Þjóðviljinn - 03.02.1981, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 03.02.1981, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 3. febr. 1981 —27. tbl. 46. árg. H ■ ■■ ■ M ■ M ■ H ■ ■■ I j Svona j eiga vinnu- | staðirekki | að vera ■ . Okkur ÞjóðvUjafólki var bent \ á vinnustað inni Súðarvogi, sem | væri skýrt dæmi um það, hvern- ■ ig vinnustaðir eiga ekki að vera. I Viö skoöuðum staðinn og B aðbúnaður starfsfólks þar er ■ vægt sagt fyrir neðan allar hell- • ur. Myndin hér að ofan sýnir _ hvernig umhorfs var á salern- | inu, enda enginn sem þrifur þar ■ frekar en annarsstaðar á vinnu- I staðnum, sem þó er nær alveg m nýr, siðan á miðju siðasta ári. ■ En nánar er sagt frá þessari * vinnustaðaheimsókn i OPNU ■ Þjóðviijans i dag. (Ljósm. — gel —.) i............. Kona forsætis- ráðherra Noregs og formaður Verkamannaflokksins Osló — frá Ingólfi Margeirs- syni. I dag, þriðjudag,gerist sá stórviðburður að kona verður i fyrsta sinn skipuð forsætisráðherra á Norðurlöndum og flokks- formaður. Það er Gro Harlem Brundtlund, fyrr- um umhverf ismálaráð- herra og varformaður Verkamannaf lokksins norska, sem nú tekur við stjórnartaumum. Flokksforystan mun hafa verið búin að koma sér saman að gera Rolf Hansen umhverfismálaráð- herra að forsætisráðherra. En þessari ákvörðun mun hafa verið breytt á næturfundi i fyrrinótt á heimili Trygve Bratteli, fyrrum leiðtoga Verkamannaflokksins, ekki sist vegna þess að þúsundir skeyta höfðu borist úr öllum landshlutum þar sem skorað var á flokkinn að velja heldur Gro Harlem Brundtlund. GroHarlem Brundtlund er fædd i Osló 1939, læknir að menntun og lauk framhaldsnámi við Har- vardháskóla i Bandarikjunum. |-------------------------------1 ; Gramlendingar skiptimynt ■ ■ í braski EBE-landanna ! j Sjá nánar í fréttaskýringu á 5. siðu ■ L ■ ■ mmmmmmmm m mmmmmmmmm m mmmmmmmmm m mmmmmmmm m wmmmmmmmm m mmmmmmmm m ^ Sjávarútvegsráðherra Kemur til kasta ríkis- stjórnar náist ekki samkomu- lag um nýtt fiskverð innan fárra daga — Það hefur verið skoðun rikis- stjórnarinnar að gripa ekki inni máiið og knýja fram nýtt fisk- verð, en hitt er alveg ljóst, að ef þetta heldur svona áfram kann rikisstjórn að þurfa að hafa af- skipti af málinu. sagði Steingrim- ur Hermannsson sjávarútvegs- ráðherra i gær, þegar hann var spurður hvað rikisstjórnin ætlaði sér að gera varðandi fiskverðið. Ákvörðun um nýtt fiskverð hefur nú dregist lengur en dæmi eru til um áður. Það átti sem kunnugt er að liggja fyrir 1. jan. sl. en nú er kominn 3. febrúar. Steingrimur sagði, að sjómenn hefðu viljað fá nýja kjarasamn- inga samhliða nýju fiskverði og að það hefði verið skoðun sátta- semjara að betra væri að koma samningaviðræðum vel af stað áður en það væri ákveðið. Eins mætti benda á að Llú hefði viljað fá samninga fyrst en það væri fyrst núna sem Kristján Ragn- arsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, vildi fá fiskverðið strax. Samkvæmt þessu ætti að vera nokkur von til að nýtt fiskverð sæi dagsins ljós, jafnvel i þessari viku. —S.dór GroHarlem Brundtlund Hún var fulltrúi i heilbrigðis- ráðuneytinu og 1974 umhverfis- málaráðherra þar til 1979, að Oddvar Nordli gerði miklar breytingar á stjórn sinni. Nordli sagði af sér skyndilega i sl. viku vegna augnsjúkdóms. Nú eru góð ráö dýr fyrir Verka- mannaflokkinn þvi að i fyrsta sinn i óratima er hann, sam- kvæmt skoðanakönnunum, kom- inn langt undir Hægriflokkinn, sem nú mun njóta fylgis um helmings kjósenda. —im ! Sjávarútvegs- | ráðherra um ■ loðnuskipin: ! Geri mér | vonir um j meiri ! loðnu- I veiðar ■ — Já, ég er búinn að taka ákvörðun um hvernig þessum málum öllum verður , skipað og ég mun skýra frá Iþvi opinberlega á morgun (i dag, þriðjudag), sagði Steingrimur Hermannsson, , sjávarútvegsráðherra, er hann var inntnr eftir þvi i gær, hvað liði máli loðnu- veiðiskipanna, hvort þau Ifengju aðstunda þorskveiðar og hvort loðnuaflinn yröi aukinn. ■ — Ég geri mér vonir um Iað veiða megi meiri loðnu en gert hefur verið ráð fyrir. Ég á þó eftir að halda fund með ■ fiskifræðingunum og mun Igera það i fyrramálið, en að loknum þeim fundi tek ég ákvörðun, sagði Steingrim- • ur. t Varðandi þorskveiðar | loðnuskipanna sagöi hann, I að sennilega myndu 37 skip • stunda þorskveiðar. Þó væri Iákveðið, að ef loðnuveiði- magnið yrði aukið fengju þau skip, sem stunda vilja . loðnuveiðarnar, ekki að Istunda þorskveiðar lika, það væri alveg ljóst. Steingrimur sagði, að talað væri um allt ■ að 30 þúsund lesta þorskafla Itil handa loðnuveiðiskipun- um, eða sem svarar 600 lest- um á skip. Ef þau verða ekki ■ nema 37, verður heildar- Iaflinn minni en 30 þúsund lestir. Siðan er talað um að þau fái að veiða 150 lestir ■ hvert siðar á árinu, af þorski Ieða igildi þess afla. Þá er það spurningin um skerðingu þá, sem hinir ■ hefðbundnu vertiðarbátar og Iskuttogarar verða fyrir, miðað við 400 þúsund lesta þorskafla i ár. Sagði ■ Steingrimur, að Llú væri Imeð töluna 420 þúsund lestir af þorski i ár, en sér væri illa við að fara yfir 400 þúsund > lesta töluna. — S.dór, Afkoma veiða og vinnslu Er núna betri en oftast áður Samkvæmt þeim upplýsingum, em Þjóðviljinn hefur aflað sér, þá er heildarafkoma I botnfisk- veiðum og vinnslu þess afla nú með betra móti miöaö við undan- farin ár. Samkvæmt upplýsingum Þjóð- hagsstofnunar, þá var hreinn hagnaður eftir afskriftir hjá fisk- vinnslunni (frysting, söltun, hersla) riímlega 3% af tekjum að jafnaði á árunum 1970—1979, en afkoman árið 1980 liggur enn ekki fyrir. Sé hins vegarlitið eingöngu á þrjú siðustu árin, það er 1977 — 1979, þá var hreinn hagnaður fisk- vinnslunnar samkvæmt upplýsingum þjóðhagsstofnunar 0,33% af tekjum hennar. Þjóðviljinn hefur einnig traust- ar heimildir fyrir þvi að sam- kvæmt þeim gögnum.sem nú eru lögð til grundvallar við ákvörðun fiskverðs, þá sé hreinn hagnaður hjá vinnslunni talinn nema 7% að óbreyttu fiskverði. Þetta þýðir að hægt væri að hækka fiskverðið um nálægt 15%, án þess aö afkoman hjá fisk- vinnslunni yrði neitt lakari en var að jafnaði á árunum 1977 — 1979, og þannig hefði fiskvinnslan enn fyrir öllum afskriftum. En litum þá á útgerðina. Samkvæmt upplýsingum Þjóð- hagsstofnunar var hallinn á út- gerðinni (botnfiskveiðar) að jafnaði 7,6% á árunum 1970 — 1979, og sé aðeins lltið á þrjú siðustuárin, það er 1977 — 1979,þá var hallinn á útgerðinni 5,4% af tekjum hennar samkvæmt sömu heimild. Þetta er bókfærður halli að loknum afskriftum, en liklega vildu nú ýmsir benda á að veruleg eignamyndun hafi orðið bæði i út- gerð og fiskvinnslu á íslandi siðasta áratug, þrátt fyrir halla- rekstur eða hverfandi litinn bók- Ekki bólar samt á fiskverði færfen hagnað! — En látum það vera að sinni. Þjóðviljinn hefur hins vegar traustar upplýsingar um það, að samkvæmt þeim gögnum, sem lögð eru til grundvallar við fisk- verðsákvörðun, þá sé halli út- gerðarinnar (botnfiskveiðar) nú fyrir fiskverðshækkun talinn vera 9,8% af brúttótekjum hennar. Setjum nú svo, að fiskverö væri hækkað um 15%, eins og fisk- vinnslan sýnist þola miðað við að hún haldi sömu afkomu og árin 1977 — 1979. Hvað þýðir slfk hækkun fyrir útgerðina? Samkvæmt viðurkenndum reikningsaöferðu m opinberra aðila leiddi slik hækkun fiskverðs tii lækkunar á halla útgerðar- innar úr 9,8% i 1,4%. Þar með væri afkoma útgerðarinnar orðin betri en nokkru sinni siöustu tiu árin! Niðurstaðan af þessu er sú, að heildarafkoma veiða og vinnslu sameiginlega sé nú meö þeim hætti, að hægt væri að ákveða fiskverð, sem tryggði bæði veiöum og vinnslu ekki lakari afkomu en þessar greinar hafa haft að jafnaði, hvort heldur seni miðað er við siöustu 10 ár eða slðustu þrjú ár, sem upplýsingar liggja fyrir um. — En hlut sjó- manna þarf greinilega aö bæta sérstaklega. u.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.