Þjóðviljinn - 03.02.1981, Síða 15

Þjóðviljinn - 03.02.1981, Síða 15
fra Hringið i sima 81333 kl. 9-5 alla virka daga, eða skrifið Þjóðviljanum lesendum Skriftastólar eru allt Árla dags uppvaknaður i gær- morgun, 26. jan. anno 1981, hlustaði ég á Morgunorð í út- varpinu, og sagði flytjandi Orðsins að fólk katólskrar trúar væri blessunarlega laust við streituog geðrænar truflanir, og væri ástæðan fyrir þessu sú, að katólikkar gætu farið i skrifta - stóla kirknanna og játað þar syndir sinar og létt á hjarta sinu eftir behag, og að þeirri athöfn lokinni veitti viðkomandi klerkur syndaranum fyrirgefn- ingu og blessun. Þvi er ekki að neita að sitt- hvaðhefur færst til betri vegar i kristnihaldi okkar tslendinga upp á siðkastið, þó betur megi ef duga skal. Margir prestar eru nú farnir að tala um Djöfulinn og Syndina i stólræðum eftir alltof langt og andvaralaust hlé, og tekinn upp að hluta Grallara- söngur og byrjað að innleiða nær 200 ára gamla helgisiði. Þetta er mikil framför, en nú vantar okkur skriftastóla framar öllu öðru. Það verður að visu fjárfrekt fyrirtæki að koma upp skriftastólum i öllum kirkj- um landsins, en hvað fjárhags- hliðina snertir tel ég mig hafa góða lausn, og kem ég að þvi siðar. En meðan við biöum eftir að skriftastólar komi i kirkj- urnar tel ég nauðsynlegt uppá sálarheill, að hver og einn komi sér upp stólgarmi til heimilis- brúks, þvi' Syndin er lævis og lipur og Djöfullinn allstaðar nálægur. Skal ég nú segja frá minni reynslu i þessu efni, enda tel ég ábyrgðarhluta að þegja yfir þeirri andlegu velliöan sem mér hlotnaðist. Eftir að hafa hlustað á Orðið i gærmorgun, gerði ég rækilega úttekt á minum lifernismáta undanfarið og reyndist þar flest miður fagurt. Undanfarnar fimm vikur hafði ég t.d. bölvað illviðrum, byljum, ófærð og hálku á hverjum degi, og stund- um oft á dag. Til viðbótar þessu étið mér til óbóta af hangiketi, grjúpánum og fleira góðgæti frá Þorláksmessu og fram yfir sem þarf þrettánda. Og ekki bætti úr skák andlega fóðrið. Maður nokkur i Reykjavik sendi mér bók i jóla- gjöf. Ég hef átt þvi óláni að „fagna” að vera i kunningsskap við mann þennan i 45 ár, og á þeim tima hefur hann aldrei það ég veit tíl vikið af vegi syndar og saurlifis, og auðvitað valdi hann mér tíl handa bók sem mjög var i stil við þessa vegferð hans. Og hvernig ég veltí mér upp úr syndinni um jólin, auk formæl- inganna! A aðfangadagskvöld, þegar lokiðvar i útvarpinu við- talinu við séra Baldur minn i Vatnsfirði, slökkti ég á tækinu og fór að lesa bókina frá gaurn- um i Reykjavik, og létti ekki lestrinum fyrr en ég hafði lesið skræðuna i tvigang og var þá komið fast að miðnætti, og þar með hafði ég forsómað gott orð og sálmasöng i útvarpi og imba- kassa. Ég varð skelfingu lostinn við þessa upprifjun, og datt mér i hug að hringja til prestsins mins i ofboði eins og hún Sigurlaug gerði þegar hún varð þess vis að hún hafði týnt barnatrúnni, en frá þessu var sagt i Orðinu fyrir rúmri viku. En mig brast kjark til að hringja. Ég staulaðist út i hjall og tók með mér fyrr- greinda bók. Ég skyggndist um i hjallinum eftir nýtilegum spýt- um i skriftastól, en þar var ekkert aö hafa nema fúasprek. Að lokum hugkvæmdist mér að slá botninn úr stórri trétunnu sem var þarna i hjallinum, og siöan skreið ég i tunnuna og játaði knékrjúpandi fyrr- greindar syndir og margar fleiri,. meira og minna aldur- hnignar. Og þvilikur léttir að loknum skriftum! Ég var gagn- tekinn ólýsanlegri sælu sem orð fá ekki lýst! En sem ég skreið út úr tunnunni sá ég ekki betur en Djöfullinn væri að snultra utan við hjalldyrnar og fleygöi ég i hann bókarsneypunni og urðu af miklar eldglæringar er hún skall á drundi hans. Við send- ingu þessa hundskaðist Djöfsi i burtu meö halann sperrtan upp i loftið, en varla hefur hann farið langt ef ég þekki hann rétt. Og þá vik ég að kostnaðarhlið- inni við smiði skriftastóla i kirkjurnar. Fyrir nokkru fengu þingmenn og aðrir fyrirmenn drjúga kauphækkun, sem væg- ast sagt hefur mælst mjög illa fyrirhjá almenningi. Ég legg til að stofnaður verði sjóður sem beri nafnið: Skriftastólasjóður, og fyrrgreindir fyrirmenn leggi kauphækkunina i sjóð þennan, og verði þaö stofnfé sjóðsins. Þarna mundu fyrirmenn slá tvær flugur i einu höggi, bjarga sálum landsmanna undan ofur- valdi flugnahöfðingjans og gefa fyrir sálum sinum i leiðinni (sem ekki mun af veita). Það sem á kynni að vanta fengist svo með gjöfum og áheitum, en hrykki það ekki til, má leggja nýjan skatt á landsmenn, Skriftastólaskatt. Þá verði svo fljótt sem ástæður leyfa fenginn útlendur hannari, að sjálfsögðu katólskur og helst úr Páfagarði, til að hanna skriftastólana. Máske þykir einhverjum langt seilst til lokunnar að fá útlend- ing til þessa verks, en i þvi sam- bandi má minna á, að eitt sinn var fenginn hingað afdankaöur gamlingi sunnan úr Evrópu til að „redda” málunum, og þótti engum mikið. Með klökkum huga þakka ég útvarpsráði fýrir að taka Orðin inn i dagskrá útvarpsins, og sýnir þetta betur en nokkuð annað gæsku og umhyggju ráðs- ins fyrir okkur aumum syndur- um. Ég trúi ekki öðru en að i fyllingu timans verði núverandi útvarpsráðsmenn teknir i helgra manna tölu. Afdalakarl. ERU ÞÆR EINS? Við fyrstu sýn, kannski. En þegar þið farið að skoða þær betur sjáið þið væntanlega að á neðri ntyndinni vantar fimm atriði, sem eru á efri myndinni. Finnið þau! Svo getið þið litað mynd- ina, ef ykkur langar til. Barnahornid SVÖR VIÐ GÁTUM Hér koma svörin við gát- unum frá í gær: 1. Sólargeislinn. Fenris- úlfur gleypti sólina. 2. Hafskip. 3. Reykháfur. Þriðjudagur 3. febrúar 1981 ÞJÖÐVILJINN — SÍÐA 15 Á austurvígstöðvunum í sjónvarpinu verður i kvöld sýndur fyrsti hlutinn af þrem- ur i breskri heimildarmynd um styrjöldina á austurvig- Sjónvarp ■'TF kl. 20.45 stöðvunum. Fyrir rétt tæpum 40 árum réðust Þjóðverjar inn i Sovét- rikin. Þar með var hafinn nýr kapituli i heimsstyrjöldinni siðari, kapituli sem átti eftir að ráða úrslitum. Rússar voru illa undir striðið búnir og Þjóðverjar bjuggust við að þeir yrðu ekki lengi að leggja þetta griðarlega landflæmi undir sig, en það fór á annan veg. Orrustan um Stalingrad t1 ■■■ ~ ... 1 ■ ■ sneri viö öllum gangi heims- styrjaldarinnar, þar hófst undanhaldÞjóðverja þótt ekki yrðu þeir yfirbugaðir fyrr en mörgum árum siðar. Sovétmenn misstu tuttugu miljónir manna i þessu striði, sem stóð i fjögur ár. En þeir losuðu heiminn við þýska fas- ismann. Það veröur aldrei af þeim skafið. —ih Hafið bláa miðjarðar Sigurður Pálsson skáld les i kvöld úr nýjustu Ijóðabók sinni, „Ljóð vega menn”, sem Mál og menning gaf út fyrir jólin. Ljóðaflokkurinn sem Sig- urður les heitir Hafið bláa miðjarðar. Sigurður hefur dvalist árum saman i Frakk- landi og ætti þvi að þekkja Miðjarðarhafið af eigin raun. Auk ljóða hefur Sigurður samið leikrit, og nú stundar hann kvikmyndanám i Paris. —ih Útvarp kl. 22.35 Sigurður Pálsson. Ríkisumsvifin voðalega Hólmsteinar þessa lánds, frjálshyggjumennirnir svo- kölluðu, hafa af þvi þungar áhyggjur að rikið sé sifellt að færast i aukana. Þeim sem hafa áhuga á þessu áhyggju- máli þeirra er hérmeð bcnt á umræðuþátt i sjónvarpinu i kvöld. Spurningin sem Jón Steinar Gunnlaugsson, stjórnandi þáttarins, ætlar að leggja fyrir viðmælendur sina er: Hljóta rikisumsvif ávallt að aukast? Þátttakendur eru Hannes Hólmsteinn Gissurarson, Ragnar Arnason lektor og Vil- mundur Gylfason al- þingismaður, og eru þeir væntanlega ekki allir á sama máli. Auk þeirra koma fram i þættinum Eysteinn Jónsson, fyrrverandi ráðherra, og Sveinn Jónsson endurskoð- andi. —ih y jj. Sjónvarp TT kl. 22.00 A puttanum Rod Taylor leikur aöalhlut- verkið i Óvæntum endalokum i kvöld. Þátturinn nefnist „A puttanum” (The Hitchhiker). Sjónvarp kl. 21.35

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.