Þjóðviljinn - 08.11.1980, Page 22

Þjóðviljinn - 08.11.1980, Page 22
22 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 8.-r9. n$vember .1380 Kaupmáttur aldraðra Mikið um dýrðir smjörsalan: á Bitruhálsi Mjólkurdögunum 1980, sem áöur hefur verið sagt frá hér i blaðinu, lýkur nú um helgina. Sett hefur verið upp sýning i anddyri Osta- og smjörsölunnar að Bitru- hálsi 2 og er hún opin i dag og á morgun. I anddyrinu fer í'ram sýni- j kennsla i gerð ýmissa mjðlkur- j vara og gefnar bragðprufur. I j versluninni er markaður og ! hlutavelta. Seldir verða kynning- ! arpakkar með ýmsum mjólkur- I vörum. Þá verða seldir ostar þar | á meðal nýjar tegundir sem ekki | hafa ennþá komið á markað. I Kaupendur eiga kost á að bragða i ostana áður en þeir ákveða | kaupin. Væntanlegur er nú á markaðinn jarðarberjajógi, hrein jógúrt og léttmjólk, svo framan- lega sem samkomulag næst um verðlagningu og niðurgreiðslur. A hlutaveltunni verða margs- konar vinningar svo sem ávisanir á úttekt i Klakahöllinni, ostar og ostaskerar, ýmsar mjólkurvörur og nokkrir kvöldverðarvinningar á Hótel Sögu fyrir tvo Kynntarverða þrjár nýjar osta- tegundir: Rjómaostur írá Mjólk- urbúi Flóamanna og ostar frá Húsavik og Sauðárkróki. Komnar eru á markaðinn sér- stakar mjólkurumbúðir, sem gerðar voru i samráði við tann- verndamefnd Tryggingarstofn- unar rikisins. Sent hefur verið til grunnskólanna námsefni sem nefnist:,, Hvað verður um mjólk- ina hennar Huppu?” og dreift til nemenda i grunnskólum leiðbein- ingum um hollan morgunverð. Mjólkurframleiðendur standa aö mestu undir öllum kostnaði af starfsemi Mjólkurdagsnefndar. Innheimt er gjald, sem miðast hefur við sölu á nýmjólk á hverju samlagssvæði. I ár er gjaldið 50 auraraf seldum mjólkurlitra. Til að byrja með var mestu af fjár- magni Mjólkurdagsnefndar varið til auglýsinga. Nú hefur aukin áhersla verið lögð á fræðsluefni ýmiss konar svo sem útgáfu bæklinga, veggspjöld og kvik- myndir. —mhg °g öryrkja Prentvillupúkinn breytti 120 í 12 I forystugrein Þjóðviljans f gær varð prentvilla af verstu tegund. Þar- átti að standa að samkvæmt upplýsingum Kjararannsóknar- nefndar hefði kaupmáttur lág- markstekna lifeyrisþega hækkað um 120% frá 1970 til 1974 en árið 1970 var einmitt siðasta heila árið á 15 ára skeiði, sem ráðherrar Al- þýðuflokksins fóru óslitiö með heilbrigðis- og tryggingamál,1971- 1974 fór Alþýðubandalagið hins vegar með þessi mál i rfkisstjórn. og var Magnús Kjartansson heil- brigöis- og tryggingaráðherra. Þá meira en tvöfaldaðist kaup- máttur þeirra lágmarkstekna, sem aldraðir og öryrkjar fá greiddar hjá Tryggingastofnun rikisins. — Kaupmáttur þessara lágmarkstekna jókst um 120%. Prentvillupúkinn tók hins vegar núll aftan af, og geröi þannig 120% að 12%!! (Þaö skal tekiö fram, að prófarkir af forystu- greininni voru ekki lesnar af föstum prófarkalesurum blaös- ins). Til þess að ná okkur niðri á prentvillupúkanum, þá birtum við hér töluröð Kjararannsóknar- nefndar um þróun kaupmáttar lágmarkstekna lifeyrisþega frá 1970 til 1979 og er þá kaupmáttur- inn 1971 kallaður 100 stig. Þetta litur þá svona út: 1970 76,5 1971 100,0 1972 166,2 1973 163,8 1974 165,8 1975 159,9 1976 161,3 1977 180,0 1978 198,0 1979 195,2 Hreyfing á bridgemálefnum Einsog lesendur hafa séð, þykir umsjónarmanni ákaflega gaman að leika sér að tölum. Til aö mynda sagði ágætur maður að vinnslukostnaður við 1000 eintök af svipuðu bridgeblaði og siðast kom út, á vegum Jóhanns Þóris, kostaði i dag um 2 milljónir og væri þá flest tjnt til. Samkvæmt þessum upplýs- ingum standa þá eftir auglýs- ingalaun og sölulaun að upphæö ein milljón, miöað við 1500 áskrifendur. Einhvern tfma hefur verið gefið út blað fyrir minni laun. Frá BR Eftir 4 umferöir i aðalsveita- keppni félagsins, er staða efstu sveita þessi: stig 1. sv. Sævars Þorbjörnssonar69 2. sv. Hjalta Eliassonar 58 3. sv. Samvinnuferöa 57 4. sv. Aöalsteins Jörgensens 48 5 sv. SigurðarB. Þorsteins. 45 Keppni verðurframhaldið nk. miövikudag. Frá Bridgeklúbbi Akraness Nýlokiö er 3ja kvölda tvi- menningskeppni með þátttöku 20 para. Efstir urðu: stig 1. Halldór Sigurbjörnsson — Vigfús Sigurösson 377 2. Eirikur Jónsson — Karl Alfreðsson 370 3. Oliver Kristófersson — Þórir Leifsson 369 4. Guöjón Guðmundsson —- ÓlafurG. Olafsson 365 5. Arni Ingimundarson — Magnús Magnússon 356 6. Viktor Bjömsson — Þórður Ellasson 337 7. Bent Jónsson — Guðmundur Bjarnason 329 8. Guðmundur Sigurjónsson — JóhannLárusson 328 9. Pálmi Sveinsson — Þorvaldur Guömundsson 324 Meðalskor var 324 stig Fimmtudaginn 6. nóvember hófst haustsveitakeppni félags- ins. Spilaöir verða tveir 16 spila leikir á kvöldi. Frá Bridgedeild Barð- strendingafélagsins 1. umferö I Hraösveitakeppn- inni hófst I Domus Medica mánudaginn 3. nóvember með þátttöku 13 sveita. Staða sex efstu sveita eftir 1. umferð er þessi: 1. sv. Agústu Jónsdóttir 472 2. sv. óla Valdemarssonar 460 3. sv. Ragnars Björnssonar 456 4. sv. Einars ólafssonar 451 5. sv. Vikars Davlössonar 443 6. sv. Viðars Guömundssonar 433 Frá TBK Eftir 2 kvöld I hraðsveita- keppni félagsins, af 4, er staöa efstu sveita þessi: stig 1. sv. Gests Jónssonar 1319 2. sv. Ingvars Haukssonar 1133 3. sv. MargrétarÞóröar- dóttur 1119 4. sv. Ragnars Óskarssonar 1106 5. sv. Sigfúsar Sigurhjartarsonar 1100 Meðalskor 1080 stig. Keppni verður framhaldið nk. fimmtudag. Frá Bridgefél. kvenna Eftir 4 kvöld af 8 I barometer- tvimenningskeppni félagsins (16 umferðir) er staða efstu para þessi: 1. Halla—Kristjana 364 2. Elin— Sigrún 326 3. Gunnþórunn—Ingunn 255 4. Vigdls-Hugborg 249 5. Sigrfður—Ingibjörg 231 6. Alda—Nanna 204 7. Aldis—Soffia 174 8. Margrét—Júliana 170 9. Steinunn—Þorgerður 147 10. Ólafia—Ingunn 103 Frá Bridgefél. Reyðar- fjarðar og Eskifjarðar Aðalfundur félagsins var haldinn 7. okt., sl. og var þá kjörin ný stjórn. Hún er þannig skipuð: Guðmundur Baldurs- son, formaður, Áskell Jónsson gjaldkeri, Davið Baldursson ritari, Auðbergur Jónsson, með stj. Fjóröu og sfðustu umferð I tvimenningskeppninni lauk fyrir skemmstu. Var hún úr- tökumótfyrir Austurlandsmót i tvimenning, e fór fram dagana 31. okt., og 1. nóv. sl. Atta efstu pörin unnu sér rétt til þátttöku: Kristmann—Þorsteinn 968, Jó- hann—Hafsteinn 918, Aðal- steinn—Sölvi 909, Guð- mundur —Áskell 909, Daviö—Auðbergur 899, Hall- g r I m u r — K r is t j á n 886, Friðjón—Jónas 864 og Gisli—Guöni 838. db. Frá Ásunum Spilaö verður að venju á mánudaginn kemur hjá As- um. Spilamennska hefst kl. 19.30. Spilað er i Fél.-heim. Kópavogs. Ollum frjálst að mæta. SI. þriðjudag héldu Sam- vinnuferðir-Landsýn kynn- ingarfund meö umsjónarmönn- um helstu bridgeþáttanna í dag- blööunum. A fundinum kynntu þeir nýstofnaöa bridgesveit, sem keppir undir nafni Sam- vinnuferða-Landsýnar. Þessir skipa sveitina: Helgi Jóhanns- son, Björn Eysteinsson, Þorgeir P. Eyjólfsson, Sverrir Ar- mannsson og Guðmundur Páll Arnarson. Ýmsir fróðlegir punktar komu fram hjá Helga Jóhanns- syni (er starfar hjá Samvinnu- ferðum) I sambandi við almenn bridgemálefni. Helgi skýrði frá þeim möguleika, hvernig hægt væri fyrir lltinn kostnað að fara til keppni utanlands. Tók hann sem dæmi að feröalag til Diisseldorf kostaði I dag kr. 167.000.- pr. mann, og þaðan væri hægt að ferðast með lest til allra helstu staöa i V-Evrópu, með litlum tilkostnaöi. Eina skilyröiö væri að 10 manns eða fleiri færu þá för hverju sinni. Nú um miðjan nóvember er stórmót haldiö I Munchen og héðan fara alla vega tveir kepp- andur, Asmundur Pálsson og Þórarinn Sigþórsson. Ef hópur- inn væri 10 manns eða fleiri, væri kostnaðurinn kr. 200.000.- pr. mann, I staö kr. 400.000,- pr. mann, sem Asmundur og Þórarinn greiða. Ennþá er opið fyrir þátttak- endur að fara i þessa för, á kr. 200.000,- pr. mann, ef nógu margir hafa áhuga. Eftir áramót hafa Samvinnu- ferðir-Landsýn í samráði við Hótel Borgarnes i hyggju að efna til stórmóts, með geysihá- um verðlaunum. Er talað um eina milljón I 1. verðlaun, og tvær milljónir I heildarverð- laun. Gisting væri fri á hótelinu, en matarpakki seldur keppend- um. Þátttökugjald væri i al- gjöru lágmarki, eða kr. 10—15.000. pr. keppanda. I mars og april er fyrirhuguð helgarferð til London fyrir bridgemenn og er verið að kanna hvaða mót eru i boöi þá daga. Helgi sagöi einnig, að mögu- leikar væru á samskiptum við Ira á sviöi bridgemála, að við færum þangað og þeir kæmu hingað, á breiöum grundvelli. Þær ferðir myndu vera ódýrar og tilvaldar fyrir alla fjölskyld- una. Einnig væru möguleikar á ýmsu öðru, og hvatti Helgi bridgespilara t2 að hafa sam- band við Samvinnuferðir-Land- sýn, ef þeir vissu um einhver mót sem viöráöanleg eru. Helgi minnti á vel heppnaða för til Júgóslaviu, sem fjórir ungir bridgespilarar fóru 1 sumar og stóðu sig frábærlega veli. Náðu 2. sæti i sveita.og tvi- menningskeppninni. Þó var mótiö vel skipaö spilurum og nægir þar að nefna sjálfan stór- meistarann, Italann Giorgio Belladonna. Sú för var skipu- lögö af Samvinnuferðum-Land- sýn og þurftu spilarar að greiöa um kr. 100.000,- úr eigin vasa. Odýrt það. Ohætt er að fullyrða, að áhugi Samvinnuferða-Landsýnar á bridgemálum almennt koma til með aö setja mikinn fjörkipp i bridgemálefni okkar. Er von- andi að fleiri sýni áhuga á þess- um málum, til aö mynda Bridgesambandsstjórn, þvi samkvæmt lögum eiga þeir að hafa forgang um samskipti okkar á erlendri grundu. Endurvakning Bridge- blaðs? Mikill áhugi viröist vera sprottinn á nýjan leik. á endur- útgáfu fréttarits um bridge. Til- tölulega þröngur hópur manna hér á höfuðborgarsvæöinu hefur að undanförnu kannað á þessu máli ýmsar þröngar hliðar og virðist niðurstaðan vera sú, að grundvöllur sé fyrir útgáfu. Gott dæmi um útgáfu sliks sérrits er SKÁK-blaöiö, sem Jóhann Þórir Jónsson stendur aö. Fastir áskrifendur eru um 1500manns, en blaðið er prentað I um 2.500 eintökum. Hvert blað er selt á 2.000. kr. en hækkar sennilega eftir áramót I kr. 2.5000 pr. eintak. Ef við gerum ráð fyrir aö BRIDGE-blaö nái sömu út- breiðsluog SKAK-blað, eöa 1500 áskrifendum, litur dæmið þannig út, að sölulaun af hverju blaði eru samkvæmt nv. áskriftargjaldi, um 3 milljónir króna. Tekjur af auglýsingum eru þá eftir, og hér i minni sveit i gamla daga, þá dugöu þær langleiöina til aö þekja prent- kostnaö. Sennilega er þetta ekki eins I dag I þessarri sveit (tim- arnir breytast og mennirnir með). En samt sem áður hlýtur útgáfa sérrits um bridge ætiðað standa og falla með þeim sem hafa umsjón hverju sinni meö útgáfunni.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.