellingar, og ekkert ó þvi að sleppa þvf sem hann hafði klófest" Kolbeinn t Dai og Páli Pálsson i Þúfum Guðmundur á Lónseyri með Sigriði Jensdóttur Lónseyrarbærinn á vetrardegi „Eftirminnilegasta ræða séra Jónmundar hygg ég að hafi verið er hann jarösöng Engilbert afa minn, vin sinn og velunnara” „Ég veit að séra Baidur Vil- helmsson er mikill trúmaður, en e.t.v. gera allir sér ekki ljóst hver innri maöur hans er, þegar hlýtt cr á gamanyrði hans” Vinur minn Jens Guðmunds- son, fyrrum bóndi á Lfsiseyri I Snæfjallahreppi, er sjötugur I dag, 9. nóvember. Hann hefur nú búið i þrjá áratugi I Bæjum á Snæfjallaströnd I sama hreppi, norðanvert við ísafjarðardjúp. Fyrir skömmu hafði ég stuttan stans á bernskuslóðum minum þar vestra, og þótti við hæfi að taka hús á höfðingjanum og spjalla við hann um veraldar- vafstriö. Roðskór og Helgakver Hjóh: Jæja Jens minn, ætt og uppruni? Jens: það er nú ekki meira en slabbi, alltaf þurrir i lappirnar. Sokkamir voru geröir úr lamb- skinnum, þau voru rökuð og blá- steinslituð. Fullorðnir áttu slika sokka, það var tlska. Hjóh: Hvenær fékkstu leður- skó? Jens: Fermingarskórnir voru minir fyrstu leðurskór, svartir og gljáandi, og voru nefndir danskir skór. Ég þóttist standa heldur fastar i fæturna á þeim en á skinnskólnum minum, sem oft voru heldur bágir, þó vel væri við þá gert. Til gamans vil ég geta þess, þvi fjármunir lágu ekki i bunkum I þá daga, aö mdöir min fékk bæöi skóna og fötin frá Margréti Jóns- dóttur á Isafiröi, konu Jóns Auð- uns afþingismanns. Þetta voru Það þarf ekki langt mál, til þess arna. Hjóh: Ertu trúaður Jens? Jens: Það held ég aö geti talist; ég er ekki aö segja, að ég sé trú- ræknari en aðrir. Hinu neita ég ekki, jafnvel þó menn telji sig ékki trilaöa og séu álitnir hálf- gerðir hrossabrestír i þeim efn um,> þá' reynir fy rst 'á trúarhug manna er eitthvaö alvarlegt skeð ur I. lifi þeirra, þó slikt sé ekki á torg bor ið. Heimilishættir og hjáseta Hjdh: Hvemig voru heimilis- hættir á Lónseyri? hafa einhverja hugmynd um hvað tima leið, var stuðst við svo nefnd eyktamörk. Fyrir framan og ofan túniðá Ldnseyri heita Kálfakletc- ar;þá er forsælan kom ofan fyrir kletta þessa, var mál að smala kindum saman og koma með þær heim á kviabóliö. Anum var sleppt á kvöldin eftir mjaltir, og reknar fram að svo nefndum Stúfhjalla. Hafi nokkur maöur verið bænheyröur, þá hef ég orðiö þessaðnjdtandi. Þaðbrást aldrei, hvern morgun allt sumarið voru ærnar á kambinum fyrir framan réttina. Hjóh: Vik jum þá aftur örli’tið að heimilisháttunum. Allt kjöt hefur vitaskuld verið saltað, súrsað og reykt? Jens: Nema hvað! Og öllu Sigvaldi var afskaplega sam- viskusamur og farsæll læknir og vildi gera betur, en aöstaöan var svo gjörólik þvi sem nú þekkist, að þolir engan samanburð. En þaö var ótrúlegt hvað læknar á þeim tima gátu þóhjálpað mörg- um, og ferðir Sigvalda voru oft erfiðar. En stór stund var þaö, þegar hann lék á orgeliö. Ég var nokkuð tónelskur á minum ung- dómsárum, en efni min voru ekki á þann veg, að ég gæti eignast hljóðfæri né notiö kennslu i þá veru. Þaö tdk ég nærri mér. Ég eignaöist þd fáeinar harmonikur, oggutlaði á þær fram eftir árum. Kveðskapur Nú víkur samtalinu um hrið að aö ég taldi vafasamt að halda áfram, en hlunkaöist þó. Eg átti einstaklega traustan og mikinn hest, er Jdhannes pdstur hafði átt, næ honum og rið á eftir hestunum útyfir og inn með Lóninu Armúlamegin. Þá var veðurharkan og sortinn orðinn svo mikill, að ég gat ekki annað en litiö niður á faxið og vissi það eitt, að ég var á hestbaki. Ég sá ekkert hvert við fórum, en hugði þó aö hestarnir leituðu of mikið undan veörinu. Sortinn var svo óskaplegur fram af móðnum, en eftir timanum að dæma, átti nokkurt aðfall að vera komiö. Það er rétt að geta þess, svona I framhjáhlaupi, að „móður” er svo nefnt hér vestra, snjóskaflar þeir sem skeflt hefir fram af Afmælisspjall við Jens í Kaldalóni Texti og teikning: Hjalti Jóhannsson Á roðskóm í gegnum svo, að maður muni uppruna sinn. En ég er fæddur á Lónseyri við Kaldaltín hér i Snæfjalla- hreppi 9. nóvember 1910. Sonur Guðmundar Engilbertssonar og Sigriðar Jensdóttur, sem þar bjuggu Guðmundur faðir minn fæddist og ólst upp á Lónseyri, sonur Engilberts Kolbeinssonar, sem þar bjó allan sinn búskap. Engil- bert var mikill fræðimaður og vissi um marga hluti á heims- byggðinni, þó aldrei heföi hann haft tækifæri nútfmans, en geröi margan menntamanninn klumsa með visku sinni og fróöleik, enda viðlesinn og minniö svo ótvílugt að aldrei skeikaði. Afi minn var fátækur maður I sinum ungdómi einsog margir góðir Islendingar hafa veriö, en safnaði smjörmötu sinni sem svo var nefnd, og seldi fyrir bækur. Hann var meðlimur Hins islenska bókmenntafélags, og gerður þar að heiöursfélaga. En félagiö var stofnað upp úr Lærdómslistafélaginu 30. mars eða 15. ágúst 1816, þaö má vist deila um, hvor dagurinn telst stofndagur. Ég minnist þess, þegar séra Jónmundur Halldórsson prestur á Staö I Grunnavik kom á mitt heimili, aðþar vorukempur tvær, sem nutu timans i sinu fræöa- grúski. Hjóh: Hvaö voru systkini þin mörg? Jens: Alsystkinin voru ellefu. Móðir min var gift áður en þau tóku saman, faðir minn og hún. Hún missti mann sinn, Hreggviö Jónsson, sem var mikill sjósókn- ari og sótti nokkuö djarft. Þau bjuggu á Isafiröi og eignuðust tvö börn, Hreggvið og Elisabetu. Eftír það fluttist móöir min hing- að inn I Djúp, þá ekkja með tvö litil börn, og geröist vinnukona á Laugalandi, hjá Kristjáni nokkr- um sem þar bjó, og þaöan fluttist hún aö Lónseyri. Hjóh: Eignaðist þú roðskó? Jens: Mig rekur minni til þess, aö við yngstu bræðurnir, Engil- bert og ég, hafi fengið tvenna roð- skó. Viðvorum skolli montnir, að spranga á þessum léttu skóm á túninu. Um endingu man ég ekki, en tritluðum þó nokkurn tima á þessu. Þetta voru léttir og liprir skór og ekki illa gerðir, en hinir venjulegu skór voru gerðir úr sauða- og ærskinnum. Ég mun hafa veriö 7—8 ára, er við bræðurnir fengum skinnsokka, og það varaldeilis gapandi komedia, aö vera menn með mönnum og geta sullast á þessu i bleytu og klæöi af sonum þeirra hjdna, og þykir engin hniðrun aö þvi, að hafa fermst i gefins fötum og skóm frá þessu ágæta fólki. Viö fermdumst hér i Unadals- kirkju tveir stailar, óskar Sigurösson og ég. Séra Jónmund- ur Halldórsson kom þrisvar sinn- um til þess að hlýða okkur yfir og rekja úr okkur garnirnar, og það yar Helgakver. Viðfengum mikið lof i ræðuklerks fyrir frammistöö iuna, enda kunnum við fræðin einsog Faðirvorið. Prestar Hjóh:Hvaögeturöu sagtmér af kennimönnum hér um slóöir? Jens: Séra Jónmundur Halldórsson var fyrsti presturinn sem ég man eftir. Hann var prestur á Baröi i Fljótum um 13 ára skeiö, en kom til Staðar i Grunnavik voriö 1918. Séra Jónmundur var einlægur trúmaður, afar snjall ræðumaður og fræöaþulur, en sló jafnan á létta strengi i glööum hóp. Eftir- minnilegasta ræða hans hygg ég aö hafi verið er hann jarðsöng Engilbert afa minn, vin sinn og velunnara, enda þtítt ég hafi þá veriö ungur að árum. Um séra Þorstein Jóhannesson er það aö segja, aö hann var ein- stakt prúðmenni i allri umgengni. Séra Þorsteinn var prestur á Staö i Steingrimsfirði um fjögurra ára skeið, en var veitt Vatnsfjaröar- brauð haustiö 1928. Asamt prest- skap og prófastsstörfum bjó hann rausnarbúi i Vatnsfirði, og var heimili þeirra hjóna, Þor- steins og Laufeyjar Tryggva- dóttur, orðlagt fyrir gestrisni og hlýleik. Nú, þessi blessaöur prestur sem nú situr i Vatnsfiröi, séra Baldur Vilhelmsson, vigðist þangaö sumarið 1956. Ég veit, að séra Baldur er mikill trúmaöur, en e.t.v. gera allir sér ekki ljóst hver innri maður hans er, þegar hlýtt er á gamanyröi hans. Hjóh: En er séra Baldur ekki betri tækifærisræöumaöur, en stólræöumaöur? Jens: Hann er afbragðs tæki- færisræðumaður, en er þó stór- snjall i stól. Hjóh: Flytur hann ekki stuttar ræöur? Jens: Hann gerði það fyrst i stað en það var alltaf neisti i þeim ræðum. Tvö orö frá honum úr stól hafa snortið mig meira en skrdðmælgis- og langlokuræöur margra annarra, þær eru nefni- lega hiö ágætasta svefnmeðal! Jens: Nú, þeir voru svona eins- og almennt geröist á þeim tíma í sveit. A bænum var allt gert, sem fólk þurfti til lifsins þarfa, til fæð- is og klæðis, allt var nýtt til hins Itrasta. Móðir min spann allan þráð I voöir og vann allt prjónles. Faðir minn var sjómaður fram eftiröllum sinum búskaparárum; það tlökaöist ekki annaö á þeim árum, en að bændur færu i ver til aðdrátta fyrir heimilið. Þegar slætti og sláturtfö lauk, fór faðir minn til róðra og var fram undir. jól. En ef fiskur lá þannig, þá reri hann oft á vetrum og öll vor, en þótti klént að vera ekki kominn heim úr vermennsku fyrir fráfær- ur og móskurð Hjóh : Hvaöan var róiö? Jens: tltræðið var út á Snæ- fjallaströnd, þ.e.a.s. ytri Strönd- inni, frá Berjadals- og Gullhús- ám, ogsjómennsku stundaði faðir minn jafnan þaðan, utan hann geröi út eigin bát um hrið. Hjóh: Reri hann með nafntog- uðum aflaklóm? Jens: Nú..., ég minnist þess ekki tiltakanlega. Kolbeinn i Dal var talinn mikill aflamaður og happasæll formaður; með honum reri hann margar vertiðir Kolbeinn i Dal, eöa Kolbeinn Jakobsson i Unaðsdal, bjó þar lengi , var gagnfróður og iang- minnugur. Hjóh: Segöu mér frá þeirri rómantik, að sitja yfir kviám. Jens: Já, ég man mina fyrstu hjásetu glöggt, enginn þáttur I lífi minu hefur greypst jafnt djúpt i vitund mi'na. Ég fór með Kolbeini bróður minum, sem er nokkru eldri en ég, i tvo daga og kynnti mér staöhættí. Bóndi nokkur, hér inn I Langadal f Nautey rarhreppi, hafði fengið Kolbein lánaðan sem smala. Þá var enginn á bænum nema ég, sem var liðtækur til starfans, þá aöeins 8 ára gamall. Þegar búið var að mjólka fyrsta morguninn, sem ég átti aö takast á hendur þetta mikla ábyrgðarstarf, tölti ég með kvi- æmar frameftir. Ég hafði veriö nestaöur með köku, smjöri og mjólk, en er ég kom fram fyrir túnið, settíst að mér sár kviði, einmanakennd og ábyrgöartil- finning. Þá sprakk bólan.ég barst i sáran grát og einmanakenndin gerði vart viö sig, i svo rikum mæli, að ég gleymi þvi aldrei. Sennilega hef ég aldrei beðið eins einlæglega til guös i annan tima, þvi ég lapti vist guösbænir allt fram aö Miðgili. Þá var engin klukka tíl, nema klukkan á bænum, en tíl þess aö slátraö heima, þaö þekktist ekki að senda fé I sláturhús. Hinsvegar þótti það rikmannlegt, að borð£ kjöt tvisvar i viku, en á flesturr meöal heimilum var kjöt á borö um aðeins á sunnudögum. Aftur i, móti voru ókjörin öll borðuö af át- mat þ.e.a.s. hertum þorskhaus- um, harðfiski o.þ.h. Móðir min átti fyrir bróður stórútgeröarmann i Bolungarvik er Jóhannes hét; hann kom meó lifandis býsn af átmat og settí á sjávarkambinn heima. 1 staðinn tók hann súrmat, smjör og geldar ær, þvi svona karlar litu ekki við neinum horleggjum, vildu helst riflega þverhandar þykkar siöur. Þetta voru sumsé vöruskipti, og óþekkt fyrirbrigði aö leggja sér lambakjöt til munns. Aö beinuin átmatarins var svo kyrfilega unniö, þau siðan barin og nýtt sem skepnufóður; engu var fleygt. Eldsmatur Hjóh: Hvenær lagöist skurður i mógröfum af? Jens: Jah, þaö hefur liklega veriö i kringum 1955, og þá farið að kynda meö oliu. Það þótti bölvað skitverk að vera I mógröf- um, og máski litt arösamt. Þóhef ég leitt hugann að þessu I seinni tið, ogkomist að þeirri niðurstöðu aðgifurlegir fjármunir hafa veriö fólgnir I mótekjunni, samanborið við orkugjafa nútimans. A Lónseyri var fariö i skóg á vorin og birkihris fellt og þurrk- að, enda miklu meöfærilegra aö reiöa heim. Þetta voru tugir hest- burða og griðarlegir kestír, er geymdir voru veturkomu. Lœknir og tónskáld Hjóh: Hvernig var að vera i ná- býli við Sigvalda Kaldalóns? Jens: Þó ég brúki nú oft hástig lýsingaroröa, þá á ég þau ekki nógu sterk til þess að lýsa þeim ágæta manni og frábæra heimili. Sigvaldi var héraðslæknir I Nauteyrarhéraði frá 1910 til haustsins 1922, og sat á Armúla við innanvert Kaldalón. Eðlilega var mikill samgangur á milli heimilanna, Sigvaldi var öölings maöur og vildi öllum gott gera, hann var dáður og virtur af öllum hér um lendur. Ekki beinllnis vegna þess aö hann væri þá orð- inn þekktur sem tónskáld, er hann varð siðar, heldur fyrir hans eiginleika I öllu dagfari; kærleik- ur og umhyggja hafði sin áhrif. landpóstum og siöan segir Jens: A þessu árabili gekk einnig póstur á milli Sandeyrar og Bæja á vetrum. Póstbáturinn sem hafði áætlun í Djúpið, settí póstinn i land á Sandeyri. Guðmundur hét þessi heiöurs- maöur, er hafði þennan starfa með höndum, og var vinnumaður á Sandeyri. Guðmundi þóttí tals- verö upphefð I þessu ábyrgöar- starfi, og þeytti póstlúðurinn óspart, þá er hann nálgaöist bæina. Fretaöi hann svo ógur- lega, að hestar fældust, kýr urðu ókyrrar á básum og hundar snældu-vitlausir!! En hvort eftir- farandi visa er um þennan Guð- mund eöa einhvern annan nafna hans vinnumann á Sandeyri, þá er hún sýnishorn sumra snillinga hér á þeirri tiö, sem er raunar svolitiöi ætt viö höfuðsnilli Sólons Guðmundssonar i Slunkariki á lsafirði, en hann var fæddur hér inn á Laugalandi i Skjaldfannar- dal. En vlsan er á þessa lund: „Heilinn i Guðmundi vegur ekkipund, upp úrhausnum standa fjórir stiklar. Af þessu geta menn séð, að gáfurnar i Guðmundi eru ekkimiklar”. Hjdh: En þú ert hagyröingur Jens? Jens: Ertu vitlaus maður! Ég skildi aldrei hvernig menn fóru aö setja þénnan andskota saman, og var löngu orðinn fuilorðinn maður þegar þetta kersknishnoð fór að hrjóta af vörum minum. Ég rekst á þessa snepla þegar ég er að rusla I skrifborðsskúffunum, en þaö er svo auövirðilegt og einskis viröi, að það helviti læt ég ekki nokkurn mann sjá. Skynsemi hestsins Hjóh: Er hesturinn skynsam- ur? Jens: Þú ert nú meiri skötu- selurinn garmurinn! Já, hestur- inn er alveg frámunalega skyn- söm skepna, og tekur oft vitglóru mannsins fram. Ég skal segja þér frá ferð, sem ég fór veturinn 1937, tilþessaöná i hesta hérna innfyr- ir Lón, en hestar hjá okkur voru venjulega látnir ganga útí fram undir hátiðar. Ég lagði upp I ágætu veðri um morguninn, en i þessu tilfelli voru hestamir inná Armúla. En fljótt skipast veður I lofti, og brátt fór að bæta I veöur með snjókomu.svo sjávarbökkum, svo aö étur úr brúnunum. Nú, en Lónið var isi lagt, sem var á fjöru er ég fór um morgun- inn. En svo mikil var skafmoldin og snjókoman fram af móðnum, að ómögulegt var aö sjá hvort um sjó eöa snjó var aö ræða; þetta var oröiö blandað. Ég harka af mér að komast fram fyrir hest- ana, og vik þeim inn I veðriö og göndla saman þar tíl ég gat stöðvað þá, en umbrota ófærð var komin. Ég þóttist sjá fram undir isinn, þar sem hann lá á leirunum, og upp á hann fara hestarnir. Þá var ekkert nema lif eða dauöi framundan, ég gat engu ráðið, sjórinn beljandi og ekki eftir neinu að átta sig, slðan ftír ég aftur fyrir hestana og lét guö og lukkuna ráða. En svo voru þeir nákvæmir, er þeir komu undir Lónseyrarlandið, að á blettinum undir Höfðanum þar sem alltaf var komið að, þar stigu þeir upp, og þá var mér nú hugarhægra. Hestamir taka svo strokiö heim, ená leiðinnifrá Höfðatánni og inn með landinu sá ég aldrei nema einn stein, og þóttist vita hvar hann var. Hestarnir fara svo beina götu heim á tún og að hest- húsinu, en það var skammt frá bænum, set þá inn i einum logandi helvitis hvelli. A meðan ég var að loka bæjardyrunum, sá ég ekki grilla I gamlan hestastein, sem var svo sem 8—10 metra frá bæn- um. Enginn var heima nema foreldrar minir, en ég minnist þess um aldur og ævi, aö baki mér sagði móðir min: Guöi sé lof. Hjóh: Hvenær var Mórilla brúuö? Jens:Hún var byggö 1964. Vet- urinn 1957 haföi veriö frostakafli, sem er engin nýlunda hér um slóöir, siðangerði asahláku og is- inn lyfti brúardekkinu snyrtílega af einsog tertusneið. Sumarið 1968 var hún svo endurbyggö og stöplamir hækkaðir, og hefur brúin staöiö af sér allan ylging siðan. Hjóh: Hvaðan rerir þú á þinum sjómannsferli? Jens:Fyrsta tilvera mini þeim efnum var, að daginn eftir að ég fermdist réðst ég til þeirra bræöra Eliasar og Halldðrs Borgarssona frá Mýri, og reru þeir þaðan það var kallaö heim- ræði. Hjóh: Var farið með sjóferða- bæn? Jens:Það held ég nú karl minn. Það var ekki ýtt svo úr vör, aö ekki væri tekið ofan höfuöfatiö og farið meö bæn, en lagðist af er mótórbátaöldingekk igarð. Þetta var ekki gert út i bláinn né tisku- fyrirbrigöi; mennirnir fundu bara, að ekki veitti af einhverjum styrk á þessum litlu fleytum. En þegar stærri og traustbyggðari skip meö mótorskellum komu til sögunnar, hafa menn sennilega taliö það óþarfa aö eiga orðastaö við Himnaföðurinn. Nú, en skekta þeirra Mýrar- bræðra var þriggja rúma, og þeir einhverjir mestu hörku menn bæði til sjós og lands, og tilteknir vikingar. Þetta vor var svo mikil fiski- gengd I Djúpinu, aö ég man ekki eftir jafn gifurlegumfiskiog mátti segja að fiskur væri á hverjum krók. Það var eitt sinn er góð hleðsla var komin á skektuna, reru þeir upp i Æöeyjarklettinn, sem er vestasti oddinn á eynni, gogguöu fiskinn á land og skildu mig eftir, til aö slægja og hausa. Komu svo aftur að taka mig og fiskinn, seytluöu tvær stórar seyl- ar af hinum ódregna fiski er ég var fluttur i land. Þá var skektan svo hlaöin, að hún lá alveg á slettilistanum, sem er efsti listinn á rimaborðinu, og jaðraöi við aö slettast innyfir hástokkinn. Að þetta skyldi lánast var hið góða veður, alveg rjómalogn. Ég reri nú margar vertiöir, en þvilika hleðslu á opnum báti hefi ég aldrei séð, og þetta fékkst á 20 lóðir. í sambandi viö þessa fyrstu vertið mina, þá fórum við Elias á fimm manna fari út i Bergssel og plægöum þar kúfisk á handafli. Þá vantaði okkur salt, en Halldór reri einn á skektunni yfir i ögur- nesogsóttisalt. Aþessu sést best, aöaflið varnýtttil hins Itrasta, og þá vai* ekki verið aö tala um þreytu né erfiði; þetta var bara gert. Hjóh: Var plógurinn ykkar hugmynd Sumarliða gullsmiðs? Jens: Já, og var vissulega ófullkomin smiö; enda þótt Sumarliöi gerði nokkrar endur- bætur á honum, þá kom það i hlut annarra aö fullkomna plóginn. Plógurinn okkar var auðvitaö endurbættur frá hinni upphaflegu hugmynd. Sumarliöi Sumarliðason gull- smiður I Æðey, var merkilegur maður á sinni tlð, og ekki ein- ungis völundur til smiöa, heldur var hann afar framfarasinnaður. Stórhugurinn og hugmyndaauðg- in mun stundum hafa borið fram- sýnina ofurliði, svo aö honum Jens i Kaldalóni auönaöist ekki sem skyldi aö sjá hugsjónir sinar rætast. Sumarliöi mun hafa fengiö hug- mynd sina að plógnum, er hann fór ásamt fjórum mönnum á alþjóða fiskisýningu i Björgvin i Noregi og sá þar ostruplóg, eöa eitthvað I þá veru. Aftur á móti hugkvæmdist Kolbeini I Dal að nota tvopltíga og dráttarspil, sem haft var miðskips; þá var lausnin fundin. Hjóh :Hélstu svo róðrum áfram eöa varstu heima á Lónseyri? Jens: Um haustið og voriö eftir reri ég á mótorbáti út i Bolungar- vik. Við höföum svo kallaöan stúf, þ.e.a.s. mannskapurinn hafði eina ltíð fyrir sig, og þóttu góð bú- drýgindi fyrir utan hlutinn. Stúf- urinn minn gaf af sér 30 kr. um vorið. Móöir min kom þá út I Bolungarvik og gaf ég henni 10 kr; fyrir þær keypti hún hnifapör, leirtau og einhverja smáhluti. Ending þessara hluta var ótrúleg, þvi þetta var við lýði löngu eftir hennar dag. Hjóh: Lentir þú i sjóhrakning- um? Jens: Nei andskotinn! Ekki get ég sagt þaö; kannski þurft að liggja úti i einn eða tvo sólar- hringa. Þaö er ekkert sögulegt og alltaf að endurtaka sig. Viö lentum jú í bölvuðum rosa einu sinni, vorum fjórir á 9 tonna bát frá Flateyri, skipstjóri var Magnús Jónsson. Við fórum i róð- ur án ljósbauju, þannig að við héldum við bólið í bátnum, og andæft viö þaö meðan legan var gefin. Eftir fjóra tima var byrjað aö draga, þá fór hann aö ganga upp og kominn úfinn sjór með dimmviðri. Þegar skammt var liöiö á drátt, skellti á heldur harkalega. .Niöristöðumaðurinn var aö fara meö niðristöðuna uppgeröa aftur með rórhúsinu, skrikaði fótur og féll útbyröis. Auðvitaö var ekki um annaö að ræða en að bjarga aumingja manninum. Bjarghringurinn var bundinn linulaus upp á rórhúsinu, en skipstjórinn var með hnif i glugganum hjá sér; ég skar hringinn lausan og setti I hann góöan spotta. í þriðju tílraun tókst mér að smokka hringnum yfirmanninn, enþaðgekk verr aö koma honum úr en i. Siðan var siglt til Flateyrar, og tókst okkur. aö lifga manninn viö eftir langa mæðu, en það er sá mesti skjdlfti sem ég hef séð i nokkrum manni. Við áttum þarna u.þ.b. 100 lóö- ir, en þær voru aldrei dregnar. (Framhaldsiðar)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.