Þjóðviljinn - 27.02.1981, Side 3

Þjóðviljinn - 27.02.1981, Side 3
Föstudagur 27. febrúar 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Verð á lyfjum: Þau mnlendu eru Þannig kosta 100 töflur af innfluttu Valium 9693 g. krónur en þær innlendu 1568 krónur Bandalag kvenna i Reykjavik stendur nú fyrir fjársöfnun og ætlar að safna hvorki meira né minna en 60 miljónum g.kr. til kaupa á taugagreini. Tækið verður afhent Endurhæfingar- deild Borgarspitalans — Grens- ásdeild og er söfnunin undir kjörorðinu Eflum framfarir fatlaðra. Aðalsöfnunin fer fram i dag, laugardag og sunnudag með merkjasölu, en jafnframt verður leitað til fyrirtækja og sjóða um stuðning. 1 gær vann hópur kvenna að Hallveigarstöðum við að pakka inn merkjum og ganga frá bréfum sem send verða til fyr- irtækja. Þær sögðust vænta góðs stuðnings, enda brýnt verkefni sem unnið væri að. — ká. Efhim fram- farir fadaðra EFUUM FRAMFARIR FATLAÐRA Hafrannsóknar- stofnunin: Víturá Eyjóll Sem kunnugt er af fréttum hefur komið upp deila innan Hafrannsóknastofnunar- innar vegna þess magns af loðnu, sem hún telur óhætt að leyfá veiðar á. Eyjólfur Friðgeirsson fiskifræðingur er á öndverðum meiði við aðra fiskifræðinga og hefur látið álit sitt i ljósi opinber- lega. Þjóðviljanum hefur borist eftirfarandi bréf frá Hafrannsóknastofnuninni vegna þessa máls sem hljóðar svo: A fundi sérfræðinga Haf- rannsóknastofnunar i gær, 25. febr. gerðu þeir eftir- farandi samþykkt sem mér þætti vænt um að þér kæmuð á framfæri: „Fundur sérfræðinga Hafrannsóknastofnunarinnar 25. febrúar hefur farið yfir niðurstöður loðnumælinga stofnunarinnar i janúar og febrúar og telur bæði að- ferðir og niðurstöður áreiðanlegar. Lýsir fundur- inn trausti á leiðangursstjór- ana Hjálmar Vilhjálmsson og Pál Reynisson. Fundurinn átelur harðlega framkomu Eyjólfs Friðgeirssonar i þessu máli og væntir þess að ekki verði endurtekning á slikum vinnubrögðum i samskiptum við starfsmenn stofnunar- innar og aðra.” Háskólinn: 52 braut- skráðir Dagheimilin í Reykjavík: Nýjar reglur um innritun Einstæðir foreldrar missa ekki plássið þótt þeir taki upp sambúð Scm kunnugt er samþykkti félagsmálaráð Reykjavikur- borgar fyrir áramótin að veita börnum giftra foreldra og fólks í sambúö aðgang að dagheimilum borgarinnar og koma 10% plássa eða 95 pláss I þeirra hlut til að byrja með. Hér er á ferðinni fyrsta skrefið i þá átt að veita öllum börnum jafnan aðgang að dagheimilunum og þýðir þetta m.a. að einstæðir foreldrar geta nú tekið upp sambúð án þess aö eiga það á hættu að missa dag- heimilisplássið samdægurs. Barnið heldur plássi i allt að eitt ár þó foreldri gifti sig eða stofni til sambúðar. Gjald þessa hóps verður 30% hærra en gjald ein- staíðra forcldra. Nýlega hafa verið samþykktar reglur um innritun i framhaldi af þessari ákvörðun og er viðmið- unarhlutfall barna miðað við að- stæður foreldra sem hér greinir: Einstæðir foreldrar 60%, há- skólastúdentar 16%, aðrir náms- menn 10%, giftir foreldrar eða sambýlisfólk 10%, erfiðar heim- ilisástæður og fóstrur 4%. Um umsókn giftra foreldra og sambýlisfdlks gilda eftirfarandi reglur: a) Farið skal eftir aldursröð umsóknar á biðlista að svo miklu leyti sem aldur barns og óskir um staösetningu dagheimilispláss leyfa. b) Vistun miðast við þriggja ára aldur og skal tekið við um- sóknum vegna þessara barna, þegarþau hafa náð2 1/2 árs aldri. Um umsóknir barna i forgangs- hópum gilda eftirfarandi reglur: a) Börn háskólastúdenta og annarra námsmanna sem eru giftir eða i sambýli geta dvalist á dagheimili allt að þrem árum. Veröi námi lokið áður en ttma- mörk renna út, skulu börn náms- manna rýma pláss á dag- heimilum. b) Börn einstæðra foreldra geta dvalist áfram á dagheimili allt að eitt ár þótt foreldri gifti sig eða stofni til sambúðar. Eftirtalin gögn skulu fylgja umsóknum til innritunardeildar um vistanir á dagheimili: a) Einstæðir foreldrar skulu við árlega endurnýjun umsóknar leggja fram staðfestingu frá Tryggingastofnun rikisins um mæðra- eöa feðralaun. b) Vottorð um lögheimili i Reykjavik. Gjöld á dagheimilum fyrir fe- brúarmánuð eru kr. 550.- fyrir börn einstæðra foreldra og náms- fólks en kr. 714.- fyrir börn giftra foreldra og foreldra i sambýli. A leikskólum er sama gjald fyrir alla og greiða foreldrar kr. 330,- fyrir 4 stunda gæslu nú I fe- brúar. Innlend lyfjaframleiðsla getur sparað verulegt fé eins og sést á þvi að Lyfjaverslun rikisins hefur sparað 670 miljónir gamalla króna á siðustu 10 árum, miðað við innflutning á nokkrum töflu- tegundum. Sem dæmi um eina slika töflutcgund má nefna Valium sem er innflutt sérlyf, en 100 töflur 5 mg af Valium kosta i nóv. 1980. 9693 gamlar krónur. Diazeppam, sem er samsvarandi lyf, en framleitt hérlendis er mun ódýrara og kosta 100 töflur 5 mg af þessu lyfi 1568 gamlar krónur. Innlend lyfjaframleiðsla getur lika haft i för með sér verulegan sparnað hjá rikinu. Nú er það svo að sjúklingur greiðir i nóv. 1980 3000 gkr. fyrir 100 tölfur 5 mg Valium og Tryggingastofnunin mismuninn eða 6693 gkr. Hins vegar mundi sjúklingur greiða 1100 gkr. fyrir 100 töflur 5 mg af Diazepham, en Tryggingastofn- unin mismuninn eða 468 gkr. Þessar uppiýsingar koma fram j greinargerð með tillögu sem Guðmundur G. Þórarinsson og fleiri þingmenn Framsóknar- flokksins flytja á Alþingi um efl- ingu innlendrar lyfjaframleiðslu. — Þ Hópur kvenna vann i gær viö að pakka inn merkjum fyrir söfnunar- herferðina sem hefst i dag. — Ljósm.: Ella. Söfnun undir kjörorðinu: Sérkjarasamningar og kjör fóstra: Munar mörgum launaflokkum Fóstrur í Vestmannaeyjum ganga út þann 15. mars Afhending prófskirteina til kandidata fer fram við athöfn i hátlðasal háskólans á morgun kl. 14.00. Rektor háskólans, prófessor Guð- mundur Magnússon, ávarp- ar kandidata en siðan afhenda deildarforsetar prófskirteini. Aö lokum syngur háskólakórinn nokk- ur lög undir stjórn Hjálmars Ragnarssonar. Að.þessu sinni verða braut- skráöir 52 kandidatar og skiptast þeir þannig: Emb- ættispróf I lögfræði 2, B.A.- próf I heimspekideild 14, próf i Islensku fyrir erlenda stúdenta 1, lokapróf i bygg- ingarverkfræði 1, lokapróf i vélaverkfræði 2, lokapróf i rafmagnsfræði 1, B.S.-próf i raungreinum 10, kandidats- próf i' viðskiptafræöum 9, aðstoðarlyfjafræðingspróf 2, B.A.-próf i félagsvisinda- deild 10. Þó kjaradeilur fóstra hafi veriö mikið i sviösljósinu undanfarnar vikur hefur litið verið fjallað um þann mikla mun sem er á kjörum þeirra i hinum ýmsu sveitarfélög- um. Athyglin hefur beinst að upp- sögnum fóstra og ekki sist að þeim stöðum sem lokun dag- heimila hefur komið tíl framkvæmda. 1 Vestmannaeyjum hafa ekki verið gerðir sérkjarasamningar en fóstrur þar ganga út 15. mars. í Reykjavik, Hafnarfirði, Sel- tjarnarnesi, Garöabæ og hjá rikinu koma uppsagnirhins vegar ekki til framkvæmda fyrr en 1. mai'. Sérkjarasamningum er lokiö á a.m.k. 9 stöðum: Akureyri, Hafnarfirði, Hveragerði, Isafirði, Keflavik, Kópavogi, Neskaup- stað, Reykjavik og Garðabæ og er niðurstaöa þeirra hvað varðar launaflokkaröðun fóstra ærið misjöfn, eins og sést á meðfylgjandi töflu frá Fóstru- félagi lslands. Þar kemur m.a. fram að á Neskaupstað og i Hveragerði hafa fóstrur náð fram sinum kröf- um án átaka við vinnuveitendur en á Akureyri kostaði það lokun heimilanna. Hins vegar hafa fóstrur á tsafirði og Keflavik lent i 10. launaflokki við sérsamnings- gerðina og i Garðabæ, Hafnar- firði cg Reykjavik i þeim 11.. a\ Samanburöur á launakjörum fóstra á landinu i heild. Staöur Akranes Akureyri Blönduós Eskiíjöröur Hafnarfjöröur HveragerÖi tsafjöröur Keflavik Kópavogur Neskaupst. Reykjavik Seifoss Vestm .eyjar Garöabær Grunnl. 11. lfl. 12. Ifl. . lO.lfl. lO.lfl. U.lfl ll.lfl. lO.lfl. 10. lfl. 12. lfl. 12.1fl. ll.lal. ll.lfl. 11. lfl. 11. lfl. e. 1 ár e. 2 á r e. 4 ár e. 5ár e. 6ár 13.111. 12. Ifl. 13. Ifl. 14. lfl. 14. flf. 13. lfl. 12.1fl. Undirb.t. 2kl. á v. 2kl.á v. 2kl. ó v. 2kl.d v. Athugasemdir: A Egilsstööum er starfandi yfirfóstra og tekur laun samkvæmt 12. Ifl. A llornafiröi er elniiig sUríandiyfirfóstra os Irkur laun samkvæml 14.111. A Sclfossi hafa íóslrur 6 tlma i viku til undir- bimings en ekki viöurkennda I samningum.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.