Þjóðviljinn - 15.04.1981, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 15.04.1981, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — JjJóDVILJINN Miövikudagur 15. aprll 1981 St j órnarf rumvarp: Skylt verði að nota bílbelti þingsjá Dómsmálaráðherra hefur lagt fram stjórnarfrumvarp sem skyldar ökumann og farþega I framsæti bif- reiðar til að nota öryggisbelti. Sams konar ákvæði er nú i umferðarlögum hinna Norðurlandanna. Akvæöi um notkun belta gildir einungis viö akstur á vegum samkvæmt skilgreiningu umferöarlaga. Frá meginregl- unni er slöan vikiö viö akstur aftur á bak, svo og um akstur á bifreiöastæöum, viö bensin- stöövar, viögeröarverkstæöi eöa svipaöar aöstæöur. Undan- þegnir skyldu til aö nota öryggisbelti eru þeir, sem yngri eru en 15 ára eöa lægri en 150 cm á hæö. Ennfremur er gert ráö fyrir aö dómsmálaráöherra geti sett reglur er undanþiggi aöra frá notkun öryggisbelta. Þá er gert ráö fyrir þvf aö ekki veröi skylt aö nota öryggisbelti i leigubifreiöum til mann- flutninga. í greinargerö meö frum- varpinu segir aö tæknilegar og læknisfræöilegar athuganir staöfesti aö noktkun öryggis- belta fækki dauösföllum, dragi úr tölu slasaöra og meiösl veröi minni en ella. Segir þar enn- fremur aö ætla megi aö notkun belta geti fækkaö dauösföllum ökumanna og farþega í fram- sæti um meira en þriöjung og tölu slasaöra um fjóröung, ef 75% ökumanna og farþega noti öryggisbelti þegar árekstur veröur. Þá sjaldan meiösl hljótist af öryggisbelti þá séu þau óveruleg miöað viö þau meiösl, sem oröiö heföu ef belti heföi ekki veriö notaö. —Þ Athuganir eru sagöar staöfesta aö notkun öryggisbelta fækki dauös- föllum, dragi úr tölu slasaöra og meiösl veröi minni en ella. / Akvæði siglingalaga um björgun skipa og skipshafna: Frá dögum seglskipanna! „Alþingi ályktar að fela rikis- stjórn að undirbúa breytingar á þeiin ákvæðum siglingalaga, sem lúta aö björgun skipa og skips- hafna meö þaö að markmiði, aö skipstjórnarmenn þurfi aldrei aö veigra sér viö kostnaöarins vegna aö biöja um þá aöstoð, sem þeim sýnist aö mestu gagni mætti koma i hverju tilviki.” Þannig hljóöar tillaga sem Magnús H. Magnússon, Guðmundur Karlsson og Garöar Sigurösson flytja a Alþingi. Magnús H. mælti fyrir tillögunni fyrir nokkru siðan og kom fram i Alþingi 1 páskafríi Siöasti fundur Alþingis fyrir páska var i gær. Þing kemur saman aö nýju mánudaginn 27. april. máli hans að þau ákvæði siglinga- laga sem að greiðslum fyrir björgun skipa og skipshaína lúta eru mjög úrelt orðin, reyndar frá seglskipatimanum eða frá árinu 1910, en á þeim tima fylgdi þvi oftast mikil áhætta fyrir skip og skipshöfn að reyna aö bjarga ööru skipi. Þá þótti nauðsynlegt aö lög- binda há björgunarlaun til að hvetja menn til aö koma öðrum til aðstoðar á neyðarstundu. Þessi ákvæði siglingalaga, sagði Magnús, leiða oft til þess að skip- stjórnarmenn hugsa sig um oftar eneinu sinni áöur en beöið er um þá aðstoð, sem þeim sýnist, að I gætí komið að mestu gagni i það og það skiptið. Fram kom hjá Magnúsi að þegar skip sem tryggt er eða endurtryggt hjá Samábyrgð Islands á íiskiskipum bjargar öðru, sem lika er tryggt hjá Sam- ábyrgöinni eða endurtryggt, þá I gildi allt aðrar og nútimalegri reglur um greiöslur fyrir veitta j aðstoð eða björgun og er þó hættan i þeim tilvikum bæði fyrir björgunarskip og skipshöfn þess sist minni en i öðrum tilvikum. Magnús sagði aö ýmis önnur skip og þar með talin varðskip setji oftast fram itrustu kröfur um björgunarlaun og byggi þar á úreltum ákvæöum siglingalaga. Það væri þvi ofureölilegt að menn hugsuðu sig um oítar en einu sinni áður en leitaö væri eftir aðstoð þeirra skipa, sem fyrirfram væri vitaöaðmundu setja fram itrustu kröfur um greiðslur fyrir veitta aðstoö, en þessar greiðslur gætu oft skipt mjög háum upphæðum. Friðjón Þórðarson dómsmála- ráðhcrra lagði áherslu á að ekki mætti rasa um ráð fram i breyt- mgum á sighngalogum og kannað yrði náið hvernig þessum málum væri háttað meðal annarra siglingaþjóða. Fram kom i máli hans að þegar um Landhelgis- gæsluna eraðræða þá greiðist 1/4 hluti björgunarlauna aö frádregnum útgjöldum vegna björgunarinnar til áhafnar i réttu híutfalli við föst mánaðarlaun hvers og eins, en eftirstöðvarnar 3/4 hlutar renna i landhelgissjóð. Garðar Sigurðsson sagöist túlka orð dómsmálaráðherra þannig að nú ætti að leggjast á til- löguna enda hefði ráðherra lagt áherslu á að ekki mætti rasa um ráð fram. Garðar lagði áherslu á að tillagan yrði samþykkt á þessu þingi og unnið yrði að þeim breyt- ingum sem tillagan gerir ráð fyrir með sem skjótustum hætti. Garðar sagði að það væri stað- reynd aö menn heföu oft vikiö sér undan þvi að kalla til aðstoðar skip Landhelgisgæslunnar vegna þess að hún krefðist aö margra dómi óhæfilega mikils gjalds fyrir. P>á þessu íyrirkomulagi hjá Landhelgisgæslunni yrði að hverfa. Meginatriðið væri að þegar skip sé illa statt þá megi það ekki eiga sér staö, aö skip- stjórnarmenn, stundum mis- reynslumiklir undir mismikilli pressu, veigri sér við að taka við aðstoö varðskips. —Þ Fyrra bindi Skipun stjómar yfir Orkustofnun gagnrýnd: Starfar á mlrnii ábyrgð segir iðnaðarráðherra ,,Ég ræddi málið við lögfræö- inga utan og innan iönaðarráðu- ncvtisins og Þe*r töldu ekkert mæla gegn þvi að skipa þessa stjdrn” sagði Hjörleifur Guttormsson iðnaðar- og orku- ráðherra er hann svaraöi gagn- rýni ÞorvaldarGarðarsKristjáns- sonar á Alþingi þess efnis að skipun sérstakrar stjórnar yfir Orkustofnun ætti sér ekki laga- stoð. Þorvaldur Garðar Kristjánsson gerði þetta mál að umtalsefni utan dagskrár á Alþingi i gær. Þorvaldur sagði að i orkulögum væri ekki gert ráð fyrir sérstakri stjórn yfir Orkustofnun og þvi gæti ráðherra ekki skipað slika stjórn nema meö sérstakri lög- gjöf frd Alþingi. Þorvaldur sagöist þó telja eðlilegast að stjórn yfir Orkustofnun væri þingkjörin. Fram kom hjá orkumála- ráðherra að stjórn sú sem hann hefði skipað yfir Orkustofnun nýlega starfaði á hans ábyrgð og væri með henni verið aö tryggja aö tengsl ráðherra við stofnunina verði sem greiðust. Ráöherra sagði jafnframt aö skipunartimi stjórnarinnar væri aðeins fram til ársloka 1981 með þaö i huga að iðnaöarráðuneytið væri að vinna að stefnumótun varðandi breyt- ingar á orkulögum. Meö skipun stjórnar nú yfir Orkustofnun fengist dýrmæt reynsla áður en breytingar á stjórnarfyrirkomu- lagi stofnunarinnaryröufest i lög. —Þ Almanna- varnlr verði efldar Lögð hefur verið fram á AlÞingi þingsályktunartillaga um eflingu almannavarna og eru flutnings- menn Friðrik Sóphusson, Helgi Seljan, Eiöur Guönason og Guömundur Bjarnason. 1 til- lögunni er rikisstjórn faliö aö gera áætlun um eflingu almanna- varna i landinu m.a. meö eftir- farandi i huga: 1. Almannavarnir rikisins verði efldar og þeim tryggöur nægur mannafli til aö annast aöal- verkefni i almannavörnum, þ.e. upplýsingastarfsemi, skipulagsmál, áhættumat, fræðslu- og þjálfunarmál og birgöahald. 2. Þjálfaöir veröi umsjónarmenn almannavarna I hverju kjör- dæmi landsins, er verði full- trúar Almannavarna rikisins i viökomandi kjördæmi. 3. Komiö veröi á fót birgöastööv- um almannavarna i hverju kjördæmi landsins fyrir neyöarbirgöir á sviöi slysa- hjálpar, vistunar heimilis- lausra, fjarskipta og neyöar- lýsingar. 4. Lokiö veröi viö uppsetningu á viövörunar- og fjarskiptakerfi Almannavarna rikisins. 5. Meö aöstoð rikisfjölmiölanna veröi skipulögö almennings- fræösla um varnir gegn náttúruhamförum og annarri vá. 6. Starfs- og hjálparliö almanna- varna veröi þjálfaö á kerfis- bundinn hátt samkvæmt nánari áætlun þar um. 7. Endurskoðuö veröi lög um verkefna- og kostnaöar- skiptingu rikis og sveitarfélaga vegna almannavarna. —Þ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.