Þjóðviljinn - 13.02.1981, Síða 9

Þjóðviljinn - 13.02.1981, Síða 9
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 13. febrúar 1981 DeUda- keppni Skáksam- bandsins Skákþing Islands 1981 fer fram i aprilmánuði, eins og lög S. 1. gera ráð fyrir. Keppnin i landsliðs- flokki hefst 14. april og mun verða haldin á Hótel Esju. Stefnt er að þvi að fá til keppni alla sterkustu skákmenn landsins. Verðlaun hafa verið ákveðin þessi: l.verðl. kr. 10.000: 2. verðl. kr. 6.000. 3. verðl. kr. 4.000 og 4. verðl. kr. 2.000. Keppni i öðrum flokknum hefst 11. april, og verður senni- lega teflt i húsnæði T.H. að Grensásvegi 44, Hvik. Allar nán- ari upplýsingar um S.b.l. 1981 verða sendar aðildarfélögum S.I. fljótlega. Hraðskákmót Islands 1981 verður haldið i Reykjavik sunnu- daginn 31. mai n.k. (daginn eftir aðalfund S.I.). Mótið verður nánar auglýst siðar. Skákþing lslands 1981 Keppni í annarri deild er þegar lokið og urðu úr- slit þau/ að Taflfélagið Nói sigraði með 19 vinn- ingum, B-sveit T.R. varð í öðru sæti með 17 1/2 vinn- ing og Taflfélag Akra- ness i þriöja sæti með 16 vinninga. Keppni i fyrstu deild stendur enn. Siðustu viðureignir voru þessar: T. R. sigraði Mjölni með 6 1/2 gegn 1 1/2 (10. jan. ’81). Mjölnir sigraði T.K. með 5 1/2 gegn 2 1/2 (7. feb. ’81). Næstu viðureignir veröa 13.—15.; feb. n.k. Þá munu tefla i Rvik Skáksamband Vestfjarða og Skáksamband Austfjarða; einnig er ráðgert að þau tefli við félögin hér á höfuðborgarsvæð- inu, T.R., T.S., T.K. og S.H. Staðan i fyrstu deild er nú þessi: T.R. hefur 33 vinninga og á eftir 2 leiki. Taflfélag Seltjarnarness hefur 19 vinninga og á eftir 2 leiki, Mjölnir hefur 21 vinning og á eftir 1 leik, T.K. hefur 17 1/2 vinning og á eftir 2 leiki. Skákþjálfun á vegum SI Sovéskur skákþjálfari er væntanlegur til íslands í byrjun maimánaðar og mun dveljast hér í 4 vikur og veita skákkennslu. Skáksamband Islands mun standa straum af kostnaði vegna komu þjálfarans og hefur þegar falið fræðslu- nefnd S.i. að skipuleggja dvöl þjálfarans svo og fyrirkomulag skákkennsl- unnar. Eins og kunnugt er annaðist Jón A. Pálsson þjálfun kvenna- sveitarinnar fyrir Olympiuskák- mótið á Möltu á siöasta ári. bvi starfi verður haldið áfram og eru æfingar þegar hafnar. Einnig er ráðgert að Jón muni siðar aðstoða skákkonur úti á landsbyggðinni. Jón Pálsson kemur viða við i skákþjálfuninni, þvi hann mun hinn 20. febrúar n.k. halda nám- skeið á Isafirði og Bolungarvik. Siöar mun hann fara til Akur- eyrar og Húsavikur I sömu erind- um. Þau félög, er hug hafa á að fá slik námskeiö, eru beðin að hafa samband við skrifstofu Skáksam- bandsins. Hvað er til i í málefnum aldraðra sjú Tilkoma B-álmunnar og hjúkrunarheimilisins við Snorrabraut mun ger- breyta ástandinu í málefnum aldraðra lang- legusjúklinga, en þessar byggingar verða því miður ekki komnar í gagnið fyrr en eftir 2—3 ár. Spurningin er því hvað á að gera þangað til, sagði Skúli Johnsen, borgarlæknir, þegar Þjóðviljinn ræddi þessi mál við hann á dög- unum. Tilkoma B-álmunnar og hjúkrunarheimilisins viö Snorrabraut mun ger breyta ástandinu i mðlefnum aldraðra sjúklinga. Þessi mynd var tekin s.l. haust við nýbygginguna við Snorrabraut. Ljósm. —gel. Gistiheimili til bráða- birgða og bætt nýting stofnanaog sjúkrahúsa segir Skúli Johnsen, borgarlæknir Nýlega samþykkti borgarstjórn Reykjavíkur að leita eftir viðræðum við heilbrigðisráðherra um úrlausn í málefnum aldraðra sjúklinga en aö undanförnu hefur verið kannað hvort ekki mætti taka á leigu húsnæði sem notað yrði til bráðabirgða sem eins konar gistiheimili til að leysa brýnustu þörfina. Sagöi Skúli Johnsen aö einkum hefði veriö verið litið til hótelanna I þvi sam- bandi en einnig hefði húsnæði i eigu borgarinnar verið kannað i sama augnamiöi. Gistiheimili sem þetta gæti að sögn Skúla hýst 40—60 manns en hins vegar er hvorki i fjárlögum né i fjárhagsáætlun Reykjavikur- borgar gert ráð fyrir kaupum eða rekstri sliks húsnæðis og yrði þvi að leita sérstakra leiða með fjár- mögnun þess. Sjúkrarúmum fækkar, öldruðum fjölgar — En hvernig er ástandið i þessum efnum i Reykjavik? Framboö á sjúkrarúmum fyrir aldraöa hefur i raun farið minnk- andi á undanförnum árum á sama tima og öldruðum hefur fjölgað mikið i borginni, sagði Skúli Johnsen. Frá 1973 hefur plássum á Grund og Hrafnistu fækkað um rúmlega 70 og er ástæðan sú að þjónustan hefur aukist, þaö er nú orðið meira af veiku fólki inni á þessum heimil- um og þaö kallar á fleira starfs- fólk og meira pláss. Væntar.lega mun plássum á þessum tveimur stofnunum fækka enn frekar en þar eru nú 270 sjúkrarúm, þar af 160 sem nýtast Reykvikingum. Þessu til viðbótar eru 30 rúm á Heilsuverndarstöðinni, 25 I Hafnarbúöum, 66 á öldrunardeild Landspitalans og ég hef reiknað með því að um 150 aldraðir lang- iegusjúklingar væru á almennu sjúkrahúsunum. A þessum sama tima frá 1973 sem sjúkrarúmum hefur fækkað um 70 eða reyndar um 103 ef fækkunin á Vifilsstöðum er talin með, hefur ellilifeyrisþegum i Reykjavik fjölgað um 20% og öldruðum eldri en 80 ára um 50%. Nú eru um 2.300 manns skráðir i Reykjavik, sem eru 80 ára eða eldri, en erlendis er talið að fjórðungur i þessum aldurshópi þurfi að dvelja á einhvers konar stofnun og helmingur þeirra sem kominn er yfir nirætt. Þannig má búast við að yfir 500 manns úr þessum hópi þurfi á einhvers konar vistun að halda. 200 sjúklingar í heimahúsum — Hver er þá þörfin? Aætlað hefur verið að um 200 manns séu I heimahúsum i ReykjaVik sem þyrftu nauðsyn- lega að komast á stofnun, sjúkrahús eða hjúkrunarheimili. Framboöið á rými fyrir lang- legusjúklinga er nú 336 hér i Reykjavik þ.e. 47 pláss á hverja 1000 einstaklinga 70 ára og eldri. Þetta er mun lægri tala en á hin- um Norðurlöndunum. Ef við þessa tölu er bætt þeim 150 sem eru inni á almennu sjúkra- húsunum og svo þeim 200 sem áætlað er að séu i heimahúsum, kemur út heildarþörf sem er 97,8 rúm pr. 1000 einstaklinga 70 ára og eldri. Það er i góðu samræmi viö mat á vistunarrýmisþörf sem heilbrigöisyfirvöld höfuöborga annarra Norðurlanda létu gera samtimis fyrir þrem árum. — Nú teluröu ekki meö þann fjölda sem er inni á almennu sjúkrahúsunum. Finnst þér ekki að aldraðir eigi að fá pláss þar? Jú, það finnst mér. Sjúkrahúsin eiga að viöurkenna þá slyldu sina aö sinna þeirri þörf sem brýnust er á hverjum tima. Gamla fólkið á ekki siðri rétt á þjónustu en aðrir, jafnvel þótt það sé lang- legusjúklingar. Má bæta nýtingu stofnananna? — Hvaða úrræði eru til taks, önnur en gistiheimili fyrir 40—60 manns? Þaö er komið svo nálægt öðrum lausnum að hætt er við að stór- tækar ráðstafanir gætu komið niður á byggingu B-álmunnar og það má ekki gerast. Við þurfum i fyrsta lagi að huga að þvi hvernig stofnanirnar eru nýttar, — sjúkrahúsin og almennar deildir þeirra þar með talin. Getum við ekki eitthvaö minnk- aö svigrúm vegna svokallaöra „biðlistasjúklinga” og lengt biðtima þeirra eitthvað? Er hægt að gera fleiri aögeröir á göngu- deildum án innlagnar? Er ekki hægt að efla heimahjúkrunina svo að hún sinni slikum sjúklingum, en ekki aðeins öldruðum sjúkling- um i heimahúsum? Siðan þarf að kanna Ianglegu- deildirnar. Er fólk þar sem ætti betur heima á öörum stofnunum, t.d. dvalarheimilum eða dag- deildum? Fyrsta skylda sjúkra- stofnana er sú, að rúmin séu nýtt i samræmi við brýnustu þarfir þjóöfélagsins og hér þarf aö stýra málum þannig, aö stofnanirnar nýtist sem best. Aðgeröir sem þessar gætu létt heilmikið á þar til B-álman og Hjúkrunarheimiliö við Snorrabraut taka við. Hús fyrir 260 manns ibyggingu — Hvað rúma þær byggingar marga? Sjúkrahúsin eiga aðsinna þeirri þörf sem er brýnust á hverjum tima og gamla fólkiö á ekki siður rétt á þjónustu þeirra þótt það sé langlegu- sjúklingar. Ljósm.—eik. 1 B-álmunni veröur rúm fyrir 160 sjúklinga og samkvæmt samþykkt borgarstjórnar frá 23. mai 1973 verður álman eingöngu fyrir aldraða langlegusjúklinga. Hún veröur i fyrsta lagi tilbúin á árunum 1983—1984 en verður tek- in i notkun i áföngum. Uppsteypu á að ljúka i byrjun næsta árs. Hjúkrunarheimiliö viö Snorra- braut veröur þrjár hæðir og veröur það væntanlega tilbúið i árslok 1982. Heimilið er byggt sem ibúðirsem breyta má i 2ja og 4ra manna stofur. Rætt hefur ver- ið um að taka efstu hæöina fyrir 30—50 manns, aldraða sjúklinga sem þjást af heilabilun, en þessi hópur er gjörsamlega útundan eins og nú er. A annarri hæðinni verða 34 ibúðir og 6 á þeirri fyrstu, en þar veröur einnig þjón- ustuaðstaða, mötuneyti og þess háttar. Þetta heimili getur rúmað um 100 manns. Þá er á vegum borgarinnar byrjað aö huga að næsta verkefni á þessu sviði og farið aö huga aö möguleikum á byggingu hjúkrunar- og dvalarheimilis i tengslum við heilsugæslustöö i Seljahverfi. Hefjast ætti handa um slika byggingu strax eftir að byggingu Snorrabrautarheimilis- ins lýkur. Það er eitt sem menn veröa að gera sér fullkomlega ijóst og þvi vil ég beina sérstaklega til þing- manna okkar, sagði Skúli ennfremur. Rikinu ber að leysa þarfir gamla fólksins fyrir sjúkrahús og hjúkrunarheimili en borginni að leysa úr félagslegum þörfum, veita félagsþjónustu. Samkvæmt heilbirgðislögum ber rikinu aö greiða 85% af stofn- kostnaði sjúkrahúsa og hjúkrunar- og endurhæfingar- heimila og það verður að standa, hvað varðar byggingu B-álmu og hjúkrunarheimilisins i Selja- hverfi ef ráðist verður i þá fram- kvæmd. Borgin hefur nóg með að sinna félagslegum þörfum þessa fólks. Það er ótvirætt hlutverk hennar. Sennilega er nóg komið af dvalarheimilum, sem ætluö eru til að mæta húsnæðisþörfinni einni, en hinsvegar mun frekari efling heimahjúkrunar og heimilisþjónustu koma að góöu gagni og er það þvi brýnt verk- efni. Samræming á heilbrigðis- og félagsþjónustu fyrir aldraða mun ótvirætt bæta nýtingu stofnana og er þvi ástæða til að taka upp að nýju þær tiilögur sem lagðar voru fyrir borgarstjórn um þaö efni 1978, sagði Skúli aö lokum. . Föstudagur 13. febrúar 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 á dagskrá Mín skoðun er sú, að nú sé ekki síst brýnt að ræða hin gömlu markmið samvinnuhreyfingarinnar — ekki til að kasta þeim á verðbólgubálið, heldur til að festa þau fólki í minni Reynir Ingibjartsson STEFNUSKRÁ fyrir samvinnuhreyfinguna Um þessar mundireru að hefjast af alvöru umræður um drög að fyrstu stefnuskrá, sem sam- vinnuhreyfingin á Islandi ætlar að setja sér og stefnt er að að verði samþykkt á aldarafmæli fyrsta kaupfélagsins á árinu 1982. Hér er stórmál á ferð og varðar þjóðfélagið i heild hvernig til tekst. 1 nágrannalöndum okkar á Norðurlöndum hefur átt sér stað umfangsmikil umræða á liðnum árum um stefnumótun og sam- vinnumenn gefið sér góðan tima til þessa verkefnis. Hérlendis hefur umræðan hins vegar verfö mjög takmörkuð til þessa. Nylega hefur þó verið dreift til allra samvinnufélaga bæklingi, sem inniheldur drög að stefnu- skrá fyrir samvinnuhreyfinguna og þar settar fram ýmsar spurn- ingar, sem umræöuhópar eiga að leitast við aö ræöa og móta svör við. Þvi miður eru þessi drög harlá ófullkomin. Þar er margt ofsagt en öðru sleppt, fátt um nýmæli og almennt orðalag ráðandi. Fátt stendur þar um hugsjónargrund völl og höfuðmarkmið fyrir sam- vinnuhreyfinguna, en margt um framkvæmdaatriði i rekstri á hinni líðandi stund. Forðast ber þvi að lltaá þessi drög sem raun- verulegan grundvöll stefnuskrár, heldur sem umhugsunarverða punkta. Er þörf á stefnuskrá? Nú kann einhver aö spyrja hvort þörf sé á slikri stefnuskrá . Fram á þennan dag hafa sam- vinnufélög um allan heim starfað eftir þeim grundvallarreglum, sem samdar voru fyrir fyrsta kaupfélagið, sem stofnað var i heiminum, en það var i Rochdale i Bretlandi árið 1844. Þessar reglur hafa svo verið endur- skoðaðar nýlega af alþjóðasam- vinnusambandinu. Helstu atriði þeirra eru: a) Félagsaðild öllum heimil b) Hlutleysis gætt i stjórnmálum og trúmálum c) Hver félagsmaöur hefur aðeins eitt atkvæði d) Tekjuafgangi varið til: 1) að efla starfsemi félagsins 2) til almannaheilla 3) skiptingar milli félags- manna I hlutfalli viö viðskipti e) Lágir vextir greiddir af stofnfé félagsmanna f) Fræðsluskylda um grund- vallarreglur og starfsreglur. Svo mörg eru þau orð. En þótt boðorðin væru aðeins 10, þá hefur kristnum mönnum ekki dugað minna en þykk bók til að halda áttum í trú sinni og gengið mis- jafnlega samt. Spyrja má þvl hvort fleiri orð bæti nokkuö um stefnumið samvinnuhreyfingar- innar eða eru þau kannski orðin úrelt? Hvað finnst mönnum t.d. um fimmtu regluna um lága vexti af stofnsjóðsinnistæðum félags manna á tímum hávaxtastefnu? Min skoöun er sú, að nú sé ekki sist brýnt að ræöa hin gömlu markmið samvinnuhreyfingar- innar — ekki til að kasta þeim á verðbólgubálið, heldur til að festa þau fólki i minni. Hugsjónagrund- völlur samvinnuhreyfingarinnar hlytur að verða sá sami og verið hefur — annars tapa menn áttum og mörg hugsjónahreyfingin hefur tapað þeim á minni tima en einni og hálfri öld. Kjarni sam- vinnustarfsins er samvinna og samhjálp um þau verkefni sem unniðer að, þar sem réttur hvers einstaks er settur ofar fjár- magninu. Það er þjónn en maðurinn herra. Barátta fyrir jafnrétti og gegn misrétti i þjóð- félaginu er grundvallarmarkmið sem öllum samvinnumönnum verður að vera ljóst. Þess vegna er stöðug og markviss umræöa um tilgang og leiðir ávallt nauðsynleg, ekki sist eftir þvi sem lengra liður frá upphafs- árum, auk þess sem nútiöin er hugsjónahreyfingum andsnúin. En samvinnuhreyfing hvers lands verður svo að setja sér sin- ar eigin leikreglur sniönar að aðstæðum og hér á landi er sam- vinnuhreyfingin svo stórt og við- tækt afl i þjóðfélaginu að umræða um markmið og leiðir þarf ávallt að vera i gangi. Hvers konar markmið? — hvaða leiðir? Það er hægt að skrifa langt mál um stefnumið og verkefnaval hjá samvinnuhreyfingunni islensku — hvernig þessi hreyfing hefur þróast til þessa og hvert stefnir. 1 þessaridagskrárgrein er hins vegar aðeins reynt að vekja les. endur til umhugsunar og umræðu um þessi mál. Aö nú standi yfir umræða um stefnuskrá fyrir samvinnuhreyfinguna — hvorki meira né minna. Ég hef t.d. ekkert oröið var við, að þessi mál eigi að ræða i fjölmennasta kaup- félagi landsins og væri þó kannski bæði eðlilegast og þarfast að hefja kröftuga umræðu þar. Ég óttast sannarlega að sofanda- háttur og afskiptaleysi félags- manna i samvinnufélögunum verði til þess, að þetta tækifæri til krufningar á samvinnustarfinu glatist og árangurinn verði málamyndaplagg, sem samþykkt verði með handauppréttingum á mettima á aöalfundum. En nokkur atriði vil ég tina til I lokin sem verða mættu til um- hugsunar og sýna kannski fram á, að hér er stærra mál á ferð en margur hyggur: 1. Starfar samvinnuhreyfingin á tslandi samkvæmt Rochdale- reglunum i dag? Ef svo er — eru þær kannski orðnar fjötur um fót og ekki i takt við timann? 2. Hafa félagsmenn i dag jafna möguleika og rétt til áhrifa eins og reynt var aö tryggja með Rochdalereglunum? Ef svo er ekki — hverju þarf aö breyta og hvernig? 3. Hvað á að ganga langt i þvi hjá samvinnufélögunum, að reka félög og fyrirtæki i hluta- félagsformi i stað samvinnu- formsins? 4. Hefur ekki verið gert of litið af þvi, að byggja samvinnu- félög um annað en verslun, s.s. framleiðslusamvinnufélög ýmiss konar i iðnaði og sjávarútvegi og eins um ýmsa þjónustu? Einnig mætti nefna byggingu ibúðarhúsnæðis og nyjar greinar eins og fiskeldi. 5. A að stefna að meiri fækkun kaupfélaga frá þvi sem nú er? — skapa stærri heildir? 6. Hvers konar gerð og stærð verslana á að leggja áherslu á i framtiðinni? 7. A að stefna að þvi að aðskilja samvinnufélög i félög fram- leiðenda og neytenda i stað hinna blönduðu félaga,ereru ráðandi i dag og eru eitt megin sérkenni samvinnu- hreyfingarinnar hér á landi? 8. Hvernig samrýmist það hug- sjón samvinnustefnunnar um jafnan rétt allra félagsmanna, að mismuna félögum viö kjör fulltrúa á aðalfund Sambandsins eftir viöskiptum I stað þess að fara alfarið eftir félagsmannafjölda? 9. Er ekki nauösynlegt að taka lög um samvinnufélög til gagngerðrar endurskoðunar og hefur ekki verið gengið of langt iþvi, að lögbinda starfs- hætti samvinnufélaga sem frjálsra félaga? 10. Hvað á að ganga langt i þvi, að starfsmenn hafi formleg og raunveruleg áhrif á skipan eigin starfa, á vinnuumhverfi sitt og þær ákvarðanir sem teknar eru i hverju fyrirtæki? 11. Ætti t.d. að lögbinda það, að starfsmenn samvinnufélaga kysu ákveðið hlutfall st jórnar- manna i samvinnufélögunum s. s. 1/3 eins og er i Noregi? 12. Hvernig verður fræðslu- og upplýsingarstarf samvinnu- hreyfingarinnar best skipu- lagt og ætti að gera þennan þátt mun sjálfstæðari en nú er t. d. með stofnun sérstaks fræðslusambands samvinnu- félaganna? 13. Er ástæða til að breyta mark- miðum og leiðum varðandi fræðslu starfsmanna frá þvi sem nú er, s.s. að hætta við Samvinnuskólann i núverandi mynd? 14. Er æskilegt að samvinnu- félögin taki upp markvissa neytendafræðslu og taki upp samstarf við neytendasam- tökin um þau mál eða styðji þau samtök á einhvern hátt? 15. Er ekki þörf á gjörbreyttri stefnu gagnvart samtcácum launafólks? Eru samvinnu- hreyfingin og verkalýðshreyf- ingin tvær greinar af sama meiði eða ekki? 16. Er hugsanlegt að taka upp formlegt samstarf við samtök launafólks á mun fleiri sviðum en nú er? 17. Er ástæða til aö breyta þvi formi sem samvinnufélögin hafa á i dag með sérstöku vinnumálasambandi, sem annast samninga um kaup og kjör? 18. Á samvinnuhreyfingin að setja sér sérstök markmið gagnvart fjölfötluöum s.s. um aðgang aö störfum, aðstöðu til að komast um verslanir og skrifstofur eða i þjónustu við fjölfatlaða á heimilum þeirra? 19. A ekki samvinnuhreyfingin aö setja sér markmið sem eftir verður tekið og máli skipta i aðstoð við þróunarlönd t.d. með beinni þátttöku i sam- vinnuverkefnum? 20. Samrymist það hugsjón og til- gangi samvinnuhreyfingar- innar, að eiga hlut i fyrir- tækjum sem hafa dvöl erlends herliðs á Islandi að þénustu? 21. A samvinnuhreyfingin að hafa skoðun á þvi, hvort erlend fyrirtæki eigi að vera stórir aðilar i Islensku atvinnulifi og hvort samvinnufélögin eigi aö hafa samstarf við samvinnu- hreyfingarnar t.d. á Noröur- löndum um að reisa hér verk- smiðjur? 22. Er samvinnuhreyfingin i eðli sinu pólitisk hreyfing eöa ekki? Hverjir eru þá sam- herjar hennar og hverjir and- stæðingar? Getur samvinnu- hreyfingin yfir höfuð verið hlutlaus i þjóðfélagi, þar sem fólk skiptist m.a. i stjórn- málaflokka eftir afstöðu til eignaforma i atvinnurekstri? 23. Stjórna félagsmennirnir kaupfélögunum, kaupfélögin Sambandinu og Sambandið samstarfsfyrirtækjunum eða er þetta i mörgum tilfellum öfugt? Hefur átt sér stað of mikil miðstýring valds i sam- vinnuhreyfingunni? 24. Er eðlilegt að forstööumenn Sambandsins og stærstu sam- vinnufélaga sitji alfarið i stjórnum dótturfyrirtækja Sambandsins og flestir stjórnarmenn Sambandsins séu framkvæmdastjórar stærstu kaupfélaganna? 25. Hvernig er háttað jafnrétti kynja til starfa i samvinnu- hreyfingunni? Hvert er launa- bilið milli kynja og hvernig er háttað þátttöku kvenna i stjórnum samvinnufélaga? Er ekki sjálfsagt og æskilegt, að samvinnuhreyfingin setji sér markmið i þessum efnum sem farið sé svo eftir og hver eiga þau að vera? 26. Hver á að vera staða Lands- sambands isl. samvinnu- starfsmanna innan samvinnu- hreyfingarinnar og væri það talið æskilegt, aö gera starfs- mannafélögin alfarið aö stéttarfélögum starfsfólks? 27. A samvinnuhreyfingin aö setja sér ákveðin markmið varðandi þjónustu við ferða- menn t.d. með flugrekstri, hótelrekstri, þjónustumið- stöðvum fyrir ferðafólk með t.d. velbúnum tjaldstæðum eins og i nágrannalöndum okkar o.s.frv.? 28. Kæmi til greina að koma á fót samvinnuútgerð t.d. með skuttogurum sem miðaðist viö allt landið og afla landað þar sem þess væri mest þörf i það og það skiptiö? 29. A samvinnuhreyfingin að láta sig meira skipta listir og menningarstarf en nú er t.d. með rekstri bókaútgáfu, skipulögðum kaupum á lista- verkum, varðveislu gamalla hluta og bygginga t.d. með sérstöku samvinnusafni, stuðningi við einstakar list- greiner, timarita- og blaðaút- gáfu o.s.frv.? 30. Hvernig eiga að vera mark- mið sa mvinnuféla ganna gagnvart starfsmönnum sem fara á eftirlaun s.s. i lifeyris- málum, aðgangi að störfum sem hæfa eftirlaunafólki, hús- næðismálum og fl.? Þannig má halda lengi áfram að tina til fjölmörg mál, sem vert væri að skoða, þegar rædd eru markmið samvinnuhreyfingar- innar. Það er vonandi að lif fari að færast i þessa umræðu og það má ekki setja henni of þröngar skorður, hvorki varðandi efnis- atriði eða tímamörk. Fráleitt er að gera þetta stefnuskrármál aö afgreiðslumáli á aðalfundum svona til sýnis og áróöursbragöa, heldur reyna að kveikja lif hjá sem flestum til aö hugsa um sam- vinnuhreyfinguna og siðan fá fólk til aö taka þátt i umræöu, bæði i samvinnufélögunum og á opin- berum vettvangi. Vel færi svo á þvi að halda sér- stakt stefnuskrárþing næsta vetur og kalla þar saman þann hóp fólks, sem i reynd hefur tekið þátt i umræöum um stefnuskrár- drögin.og móta þar hin endanlegu drög. Reynir Ingibjartsson

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.