Þjóðviljinn - 13.02.1981, Síða 6

Þjóðviljinn - 13.02.1981, Síða 6
6 StÐA — ÞJÖÐVILJINN ÚTBOÐ Stjórn verkamannabústaða í Reykjavík óskar eftir tilboðum i málun 60 raðhúsaibúða i Hólahverfi. útboðsgögn verða afhent á skrifstofu V.B. frá og með föstud. 13. febr. gegn 300 kr. skilatrygg- ingu. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu V.B. Suðurlandsbraut30, mánud. 2. mars kl. 15. Stjórn verkamannabústaða i Reykjavik. F orf allakennari óskast Kennara vantar til að kenna stærðfræði i 7.-9. bekk i Gagnfræðaskólanum i Mos- fellssveit nú þegar. Upplýsingar gefa skólastjóri og yfirkenn- ari i sima 66186. Laus staða Staða lektors í ensku i heimspekideild Háskóla Islands er laus til umsóknar. Sérstök áhersla er lögð á nútimamál og málvisi. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrlsu um visindastörf sin, ritsmiðar og rannsóknír, svo og námsferil sinn og störf. Menntamálaráðuneytið, 10. febrúar 1981. Laus staða Staða lektors i uppeldisfræðum i félagsvisindadeild Há- skóla Islands er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um visindastörf sin, ritsmiðar og rannsóknir.svo og námsferil sinn og störf. Umsóknir skulu sendar menntamálaráðuneytinu Hverfis- götu 6, 101 Reykjavik, fyrir 10. mars nk.. Menntamálaráðuneytið, 10. febrúar 1981. Forstöðumaðiir framkvæmdadeíldar Hafnarfjarðarbær óskar að ráða for- stöðumann fyrir framkvæmda- og rekstrardeild við embætti bæjarverk- fræðings. Verkefni deildarinnar verður umsjón og eftirlit með byggingarframkvæmdum, gatnagerð og rekstrarverkefnum. Áskilin er verkfræði- eða tæknifræðimenntun ásamt reynslu á þessu sviði. önnur menntun ásamt mikilli og hald- góðri reynslu kemur þó til greina. Nánari upplýsingar veitir bæjarverkfræð- ingur. Umsókir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist undirrituðum eigi siðar en 24. febr. 1981. Bæjarstjóri Blikkiðjan Asgaröi 7, Garöabæ ónnumst þakrennusmiði og uppsetningu — ennfremur hverskonar biikksmiöi. Gerum föst verötiiboö SÍMI53468 Fyrirspurnir á Alþingi: Hvenær verða sett lög um skoðanakannanir? þingsjá Lækkun vaxta Friðrik Sóphusson hefur beint eftirfarandi fyrirspurn i þremur liðum til viðskiptaráðherra: ,,1) Hvernig hafa raunvextir i bönkum breyst á innlánahlið og útlánahlið frá áramótum? 2) Eru ráðgerðar hækkanir á þjónustugjöldum banka? 3) Með hvaða hætti ætlar rikis- stjórnin að lækka vexti 1. mars?” Til fjármálaráðherra beinir Friðrik eftirfarandi spurningu: „Hvenær stefnir rikisstjórnin að þvi að veita greiðslufrest af tollum? Hve mikinn? Hve lang- an?” Þarf opinberar hækkanir? Þá hefur Friðrik Sophusson einnig beint eftirfarandi fyr- irspurn til fjármálaráðherra: ,,1) Hvaða áætlaðar hækkanir á gjaldskrá eftirtalinna B-fyr- irtækja lágu til grundvallar fjár- hagsáætlun þeirra i fjárlögum þessa árs? a) Póstur og simi, b) Rikisútvarpið, c) Rafmagnsveit- ur rikisins, d) Skipaútgerð rikisins. 2) Hvaða breytingar þarf að gera á hækkunaráætlunum miðað við breyttar forsendur til aö fjár- hagsáætlanir fyrirtækjanna standist?” Farandverkafólk Karl Steinar Guðnason hefur beint eftirfarandi spurningu til félagsmálaráðherra: „Hinn 18. mars 1980 skipaði félagsmálaráðherra nefnd til að kanna gildandi lög og reglur um kjör og aðbúnað farandverka- fólks, þ.m.t. erlends farand- verkafólks, hér á landi og gera tillögur til úrbóta i þeim efnum. 1 fréttatilkynningu er frá þvi greint, að nefndin skuli skila áliti innan þriggja mánaða. 1) Hefur nefndin skilað áliti? 2) Ef svo er, hvaða tillögur ger- ir nefndin til útbóta á málefnum farandverkafólks, þ.m.t. erlends farandverkafólks hér á landi? Afkoma ríkissjóðs Matthias A. Mathiesen hefur beint eftirfarandi fyrirspurn til f jármálaráðherra: „Hvenær má vænta skýrslu fjármálaráðherra um afkomu rikissjóðs 1980, samkvæmt bráða- birgðatölam rikisbókhalds?” — Þ- Tillaga 3 Sjálfstœðisþingmanna: Verðbœtur af námslánum verði frá- dráttarbœrar Fjölmargar fyrirspurnir hafa verið lagðar fram á Alþingi siðustu daga. Hér á eftir verður gerð grein fyrir þessum fyr- irspurnum. Reglur um skoðanakannanir Alexander Stefánsson hefur lagt fram fyrirspurn til forsætis- ráðherra um almennar skoðana- kannanir er hljóðar svo: „Hvað liður undirbúningi að setningu reglna eða laga um almennar skoðanakannanir skv. þingsályktan er samþykkt var á siðasta Aiþingi 23. mai 1979?” Könnun á tekjuskiptingu Jóhanna Sigurðardóttir hefur beint eftirfarandi fyrirspurn til félagsmálaráðherra: „Hvað liður framkvæmd þings- ályktunar um kannanir á tekju- skiptingu og launakjörum sem samþykkt var á Alþingi 28. aprii 1980?” Lán til ibúðabygginga Þorvaldur Garðar Kristjánsson heíur beint fyrirspurn i þremur liðum til félagsmálaráðherra um lán til ibúðarbygginga. Fyr- irspurnin er svohljóðandi: ,,1) Hvenær veröur skamm- timalánum og lausaskuldum vegna ibúðabygginga breytt i föst lán til lengri tima? 2) Hvernig verður fjármagns aflað til hinna föstu lána? 3) Hver verða kjör hinna föstu lána: a) vextir, b) lánstimi?” Húshitunaráætlun Þá hefur Þorvaldur Garðar beint eftirfarandi fyrirspurn i 4 liðum til iðnaðarráðherra um húshitunaráætlun: „D Hefur verið gerð húshit- unaráætlun fyrir timabilið 1981—1983 um nýtingu innlendra orkugjafa til húshitunar i stað oliu,svosem gertskal samkvæmt 14. gr. laga um jöfnun og lækkun hitunarkostnaðar, nr. 53 frá 28. mai 1980? 2) Hvaða tillögur eru um framkvæmdir i orkumálum, sem nauðsynlegar teljast til þess að sem flestir landsmenn búi viö innlenda orkugjafa eða njóti orku frá oliukyntri fjarvarmaveitu i árslok 1983? 3) Hver er áætlaður kostnaður framkvæmdanna? 4) Hvernig skiptast fram- kvæmdirnar: a) milli ára, b) meö tilliti til innlendra orkugjafa og oliu til fjarvarmaveitna?” Rikisábyrgð Flugleiða Kjartan Jóhannsson hefur lagt fram fyrirspurn til samgöngu- ráðherra er hljóðar svo: „Með hvaða hætti hafa Flug- leiöir hf. efnt skilyröi þau, sem sett voru við ákvöröun um heim- ild til rikisábyrgðar v.egna lðntöku fyrirtækisins?” Þrir þingmenn Sjálfstæðis- flokksins hafa lagt fram frum- varp um breytingu á tekju- og eignaskattslögum er varðar skattaf rádrátt námsmanna. Frumvarpiö felur i sér tvenns konar breytingar og gerir fyrri breytingin ráð fyrir aö námsfrá- dráttur sem ekki nýtist meðan á námistendur veröi frádráttarbær eftir að námi lýkur. Segja flutn- ingsmenn i greinargerö að I mörgum tilvikum nýtist ekki námsmannafrádrátturinn vegna tekjuskorts. Þá gerir frumvarpið ráð fyrir að vextir og veröbætur af náms- lánum verði frádráttarbær á sama hátt og lán vegna húsbygg- inga. Eins og kunnugt er þá eru nú einungis vextir og verðbætur erstafa af lánum vegna bygginga eða kaupa á ibúðarhúsnæði, sem koma til frádráttar tekjum. 1 greinargerð segja flutningsmenn að vegna hertra endurgreiðslna námslána sé ljóst að greiðslu- byrði þeirra er ljúka langskóla- námi eigi eftir að aukast og af þeirri staðreynd taki frumvarpið mið. Flutningsmenn frumvarpsins eru Friðrik Sóphusson, Halldór Blöndal og Matthias Á. Mathie- sen. — Þ Þingmenn Vesturlands: Graskögglaverksmiðja verði í Borgarfirði Þingmenn Vesturlandskjör- dæmis hafa lagt fram á Alþingi tillögu þess efnis að rfkisstjórn- inni verði faliö að undirbúa þátt- töku rfkisins f stofnun og rekstri graskögglaverksmiðju i Borgar- firði i samvinnu við heimaaðila. I greinargerð með tillögunni kemur fram að mikill og eindreg- inn stuðningur er við þessa tillögu meöal heimamanna. 1 greinar- gerðinni kemur jafnframt fram að nd eru starfandi 4 verksmiðjur er sinna fóöuriönaði ieigu rikisins auk einnar i einkaeign. Þá er i undirbUningi bygging gras- kögglaverksmiðju i Saltvik i Suður-Þingeyjarsýslu og Hólmin- um I Skagafirði. A siðasta ári voru framleiddar 12548 lestir af graskögglum, 400 lestir af mjöli og 350 lestir af graskögglum I þeim verksmiöj- um er nU starfa. Heildarfram- leiðsla af hraðþurrkuðu fóðri var þvi 13208 lestir. Stjórnskipuð nefnd hefur komist að þeirri niðurstööu að auka beri afköst hins innlenda fóðuriðnaöar i um þaö bil 40 þúsund tonn árlega og að æskilegt væri aö þvi marki yrði náð 1990. — þ

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.