Þjóðviljinn - 13.02.1981, Síða 1

Þjóðviljinn - 13.02.1981, Síða 1
Föstudagur 13. febr. 1981 — 36. tbl. 46. árg. Svavar Gestsson um framkvæmdir í herstöðinni Á fundi ríkisstjórnar- innar í gærmorgun var m.a. rætt um áformaða byggingu nýrra flugskýla á Keflavíkurflugvelli, en sem kunnugt er hefur Ölafur Jóhannesson, utan- rfkisráðherra, fyrst nú greint frá því að hann haf i í nóvembermánuði s.l. fallist á byggingu þriggja ,,spreng j uheldra" flug- skýla í herstöðinni. Þjóðviljinn ræddi við Svavar Gestsson, formann Alþýðubanda- lagsins um þessi mál. Hann sagði: — Strax og blaðafréttir birtust um að til stæði að reisa ný flug- skýli á Keflavikurflugvelli, rædd- um við þessi mál i þingflokki Alþýðubandalagsins. Þar var ákveðið að óska strax viðræðna við formann Framsóknarflokks- ins og formann þingflokks Fram- sóknar. Þessar viðræður hafa farið fram. Þá hefur fulltrúi okkar i utanrikismálanefnd óskað eftir skýrslu. A rikisstjórnarfundi i gærmorgun féllst utanrikis- ráðherra á að afhenda skýrslu um þetta mál. Ég tel nauðsynlegt i tengslum við þetta, að leggja áherslu á að á vettvangi rikisstjórnarinnar verði þegar á næstu vikum tekin til umræðu ýmis ágreiningsmál sem upp hafa komið vegna hernámsliðsins. Þar er um að ræða áðurnefnd flugskýli, flug- stöðvarbyggingu og oliubirgða- stöð. Það er nauðsynlegt vegna stjórnarsamstarfsins almennt að koma þessum málum á hreint. Við Alþýðubandalagsmenn get- um ekki unað nokkrum þeim eðlisbreytingum á herstöðinni sem auka hernaðargildi hennar. t umræðum að undanförnu hef- ur nokkuð verið mipnst á það ákvæði málefnasamnings núver- andi rikisstjórnar, að ekki verði ráðist i framkvæmdir við nýja flugstöð nema með samkomulagi allrar stjórnarinnar. Hér er um að ræða skýlaust ákvæði sem stjórnarflokkarnir hafa samþykkt og hljóta þvi að virða, vilji þeir halda stjórnarsamstarf- inu áfram. Jafnframt skal lögð á það áhersla að milli núverandi stjórnaraðila eru auk þess til reglur um vinnubrögð stjórnar- innar almennt sem allir verða að taka tillit til og snerta öll meiri- háttar mál. I núverandi stjórnarsáttmála er flugstöðin nefnd ein fram- kvæmda vegna þess að þá var hún eina framkvæmdin sem á döfinni var i tengslum við her- stöðina. Þess vegna var sú fram- kvæmd nefnd sérstaklega og i þvi ákvæði felst að hið sama hlýtur að giída um aðrar meiriháttar fram- kvæmdir við herstöðina. —k. UuÐVUHNN VETRARVERTIÐIN: Fádœma ótíð \ en sæmilegur afli þegar gefur á sjó j Það var samdóma álit manna i nokkrum heistu út- gerðarbæjum landsins, sem Þjóðviljinn ræddi við i gær að um fádæma ógæftir hafi verið að ræða, það sem af er þessari vetrarvertið, en afli sæmi- legur þegar gefur á sjó. Bát- um á Snæfellsnesi hefur gengið einna best að komast á sjó, þar er róðrahæsti bátur frá áramótum búinn að fara i 23 róðra. Heildaraflinn, sem borist hefur á land i ólafsvik frá ára- mótum er 1.267 tonn og er afli tveggja skuttogara þar inni- falinn, en vertiðarbátar i Ólafsvik eru um 20. Frá Rifi róa heldur stærri bátar og hefur þeim gengið betur að komast á sjó og afli þeirra verið sæmilegur. Aflahæsti báturinn i Ólafsvik er Gunnar Bjarnason með 215 lestir i 23 róðrum. 1 Sandgerði hefur verið mikil ótið og slæmar gæftir, bæði i janúar og febrúar. Afli á linu var sæmilegur þegar gaf i janúar, en nú eru flestir bátar að skipta yfir á net. Undan- farið hafa netabátar aflað vel þegar gefið hefur á sjó, allt uppi 33 tonn i róðri. 1 Grindavik var okkur tjáð að afli netabáta hefði verið alk sæmilegur og hefði stærri bát- unum gengið nokkuð að kom- ast á sjó. Aftur á móti væri afli linubáta litill og þeir kæmust sjaldan út vegna veðurs. Hjá linubátunum hefði ástandið' það sem af er vertið verið mun verra en i fyrra, bæði meira gæftaleysi og minni afli. Svipaða sögu er að segja úr Eyjum. Þar hefur verið gæfta- leysi en ágætur afli þegar gefur. Reyndar eru ekki allir Vestmannaeyjabátar byrjaðir róðra enn. Þrir linubátar eru gerðir út frá Isafirði og i janúar voru gæftir sæmilegar og góður afli, en það sem af er febrúar hefur verið gæftaleysi hjá Isa- fjarðarbátunum. —S.dór Mál þessi þurfa að komast á hreint Vandi aldraöra sjúklinga Ýmsar leiðir eru nú kannaðar til þess að ieysa brýnan vanda aldraðra langlegusjúklinga i Reykjavikurborg, en B-álma Borgarspitalans og Hjúkrunar- heimilið við Snorrabraut verða ekki komin i gagnið fyrr en eftir 2—3 ár. Skúli Johnsen borgar- læknir bendir á i viðtali við Þjóð- viljann i dag að hugsanlega megi bæta nýtingu bæði á almennum sjúkrahúsum og á langlegu- deildum dvalarheimilla en áætlað er að nú séu um 200 manns i heimahúsum i borginni sem þurfi á einhvers konar vistun að halda. Þær leiðir sem nú eru efstar á blaði eru að taka á leigu eða kaupa t.d. hótel sem breytt yrði i bráðabirgðalegudeild eða þá að taka eitthvað af húsnæði borgar- innar t.d. Hvitabandið eða Fæðingarheimilið, jafnvel Aust- urbæjarskólann, undir aldraða sjúklinga. Sjá viðtal við borgarlækni á opnusiðum. Skiðaparadis þeirra Akureyrínga er i Hliðarfjalli þar sem allir virðast jafnfærir, hversu ungir sem þeir eru, enda snemma byrjað að huga aö uppeldinu,og er jalnan þrong á þingí á pallinum þeim arna þar sem skíðakennarinn hefur aðsetur og þaðan sem krakkarnir fá start niöur brekkuna. — Ljósm.: — vh. r---------------------------------------------------| i Norsk tillaga á dagskrá: Fjögur Norðurlönd kiamorkuYopnalaus en Island utan þess kerfis! ■ Norðmenn hafa reifað | við bandamenn sína í m Nató hugmyndir um að | Norðurlönd verði lýst - kjarnorkuvopnalaust | svæði sem njóti trygginga - af hálfu stjórveld- I anna — öll nema ísland. Mál þetta er upp komið i framhaldi af átökum sem hafa orðið innan Verkamannaflokks- ins norska um afstöðu til kjarn- orkuvigbúnaðar Natórikja og geymsiu bandariskra vopna i Noregi. Tillaga um fjögur Norðurlönd: Noreg, Danmörku, Sviþjóð og Finnland, sem kjarn- orkuvopnalaust svæði, er fram komin og hefur fundið sér leið inn i kosningastefnuskrá Verka- mannaflokksins, til þess að friða vinstrisinna innan flokks- ins. Vinstrisinnar, Jens Evensen og fleiriáhrifamenn, telja að til- lagan sé jákvæð, en þeir berjast nú gegn þvi að hún verði út- þynnt, með þvi að tengja hug- myndir um kjarnorkuvopna- laust svæði við hliðstæðar ráð- stafanir annarsstaðar i Evrópu. En ef tillagan um Norður- löndin fjögur er fram komin til að friða andstæöinga aukinna hernaðarumsvifa i Noregi, er þá sú staðreynd að ísland er ekki haft með ætluð til að friða Nató- hershöfðingja? Er hér um að ræða einskonar framhald af fyrri stefnu Norðmanna: að vilja ekki hafa erlendar her- stöðvar eða kjarnorkuvopn i sinu landi, en visa á tsland i staðinn? Nánar verður um þetta mál fjallað i blaðinu á morgunn. J

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.