Þjóðviljinn - 27.02.1981, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 27.02.1981, Blaðsíða 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 27. febrúar 1981 Þröstur Helgason, kennari, leiðbeinir endurmenntunarmönnum, sem fylgjast með af mikilli athygli. Mvnd: Ella. Húsasmiðir á enchir- meimtunamámskeiði Fyrirspurn um mælingar á lengd símtala: Hver verdur lengd innanbæjarskrefa? Við fengum pata af þvi hér á blaðinu að yfir stæði i Iðnskólan- um endurmenntunarnámskeið i húsasmiði. Það kom i hlut undir- ritaðs að arka upp i Iðnskóla einn daginn til þess að fá nánari fregnir af þessari starfsemi. Það á við um Iðnskólabygging- una, sem sagt hefur verið um önnur hýbýli að i húsi minu eru margar vistarverur. Við höfðum arkað aftur og fram ærið lengi og haft tal af þó nokkuð mörgum bvottakonum en engin þeirra var á þvi hreina með það hvar endur- menntunarnámskeiðið hefði sina bækistöð. Loks hittum við mann, sem ráðlagði okkur að fara upp á næstu hæð, sveigja þar til vinstri inn á gang, fara hann á enda og þá mundi okkur opnast leið inn til Sjúkrahús Sudurlands: Tekur við af Sjúkra- húsi Selfoss Heilbrigöis- og trygginga- málaráðuneytiö hefur sent frá sér eftirfarandi athuga- semd: „Undanfarna daga hefur birst i fjölmiðlum auglýsing frá rekstrarstjórn Sjúkra- húss Suðurlands, þar sem auglýst er laus til umsóknar yfirlæknisstaða við Sjúkra- hús Suðurlands. Vegna þess- arar auglýsingar óskar ráðuneytið að koma á framfæri eftirfarandi: Sjúkrahús Suðurlands á Selfossi tekur að öllum lik- indum til starfa á þessu ári. Tekur það m.a. við starfsemi Sjúkrahúss Selfoss og verður rekstri þess sjúkrahúss þar með hætt. Ráðuneytið hefur alltaf litið svo á, að öll starf- semi og allt starfsliö Sjúkra- húss Selfoss eigi að flytjast yfir til Sjúkrahúss Suö- urlands og telur að um það hafi náðst samkomulag enda.er slíkt fyrirkomulag á allan hátt eölilegt. Ráðuneytiö lfturþvísvoá, aö starfandi yfirlæknir við Sjúkrahús Selfoss eigi að taka við yfirlæknisstöðu viö Sjúkrahús Suöurlands, enda er ráðuneytinu kunnugt um, að hann hefur ekki sagt lausu starfi sfnu. Fyrir því litur ráðuneytið svo á að nefnd auglýsing sá á misskilningi byggð og mun óska eftir því við Læknafélag tslands, að það komi þeim upplýsingum á framfæri við félagsmenn sina.” endurmenntunarmanna. Þetta reyndist traust leiðsögn og fyrsti maðurinn, sem við hittum er höfn var náð, var Grétar Þorsteinsson, formaður Trésmiðafélags Reykjavikur. Grétar var fús til frásagnar en stakk upp á að einnig yrði til kvaddur einhver kennaranna á námskeiðinu. Fyrir þvi varð Þröstur Helgason Iðn- skólakennari. Fer hér á eftir frá- sögn þeirra félaga án þess að sér- staklega sé tilgreint hvað hvor sagöi. — Jú, hér hefur staðið yfir endurmenntunarnámskeið i húsasmiði. Að þvi standa bæði Trésmiðafélag Reykjavikur og Meistarafélag húsasmiða. Þess- um námskeiðum var hleypt af stokkunum i ársbyrjun 1977 og þetta, sem nú er að enda, er hið áttunda i rööinni. Og nú hefur ti- undi hver félagi i Trésmiðafélagi Reykjavikur tekið þátt i þessum námskeiðum. — Hvað eru þátttakendur margir? — Tölu þátttakenda hverju sinni hefur mjög verið stillt i hóf. Þeir hafa verið þetta 12—14. Með þvi að hafa þátttakendur það fáa vinnst það, að þeim gefst öllum kostur á að taka á viðfangsefnun- um með eigin höndum, en kennslan þarf ekki að fara fram i fyrirlestrum. — Hvað standa námskeiðin lengi? — Hvert námskeið stendur i þrjár vikur. Tilhögun þeirra er með þeim hætti, að menn geta sótt þau að enduðum venjulegum vinnudegi þvi þau standa yfir frá kl. 5—9 fjóra daga vikunnar en á laugardögum frá hádegi. Segja má, að það sé einkum tvennt, sem fram fer á námskeiðunum. Annarsvegar er sá þáttur, sem lýtur að meðferð hverskonar véla og tækja, sem notuð eru við smið- ina og hinsvegar er svo yfirborðs- meðferð viðar: lökk, fúavarnar- efni og pússning. Við höfum lagt á það alveg sérstaka áherslu að kynna þau efni, sem koma frá innlendum framleiðendum. — Og þiö hafiö samvinnu við Iðnskólann um þessi námskeiö? — Já, við höfum notið mjög góðrar fyrirgreiöslu hjá Iðnskól- anum og raunar heföi naumast af þeim orðið að öðrum kosti. Mjög góð samvinna hefur tekist með fagfél. annars vegar og Iðnskól- anum hinsvegar og verður það vonandi báðum aðilum til framdráttar og hagsbóta. Iðn- skólinn telur það mjög þýöingar- mikiö fyrir sig að fá meö þessum hætti samband við þá menn, sem eru að störfum úti i atvinnulifinu. Og skólinn er nú þannig búinn orðinn að tækjakosti aö hann er i fullum færum um að taka að sér svona námskeið. Hvað þátttak- endur snertir þá eru þeir á einu máli um að þeir hafi haft mjög mikið gagn af þessum námskeið- um. Þess er og skylt að geta, aö hluti af námskeiðinu fer fram i samvinnu við Rannsóknarstofnun byggingaiðnaðarins. Þeir, sem að námskeiðinu standa af hálfu Iðnskólans eru þeir Aðalsteinn Thorarensen, Þröstur Helgason og Þórarinn Eggertsson, Grétar Þorsteinsson frá Trésmiðafélagi Reykjavikur og Kristinn Kristinsson og Konráð Ingi Torfason frá Meistarafélagi húsasmiða. Við náðum tali af einum þeim, sem þátt t.ekur i námskeiðinu að þessu sinni, Arna Guðmannssyni. Hann útskrifaðist frá Iðnskólan- um á Selfossi fyrir rúmum 10 ár- um. Arni taldi sig hafa haft stór- mikið gagn af námskeiðinu. Þetta væri einskonar endurhæfing i iðn- inni. Auk þess væru sifellt að koma á markaðinn ný efni og á námskeiðinu væri kennd meöferð þeirra og notkun. — Ég vil eindregið hvetja starfsbræður mina til þess að sækja þessi námskeið og þakka kennurum fyrir ágæta leiðsögn og kennslu og góða samvinnu i alla staöi, sagði Árni Guðmannsson. — mhg Birgir tsleifur Gunnarsson og Friðrik Sophusson hafa lagt fram á Alþingi fyrirspurn til sam- gönguráðherra um skrefamæl- ingu símtala. Fyrirspurnin er svohljóðandi: „1 tilefni af ákvörðun Pósts og sima um að setja upp tækjabúnað til að mæla lengd simtala og inn- heimta afnotagjöld i samræmi við það er spurt: 1) Hver tók ákvörðun um að setja upp þennan tækjabúnað og á grundvelli hvaða heimilda? 2) Er fyrirhugað að búnaöur til mælinga á lengd sima verði settur upp viðar i landinu og þá hvar og hvenær? 3) Hvaða meginsjónarmið koma til með að ráða þeirri endurskoðun gjaldskrár, sem þessi búnaður mun hafa i för með sér? 4) I svari samgönguráðherra við fyrirspurn á siðasta þingi um lengd skrefa segir: „Hæstvirtur samgönguráðherra mun að sjálf- sögðu velja réttláta lengd innan- þingsjá bæjarskrefa og skrefagjald”. Hver verður „hin réttláta lengd innanbæjarskrefa” og hvert verður skrefagjaldið? 5) Hyggst ráðherra láta stýra gjaldtöku þannig að ekki verði þungbært fyrir fólk sem notar sima mikið af félagslegum ástæðum, t.d. elli- og örorkulif- eyrisþega? — Þ Helgikemur og Hjör- leifur fer Helgi Seljan hefur á ný tekið sæti á Alþingi, en Sveinn Jónsson sem setið hefur undanfarið á þinginu fyrir Helga mun sitja áfram þvi Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra er erlendis og mun Sveinn taka sæti hans á Alþingi. — Þ- Tvenn ný stjórnarfrumvörp: Hækkun eftirlauna Takmörkun á notkun aflífunarefna Svavar Gestsson félags- og heilbrigðismálaráðherra mælti i gær fyrir tveimur nýjum stjórnarfrumvörpum. Hið fyrra fjallar um breytingu á lögum um eftirlaun til aldraðra og felur i sér 3 stiga hækkun lifeyrisstiga samkvæmt 1. kafla laganna. Hækkun þessi verður greidd úr Atvinnuleysistryggingasjóði og mun kosta 800 milljónir g.kr. nú. Sú þriggja stiga hækkun, sem gert er ráð fyrir i frumvarpinu kafngildir 15—25% hækkun hjá þorra þess hóps lifeyrisþega, sem hér um ræðir. Siðara frumvarpið fjallar um breytingu á lögum um eiturefni og hættuleg efni. Frumvarpið fel- ur I sér takmörkun á notkun aflif- unar- og útrýmingarefna auk þess sem skylt er að skrá fleiri efni en aður sem eiturefni. — Þ Hvernig má efla Tilraunastöðvar landbúnaðarins? Tilraunastöðvar landbún- aðarins og starfsemi þeirra hafa verið nokkuð til umræðu að undanförnu. Telja ýmsir, að takmarkaðar f járveitingar til þeirra hafi hamlað þvl, að unnt væri að manna þær sem skyldi og koma þar upp nauö- synlegri aðstöðu. - Skilningur f járveitinga- valdsins á gildi tilraunastöðv- anna virðist mjög takmark- aður. Bændur sýna þeim og ónógan áhuga og tengsl bún- aðarsambanda og bænda al- mennt við stöövarnar I minnsta lagi. Fyrir Búnaðarþingi lá er- indi frá nokkrum starfsmönn- um Búnaöarfélagsins, þar sem beint er til þingsins að beita sér fyrir eflingu til- raunastöðvanna, athuga hvernig treysta megi tengsl þeirra við bændur og hvort ekki komi til álita „að bún- aðarsamböndunum væri gert kleift að sjá um rekstur stöðv- anna að hluta eða öllu leyti”. Búnaðarþing afgreiddi er- indið með því að óska eftir þvi viö Rannsóknarstofnun land- búnaöarins, aö hún taki máliö allt til athugunar og skili um það tillögum til næsta Bún- aðarþings. —mhg Strætisvagnar í þéttbýli: Greiði ekki þungaskatt Lagt hefur veriö fram frum- varp þess efnis að þungaskattur verði felldur niður af strætisvögn- um. Aætlað er að þungaskattur hjá Strætisvögnunum Reykja- vikur verði 100 miljónir gamalla króna i ár. Flutningsmenn frúm- varpsins eru Birgir Isleifur Gunnarsson og Pétur Sigurðsson. Stjórn Strætisvagna Reykjavikur hefur einróma skorað á stjórn- völd að fella þennan skatt niöur. — Þ Hveragerði: Bráðabirgðalögin Bráðabirgðalög rikisstjórnar- innar frá þvi á gamlársdag voru rædd i neðri deild i gær en efri deild Alþingis hefur þegar sam- þykkt þau. Allur fundartimi neðri deildar fór i það að ræða bráða- birgðalögin en að umræðunni lok- inni var málinu visað til nefndar. Ráðstefna um orku- og atviimumál Haldin verður ráðstefna um orku- og atvinnumál Hveragerðis laugardaginn 28. febrúar 1981 kl. 13.00 i Hótel Hveragerði. Markmið ráðstefnunnar er að fá fram hugmyndir um eflingu atvinnulifs i Hverageröi meö til- liti til aukinnar nýtingar orku- auölinda sem liggja tiltölulega vannýttar i jörö I Hveragerði. Hveragerði er sennilega orku- auðugasti staöur I þéttbýli á öllu landinu og jafnvel þótt viða væri leitað. Nú á timum orkuskorts og hækkandi orkuverðs þykir ástæða til að athuga möguleika á aukinni nýtingu orkunnar með tilliti til fjölgunar atvinnutækifæra i framtiðinni. Rannsóknir hafa leitt i ljós að meðaltekjur á Suðurlandi hafa dregist aftur úr miöað við lands- meðaltal og e.t.v. hvað helst i Hverageröi. Til þess aö ræða og koma með hugmyndir i þessum efnum munu verða flutt 9 stutt framsöguerindi á ráðstefnunni en siðan verða fyrirspurnir og frjálsar umræður.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.