Þjóðviljinn - 20.01.1981, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 20.01.1981, Blaðsíða 9
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 20. janúar 1981. Þriöjudagur 20. janúar 1981. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9 Vetrarsókn Rauðu herdeildanna á Ítalíu Rauöu herdeildirnar eru ekki hlynntar skyndiaögeröum á götum úti. Þær aöhyllast þrælskipulagðar aö- Kommúnistaflokkur italiu og Kristilegir Demókratar á mótmælafundi gerðir. gegn hermdarverkum og ofbeldi. Inn í verksmiðjurnar, gegn dómurum, fyrir baráttu í fangelsunum Dómarinn Giovanni D’Urso fyrir rétti Rauðu herdeildanna. Hann var dæmdur til dauða sem fulltrúi valdakerfisins. „Rauðu herdeildirnar á ítalíu hafa sýnt það og sannað á síðustu vikum að yfirvöldum hefur ekki tek- ist að brjóta þær niður þrátt fyrir fjöldahandtök- ur á hryðjuverkamönnum undanfarin fvö ár. Með ráninu og dauðadómnum yfir D'Urso dómara, upp- reisninni i Trani-fangels- inu og morðinu á Enrico Galvaligi hershöfðingja hafa hersveitirnar sýnt á óyggjandi hátt að þær lifa góðu lífi, þær hafa sam- bönd viða í ríkiskerfinu og net þeirra nær inn fyrir múra hinna rammgerðustu fangelsa. ... Ránið á D'Urso dómara var skipulagt fyrir löngu og er hluti af hinni svoköll - uðu vetrarferð herdeild- anna sem beinist einkum að fangelsum sem þeir segja „háborg andbylt- ingarinnar". D'Urso er hluti af því kerfi.... Það hefur mikið verið deilt á Italíu undanfarnar vikur (um málfrelsi og sið- ferði blaðamanna) vegna viðtalsins sem blaðamaður L'Espresso átti við her- deildarmenn. Það virðist þó mun stærri vandi í þeirri ofbeldisbylgju sem gengið hefur yfir ítalíu að undanförnu, að ofbeldis- seggirnir eiga stuðnings- menn sem eru staðsettir í innstu hringjum valda- kerfisins og þess vegna ná þeir svo langt sem raun ber vitni. (úr leiðara Information 6. jan) Spurningar vakna Ránið og dauðadómurinn yfir italska dómaranum D’Urso hefur enn á ný beint sjónum að þeim hægri og vinstri hópum út urh alla Evrópu sem beita sprengjutil- ræðum og mannránum til að vinna að markmiöum sinum. í ljósi þess sem haft er eftir skæru- liðunum úr Rauðu herdeildunum og sem hér fer á eftir hljóta að vakna ýmsar spurningar. Þvi hefur verið haldið fram aö þessir hryöjuverkahópar séu útsendar- ar leyniþjónustunnar og séu til þess ætlaöir að skapa ótta, undir- búa jarðveginn fyrir fasista og til þess að gefa lögreglunni tækifæri til að klekkja á vinstri hreyfing- unni. Vist er um þaö að vinstri menn hafa orðið fyrir miklum árásum i kjölfar hryðju- verkanna. Rauöu herdeildirnar svara flestum þessum atriðum i viðtalinu sem blaðamaður L’Es- presso átti við þá (eða bréfaskrif- um) og ekki er annað að sjá en að þeir reki markvissa pólitiska stefnu og séu þess fullvissir að hermdaraðgerðir gegn borgara- stéttinni sé það sem nú eigi að nota i báráttunni fyrir sósialisma. Þeir segjast byggja skoðanir sin- ar á marxismanum-leninisman- um og kinversku menningarbylt- ingunni sem bendir til þess að þeir eigi rætur að rekja til þeirra hópa Maóista sem mikið bar á upp úr 1970. Hér verður ekki farið lengra út i pólitiskar útleggingar að sinni, en menn skyldu varast að afgreiða fyrirbæri eins og her- deildirnar sem hverja aðra óróa- seggi; það liggur mikil skipulagn- ing að baki sem stefnir að ákveðnu markmiði. Það er svo annað mál hvaða skoðun menn hafa á þeim aðferðum sem þeir beita. Dularfull upphringing Blaðamaðurinn Mario Scialaja segir fyrst frá því hvernig viðtalið varð til: Rauöu herdeildirnar ákváðu að beita nú annarri aðferð en þegar stjórnmálamanninum Aldo Moro var rænt. Þeir ákváðu að koma skoðunum sinum á framfæri i viö- tali og við urðum fyrir valinu. Það átti sér nokkurn aðdraganda. Aö kvöldi hins 19. des. var hringt I ritstjórann og maður sem ekki lét nafns sins getið sagðist geta kom- ið á viðtali við Rauðu herdeildirn- ar. Ritstjórinn visaði á mig, en ég hafði áður fjallað um slik mál. Maðurinn fór fram á að fá skrif- legar spurningar, hann myndi siðan afhenda svörin. Við ákváð- um fund, en gátum alveg eins búist við að um gabb væri að ræða eins og svo oft hefur komið fyrir. Maðurinn mætti og ég bað um frest til að skrifa niður spurning- ar. A þeim tveimur timum sem ég fékk, hripaði ég niður 54 spurn- ingar sem mér duttu i hug þá stundina og afhenti þær á tilsett- um tima. Við fengum ekkert að vita hvernig svörin yrðu afhent. Það liðu 9 dagar. Þriðjudaginn 30. des. hringdi ritstjórinn Bultrini i mig og sagðist hafa fengiö „póst”. Svörin voru komin á 13 vélrituðum siðum og auk þess fylgdu 33 blöð, úrdráttur úr yfir- heyrslunni yfir D’Urso dómara. Einnig voru með dreifirit frá Rauðu herdeildunum og ný mynd af dómaranum. Bultrini hafði veriö aö koma að heiman þegar þessi sami milligöngumaður skaust aö honum og afhenti um- slagið. Þannig segir Scialoja frá, en eftir að viötalið birtist var rekið upp ramakvein i itölskum blöðum og þeir ritstjórinn og hann hand- teknir, ásakaðir fyrir að hafa ekki leitt lögregluna á þá slóð sem þeir höfðu rekist inn á. Hvers vegna dómari Aður en sjálft viðtalið hefst (reyndar mjög stytt) skal þess getið lesendum til fróðleiks að á Italiu eru nokkur samtök borgar- skæruliöa sem hafa átt i erjum sin á milli. Það kemur hrns vegar fram i viðtalinu að undanfarið hafa nokkur þeirra verið lögð nið- ur og þeir sem ákváðu að halda áfram á braut skæruhernaðar sameinuðust Rauöu herdeildun- um. Borgarskæruliðarnir telja sig vera að berjast gegn borgara- legu samfélagi fyrirkommúnisma og telja ekki aðrar aðferöir væn- legri en beinar vopnaðar árásir, mannrán og dauðadóma yfir háttsettum mönnum. I viötalinu vikur blaðamaður- inn 'fyrst að þvi hvers vegna Rauöu herdeildirnar ræni nú dómara eftir að hafa rænt og myrt einn af valdamestu mönn- um landsins Aldo Moro, hvort þetta sé ekki skref aftur á bak i „baráttunni”? Rauðu herdeildarmennirnir (Baráttuflokkur kommúnista eins og þeir kalla sig) segja svo ekki vera, baráttan sé komin á nýtt stig. Astæðan fyrir þvi að þeir rændu D’Urso sé sú að borgarastéttin beiti 1 æ rikara mæli dómstólum og fangelsum til að klekkja á verkalýðsstéttinni. Þúsundir verkamanna og félaga þeirra úr Rauðu herdeildunum sitji i fangelsum, fangelsin séu helsta vopnið gegn verkalýðnum. „Það eru að verða miklar breyt- ingar á Italiu, kreppan er að dýpka. Þetta riki sem við búum i býður ekki upp á annað en vaxandi atvinnuleysi, arðrán, eymd og tugthúsvist. Verkalýðs- stéttin á ekki annarra kosta völ en að steypa sér út i byltingarbarátt- una”. — Eruð þið að halda þvi fram að verkalýðsstéttin sé reiöubúin til að gera byltingu? „Nei, svo bláir erum við ekki. Viö höldum þvi hins vegar fram, aö þau skilyrði séu að skapast að skammt verði að biða borgara- styrjaldar þar sem barist verður fyrir kommúnisku þjóðfélagi. Meginstoðir þeirrar baráttu verða Rauðu herdeildirnar og þær fjöldahreyfingar sem beinast gegn rikisvaldi borgaranna.” Glæpamennirnir eru Kristilegir demókratar Nokkru siðar skilgreina þeir hlutverk flokks sins þannig að hann eigi að vera i fararbroddi þegar kommúnisma verður kom- ið á, hlutverk hans verði að setja atburði og aðstæður i dialektiskt samhengi. — En hvað kemur þetta (fram- tiðarmarkmið) ráninu á D’Urso við? „Aftur kemur að fangelsismál- unum, þeir segja að kreppan hafi valdið þvi að æ fleiri verkamenn hafi misst vinnuna, þeir séu einangraðir og hafi ekki tækifæri til að vinna fyrir sér, þeir eigi ekki aðra möguleika en að seilast út fyrir ramma laganna. Afleið- ingin er að þeir lenda i fangelsi. Tölur tala sinu máli. „I fangels- um á ítaliu sitja nú um 35.000 verkamenn og um 3000 félagar okkar eru i einangrunarbúðum.” — Alitið þið aö það séu ekki til neinir glæpamenn eða venjulegir pólitiskir fangar? „Glæpamenn hér I landi eru að- eins Kristilegir demókratar og hákarlar stjórnarinnar. Þar sem fangelsin eru eitt aðalvopn vald- hafanna jafngildir árás á dóms- málaráðuneytið og starfsmenn þessárás á kjarna rikisins. Ránið á D’Urso er pólitiskur sigur fyrir okkur og mun verða til þess að brjóta niður áform andstæðings- ins. Hins vegar væri ránið út I hött ef ekki ættu sér samtimis stað að- gerðir fanganna innan fangels- anna.” — Hvaða markmið settuð þið ykkur með ráninu á D’Urso? „Annars vegar að koma höggi á rikið og hengja þetta svin sem gefur fyrirskipanir til þræla- piskaranna i fangelsunum. Hins vegar að vekja athygli á málefn- um fanganna og láta rödd þeirra heyrast. Krafa okkar er að öll fangelsi verði lögð niður (einu þeirra var rétt i þann mund sem kröfur RH komu fram) og að föngunum verði gefið frelsi. Hverju við náum fram ræðst af styrk byltingaraflanna hverju sinni.” Veiklunduð borgarabörn Þá vikur sögunni aö þeim félög- úm úr Rauðu herdeildunum sem hafa „sagt frá” eftir að þeir voru handteknir. Þá afgreiða skæru- liðarnir sem veiklunduð borgarabörn, eða útsendara lög- reglunnar. Þeir hafi ekki viður- kennt annað en það sem kom lög- reglunni vel, margar fregnir af uppljóstrunum væru uppspuni lögreglunnar, en nokkrir hefðu náð þvi að senda hundruð her- deildarmanna i steininn. „Við höfum þegar fundið ráð til að koma I veg fyrir að fleiri slikir komist inn i okkar raðir”. „Hitt er svo annað mál að nokkrir félagar okkar hafa viöur- kennt hlutdeild i aðgerðum borgarskæruliða eftir harðar yfirheyrslur og pyntingar. Þar urðu þeim á mikil mistök, sem hafa komið niöur á fjölda félaga okkar. Þeir skildu ekki eðli stéttabaráttunnar eins og hún er háð nú og vanmátu þá kúgun sem borgarastéttin beitir.” t viðtalinu er næst vikið frekar að skiptum skoðunum borgar- skæruliða og kemur þar fram að miklar og opinberar deilur áttu sér stað. Þær enduðu meö klofn- ingi og siöan sameiningu. Svo virðist sem meðal annars hafi verið um það deilt, hvort skæru- liðastarfsemi væri langtima- markmið eða skammtima. Þeir bæta siðan við að það sé búið að gera málið upp og leggja nýja baráttulinu fyrir framtiðina (vetrarsóknin sem beinist að þvi að færa baráttuna inn i verk- smiðjurnar aftur, árásir gegn dómurum og baráttu innan fangelsanna). Scialoja verður all-tiðrætt um þá borgarskæruliða sem hafa gef- ið upplýsingar og innir þá her- deildarmenn eftir skoðunum þeirra á beiðnum fanganna um náðun eða að fá að fara úr landi. Þeir svara enn að þarna sé um borgarabörn að ræða sem hafi verið að leika sér i skæruliðaleik og sjái nú eftir öllu saman. „Við gáetum vel hugsað okkur að farafrá færiböndunum i verk- smiðjunum, frá þessari aumu og hættulegu vinnu, frá atvinnuleys- inu og fátækrahverfunum, en við getum það ekki með þvi að kveina um náð. Til þess að losna undan okinu verðum við að berjast, steypa þessu kerfi og reisa nýtt kommúnistiskt samfélag. Við er- um rétt að byrja.” Viö náum út í ystu afkima Næst spyr blaðamaður nánar um ránið og dauða Aldo Moro sem enn er mikiðhitamál á ttaliu. Hann spyr hvort þeir hafi haft einhver sambönd innan fjöl- skyldu Moro eins og haldið hafi verið fram: „Rauðu herdeildirnar hafa starfað i 10 ár og enn hefir ykkur ekki skilist að snilli öreiganna og aðgerðir skæruliðanna ná til ystu afkima samfélagsins. Þetta er aðeins spurningin um pólitiskan vilja og að geta skipulagt I sam- ræmi við stöðu verkalýðsstéttar- innar i kerfi heimsvaldasinna, Við notuðum skipulagningu við ránið á Moro.” 1 framhaldi af þessu kemur fram að kröfur Rauðu herdeild- anna voru að fá nokkra fanga látna lausa i skiptum fyrir Moro. Þegar stjórnin gekk ekki að þeim skilmálum var hann myrtur. Herdeildarmenn segja i viðtalinu að Moro hafi alveg vitað hvernig félagar hans i flokki Kristilega demókrata myndu bregðast við og hann hafi fengið að rita sina pólitisku erfðaskrá i bréfum þeim sem birt voru eftir dauða hans. — Ýmsir leiðtogar hér i landi þar á meðal Zaccagnini, Berling- uer og Pecchioli halda þvi fram að Rauðu herdeildunum sé stjórnað af erlendum leyniþjón- ustum. Hverju svarið þið þvi? „Þeir háu herrar ættu að birta þær sannanir sem þeir segjast hafa og sýna að það sé ekki um hugarfóstur eitt að ræða. Eftir þvi sem við vitum best eru leyniþjón- ustur og alls kyns sporhundar þau vopn sem borgaralegt rikisvald notar gegn verkalýðnum. Aöur- nefndir menn gera hvað þeir geta til að neita að horfast i augu við það ástand sem rikir á Italiu og hafa búið til litið og sætt ævintýri um samsæri og ögranir útlend- inga. En þeir og nokkrir leigu- pennar eru einir um að trúa þeim sögum. Alþýðustriðið magnast og tekur ekki mið af heimsku þeirra.” Kommúnistar í feninu — Er það rétt að þið fáið vopn frá PLO (Hreyfingu Palestinu- manna) og þá gegn hverju? „Það er skoðun okkar aö á tim- um sem einkennast af baráttu alþýðunnar gegn heimsvalda- stefnunni muni koma upp ný alþjóðahyggja, sem byggir á samstöðu, skyndihjálp, og pólitiskum stuðningi þeirra afla sem eru að brjótast undan oki heimsvaldastefnunnar og berjast fyrir kommúnisma. Við styðjum Palestinumenn i baráttu þeirra gegn heimsvaldastefnu zionista skilyrðislaust.” — Hafið þið einhver tengsl við félaga i Kommúnistaflokki Italiu, sem ekki eru sammála þeirri stefnu sem flokkurinn hefur tek- ið? „Kommúnistaflokkurinn er að sökkva til botns i feninu og er að verða samlitur borgaraöflunum. Þeir ganga erinda rikisvaldsins meðal verkalýðsins, og það likar félögum Berlinguer vel. Það má ljóst vera að þessi andbyltingar- sinnaða afstaða veldur deilum innan flokksins, en þeir sem finna fyrir þvi, en ganga enn með flokksskirteinið upp á vasann hljóta að yfirgefa flokkinn. Við berjumstfyrir þvi að allir öreigar gangi úr flokknum (PCI) og að þeir taki afstöðu með vopnaðri byltingarbaráttu og gerist þátt- takendur i bardaganum. Fyrr eða siðar mun jafnvel afturhaldssam- asti hluti verkalýðsstéttarinnar viðurkenna stéttareðli sitt.” Marxisminn— leninisminn og kinverska menningarbyltingin — Hvaða skoðun hafið þið á Sovétrikjunum og Kina? „Uppbygging sósialisks sam- félags er mál sem varðar okkur miklu. Hún snertir miljónir manna. Við byggjum á grundvelli marxismans-leninismans og kinversku menningarbyltingunni. Við litum ekki á kommúnismann sem eitthvert ákveðið likan, held- ur sögulegt þróunarstig. Það hindrar okkur ekki i þvi að vera þeirrar skoðunar að þeir sem reka útþenslustefnu og kúga heil- ar þjóðir sama hvar er og hvað þær heita.séu heimsvaldasinnar. — Haldið þið að hægt sé að koma á fót uppreisnarhreyfingu á ttaliu með þvi að beita pólitísku ofbeldi? „Við.höfum aldrei hugsað okk- ur vopnaða uppreisn heldur að hægt væri að byggja upp verka- lýðsvald á löngum tima. Með þvi að Skipuleggja þá tvo hópa sem eru algjörar forsendur byltingar, Rauðu herdeildirnar og hinar byltingarsinnuðu fjöldahreyfing- ar.” — Fáið þið ekki samviskubit vegn dauða alþýðufólks sem ekki hefur komið nálægt þessu valda- tafli, gerir það ykkur ekki erfitt að fylgja ykkar linu? „Rauðu herdeildirnar hafa aldrei orðið sakiausum fórnar- lömbum að fjörtjóni. Ef þið eruð að hugsa um leiguhermenn sem hafa svikið stétt sina og selt. borgarastéttinni sál sína, þá álit- um við ekki að þeir eigi skilið miskunn. Við höfum ráðlagt þeim að skipta um vinnu.” Þýtt og endursagt úr Information 6.,7. og 8. jan. — ká. Samantekt úr viðtali við herdeildarmenn sem birtist 1 ítalska ritinu L’Espresso á dagskrá Hvers vegna ekki að fækka launaflokkum, helst niður í einn? — .Hvers vegna er alltaf verið að ala upp í fólki þau hindurvitni, sem liggja yfir eins og miðaldamyrkur, að eitt starf sé svo miklu mikilvægara en annað? Af launamálum Enn gerist það kringum þessi áramót, sem þvi miður vill allt of oft brenna við, að kjaramálin eru efst á baugi, bæði i fjölmiðlum og meðal almennings. Svo virðist sem mönnum sviði alltaf jafnsárt tilhugsunin um það, að kannske dragist þeir um fetið aftur úr ein- hverjum öðrum viö að afla sér lifsins gæða. Það er blöskrunar- vert að heyra gremjuraddirnar i útvarpi og sjónvarpi út af þessum málum, en þó er enn ömurlegra að skynja græðgistóninn undir niðri i sumum þeirra. Það er erf- itt að trúa þvi, en eftir orrustu- gnýnum að dæma, virðast fjár- munir vera þau verðmæti sem harðast er barist fyrir i lifinu, og annað sem gæti gefið lifinu gildi sé eins og hjóm hjá þeim. Það hefur löngum verið talið verkefni Alþingis og rikisstjórna, að sjá til þess að þegnarnir fái þann hlut, sem þeim ber af hinni nafntoguðu köku, sem fram er borin i byrjun hvers árs. Skal henni útdeilt samkvæmt verðleik- um hvers og eins, en þar stendur lika hnifurinn i kúnni. Þegnarnir eru nefnilega alls ekki sammála um það, hverjir séu verðleikar þeirra hvers og eins. Nú upphefst æðisgengið kapphlaup um þaö, að vera ekki metinn til minna fjár en granninn. Verði sú skelfilega staðreynd kunn, að hann hafi náð feti framar, verið metinn nokkr- um krónum betur, upphefst ógurlegt Ramakvein. Málið er tekið fyrir sem hvert annað hneykslismál og er ýmsu um kennt. Oftast eru það þó ofsóknir af hálfu rikisvaldsins eða hins opinbera gegn einstaklingum eða einstökum stéttum, en stöku sinnum má heyra að samninga- menn stéttarfélagsins hafi verið of linir af sér og ekki staðist hin- um snúning. Og nú er málið allt i einu komið á nýtt stig. Það eru alls ekki verð- leikar hvers og eins, sem skipta máli, heldur hitt hverjir eigi sér sterkari, óskammfeilnari, kjaft- forari og ófyrirleitnari forystu- menn, menn sem i krafti þessara eiginleika ná „góðum” samning- um. Það er barist með rétti hins sterkasta og hin kapitaliska hug- mynd um hina frjálsu og óháðu samkeppni er i fullu glidi. Hinir svonefndu frjálshyggjumenn eða markaðshyggjumenn mættu nú vel við una. Hjaðningavigin milli forystumanna hinna ýmsu stétta eru i fullum gangi, en leikregl- urnar skipa fjármálasnillingar, sem sitja hér og þar i kerfinu, og virðast geta haft öll þau áhrif og völd sem þeim sýnist. Þeir semja ýmis tilbrigði i viðureignina en forðast að hrófla nokkuð við þvi kerfi sem er grundvöllur þess, að þetta grálega kaupgjaldskapp- hlaup æsist til hins ýtrasta. Nátengd kjaramálum einstak- linga eru tillögur stjórnarinnar og úrræði varðandi efnahagsmál þjóðarinnar allrar. Stjórnin hefur markað ákveðnar leiðir, sem fara skal. Þær virðast liggja i sömu átt og þær leiðir sem hver einasta rikisstjórn undanfarinna áratuga hefur farið, enda vel skiljanlegt, þvi að stjórnað er eftir hreinkapitalisku hugmynda- kerfi eins og alltaf hefur verið gert. Núverandi stjórnarand- staða telstað stofni til vera lengst til hægri. Samt sem áður ris hún upp með háværari og óvægnari gagnrýni á efnahagstillögur rikisstjórnarinnar en áður hefur þekkst frá nokkurri stjórnarand- stöðu. Vist er eðlilegt og skiljan- legt, að sérhver stjórnarandstaða hafi uppi nokkra gagnrýni á að- gerðir rikjandi stjórnar. Heiðar- leg stjórnarandstaða kemur einnig fram með jákvæðar til- lögur um úrbætur, en nú höfum við ekki hlustað á neitt nema hreinar aðfinnslur, ekki verið bent á skynsamlegar breytingar eða nýjar leiðir. Þess er heldur varla von, þvi hér er allt sami grautur i sömu skál eldaður af hinum sama matreiðslumeistara, hinni kapitalisku hugmyndfræði. Hin nýju stjórnarfrumvörp og bráðabirgðalög eru að eðli til ná- kvæmlega hin sömu og stjórnar- andstaðan hefði samið, ef hún ætti stjórnaraðild. Stundum finnst mér þó, eins og að framan var að vikið, að gagn- rýnin á rikjandi stjórnarstefnu sé meö óheiðarlegra móti. Má nefna sem dæmi umræðu um litið atriði úr skattalögum. Börn voru skatt- lögð persónulega, á nöfn þeirra var lagður skattur af þeim tekj- um, sem þau höfðu aflað sér, t.d. með sumarvinnu. Þá rýkur upp eitt frægt stjórnarandstöðublað og fárast yfir þeim endemum, að blessuð börnin skuli vera skatt- lögð. Það eru birt viðtöl við nokkur þeirra þar sem kemur fram, að þau eru búin að eyða öllu kaupinu sinu og eiga ekkert eftir i skattinn, sem kemur svo skyndi- lega og óvænt. Það þarf enginn að imynda sér, að aðstandendur téðs blaðs eða blaða séu svo skyni skroppnir, að þeir viti ekki að þessi skattur af tekjum barna hefur alltaf verið lagður á for- eldra þeirra og þar sem tekjur barna hafa oft skattlagst sem topptekjur. Hér eru hafðar skammariegar blekkingar i frammi við fólk og verður ekki annað sagt um þessar starfsað- ferðir en þær séu óheiðarlegar. Samt hefur tekist að vekja gremju fjölda fólks yfir þessum of sóknum á hendur barna að taka af sumarhýrunni þeirra. Þetta er aðeins sett fram sem eitt dæmi um óheiðarlega stjórarandstöðu, sem ekkert á skylt við heiðarlega gagnrýni. Meginástæðan fyrir vixlverkun kaupgjalds og verðlags og ein af orsökum verðbólgunnar er að semja um kaup og kjör við litla og afmarkaða starfshópa hverju sinni. Þessi einkennilegi siður leiðir ma. til þess að skip eða flug vélar geta stöðvast af a.m.k. 20-30 mismunandi ástæðum, eftir þvi, hvaða starfshópur telur sig hlunnfarinn i launamálum og neitar að vinna. Verkfallsvopnið er sterkasta og sjálfsagðasta vopn verkamanna, en það hefur verið svivirt hvað eftir annað með þvi að misbeita þvi. Nýafstaðið verkfall bensinafgreiðslumanna, er eitt af dæmunum um það. Nú má enginn skilja orö min svo, að ég sé á móti þvi að bensinaf- greiðslumenn fái réttlát laun fyrir vinnu sina. Siður en svo. Ég lit aðeins á þá sem fórnarlömb þeirrar stefnu að kljúfa fólk niður i smáhópa, sem berjast linnulaust við að komast hver upp fyrir annan i kjarasamningum. Arekstrar og deiluatriði magnast þeim mun meir sem kjaramál verða flóknari og standa saman af fleiri þáttum. Likurnar fyrir þvi, að samningar takist ekki, aukast i beinu hlutfalli við fjölda þessara þátta. Ef svo er, að mönnum finnist almennt eitthvað athugavert við það, að verðbólgan magnist, ef þeim finnst óeðlilegt að si og æ sé staðið i þrefi út af launamálum og ef meirihluta fólks finnst það óeðlilegt og óæskilegt að af og til skelli á verkföll, sem lama allt þjóðlif meira og minna, skyldi þá þjóðin ekki ætlast til þess af stjórnvöldum að þau geri eitthvað róttækt, svo_að úr þessu dragi eða þvi linni? Hvers vegna að við- halda eða jafnvel magna það sem skapar þessi vandræði? Hvers vegna ekki t.d. að fækka launaflokkum, helst niður i einn? Hvers vegna er alltaf verið að ala upp I fólki þau hindurvitni, sem liggja yfir eins og miðaldamyrk- ur, að eitt starf sé svo miklu mikilvægara en annað? Eru menn virkilega ekki farnir að skammast sin fyrir þá fjármála- vitringa og efnahagsspekinga, sem hafðir eru fyrir æðstu ráð- gjafa og þekktir eru að þvi að brjála ástandið æ meir? Eða á maður að halda, að það sé ekki pólitiskur vilji fyrir úrbótum og það sé ánægja rikjandi á æðstu stöðum með núverandi fyrir- komulag? Spyr sá, sem ekki veit. „Midsvetraryaka” í Aratungu Ungmennafélag Biskupstungna hugsar sér heldur betur til hreyf- ings á næstunni, enda lönguni verið athafnasamur félags- skapur. Aö þvi er Sveinn A. Sæ- land, garðyrkjubóndi á Espiflöt sagði okkur inun það standa fyrir „Miðsvetrarvöku” nú I vikunni og verður hún i Aratungu á fimmtu- dags-, föstudags- og laugardags- kvöld. Fimmtudagskvöldið verður einkum helgað iþróttum. Verða þá m.a. sýndar iþróttakvikmynd- ir, ýmsir keppnisleikir og fleira i þeim dúr. A föstudagskvöldið verður kvöldvaka i hefðbundnum stil. Þar mun Þórarinn Eldjárn lesa upp úr verkum sinum. Tveir garpar frá kvæðamannafélagi Reykjavikur munu hefja upp raust sina og kveða á gamla og þjóðlega visu. Þá verða og sýndar gamlar kvikmyndir af mannlifinu i sveitinni, sumar 30 ára, — sem fundust niðri i kistuhandraða. A laugardagskvöldið verður svo dansleikur og mun hljóm- sveitin Ponik leika fyrir dans- inum. Þá syngja og nokkrir nem- endur úr Söngskólanum i Reykja- vik. Ætlunin var, að á „Miðsvetrar- vökunni” yrði einnig sýndur sjón- leikurinn Markólfa eftir Dario Fo, eundir stjórn Höllu Guð- mundsdóttur leikkonu i Asum. En vegna ófærðar og illviðra hafa æf- ingar strjálast að undanförnu og munu sýningar á leikritinu þvi ekki hefjast fyrr en undir næstu mánaðamót. —mhg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.