Þjóðviljinn - 20.01.1981, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 20.01.1981, Blaðsíða 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 20. janúar 1981 UOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýds- hreyfingar og þjódfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Kramkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann. Kitstiórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Auglýsingastjóri: Þorgeir Ólafsson. Umsjónarmaöur sunnudagsblaös: Guöjón Friðriksson. Afgreiðslustjóri: Valþór Hlööversson. Blaöamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Ingi björg Haraldsdóttir, Kristin Astgeirsdóttir, Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórsson. iþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. Útlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson. I.jósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elisson. Ilandrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. Auglýsingar: Svanhildur Bjarnadóttir. Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir, Jóhannes Haröarson. Afgreiösla: Kristín Pétursdóttir, Bára Siguröardóttir. Simavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigriður Kristjánsdóttir. Bilstjóri: Sigrún Báröardóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. útkeyrsla, afgreiösla og auglýsingar: Siöumúla 6, Keykjavik. simi 8 13 33. Prentun: Blaöaprent hf. Sterk staða % Úrslit Dagblaðskönnunar um afstöðu til ríkis- stjórnarinnar benda eindregiðtil þess að lýðhylli hennar hafi enn vaxið á síðustu vikum. Sjálfsagt er að taka kannanir af þessu tagi ekki bókstaf lega, en það mun nú orðið býsna almennt viðhorf, að þær gefi vísbendingar um skoðanastrauma meðal kjósenda. Á hitt er svo að líta að stundum hafa síðdegisblöðin farið ansi nærri raun- veruleikanum er þau hafa verið að kanna hug fólks til ýmissa mála. Sé svo að þessu sinni hefur ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen tryggt sér veglegan sess í Heims- metabókinni. • Rikisstjórnin nýtur nú stuðnings þriggja af hverjum fjórum landsmönnum ef trúa má niðurstöðum Dag- blaðsins. Það má komast af með minna. Þó eru hveiti- brauðsdagarnir liðnir og kominn sá tími þegar almenn- ingsálitið fer að verða óvægið í garð ríkisstjórna sam- kvæmt venju. Og þá bregður svo við að lýðhylli stjórnar- innar er meiri en mörgum þykir hollt. • Ástæðurnar eru margar. Vmsir þættir efnahags- áætlunarinnar frá áramótunum hafa mælst vel fyrir. Samstaða stjórnarliða hef ur verið góð. Fólk treystir ekki öðrum betur til þess að stjórna landinu en núverandi stjórnarherrum. Albert Guðmundsson alþingismaður hitti naglann á höf uðið þegar hann kvaðst ekki vilja taka þátt í að steypa landinu í stjórnarkreppu og stjórnleysi. Meðan ekki væri boðið upp á betri kosti og nýjan þing- meirihluta ætlaði hann sér ekki að fella ríkisstjórnina. Þar orðaði hann afstöðu stórs hóps meðal kjósenda. • Stjórnarandstaðan á einnig sinn stóra þátt í lýðhylli ríkisstjórnarinnar. Hún hef ur verið með slíkum eymdar- brag að leita þarf langt aftur í tímann að samjöfnuði. Eina f ramlag hennar hefur verið nöldur um formsatriði og hrakspár um að senn fari að halla undan fæti hjá stjórninni. En stjórnarlandið reis um áramótin þvert ofan í spár stjórnarandstöðunnar, og nú er það eina von Kjartans Jóhannssonar, formanns Alþýðuf lokksins, samkvæmt Dagblaðsviðtali að þegar líða taki á árið muni f ara að halla undan fæti hjá stjórnarliðum. En ætli það sé ekki sönnu nær að stjórnarandstaðan þurfi að taka sig verulega á, ef eitthvað á að verða eftir af henni þegar líða tekur á árið. • Sameiginlegar gönguferðir Geirs Hallgrímssonar og Kjartans Jóhannssonar á liðnu ári hafa ekki skilað þeim neinum árangri. Hinsvegar virðast göngutúrar þeirra um Bessastaðahlað og tvíburatal í sjónvarpi hafa sam- einað þorra landsmanna um að hafna leiftursókn undir merkjum hægri kratisma og óheftjar markaðshyggju. Flokksbrotið í sjónvarpsþætti á dögunum talaði forsætisráðherra um „flokksbrot Geirs Hallgrímssonar". I málgögnum „flokksbrotsins" hefur verið rætt um að þessi ummæli hafi verið frekleg móðgun og ekki sæmandi. Dagblaðs- könnunin á stuðningi við ríkisstjórnina bendir hinsvegar til þess að Gunnar Thoroddsen hafi aðeins verið að lýsa raunveruleikanum. # Sé gengið út frá því að Alþýðubandalagið og Fram- ^óknarflokkurinn hafi haldið fylgi sínu nokkurnveginn virðist Ijóst að tilflutningurinn frá septemberkönnun Dagblaðsins sé aðallega meðal stuðningsmanna Sjálf- stæðisflokksins. Ekki virðist út í hött að álykta að Gunnar Thoroddsen og hans menn njóti nú fylgis meira en helmings stuðningsmanna Sjálfstæðisf lokksins. # Raunar er hægt að ganga enn lengra og segja sem svo að haldi Alþýðuf lokkurinn ennþá um 12—13% fylgi meðal kjósenda sitji Geir Hallgrímsson eftir með svipað f ylgi, ef aðeins eru taldir þeir sem af stöðu tóku og þeim óákveðnu sleppt. Og enn mætti halda áfram og segja að séu hinir óákveðnu teknir með í dæmið njóti "flokks- brot" Geirs Hallgrimssonar aðeins yfirlýsts stuðnings um 8% kjósenda. # Slíkir talnaleikir eru að sjálfsögðu meira gaman en alvara. En þeir sýna þó tilhneigingu í þá átt að f ylgið sé að hrynja af hinni formlegu forystu Sjálfstæðisflokks- ins. — ekh What kind of President will Ronaid Reagan ú | turn out to be? * •Judging from his record, he wii! appoint sound, expcriericed people as his aides and advisers in the White House and as the heads and subiieads of the various federai departments and agencies. When he was governor of California. he selected people who had demonstrated experíence and effectiveness, not just those who performed well in a political campaign or party. He wili strive to work with both parties in both houses of Congress to make the best decisions for the general good. ln his first news conference as klippt Reagan meö frú sinni I kosningaslag; yfir þeim stendur „Gerum Ameriku mikla aftur”. Og þegar stóri bróöir ætlar aö gerast enn stærri.... Forsetakœti Nú er Reagan að taka viö stjórnartaumum og það er gert mikið stáss með forsetann nýja j öngvar upplýsingar verða of smáar i blöðum þegar slikir valdhafarriða i garð. Það verða i sambandi við embættistökuna kertaljósakvöldverðir og tekin verða upp meiri flottheit i klæðaburði en tiðkuðust i tið Carters , og frú Nancy mun haldaveislu fyrir 7000finar frúr og Frank Sinatra verður veislu- stjóri þótt hann sé flæktur i mafiuna. Og það er rifjaðupp að þegar Reagan var i skóla orti hann kvæöi; þar stendur; Hvers vegna gegnvætir sorgin okkur þegar náungi okkar gefur upp öndina? Hann hefur aöeins haft skipti á dapurlegum útfararsálmi „ lífsánst og eiliföarlifi i song.... Og við fáum myndir af stfg- vélum forsetans og kommóðu frúarinnar og þvi er upp ljóstrað að þau kalla hvort annað hunangið sitt og að Nancy hefði helst viljað að Ronald bæði um hönd hennar syngjandi á úkúlele i eintrjáningi og margt fleira er tint saman sem er bæði fróðlegt og skemmtilegt og þó ekki, eins og einu sinni var að orði kveðið i útvarpinu. Hamingjusamir menn Það var lika nokkuð spaugileg umræöa um Reagan og ráð- herra hans og embættismenn i sjónvarpinu á föstudaginn var. I þeim þætti sátu Varðbergir tveir, Guðmundur H. Garðars- son og Halldór Valdimarsson og sögðu álitsittá forsetanum nýja og ráðgjöfum hans. Og það vildi svo skemmtilega til, að þarna voru loks fundnir tveir menn islenskir sem voru hæstánægðir með samanlagöan leiðtogahóp stórveldis og er vist sannarlega mál til komið eftir allan þann fýiupokahátt og gagnrýnis- áráttur sem uppi hafa verið um ráðamenn heimsins nú um stund. Bar þar engan skuggann á Nei, Varðbergirnir tveir hefðu eins getað sagt um nýja stjórnendur Bandarikjanna og segir i kvæðinu: bar þar ekki skuggann á. Þetta voru allt saman reyndir menn og höfðu sýnt það i starfi að þeir væru til mikils visir. Þeir mundu efla og bæta, styðja og styrkja. Þeir voru góðir drengir i frjálshyggj- unni og alveg lausir við smásál- arskap og nisku viðjierinn. Þeir mundu taka Rússa föstum tök- um og sömuleiðis atvinnulifið. Þeir mundu dreifa valdi en efla þó vald Bandarikjanna og forystuhlutverk. Þeir mundu hafa yfirsýn og festu og skarp- skyggni. Alveg sammála Tveim dögum eftir þennan bjartsýna og elskulega þátt berst inn um póstlúguna ritling- ur sem eins og dregur saman i örfáum setningum alla þá sæt- súpu um Reagan, sem þeir Guð- mundur og Halldór kokkuðu ofan i landsmenn á föstudags- kvöldið. Þar segir: „Hvers konar forseti mun Ronald Reagan reynast? Ef dæma má af ferli hans hingað til, mun hann skipa trausta og reynda menn sér til hjálpar og ráðgjafar i Hvita húsinu sem og yíirmenn ráðu- neyta og alrikisstofnana... Hann mun leitast við að vinna með báðum flokkum i báðum deildum þingsins að þvi að taka hinar bestu ákvarðanir til al- mannaheilla”. Þetta stendur i bæklingi um Reagan sem Bandariska upplýsingaþjónustan sendir frá sér, útgefandi er skráður Inter- national, Communication Agency. Heimsslita- klukkunni flýtt Þvi miöur er það nú svo, að ekki eru allir jafnhrifnir af þeim fyrirheitum sem felast i valda- töku Ronalds Reagans. Reagan og hans menn eru liklegir til að vera svo „eindrægir” (orðalag sjónvarpsþáttarins) i hermál- um, aö þeir muni fjölga veru- lega möguleikum mannkyns á að drepa sig fyrir slysni i atóm- striði. Þeir bandariskir kjarn- orkuvisindamenn sem gefa út hið þekkta timarit „Bulletin of Atomic Scientists” hafa einmitt núna séð ástæðu til að færa fram visana á svonefndri heimsslita- klukku sinni sem þeir hafa framan á riti sinu til að minna á hættu á kjarnorkustriði. Klukku þessa vantar nú fjórar minútur i tólf — og tólf þýðir þá atómstrið. Annars hafði þessi klukka um1 átta ára skeið sýnt timann sjö mínútur i tólf. -----------«9 Viöunandi örbirgö Og nokkur hundruð miljóna manna sem búa við sára örbirgð undir gölluðu eða svivirðilegu stjórnarfari i Rómönsku Ameriku munu heldur ekki hafa neina sérstaka ástæðu til að fagna þeirri „eindrægni” sem Reagansliðið hefur boðað i mál- | efnum þeirra. Vegna þess að • þetta fólk á fyrst og fremst von I á þvi, að Bandarikin beiti auði, j herstyrk og pólitisku valdi sinu | til þess að styðja við bakið á ■ „hefðbundnum harðstjórum”, I hjálpa þeim til að halda I óbreyttu ástandi, sem af | kurteisi er nefnd „örbirgð sem ■ fólkið þekkir og getur þvi sætt i sig við” eins og væntanlegur I sendiherra Bandarikjanna hjá | Sameinuðu þjóðunum kveður að ■ orði. | Menn hafa undanfarin I misseri verið ólatir við að telja | upp ýmislegt það sem úrskeiðis , hefur farið i stjórnartið Jimmy i Carters. En allt þekkist af sam- I anburði; má vera að ekki liði á | löngu áður en furðu margir , vakni upp við þann gamla vonda • draum sem lýst hefur verið með I svofelldum orðum: enginn veit [ hvað átt hefur fyrr en misst hef- ■ ur.... | áb I skorið Þetta eru stigvél Reagans j engar upplýsingar veröa of smáar þegar valdhafar rlöa I garö.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.