Þjóðviljinn - 15.04.1981, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 15.04.1981, Blaðsíða 7
Miövikudagur 15. aprll 1981 ÞJóDVILJINN — SIÐA 7 Rennibraut sem flytur allt efni til saumakvenna reyndist vera eitt aöal hagræöingaratriöiö hjá Diik h.f„ Eins og skýrt var frá I Þjóö- viljanum i sföustu viku, kunn- geröi Félag Isl. iönrekenda niöurstööur af hagræöingar aö- geröum, sem staöiö hafa yfir i 17 fyrirtækjum I fataiönaöi sl. 22 mánuöi. Þaö var finnska fyrir- tækiö EA-PROJECT sem annaöist þessar aögeröir fyrir Ftl. Forsaga þessa er I stuttu máli sú, aö áriö 1979 fékk fyrir- tækiö Max sænskan ráögjafa EA-PROJECT til aö endur- skipuleggja kápudeild fyrir- tækisins. Um svipaö leyti fékk Karnabær þennan sama mann til aö skipuleggja fyrir sig nýja verksmiöju sem þá var I byggingu i Arbæjarhverfinu. 1 ljós kom aö ef skipuleggja ætti alia starfsemi þessara fyrir- tækja. yröi aö þjálfa alla starfs- menn þeirra I gjörbreyttum vinnubrögöum. Þetta leiddi til þess, aö áhugi vaknaöi á að skoöa máliö í fleiri fyrirtækjum, sem eflaust væri eins ástatt fyrir. Máliö var athugaö hjá fataframleiö- endum, siöan var ákveöiö aö fá ráögjafa frá fyrr nefndu fyrir- tæki til aö skoöa islensku fyrir- tækin. Þvi næst var efnt til hóp- ferðar iðnrekenda til Finnlands aö kynna sér samskonar iönaö þar. Er ekki aö orölengja aö eftir aö styrkur var fegninn frá Iönþróunarsjóöi, var hafist handa. Haföi komiö i ljós i Finnlandsferöinni aö framleiöni i islenskum fataiönaöi var 25% uppi 75% af framleiöslu sam- bærilegri hjá Finnum. Ástæöan þótti augljós, vélakostur var jafn góöur en skipulag i verk- smiöjum og þjálfun starfsfólks var i molum. Nú eru þær aðgerðir sem unnið UM HAGRÆNAR AÐGERÐIR FÉL. ÍSL. IÐNREKENDA Kostir og gallar vegast á Aö spjalla saman I vinnunni er liöin tiö, manniegi þátturinn hverfur. Framleiöslustjóri Dúks h.f. sýnir nýju tölvuna sem reiknar út hvert handarviðvik á svipstundu. hefur verið aö á lokastigi I fyrir- tækjunum. Útkoman hefur veriö sú aö framleiðniaukning hefur orðiö aö meöaltali um 40% en dæmi er um 100% aukningu. 1 sambandi við þessar aðgerðir er nú verið aö ganga frá samningi viö Iöju um aö taka upp launa- hvetjandi kerfi i þessum fyrir- tækjum, eftir aö starfsfólkiö hefur fariö á námskeið til þjálf- unar og sérhæfingar. Er taliö aö þetta kerfi muni hækka laun um 20% til 30%. Ýmis vandkvæði komu fram þegar búa átti þetta kerfi til og var þá ákveðið aö taka upp tölvuvætt staölatíma- kerfi, sem notað hefur veriö i nokkur ár I Bretlandi. Hafa 8 fyrirtæki ákveöiö aö taka þetta kerfi upp og keypt til þess borö- tölvur. Kostir og gallar Eins og áöur hefur verið haldiö fram hér I Þjóðviljanum er útkoman i þessum hag- ræöingar aögeröum haröur áfellisdómur yfir iönrekendum. Þeir hafa árum saman kvartaö yfir skilningsleysi stjórnvalda á Útkoman er þungur áfellisdómur yfir íslenskum iðnrekendum sinum högum. En svo kemur i ljós aö meö þvi aö hagræöa hlut- unum á skynsamlegan hátt er hægt að auka afkastagetu fyrir- tækjanna allt að 100%. En ekki er sopið áliö þótt rafmagniö sé fengiö, eins og segir I nýja mál- tækinu. t ljós hefur komiö, aö sölukerfi iönaöarins þolir ekki þessa framleiöniaukningu. Til aö mynda getur Akraprjón h.f. á Akranesi alls ekki unnið með fullum afköstum vegna þess aö ekki er hægt aö selja afuröirnar. Þannig er meö flest ef ekki öll fyrirtækin. Kostir kerfisins eru tvimæla- laust aukin afköst. En gallarnir eru lika augljósir. Vinnustað- irnir veröa ómanneskjulegri og vinna starfsfólks einhæfari. Þar ofan á bætist svo tölvustýrt launahvetjandi kerfi þar sem hægt er aö reikna út hveria ein- ustu handarhreyfingu starfs- fólks. Komi eitthvað örlitiö uppá, svo sem aö fólk sé mis- jafnlega upplagt til vinnu eins og alltaf er, sést þaö undir eins i tölvunni og hægt er meö þessu kerfi aö rekja þaö til viökom- andi persónu á svipstundu. Mannlegi þátturinn i vinnunni hverfur. Einnig vaknar sú spurning hvort starfsfólk eigi ekki rétt á hærra hlutfalli af hagnaöi vegna aukinnar fram- leiöni en sem nemur 20% til 30% ef aukningin veröur 100% eins og dæmi eru um. Þetta allt er nýtt hér á landi og má fastlega búast viö aö Iöja taki fastari tökum á samningamálum sinum i framtiöinni en hingað til hefur veriö. Leiöa má aö þvi getum að I fleiri greinum iönaöar megi færa til borö og stóla og setja upp rennibrautir til að auka afköstin, og þá um leiö hagnaöinn af fyrirtækinu og þá að sjálfsögöu launin. Spurn- ingin er aöeins hvernig skiptingin á þessum aukna hagnaöi á aö vera milli atvinnu- rekenda og starfsfólksins. —S.dór Margt manna var Ihófinu, sem fór hið besta fram. Fyrir miðju neðst á myndinni má sjá frá vinstri Geir Jónsson og á móti honum Guðmund V. Sigurðsson, heiöursfélagaVerkalýðsfélagsins. Viö hlið Guð- mundar situr Olgeir Friðfinnsson hin mikla baráttukempa fyrr ogslðar. Ljósm.: Agúst Arnason. Veglegt afmælishóf Hinn 21. mars hélt Verkalýðsfé- lag Borgarness veglega hátið I til- efni 50 ára afmæiis félagsins. I Verkalýðsfélaginuerunú um 500 féiagsmenn Þaðnær yfir Mýra- og Borgarfjarðarsýslu. Félagiö hef- ur á undanförnum árum vakið at- hygli fyrir fjölbreyttog skipulegt starf og gengið á undan með nyjungar I félagslifi. Hátiðin hófst með ræðu for- mannsins Jóns Agnars Eggerts- sonar sem stiklaði á hinu stærsta úr sögu félagsins, en það var stofnað 22. mars 1931 af 39 verka- mqpnum. Tveir félagar voru sér- staklega hei.ðraðir á hátiðinni, þeirGeir Jónsson sem um árabil starfaði i Mjólkursamlaginu og Guðmundur V. Sigurðsson, bif- reiöastjóri, en hann var lengi for- maður félagsins.. Fjölbreytt dagskrá var á sam- komunni og meöal þeirra sem fluttu ávörp voru Asmundur Stefánsson, forseti ASÍ, Guö- mundur J. Guömundsson, for- maöur Verkamannasambands- ins, Guðmundur Ingimundarson, oddviti, og Gunnar Már Kristó- fersson, formaöur Alþýðusam- bands Vesturlands. Veislustjóri var Sigrún D. Eliasdóttir. Að dagskrá lokinni dunaði dans fram eftir nóttu. I tilefni afmælisins var haldin sýning á munum og myndum og sérstakt afmælisrit er væntanlegt innan tiðar. 1 stjórn Verkalýðsfélags Borg- arness eru nú Jón Agnar Eggerts- son formaður, Baldur Jónsson varaformaður, Karl A. Ólafsson ritari, Agnar Ólafsson gjaldkeri, Berghildur Reynisdóttir fjár- málaritari, Sigrún D. Eliasdóttir og ólöf Svava Halldórsdóttir meðstjórnendur. _Brí Sigrún D. Eliasdóttir les eitt þeirra fjölmörgu skeyta sem félaginu bár- ust. Lengst tilhægri sést Geir Jónsson, sem heiðraður var á hátlðinni. Ljósm.: Agúst Arnason. Asmundur Stefánsson, forseti ASl, færði formanni Verkalýðsfélags Borgarness veglegan keramikskjöld að gjöf frá ASl. — Ljósm.: Agúst Arnason

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.