Þjóðviljinn - 20.01.1981, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 20.01.1981, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 20. janúar 1981 þjöÐVILJlNN — SIÐA 3 Sjálfstæðismenn um skoðanakönnun Dagblaðsins: Fólk hefur látið blekkiast Ólafur G. Einarsson „Það kemur mér á óvart að stjórnin skuli hafa þetta fylgi. Það á eftir að koma i ljós að þær aðgerðir stjórnarinnar, sem nú gefa henni byr, eru litilvægar. Þegar menn átta sig á þvi mun dæmið snúast við”. — Ýta þessi úrslit ekki undir það aö Geir Hallgrimsson eigi að hætta sem formaður? „Mér finnst þau ekki segja neitt i þá áttina. Fólk hefur látið blekkjast af aðgerðum stjórnar- innar, og ómögulegt að tengja þetta formennsku i Sjálfstæðis- flokknum”. — Ert þú stuðningsmaður Geirs? „Ég hef unnið mikið með hon- um og styð hann meðan hann gegnir þvi starfi”. — Munt þú kannski fylgja framboði Matthiasar A. Mathie- sen til formanns? „Nú þykir mér þú vera gaman- samur”. — Hvortstyður þú Matthiaseða Geir? „Ég vil ekki svara þessari spurningu”. Bó Þorvaldur Garðar Kristjáns- son „Ég hef ekki enn séð þessa skoðanakönnun og vil þvi ekki tjá mig um hana”. — 1 henni kemur fram, að að- eins 20,8% þeirra sem spurðir eru segjast andvigir rikisstjórninni. Er þetta ekki skýr ábending um, að Geir Hallgrimsson eigi að hætta sem formaður? „Það er ekki gott að segja. Það má lita á þetta á tvennan hátt”. — Ert þú haröur stuðnings- maður Geirs? „Ég gef engar yfirlýsingar um það”. Bó Matthías Bjarnason „Tek þessa niðurstöðu alls ekk- ert alvarlega. Ég veit ekki hvern- ig að þessari könnun er unniö. Það er hægt að spyrja á marga vegu. Ef menn eru hlyntir stjórn- inni geta þeir hagrætt spurning- unum á þann veg að niður- staðan verði henni i vil”. — En ef úrslitin væru i sam- ræmi við sannleikann, ýta þau ekki undir það sjónarmið, að Geir Hallgrimsson verði látinn hætta sem formaður flokksins? „Ég hef ekki hugmynd um það. Það er landsfundar að ákveða það”. — Ætlar þú að gefa kost á þér til formanns? „Nei, alls ekki”. — Munt þú styðja framboð Matthiasar A. Mathiesen? „Hann hefur ekki rætt um framboð við mig”. Halldór Blöndal Hvernig litur þú á úrslit skoð- anakönnunar Dagblaðsins? „Dagblaðið hefur greinilega talað við öðruvisi fólk en ég. Ann- ars hef ég ekki séð þessa könnun og veit ekki hvemig Dagblaðið spurði nákvæmlega. Það er kom- inn timi til að reglur veröi settar um skoðanakannanir, þvi eins og þær hafa verið unnar af Dagblað- inu og Visi er ekkert að marka þær”. Ef niöurstöður könnunarinnar eru réttar ýtir það ekki undir það sjónarmið, að Geir Hallgrimsson láti af formennsku á landsfundi? „Ég skil vel að þeir á Þjóðvilj- anum skuli hafa áhuga á að Geir hætti. Þeirra maður er Gunnar Thoroddsen. — Styöur þú Geir? ,,Ég er stuðningsmaður allra — Þú ert ennþá haröur Geirs- maður? „Ég hef stutt formann Sjálf- stæðisflokksins og starfaö með honum. Hins vegar mun ég styðja og starfa með hverjum þeim manni, sem kjörinn er lýðræðis- legri kosningu formaður Sjálf- stæöisflokksins. —Bó þeirra sem berjast tyrir hugsjón- um Sjálfstæðisflokksins”. — Munt þú þá kjósa Matthias A. Mathiesen? „Ef Geir Hallgrimsáon gefur kost á sér mun ég styðja hann”. Bó Friðrik Sóphusson „Mér þykir ekki óeðlilegt, að stjómin bæti stöðu sina frá þvi i haustmeð efnahagsaðgerðum, sem fólkið hefur beðið eftir. Fögnuðurinn virðist fyrst og fremst byggjast á þvi, aö eftir 11 mánaða dvala vaknar stjórnin til lifsins, þannig að þetta er eins konar upprisuhátiö. Sjálfsagt renna samt tvær gri'mur á einhverja, þegar þeir átta sig á, að niðurtalning verð- bólgunnar fellst aöeins i þvi að hjakka i sama veröbólgufarinu. Og þetta er gert með þvi einu að lóga síðustu umsömdu launa- hækkunum. Þessi skoðanakönnun er mark- tæk að þvi leyti, að hún sýnir betri stöðu stjórnarinnar nú en fyrir aðgeröirnar. En það sem skiptir öllu máli fyrir stjórnmálaflokk- ana eru úrslit næstu kosninga, en fyrir þær verður mikið vatn runn- iö til sjávar”. — Sýna þessar niðurstööur ekki að það er rétt sem Gunnar Thoroddsen hélt fram i sjónvarp- inu að Geir Hallgrimsson styðst aöeins við flokksbrot? „Eins og allir vita eiga flokks- menn Sjálfstæðisflokksins ekki allir samleiði afstöðunni til rikis- stjórnarinnar. Menn eru með stjörninni i einu máli en gegn i öðru. Margir vilja frekar þessar aögerðir en engar. Ég held að andstaðan við þær séu ekki sist i röðum Alþýðubandalagsins”. — Nú kemur fram að mun fleiri styðja rikisstjórnina en efnahags- aðgerðirnar, samkvæmt könnun Dagblsösins. Bendir þaö ekki til þess að Geir beri að hætta for- mennsku? „Þetta sýnir nauösyn þess aö við ræðum og leiðum til lykta innri vandamál flokksins sem fyrst”. — Styður þú framboö Matthi- asar Mathiesen til formanns? „Um það hef ég enga ákvörðun tekið”. — Ertu þá haröur fylgismaöur Geirs? „Ég styð þá forystu sem við höfum. Ég hef aldrei verið sjálf- stæðismaður vegna þess að Geir eða Gunnar eru i forystu. Ég er stuðningsmaður hugsjóna flokks- ins. Bó Friðjón Þórðarson „Ég hef ekki nema allt gott um úrslit þessarar skoðanakönnunar að segja og fagna þeim. Ég hef trú á þvi, að ráöstöfunum rikis- stjórnarinnar i efnahagsmálum, sem gerðar voru á gamlárdag sé fagnað af skynsamari mönnum um land allt. Ég tel þvi stöðu stjórnarinnar sterka”. Bó Ritstjóri Alþýðublaðsins grípur til ósanninda: GRÓFAR FALSANIR Ritstjóri Alþýðublaðsins gerir sig sekan um grófar falsanir er hann gerir tilraun til þess i blaöi slnu sl. laugardag að ieggja aö jöfnu efnahagsáætlun núver- andi rikisstjómar og kaupráns- lög Geirs Hallgrfmssonar 1978. Jón Baldvin Hannibalsson leggst svo lágt aö staöhæfa gegn betri vitund aö iægstu laun hafi ckki veriö skert meö febrúar- lögunum ’78. Þetta er rangt eins og fjölmargt annaö f þessum fjarstæöukcnnda santanburöi. 1 lýsingu sinni á febrúarlög- unum ’78 segir ritstjóri Alþýöu- blaðsins: „Veröbætur á laun voru skert. Þó komu fullar veröbætur á lægstu laun. (feitletrun Alþýðu- hlaðsins — aths. Þiv.). Viö til- tekna launaupphæð voru verð- bætur skertár um helming. Þessar ráöstafanir áttu að gilda i eitt ár. Aöferöin var sú, að rifta kjarasamningum með lögumi’. Hið rétta er, að lægstu laun voru einnig stórskert. Megin- reglan var að verðbætur skyldu helmingast l. mars, 1. júni, 1. septemberog l. desember 1978. 1 annarri grein frumvarpsins var þaö ákvæði að „sú krónu- töluhækkun verðbóta, sem laun- þegi fær samanlagt, frá byrjun greiðslutlmabils fyrir dagvinnu, yfirvinnu, ákvæðisvinnu og ann- aö, skal aldrei vera minni en svarar 880 kr. á mánuði fyrir hvert 1%, sem öil hækkun verð- bótavisitölu að meðtöldum verðbótaauka hefur numiö hverju sinni samkvæmt út- reikningi Kauplagsnefndar.”. Skerðing á yfirvinnu Litum á hvernig þessi regla kom út í raunveruleikanum. 1. mars 1978 átti að greiöa 10% launahækkun i verðbætur vegna verðlagshækkana siðustu þrjá mánuöi. Samkvæmt frumvarp- inu urðu þessar veröbætur 5% almennt, en þó aldrei lægri en kr. 8.800. Þetta þýddi að maður meö 150 þús. kr. heildartekjur á mánuði árið 1978 fékk aöeins 8.800 kr., en átti að fá 15 þúsund kr. Skerðingin nam 6.200 kr.. Maður með 100 þúsund kr. mánaðarlaun, en sú upphæö hlýtur aö teljast hafa verið „lægstu laun” ’78, fékk sömu- leiöis 1. mars aðeins 8.800 kr. i verðbætur. Skerðingin nam 1200 kr. Ekki kom heldur til greina að fólk gæti bjargað sér með yfir- vinnu, en meðalvinnustunda- fjöldi innan ASÍ er sem kunnugt er um 50 stundir. Maður með 100 þúsund kr. mánaðarlaun fyrir dagvinnu og 50 þúsund kr. i' yfir- vinnufékk l.mars 1978kr. 8.800, en átti samkvæmt samningum að fá 15 þúsund kr. i veröbætur. Skerðingin nam 6.200. Skerðing á lægstu laun Ef fullyrðing Jóns Baldvins Hannibalssonar um aö þó hafi komiö „fullar verðbætur á lægstu laun” ætti að standast þá hefðu lægstu mánaðarlaun i febrúar 1978 átt aö vera 88 þús- und krónur. Káúpið var að vi'su lágt þá en ekki svo lágt. 1. taxti verkamanna — algjör byrj- endalaun — var þá 24.440 kr. á viku, eöa 97.600 á mánuði fyrir dagvinnu. Samkvæmt samning- um átti maður á þessum laun- um, 97.600 kr. á mánuði, að fá 1. mars 1978 9760 kr. en fékk að- eins 8800 kr..Skerðingin á allra lægstu dagvinnuiaunum varð þvi 960 kr.. Á ylirvinnu lág- launamannsins kom full skerö- ing. Samskonar skerðing átti svo samkvæmt kaupránslögunum aðkoma l. júní, 1. september og 1. desémber,en kaupráninu var hnekkt i kosningum um sumar- iö. Rétt fyrir kosningarnar voru kaupránslögin milduð gagnvart láglaunafólki, en skerðingunni á yfirvinnuna var haldið. Skerðing á bótagreiðslur Það er einnig rangt hjá rit- stjóra Alþýöublaösins, að öldr- uöum og öryrkjum hafi verið hliftmeð kaupránslögunum ’78. Samkvæmt febrúarlögunum áttu bætur til þessa fólks að skeröast með sama hætti og laun útallt áriö. Þó var kveðið á um að sjálf tekjutryggingin og heimilisuppbótin skyldu þann 1. mars hækka um 2 prósentustig umfram hækkun almennra bóta. Þetta gilti þó samkvæmt frumvarpinu aðeins þann 1. mars, en ekki 1. júni, 1. sept. og 1. des.. Barnabætur áttu sam- kvæmt frumvarpinu að hækka um 5%. 3% i verðbólgu Kjaraskerðingin i kaupráns- lögunum út áriö nam um 15 til 20%, en það er svipuð kaup- lækkun og Alþýðuflokksmenn töldu nauösynlega samkvæmt frumvarpi þvi til laga sem lagt var fram i Alþýðublaöinu i desember 1978. Hið merkilegasta af öllu i efnahagsráðstöfunum rikis- stjómar Geirs Hallgrimssonar i ' febrúar 1978 var þó aö allt þetta strið sem út i var lagt gegn verðbólgunniátti aö koma henni i árslok úr 40% niöur i 37%. Það* var nú allur árangurinn, sem átti að nást, skv. opinberum spám.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.