Þjóðviljinn - 27.02.1981, Page 2

Þjóðviljinn - 27.02.1981, Page 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 27. febrúar 1981 KÆRLEIKSHEIMILIÐ vidtalið Ég mun alltaf elska þig mamma. Og ég skal aldrei gleyma hvað þú heitir. Heimleiðin er erfiö, en vinið var gott, Rætt við Gunnar Oddsson, bónda í Flatatungu Tvíþætt hlutverk Búnaðar- þings — Blessaður farðu nú ekki aö pressa út úr mér neitt blaöavið- tal. Komdu með mér upp i her- bergi og þar skulum við bara rabba um eitthvað okkar á milli. Svo fórust sveitunga minum, Gunnari Oddssyni bónda i Flatatungu, orö er fundum okkar bar saman vestur i Bændahöll. Gunnar situr þar Búnaðarþing og er annar af tveimur fulltrúum Skagfirö- inga. Er þetta þriðja Búnaðar- þingið, sem Gunnar situr. Ég lét eftir Gunnari, og sjálf- um mér raunar einnig, aö spjalla viö hann um eitt og ann- að, sem ekki veröur hér skráö. En blaðamenn fá orð fyrir aö vera sauðþráar skepnur og þessvegna kom aö þvi, að talinu var vikiö að Búnaðarþingi. — Hvernig er það, Gunnar, liggja ekki mörg mál fyrir þessu þingi, svo sem jafnan hefur ver- ið um Búnaðarþing? — Eg hef nú ekki setið mörg Búnaðarþing, þetta er hið þriðja, en ég held, að málin séu jafnvel óvenjumörg að þessu sinni. Þau munu nú vera að nálgast fimmta tuginn og trú- lega eru einhver ókomin ennþá. — Hvert teluröu einna merk- ast þeirra mála, sem fýrir þing- inu liggja að þessu sinni? — Það er nú erfitt að taka eitt mál út úr og ég vil i sjálfu sér ekki gera það. Þarna er um mörg merk mál að ræða, a.m.k. frá sjónarmiöi okkar bænda, en ef ég ætti aö nefna eitthvert eitt Það er engum að treysta lengur. Vísir segir I leiðara I gær að dagheimili séu staðreynd. Og ég sem hélt þau væru bara frekjan í kerlingarfjöndunum. Molar Ef allar pulsurnar sem fram- leiddar eru i Bandarikjunum á einu ári væru settar i eina lengju mundu þær ná tvisvar og hálfu sinni frá jörðinni til tunglsins. Hómverski keisarinn Július Sesar skammaðist sin svo mikiö fyrir að vera sköllóttur, að hann var alltaf með lárviðarsveig um höfuðið til að fela skallann. London var fyrsta borgin i heiminum þar sem ibúatalan fór yfir eina miljón. Þaö geröist um það leyti sem 19. öldin gekk i garð. • Frægasti rithöfundur Eng- lands, William Shakespeare, og frægasti rithöfundur Spánar, Miguel de Cervantes, dóu báðir sama daginn, 23. april 1616. Þar kom skýringin á langlífi íslendinga í timaritinu ,,The Icelandic Canadian” rákumst við á greinarkorn sem bar yfirskrift- ina: ,,Þeir trimma hvorki né drekka jógúrt — þeir lifa bara! ” Þar er langlifi íslendinga gert að umfjöllunarefni. Greinar- höfundur hefur semsé fundið út, aö það eru ekki Bandarikja- 'mcnn sem veröa allra karla og kerlinga elstir, þrátt fyrir trimm, jógúrt og annað þess- háttar, heldur eru það íslend- ingar. „Það sem er forvitnilegt viö þetta framúrskarandi langlifi Gunnar Oddsson þá koma mér i hug breytingar þær á jarðræktarlögunum, sem þingið fjallar nú um. Jarð- ræktarlögin eru i raun og veru grundvallarlöggjöf fyrir land- búnaðinn og hafa veriö það en þau þurfa að sjálfsögðu að taka breytingu i samræmi við breytt- ar aðstæöur. Freistandi er lika að nefna ýmis mál, er varða nýjar búgreinar, sem verið er að þreifa fyrir sér með að taka upp. Þú leiðir mig i ógöngur með þessu en mér finnst ég verði einnig að nefna tillögu um heildarúttekt á möguleikum lax- og silungsræktar um land allt. Ég tel, að þar sé um griðar- mikla möguleika að ræða ef rétt er á haldið. Einstök veiðifélög hafa látið kanna þetta hjá sér en engin heildarathugun og úttekt á þessum málum hefur enn far- ið fram. Það er naumast siður ástæða til að verja verulegum fjármunum til þessa verkefnis en til stórvirkjana með undir- söluverð á rafmagni til erlendr- ar stóriðju fyrir augum. Þá liggur fyrir þinginu erindi, sem mjög snertir öryggismál sveitanna. Við höfum orðið þess áþreifanlega vör i vetur, að þau standa ærið völtum fæti. Þegar það gerist samtimis að af fer simi, rafmagn og samgöngur teppast þá getur verið vá fyrir dyrum. Þarna þarf að búa betur um hnúta og að þvi lýtur þessi tillaga. — Hvert telur þú vera megin- hlutverk Búnaðarþings? — Ég tel hlutverk Búnaðar- þings vera tviþætt. I fyrsta lagi er það i raun og veru æðsta stjórn Búnaðarfélags Islands og hefur úrskurðarvald i öllum þess málum. 1 annan stað er það ráögefandi um meðferð og framkvæmd ýmissa meginmála bændastéttarinnar. A undan- förnum árum hefur það fjallað um og mótað alla helstu laga- bálka, sem settir hafa verið um landbúnaðarmál. Þótt ýmsir hafi, — af fávisku sinni skulum við segja fremur en ööru verra, — horn i siðu Búnaðarþings, þá hefur þýðing þess fyrir bænda- stéttina, er enn og verður tvi- mælalaus. — Og hvað er svo að frétta af búskapnum i Akrahreppnum? Er nokkur uppgjafahugur i bændum þar? — Nei, þar er enginn uppgjaf- artónn. Og meðalaldur bænda þar er ekki hár. En auðvitað er afkoman misjöfn þar eins og annarsstaðar. — Þið urðuð fyrir öskufalli frá Heklu i sumar. Gætir eitr- unar i heyjum hjá ykkur? — Já, innstu bæirnir i Akra- hreppi urðu fyrir verulegu ösku- falli. Sumsstaðar er meirihluti heyjanna, jafnvel allt upp i 2/3, verulega varasamur, svo ekki sé meira sagt. Ekki þarf að orð- lengja hverjum erfiðleikum það veldur hjá þeim bændum, sem fyrirslikum áföllum hafa orðið. En þau mál munum við leysa á félagslegum grundvelli. Nauð- synlegt er að taka sýni af grasi og jarðvegi i vor þvi það er engan veginn útilokað að eitr- unaráhrifanna geti gætt i lengri tima. Um það verða að liggja fyrir óyggjandi rannsóknir. Nú þurfti Gunnar að fara á nefndarfund og þar með var botninn sjálfsleginn i samtalið. —mhf Islendinga er aö þeir láta alveg hjá liöa að gera það sem al- mennt er taliö stuðla að góðri heilsu og langlifi. Þeir trimma t.d. ekki. Stundum spila þeir fót- bolta eöa synda i heitum laug- um, en þetta daglega, másandi, blásandi trimm er ekkert fyrir þá. Þeir eru heldur ekki hrifnir af heilsufæði. Þeir borða kjöt og fisk, kartöflur, brauð og egg —■ og þeir borða mikiö.” Hver er þá skýringin? Hún er ekki erfðafræðileg — íslend- ingar eru komnir af Norð- mönnum, Dönum og Irum, en engin þessara þjóða kemst meö tærnar þangaö sem tslendingar hafa hælana i langlifi. Og ekki er það loftslagið, þvi verra veöur fyrirfinnst varla á jarðar- kringlunni. Skýringin er augljós: á tslandi er engin mengun. Og höfundur klykkir út með þessum setningum: „Þessar miljónir ameriskra idióta sem hlaupa másandi og blásandi eftir garöstigunum á hverjum morgni eru að blekkja sjálfa sig. Þeir lengja ekki lif sitt um svo mikiö sem eina klukkustund. Reyndareru meiri likur á að þeir stytti lif sitt með þvi að anda að sér öllu þessu aukaeitri. Amerika er orðin svo grútskitug aö eina leiðin til aö auka ævilikurnar með hlaupum væri sú, að hlaupa út úr landinu,”. Rannsóknir á lifnaðarháttum mannæta hafa leitt i Ijós, að maöur sem vegur 68 kg er nægi- legt kjötmeti I veislu fyrir 75 manns. Sovétrikin eru kjörinn vett- vangur fyrir karla I konuleit — þar eru aöeins 85 karlar fyrir hverjar 100 konur. A valdatima Játvarðs III, á 14. öld, voru sett lög i Englandi sem bönnuöu mönnum að borða fleiri en tvær máltiðir á dag.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.