Þjóðviljinn - 20.01.1981, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 20.01.1981, Blaðsíða 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 20. janúar 1981 Kveðjuorö Davíð Davíðsson Sellátrum Tálknafírdi Fæddur 26.8.1903— Dáinn 11.1. 1981 Þaö eru nú komnir hátt i tveir áratugir siðan leiöir okkar Daviðs . Daviössonar frá Sellátrum i Tálknafiröi lágu fyrst saman. Ég var þá við störf hjá innflutnings- fyrirtæki i Reykjavik en hann var staddur syðra að reka erindi sveitarfélags sins. Þessi fyrsta viðkynning varð mér, ungum manni, ákaflega ánægjuleg og þá kynntist ég fyrst hver mann- kostamaður hér var á ferð. Það, sem hann sagði, stóð. Nú, er hann fellur frá, var hann enn starfandi sveitarstjórnar- maður á Tálknafirði, orðinn i hópi elstu manna á Islandi er að þeim málum vinna, en enn starfhæfur vel. Það hefur löngum verið lán hinna litlu sjávarplássa á Vest- fjórðum að eiga sér ötula og dug- lega sveitarstjórnarmenn, sem ætið eru reiðubúnir að leggja sveitarfélögum sinum allt það er þeir mega og spurðu ekki að verkalaunum. Þennan hóp manna fyllti Davið með sóma, enda sýndu sveitungar hans honum það traust, eitt sinn er kosið var óhlutbundinni kosningu að Davið hlaut vel yfir 90% at- kvæða. Leiðir okkar Daviðs lágu siðan aftur saman er ég fluttist aftur vestur á firði, þá á vettvangi kjör- dæmisráðs Alþýðubandalagsins. Þær eru orðnar margar kjör- dæmisráðstefnurnar, er við höfum setið saman. Daviö tók virkan þátt i störfum á þeim vett- vangi. Hann fór þar ekki með hávaða eða óskapagangj, en það munaði um störf hans og tillögu- góður var hann og mannasættir. Nú skilur leiðir. Hér að leiðar- lokum vil ég nota þetta tækifæri til að þakka Davið langa og góða vináttu, vináttu, sem aldrei bar skugga á. Jafnframt þakka ég fyrir hönd okkar félaga i Kjör- dæmisráöi Alþýðubandalagsins á Vestfjörðum langa og dygga samfylgd og mikil og góð störf, sem hann leysti af hendi fyrir flokk okkar. Eftirlifandi eigin- konu, börnum og öðrum ætt- ingjum og venslafólki votta ég mina dýpstu samúð. Guðvarður Kjartansson, Flateyri. Þar heitir á Kóngsengjum i örlygshöfn og verður grasspretta óviða meiri á Vestfjörðum. Berar skriður setja sinn sterka svip á brattar hliðar Patreksfjarðar, en þegar komið er fyrir Hafnarmúl- ann blasir við sjónum undraland- ið, hiö sama og foröum birtist Orlygi Hrappssyni úr Suðureyj- um, vini heilags Kolumba. í Höfninni skartar náttiiran slnu fegursta, og viðlendar grundir rennisléttar gleðja búmannsaugu. Þar má heyra grös gróa sumar- langan daginn og i lofti sá kliður fugla sem stillir flest mannanna mein. Þar á Kóngsengjum stóö um aldamótin siðustu litill bær sem nú er fallinn fyrir margt löngu. Þótt við vitum það ekki, þá býður okkur i grun að ilmur jarð- ar og kliður loftsins hafi átt hlut að samdrætti bóndasonarins unga á Kóngsengjum árið 1902 og hús- konu á besta aldri, sem þó var nær helmingi eldri en hann. — Hitt vitum viö með vissu að af þeim samdrætti kviknaði lif, sem margur mátti síöar fagna þótt e.t.v. hafi valdi nokkrum kviða i fyrstu. Þar var upphaf Davíðs Daviðs- sonar, sem nú i nær 40 ár hefur búið að Sellátrum i Tálknafirði, en er til grafar borinn i dag að Stóra-Laugardal þar I sveit. Davið fæddist 26. ágúst 1903 að Kvlgindisdal í Patreksfirði. Foreldrar Davlös voru Davíð Jóhannes Jónsson, þá 19 ára bondasonur á Kóngsengjum og löngum kenndur við þann bæ, og Elin Ebenezerdóttir frá Barða- strönd, þá 36 ára gömul. Ekki var Davíð Davíðssyni búin löng vist i Kvigindisdal þar sem móðir hans haföi fengið skjól til að fæða barnið á heimili þeirra hjóna Jóns Árnasonar Thorodd- sen og Sigurlinu Sigurðardóttur. Þótt ungur væri kunni Davíð Jónsson að sjá ráð gott fyrir barnfugli slnum og kom drengn- um I fóstur til hjónanna Ólafs Asbjörnssonar og Kristinar Magnúsdóttur, sem þá bjuggu að Láganúpi I Kollsvík þar I Rauða- sandshreppi. Þangað var Davíö Daviösson fluttur 3ja vikna gamall og upp frá þvi mátti hann kallast fóstursonur þeirra hjóna og taldi sig lánsaman. Fyrstu minningar slnar átti Davið Davlðsson úr Kollsvik. Þar lék hann ungur að legg og skel, og varö snemma þátttakandi i margvislegu bjástri mannanna fyrir bjargræði sínu. í íltvikum svarrar brimið við túnfótinn á köldum vetri og I huga barnsins magnast kynjaveröld sögu og sagna. Þá hendir það stundum að frá sjónum heyrist skröngl i fjörulalla og rétt i svip bregöur ókindinni fyrir. —- En I birtu vorsins er best að sitja uppi á Hnífum. Þar renna saman i eitt dásemdir himins, lands og hafs. Upphiminn vekur drauma, úthafið seiðir, en kargir öldubrjótar, útskagar landsins frá Bjargtöngum norður að Straumnesi, færa styrk i geðið og þann dug sem jarðbundinn er. Tiu ára gamall flutti Davið meö fósturforeldrum slnum burt úr Kollsvik og að Vesturbotni I Patreksfiröi. Einn dag um haust er hann sendur þaðan i kaupstað út á Vatneyri, rúmlega tveggja tima gang hvora leið. Hann stendur I kaupmanns- búðinni á Vatneyri, ellefu ára drengur, og heyrir á tal manna. — Þeir tala um striöið. Heims- styrjöld hefur brotist út. Frans Ferdinand var skotinn í Sarajevo. — Davið Daviösson hugsar sitt. Hann lýkur erindum og snýr heim með poka á baki og annan i fyrir. Hann vissi áður að veröldin var stór og um sumt ill, nú sá hann hana i nýju ljósi. Uppi á Hnifum rikti friður, en I útlöndum bárust menn á banaspjót og blóð rann. Það eru þungir þankar er sækja á ungan dreng sem gengur með kaupstaðarvöru i tveimur pokum, stundum svellaða fjöru, stundum bakkana á kafi i snjó. — Og árin liöa. Fóstursyninum I Vesturbotni vaxa kraftar og vit. A vetrum dvelur hann stundum um tima yfir I örlygshöfn á veg- um föður slns Davlðs á Kóngs- engjum og nýtur þar barna- fræðslu að þeirrar tiðar hætti. Sextán ára gamall heldur Davið Davlðsson úr garði I Vesturbotni og gerist heimilismaður hjá föður sinum, sem þá haföi fyrir þremur árum hafið búskap með Andreu Andrésdóttur af Barðaströnd. Þau eru á Kóngsengjum og I Hænuvík, en á *etrum stunda þeir feögar, Davlð->ldri og yngri, Hka smlðaryfir á Vatneyri, m.a. vib- geröir á skútunum hjá Olafi Jóhannessyni. Um tvitugsaldur heldur Davíö Daviðsson suður á land og stundar sjó hér syðra m.a. frá Vestmannaey jum. Þá var vor I verum. t Vestmannaeyjum kemst Davið i kynni við hina nýju verka- lýösbaráttu. Hann þekítti fátækt- ina, réttleysið og mannlega niðurlægingu og hugurinn stóð opinn fyrir boðskap um reisn vinnandi lýðs, um samtakamátt hins snauða fjölda, um nýtt jafn- réttisþjóðfélag þar sem enginn gæti dregið sér arö af annarra vinnu. Einkum var það Þorbjörn I Kirkjubæ þar i Vestmannaeyjum sem kom Davið á sporið. Og hinn ungi sjómaður frá Patreksfirði gekk heils hugar i flokk baráttu- manna verkalýðsins i Eyjum. Haustið 1925 er Davið I Reykja- vfk og ræður sig þá á togarann Leikni, sem ólafur Jóhannesson á Patreksfirði var aö hefja útgerð á, og var það upphaf togaraút- gerðar frá Patreksfirði. Undir lok ársins 1926 gengur Davið að eiga fyrri konu slna Sigurlinu Benediktsdðttur, dóttur Benedikts Sigurðssonar, skútu- skipstjóra á Patreksfirði. Þau hefja búskap á Patreksfirði I Vinamóti á Geirseyrinni, litlu hilsi sem þeir feðgar Davlð Daviðsson og faðir hans höfðu komið upp. Fyrst var búið i einu herbergi, en siðar þegar húsið var fullbuið bjó Davlð yngri i kjall- aranum, en faðir hans og stjúpa með sin börn á hæðinni. Svo var það 1935 að Davið flytur niður á Klifið, sem svo heitir á Patreksfirði, i nýtt hús er nefnt var Háteigur. Frá þvi Davlð var munstraöur á Leikni haustið 1925 hafði hann sjómennsku á togurum ólafs Jóhannessonar að aðalstarfi nær óslitið I um ellefu ár. En á sumrin leituöu togaramenn annarra starfa og var Davfð þá oft við smiðar en einnig stundum verk- stjóri bæði við vegagerð og viö framkvæmdir hjá hreppnum. Það fór lltið fyrir verkalýðs- baráttu á Patreksfirði á allra fyrstu árum togaraútgeröar þar, en Davíð geymdi logann rauða, sem hann haföi kynnst Í Vestmannaeyjum. Tvær tilraunir höfðu verið gerðar til þess að stofna verka- lýðsfélag á Patreksfirði en báðar runnið út I sandinn. Svo er það 1928 að menn ráðast I þriðju tilraunina til að koma á fót verkalýðsfélagi á Patreksfirði. Erindreki kemur frá Alþýðu- sambandi Vestfjarða, Halldór Ólafsson frá Gjögri, og eftir stofnfundinn flytur Davið hann norður á Sveinseyri á litilli trillu sem hann hafði komið sér upp. Davið fór I fyrstu samninga- nefndina. Þá var timakaup verkamanna á Patreksfirði aðeins tveir þriðju þess sem greitt var i Reykjavik, eða 80 aurar hjá karlmönnum og 50 aur- ar hjá konum. Samt treystu menn sér ekki til að gera kröfu um kauphækkun þá strax minnugir reynslu frá fyrri tilraunum til að koma á fót verkalýðsfélagi. En kröfurnar i fyrstu samning- um hins unga verkalýðsfélags snerust um forgangsrétt félags- manna til vinnu og um réttinn til að fá kaupið greitt út i peningum en ekki bara iinnskrift hjá verslun atvinnurekandans svo sem tiðk- ast hafði. Báðar þessar kröfur náðust fram. Ariö 1931 lá viö klofningi i verkalýðsfélaginu á Patreksfirði. Þá skiptust menn I flokka um það, hvort krefjast skyldu fimm aur- um meira eða minna á timann fyrir Istöku á vatninu, sem Vatns- eyrin dregur nafn af. Davlð var til sjós á Leikni um þessar mundir, en kom heim eftir strand við Kúðafljót þegar deilan stóð sem hæst. Hann skipaði sér I hóp þeirrasemharðarivorui kröfum, og lá nú við að fylkingar berðust. — Aö Iokum náðist það samkomu- lag að halda skyldi aöalfund i félaginu, og að stefna þeirra sem stjórnarkosningu ynnu þar skyldi viðurkennd af félaginu öllu i þessari deilu. Var nú hart sótt á báða bóga og um 200 manns á fundi I iitlu þorpi. Kosninguna unnu Davið og félagar hans en með örfárra atkvæða mun. Heimskreppan er á hæsta punkti og situr við dyr sérhvers alþýðuheimilis svo á Patreksfirði sem i öðrum plássum. En Davlð er ódeigur lýðstjóri. Eitt dæmi skal nefnt: — Það gengur illa aö selja verkaðan saltfisk, og Vatnseyrarfyrirtækiö áformar að selja fiskinn úr landi óverkaðan. Hvað er nu til ráða? Eiga nú allir að verða atvinnulausir sem á reitunum vinna? Nei, — verkalýðsfélagiö tekur sjálft að sér að verka fiskinn og nær um það samkomulagi við fyrirtækið, og atvinnuleysinu er bægt frá mörgum fátækum hús- um. Arið 1936 fer Davið endanlega I land. Hann hafði þá verið allmörg ár I stjórn verkalýðsfélagsins og verður nú formaður snemma árs 1937. Nú er hann störfum hlaðinn i félagsmálum, sem formaður verkalýðsfélagsins og i hrepps- nefnd siðan 1934, — sat þar til 1942. En þröngt er I búi með konu og þrjá syni unga, þvi ekki var þess að vænta að oddviti lýðsins sæti fyrir I atvinnusökum á krepputlmum, þegar margir máttu láta sér nægja snöpin ein. Og Davið hélt sinu Striki. Verklagni hans og verkkunnátta var alkunn á Patreksfirði og hennar naut hann oft, en galt ann- an timann baráttu sinnar fyrir málefnum verkafólks þegar um atvinnu var að tefla. Sem formaður verkalýðs- félagsins var Davið einnig i forystu fyrir Alþýðuflokkinn þar i '¦ plássinu. Alþýðuflokkurinn og Alþýðusambandið voru eitt. Davið var tryggur og kappsamur flokksmaður með góð tengsl við ýmsa forystumenn flokksins ann- ars staðar á Vestf jörðum og hér syðra. Margir pólitiskir sam- herjar sóttu hann heim væru þeir á ferð með strandferðaskipunum og I Háteigi var ráðum ráðið. A þessum árum sat hann nokk- ur þing Alþýðusambandsins sem þá voru einnig þing Alþýðuflokks- ins. Hann var róttækur I skoðun- um og jafnan til vinstri, en taldi að verkafólkið ætti allt að skipa sér i raðir Alþýðuflokksins og gera hann stóran og róttækan. Hann hafði oftast góða samvinnu við fámennan hóp kommúnista á Patreksfirði, en áleit réttast að þeir kæmu lika til starfa i Alþýðu- flokknum. Svo kom klofningurinn stóri 1938, þegar Héðinn Valdimarsson og margir fleiri úr Alþýðuflokkn- um gengu til samstarfs viö Kommúnistaflokkinn um myndun nýs Sameiningarflokks, en meirihluti Alþýðuflokksins snerist til harðrar andstöðu. Þá komst Davið I stóran pólitiskan vanda. — Tryggð hans við flokk sinn réð þó þvi að hann snerist gegn Héðni I þessum sviptingum. Og þarna um haustið eða vetur- inn 1938 er Davið staddur á ísa- firði vegna fundarhalda. Hann fær þá þær fréttir, að nú hafi kommúnistar og Héðinsmenn auglýst almennan fund á Patreksfirði og að þangaö sé von landskunnra ræöuskörunga að sunnan úr þeirra röðum til að klekkja ærlega á Alþýðuflokknum I þvi vigi sem hann átti á Patreks- firöi á þeirri tiö. Nú eru góð ráð dýr. -— Davið veit að ekki er kostur þess að fá forystumenn Alþýðuflokksins syðra til að mæta fyrirvaralaust á fund á Patreksfirði, og hann veit Hka að fátt kann aö verða um varnir af hálfu heimamanna sé hann sjálfur viðs f j'arri. En hvernig á hann að komast heim fyrir fundinn? Þá stóðu hvorki bilvegir né flugvélar til boða. Hann reikar um bryggjurnar á Isafirði. En skyldi hér vera nokk- ur fleyta, sem færi vestur á Patreksfjörð I kvöld eða i nótt. Fundinn á að halda á morgun! Og tilviljun er það, að þarna finnst loks bátur sem reyndar er að leggja af stað til Bildudals snemma um kvöldið. Davið Daviðsson hikar ekki, vindur sér um borð og þegar líður á nótt stendur hann á bryggjunni á Bfldudal. En nú fer báturinn ekki lengra. Og þótt maðurinn sé léttur upp á fótinn þá er of langt að hlaupa 30 kilómetra yfir tvo fjallvegi heim til Patreksfjarðar, ef fundinum á að ná. Hver skyldi eiga hesta hér? Og fyrr en varir hefur Daviö guðaö á glugga og vakið upp hjá góðum hestamanni. Hann er stiginn á bak og knýr hestinn sporum upp brattann sem leið liggur yfir Hálfdán. Hann riður léttan i náttmyrkri um Tálknaf jörð, og hefur vart grunað þa að þar yrði siðar ævi hans hálf. A Mikladal er farið að birta. Hann kemur á Klifið fyrir fótaferðar- tima, laumar hestinum i hús, vekur konu sina og biður hana lengstra orða að segja engum frá sinni hingaðkomu þvi nú gildi það eitt að sofa fáar klukkustundir fram til fundar. Það er þreyttur maður en gal- vaskur sem teygar svefninn I hljóðu húsi þessa morgunstund. 1 þann tima voru pólitiskir fundir jafnan vel sóttir, hver sem til þeirra boðaði, ekki slst ef frægðarmenn úr Reykjavik mættu til leiks I þorpum og bæj- um. Og það var þétt setinn bekkur- inn við upphaf fundar þennan dag á Patreksfirði fyrir meira en 40 árum. Allir virtust glaðir nema Alþýðuflokksmenn, sem ekki gátu leynt þvi aö þeim var beygur i brjósti með oddvita sinn norður á Isafirði þegar mest á reið. — Sunnanmaður stigur I ræðu- stól og allra augu beinast að hon- um. En er sá hefur mælt örfá orð fer kliður um salinn. Inn gengur grannur maður, veðurbitinn, hýr á svip en með hvassa brún. Hann er nú lika kominn um langan veg, það er Davið Davíðsson. Nú vissu allir að hér yrði meiriháttar kappræða, en ekki bara fluttar einhliða prédikanir. Og oröin fljúga sem leiftur. Það hafa sagt mér gamlir menn að aldrei hafi þeir heyrt Davið Daviðsson standa sig betur á fundi en þá. — En segja verður hverja sögu eins og hún gengur. Þetta varö lika einn siðasti fundurinn þar sem Davið hélt uppi málflutningi fyrir Alþýðuflokkinn. Þótt hann fyrir hollustu við flokk sinn snerist til andstöðu við Héðin I hita bardagans 1938, þá leið hon- um aldrei jafn vel og áður i A^Ýðuflokknum eftir klofninginn mima, þegar vinstri vængur flokksins brotnaði af. Hann fann sig brátt i pólitisku tómarúmi um sinn. Arið 1940 hættir Davið formennsku i verkalýðsfélaginu. Hann hafði þá tekið að sér verk- stjórn við nýtt frystihús á Patreksfirði. En þungt áfall dynur yfir. Arið , 1941 missir Daviö konu sina og stendur uppi með þrjá syni móöurlausa á aldrinum 8—14 ára. Nýrra úrræða verður að leita. Arið 1942 flytur Davið til Tálknafjarðar og sest I bú með ungriekkjuá Sellátrum, Guörúnu Einarsdóttur. Ari seinna gengu þau I hjónaband, beggja siðara. Guðrún var ekkja eftir ólaf Finnbogason með fjögur börn kornung. Hún hafði alist upp a Sellátrum hjá foreldrum slnum Einari Jónssyni og Ingibjörgu Kristjánsdóttur Arngrimssonar en Kristján haföi lika búið á Sel- látrum. Þau Guörún og Davfð voru samvalin, og þegar árin liðu fór flestum svo að þá annars var minnst kom hitt I hug. Þeirra börn urðu fjögur. Börn Daviös af fyrra hjóna-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.