Þjóðviljinn - 20.01.1981, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 20.01.1981, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 20. janúar 1981 ÞJÓÐV1LJINN - StÐA 15 Hringið i sima 81333 kl. 9-5 alla virka daga, eða skrifið Þjóðviljanum / Aróður í Lassie Friðjón hringdi og sagðist vilja mótmæla siðustu þátt- unum um hundinn Lassie sem sjónvarp sýnir fyrir börn á laugardögum. Sagðist hann eiga litla dóttur sem hefði miklar mætur á þessum þáttum en nú brygði svo við að farið er að nota þessa þætti undir áróður fyrir bandariska herinn hverju sem það sætti. Þar er lögð áhersla á að sýna hversu banda- risku hermennirnir eru góðir (þeir fresta þvi að skjóta eld- flaug á loft vegna þess gð gæs hefur verpt við eldflaugastæðið og láta eftirlitsflugvél lenda vegna sykursjúks hunds sem hefur flækst um borð og sifellt er hamrað á friðarhlutverki hersins). Friðjón sagði að þetta væri einhver lúalegasta aðferð sem beitt er i áróðri að lauma honum inn á börnin svo að litið bæri á en hann taldi litinn vafa á að myndaflokkur þessi væri styrktur af bandariska her- málaráðuneytinu i Pentagon eins og framvindan i honum væri nú upp á siðkastið. „Innræting” í hundaþætti Lesandi Þjóðviljans hringdi: „Ég hef nú alltaf átt heldur erfitt með að skilja það þegar verið er að tala um „inn- rætingu” hér og þar, en ég held að ég hafi komist nokkuð nærri þvi að skilja hvað orðið táknar siðustu 2 laugardaga i þættinum um hundinn LassieM Þarna er saklausri sögu um hundræfilinn fléttað saman við gegndarlausa dýrkun á hermennsku. Eitt sinn vart.d. sjónvarpsvélunum beint að skilti hvar á stóð eitthvað á þessa leið: Hlutverk ameriska hersins er að varðveita friðinn. Þá vitum við, börn heimsins, þá staðreynd. fra lesendum Meira af slíku Sigriður hringdi: — Ég má til með að koma þvi á framfæri, hve skemmtilegt mér fannst að lesa um íólkið sem býr á Hellisheiðinni i Sunnudagsblað- inu. Það væri gaman að fá meira af sona lifandi mannlifslýsingum i blaðinu. Þarna hefur JE reglulega tekist upp. Lassie er iikiega einhver vinsælasta sjónvarpsstjarna barnanna, en ekki eru allir sammála um gæði sjónvarpsþáttanna um þennan fræga hund. Tveir sjónvarpsáhorfendur hringdu til Lesendadálks Þjóðviljans vegna áróðurs i siðasta þætti. Barna- hornið Skrítlur Páll: Hvar er litli bróðir þinn, Nonni? Nonni: Hann liggur í rúminu. Páll: Það var leiðin- legt. Hvað gengur að hon- um? Nonni: Við vorum að reyna hvor okkar gaeti hallað sér lengra út úr glugganum. Hann vann, því að hann fór alla leið út um gluggann. • Gömul kona spurði Tóta litla, hve mörg þau væru, systkinin. ,,Við erum tíu, strák- arnir, og eigum eina systur hver. „Drottinn minn dýri, eruð þið þá tuttugu?" „0, nei", svaraði Tóti rólega og brosandi. „Við eigum allireinaog sömu systurina". • Útvarp kl. 22,35 Að vestan Finnbogi Hermannsson kennari á Núpi segir fréttir AÐ VESTAN i Utvarpinu ki. 22.35 og tekur þá fyrir tvö mái- efni fjórðungsins, annars veg- ar orkumáiin og hins vegar flugið. Finnbogi sagðist ræða við Kristján Haraldsson orkubús- stjóra á ísafirði, aðallega um þær vonir sem á sinum tima voru bundnar viö Orkubú Vestfjarða og Mðhorfin nú eftir að Vesturlinan er komin á sinn stað og fjórðungurinn hefur þar með tengst öðrum landshlutum að þessu leyti. Þá ræða þeir annan tilgang fyrirtækisins en dreifingu ork- unnar, sem er nýting þeirrar varmaorku sem er að finna á Vestfjörðum. Hörður Guðmundsson flug- maðurá Isafirðiog,sem rekur Flugfélagið Ernir, flýgur að jafnaði eina ferð á dag til Reykjavikur. Félagið hefur nýverið eignast nýja flugvél og lftur Hörður nú til baka frá þvi að hann byrjaöi að fljúga, til dagsins i dag. Kristján Haraldsson orkubús- stjóriá tsafirði veltir fyrir sér möguleikum varmaorku I fjórðungnum. Finnbogi Hermannssön stjórnar þáttunum ,,Að vest- an”. grískri goðafræði ■tf )a Sjónvarp Ty kl. 20,35 Nýr finnskur myndaflokkur er að hefja göngu sina í sjón- varpinu, Þaðeru teiknimyndir um griska goðafræði. Þar eru teknar fyrir f örstuttum atrið- um sögur um guðina grisku, sem bjuggu á Olympsfjalli og stjórnuðu öllu iífi á jörðu. Þeir áttu til stríðni, góðmennsku og hefnigirni allt eftir þvi hvort mennirnir sýndu þeim holi- ustu eða mtsbuöu þeim. 1 fyrsta þættinum var sagt frá sköpun mannsins þegar Prómóþeifur skapaði mann og konu, en Pallas Aþena blés i þau lifi. Slðan kenndi Prómó- þeifur mönnunum að bjarga sér, létþeim eldinn I té, kenndi þeim að byggja og svo fram- vegis. Þarna kemur fram eitt af einkennum allra trúar- bragða, að allt það sem mað- urinn hefur tileinkað sér.sé frá guðum komið, það hljóti að vera skýringin á öllu þvi sem svo erfitt er að skilja. 1 dag höfum við visindin okkur til hjálpar, en það dugar ekki til, því lengi lifir I gömlum glæð- um trúar og hjátrúar. Sjónvarp TFkl. 22,10 Afstaða til flótta- fólks Búast má við, að vaxandi þrýstingur verði á komandi árum á þjóðir heims að taka við flóttafólki og veita því landvist. Hver verður afstaða tsiendinga I þvi máii? Hver eru viðhorfin nú? Tvisvar höfum við tekið á móti hópi flóttamanna, Ung- verjum 1956 og Vietnömum 1979, en þegar gyðingar vildu leita hér skjóls á flótta frá nasistum á sinum tíma var þeim synjað um hæli, nema örfáum, aðallega hljómlistar- mönnum. Skemmst er að minnast þess, að Patrick Gervasoni, Frakkinn sem ekki vildi gegna herþjónustu og flúði hingað, var meinuð land- vist, en sjaldan hafa viðbrögð almennings, með og á móti orðið jafn harkaieg. Fréttamenn eltu vietnamska flóttafólkið á röndum þegar það kom hingað og þvi var heiisað með fánum og blóm- um. Erum viðtilbúin að taka á móti fleiri slikum hópum? 1 umræðuþætti sjónvarpsins i kvöld velta þátttakendur þessum málum fyrir sér, rætt er við lögmann Gervasonis og við nokkra íslendinga, sem upphaflega komu hingað sem flóttamenn. Þátttakendur I umræðunum eru Elln Pálmadóttir blaöa- maður, Baldur Guðlaugsson lögfræöingur og Ölafur Ragn- ar Grlmsson alþingismaður. Stjórnandi umföumræðnanna er Vilborg Harðardóttir blaða- maður.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.