Þjóðviljinn - 15.04.1981, Page 8

Þjóðviljinn - 15.04.1981, Page 8
 Rætt við Gislason, frumherja íslenskrar kvikmynda- áttræður ur,,Siöast^ bænum i dalnum", f.v. Valdimar Lárusson, Þóra Borg og Jón Aðils Listahatið fatlaðra Byggðalagsnefnd JC-Breiöholts hjálp og Sjálfsbjörg. Auk þess hefur undanfarift starfað aö verk- sem margir einstakiingar innan efni, sem hlotið hefur nafnið félagann a munu sýna þarna verk „Listahátið fatlaðra” i Reykja- sin. vík. Verður hún haldin I Alfta- mýrarskúlanum i Reykjavlk dag- ana 16.—20. aprii. Hér er um að ræöa sýningu á hlutum og verk- um eftir fatlaöa ásamt ýmsum uppákomum, sem fatiaöir munu annast. Meðal þess, sem til sýnis verður er: Myndlist, handavinna, höggmyndir, gull- og silfurmunir, körfugerð og margt fieira. Þá munu fatlaöir flytja tónlist og ýmis önnur skemmtiatriöi. Eftirtalin félög taka þátt I þess- ari sýningu: Blindravinafélagið, Geövernd, Heyrnleysingja- skólinn, Landssemtökin Þroska- hátfð” er fyrst og fremst sá aí vekja fólk til umhugsunar un málefni fatlaðra og hvers þetb fólk er megnugt, þrátt fyrir fötlui sina. Allur hagnaður af sýning unni mun renna til þeirra félaga samtaka, sem þátt taka I sýning unni. Eins og fram hefur komið ei þetta eitt af verkefnum JC-hreyf ingarinnar en þeir starfa nú undii kjörorðinu „Leggjum öryrkjun liö”- —SK Gefa jbtluöum þjálfumrtœki A 61. aðalfundi Verkstjóra- félags Reykjavikur, sem hefur innan sinna vébanda um 600 verk- stjóra úr öllum starfsgreinum, voru kjörnir i stjórn form. Haukur Guðjónsson, ritari Anna M. Jónsdóttir, gjaldkeri Jörgen M. Berndsen, varaform. Högni Jónsson og varagjaldk. Birgir Daviðsson. Einar K. Gislason sem veriö hefur i stjórn félagsins i 18 ár og Rútur Eggertsson fri farandi gjaldkeri báðust unda endurkjöri. Fundurinn samþykkti að gef þjálfunartæki til Styrktarfélag lamaðra og fatlaöra I tilefni af Ai fatlaðra. V.F.R. á þrjú sumarhús o dvelja aö sumarlagi 30-35 fjö skyldur i Verkstjórahúsunum st til hvildar og ánægju. Bakkabræður storma upp Bankastræti. Leikararnir voru Valdimar Guömundsson, Jón Glslason og Skarphéðinn össurarson. Þaö er allt annað en bilbelti sem okkur vantar til öryggis vid akstur. Það eru endurbætt umferðarlög með nánari útfærslu, eiik sá hrærigrautur sem umferðarlögin eru nú 8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 15. apríl 1981 l|Hcl ijfilœuíg ^amanm pr óskar Gíslason er átt- ræður í dag, þótt ekki verði það ráðið af útliti hans, hreyfingum eða tilsvörum. Þessi frumherji íslenskrar kvikmyndagerðar býr enn yfir þeirri skapandi for- vitni sem rak hann til að kaupa sér kvikmyndatöku- vél árið 1925 og festa síðan á filmu allt markvert sem gerðist i bænum. Það var ekki hlaupið að því að fá viðtal við hann í tilefni afmælisins — ekki af því að hann væri ekki allur af vilja gerður að tala við mig, helduraf því að hann var önnum kafinn. „Ég þarf svo margt að út- rétta", sagði hann, „en komdu á mánudagsmorg- uninn". Loks er ég komin inn i stofu til Óskars i Þingholtsstrætinu. Þetta er ein af þessum stofum sem anda frá sér hlýju og minningum. Óskar kemur með pilsner handa okkur og kveikir sér i smávindli. „Ég hef ekki reykt sigarettur i 10—15 ár, „ segir hann,”. þetta ku vera aðeins hollara”. Eg spyr hann hvenær hann hafi fengið kvikm yndabakteriuna. — Ég held ég hafi alltaf haft áhuga á kvikmyndum. Ég fór mikið i bid þegar ég var strákur. Fimmtán ára byrjaði ég að læra ljosmyndun hjá Ólafi Magnús- syni. Svo var það 1919 að verið var að kvikmynda Sögu Borgar- ættarinnar hér i Reykjavik. Þeir höföu byggt kirkju og baöstofu á túninu þar sem Iðnaðarmanna- húsið ernúna og þangaö fór ég oft tilað fylgjast með. Ég stalst til að taka myndir úr fjarska, en það var stranglega bannað. Svo kynntist ég kvikmyndatöku- manninum, sem hét Larsen, og eftir það fékk ég að taka myndir. Kynni min af Larsen hófust þannig, að hann hafði beðið Ólaf Magnússon að framkalla fyrirsig prufur vegna kvikmyndarinnar, ai Ólafur var önnum kafinn og bað mig að taka þetta að mér. Larsen gaf mér uppskrift að framkallara og kom siðan alltaf með prufur til min og ég fram- kallaði. Þettavar nauösynlegt til að sjá útkomuna hjá þeim, aðal- lega vegna lýsingarinnar. Ég gat svo notfært mér þessa kunnáttu mina sfðar, þegar ég fór sjálfur að taka kvikmyndir. — Og hvenær gerðist það? — Það var 1925. Ég var þá búinn að læra, haföi verið i Kaupmannahöfn og stundað þar nám hjá Peter Elfdt, sem var konunglegur ljósmyndari og jafn- framt brautryðjandi i danskri kvikmyndagerð. Ég hafði lika fengið að fylgjast meö kvikmynd- atökum hjá Nordisk film i Valby. Svo kom ég heim 1922 og setti upp ljósmyndastofu að Kirkjustræti 10 ásamt Þorleifi Þorleifssyni eldra. Keyptar „græjur” En 1925 gerist þaö svo, að til min á stofuna kemur Guðmundur Daviðsson kennari. Hann átti kvikmyndatökuvél og sýningar- vél. Ég segi svona við hann: „Þú ættir nú að selja mér þessar græjur, Guðmundur”. Og það Frá upptöku á „Nýju hlutverki” Óskar (t.v.) og Ævar Kvaran, leikstjóri, ræðast viö. Þorleifsson yngri samdi fyrir mig handritið að þessari mynd og mörgum fleiri. Hann var lika aö- stoðarleikst jöri. Þorleifur var mjög klár strákur-, hann var ljós myndari og svo laghentur að hann stjórnaði leikmynda- gerðinni fyrir mig — ég hafði ekkert vit á trésmiöi eða þess- háttar. Þorleifur hefur búið til lágmyndir sem eru orðnar mjög þekktar hér i bænum. En hann var ógurlega litillátur, vildi aldrei láta bera neitt á sér. I Nýju hlutverkisegir frá göml- um verkamanni sem getur ekki hætt að vinna, þótt lúinn sé og veikur. Óskar Ingimarsson lék gamla manninn, og þau Guðmundur Pálsson og Gerður Hjörleifsdóttir léku son hans og tengdadóttur. Þetta var fyrsta islenska kvikmyndin þar sem talið var tekið upp samhliða myndinni. Þegar íslenska sjónvarpið hóf starfsemi sina var Óskar ráðinn þangaö til að skipuleggja ljós- myndadeildina, og starfaöi þar i tiuár. Eftiraðhann hætti störfum hjá sjónvarpinu efndi hann til mikillar ljösmyndasýningar að Kjarvalsstööum sumarið 1976. Lokaspurningin til Óskars að þessu sinni er: Hvað hefurðu verið að fást við siðan? (Það er augljóstað þessi sikviki maður er ekki sestur i helgan stein). — Ég hef nú mest verið að dunda við að skrásetja ýmsar filmur minar, sem ég hafði ekki komist til að ganga frá áður. Nú og svo kvikmynda ég enn....fyrir sjálfan mig, á 16mm filmu. Ég stend upp og þakka fyrir mig, enda er Óskar farinn að gjóa augunum á klukkuna. Hann á sjálfsagt eftir aö útrétta margt i dag. — ih — Hvar eru myndirnar þfnar geymdar núna? Eru þær allar I þinni vörslu? — Já, og þær eru flestallar frummyndir. Ég á að visu kopiur af Siðasta bænum I dalnum og Reykjavíkurævintýri Bakka- bræðra, enda hafa þær verið sýndar oftast, fyrir utan Björgunarafrekið við Látrabjarg, en þá mynd á Slysavarnafélagið. Ég hef verið að hugsa um að sækja um styrk til að gera kopiur af hinum myndunum. Björgun við Látrabjarg — Var Björgunarafrekið gerð eftir pöntun frá Slysavarnafélag- inu? — Já, þeir báðu mig að gera mynd um björgun úr sjávarháska og um starfsemi félagsins. 1 desember 1948, ári eftir að breski togarinn Dhoon strandaði undir Látrabjargi, var ég staddur fyrir vestan og var að kvikmynda. Þórður á Látrum, sem tekið hafði þáttibjörguninni árið áður, skrif- aði handrit fyrir mig og stjórnaði tökunni, mjög klár maður. Og svo gerist það sem Þórður kallaði „lán I óláni” — það strandaði breskur togari undir Hafnarmúla við örlygshöfn. sunnanvert viö Patreksf jörð. Björgunarsveitin var þá öll með okkur I kvik- myndatökunni, og það var lagt af stað um leið og fréttin barst, gengið alla nóttina og komið á strandstaðinn um tiuleytið morg- uninn eftir. Veður var mjög slæmt, kafaldsbylur. En um leið og við komum á strandstað var linu skotið út i togarann og menn- irnir halaðir i land hver á eftir öðrum, og ég kvikmyndaði allt saman. Þannig náöi ég raunveru- legri björgun, sem var mjög lik þeirri sem við vorum að fjalla um, þ.e. björguninni við Látra- bjarg. Þegar fréttist um strandið og að björgunin hefði veriö kvik- mynduð buldu skeytin á mér úr öllum áttum — allir vildu fá að sýna myndina. En ég vildi halda mig við handritið sem gert hafði verið fyrir Slysavarnarfélagið og fella björgunina inn i þá mynd, sem ég gerði. — Þú hefur þá ekki orðið ríkur á þessu? — Nei, ég fekk bara það sem um var samið frá Slysavarna - félaginu. Reyndar hafði ég sett upp 20.000 krónur, en þeir hækkuöu það upp i 30.000 vegna þess að ég náði þessari frægu björgun. Myndin var sýnd út um alla Evrópu og ég frétti siðar að hún heföi haldið Slysavarna - félaginu uppi i tvö ár. Ég var hæstánægður meö það — þetta var mitt framlag til þessa merka félags. Nýtt hlutverk — Sumar myndir þinar þekkja allir, einsog t.d. Siðasti bærinn i dainum og Reykjavikurævintýri Bakkabræðra. En mig langar tii að spyrja þig um mynd sem ég hef aldrei séð, Nýtt hlutverk. — Já, fyrstu talmyndina mina. Hana gerði ég 1954. Hún var svört-hvit og ég framkallaði film- una sjálfur. Það var mjög þægi- legt og heilmikill sparnaður. Ég framkallaöi á kvöldin og gat svo sýnt leikst jóranum, Ævari Kvaran, árangurinn að morgni. Nýtt hlutverk var gerð eftir smásögu Vilhjálms S. Vilhjálms- sonar. Hún var lesin i útvarpi og mér leist vel á hana. Þorleifur varð úr, að ég keypti þær af honum. Kvikmyndatökuvélin var kölluð Pathé Baby, og filmu- stæröin var níu og hálfur milli- metri, þ.e. svolitið stærri en 8 mm, sem nú er algengt. Filman var lika ööruvisi að þvi leyti að götin á henni voru á milli ramm- anna, en ekki meðfram þeim einsog nú tiðkast. Á þessum tlma þurfti maður náttúrlega að senda filmuna út i framköllun og biða svo eftir henni i mánuö eða meira. Mér leiddist biðin og fór að pukra við að fram- kalla sjálfur, bjó til einfaldar græjurogþetta tókstbærilega hjá mér. Kvikmyndatakan var mér ennþá einsog hvert annað heima- hobbi, ég var ekkert farinn að sýna opinberlega. En ég kvik- myndaði ýmsa viðburði I bæjar- lifinu. Seinna varð ég fyrir miklu óhappi þegar kviknaði i á háa- loftinu hjá mér og megnið af þessum filmum brann. Nú væri hægt að stækka 9 1/2 mm filmuna upp i 16 eða jafnvel 35 mm og sýna hana hvar sem er, og áreiðanlega hefði verið gaman að eiga margt af þvi sem brann. Seinna keyptiég mér 16 mm töku- vél og sfðan hef ég tekið allar minar myndir á 16 mm. — Hver var fyrsta myndin sem þú sýndir opinberlega? — Það var Lýðveldishátiðin, 1944. Ég kvikmyndaði alla hátiðina og framkallaði jafn- óðum, þvi mér þótti nauðsynlegt að sýna hana sem allra fyrst. Ég vakti við þetta i þrjá sólarhringa og frumsýndi hana svo i Gamla biói, og bauð alþingismönnum og ýmsum embættismönnum á frumsýninguna. Myndinni var ágætlega tekið og hún var sýnd i uppundir hálfan mánuð i Gamla biói. — Og þar með varstu kominn út i kvikmyndagerðina af fullum kraft i? — Já, næst gerði ég mynd um sjómannadaginn, sem hét tslands hrafnistumenn og svo kom Reykjavlk vorra daga, sem var frumsýnd i tveimur hlutum 1947 og 1948. Hún er mjög löng, eitt- hvað um 6 timar i allt. — Var þetta ekki erfitt, fjár- hagslcga? — Jú, þetta var óttalegt basl. Enég gat alltaf fengið lánað ef ég var orðinn blankur, og alltaf var einhver sem vildi skrifa upp á vixla fyrir mig. Svo samdi ég við leikarana, að þeir fengju ekki borgað fyrren ég væri byrjaður að sýna myndina. Mér skilst að þeir hafi sama háttinn á, ungu mernirnir núna, a.m.k. sumir hverjir. Ungu mennirnir — Vcl á minnst, hvernig list þér á þessa ungu menn, sem eru núna að gera kvikmyndir? — Alveg ljómandi vel, og myndirnar þeirra eru reglulega góðar. Þeir hafa lika verið að læra þetta erlendis i mörg ár, flestir, og eru mjög klárir. En ég er nú svo gamaldags, ef ég á aö segja þér alveg einsog er, að mér finnst ekki gaman að myndum sem eru afstrakt. Mér finnst það ekki eiga heima i kvikmyndum. — Þú varst nú ekkcrt gamal- dags þegar þú varst að taka myndina Agirnd á slnum tima, fyrir þrjátiu árum. Var hún ekki sannkölluð frammúrstefnumynd á þeim tima? — Jú, sjáðu til, það er kannski annaöþegar maöur er ungur. Jú, það má segja það, aö Agirndhafi verið frammúrstefnumynd. ______________Miðvikudagur 15. aprll 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 i dagskrá Bílbelti á alls ekki að lögieiða Umferðarmál okkar hafa verið og eru enn I slæmu ástandi. Flestir geta verið sammála um aö þar þurfi mikilla og skjótra úr- bóta við. En hvað er mest aðkall- andi? Sjálfsagt verða menn seint sammála um það frekar en annað, eöa hvað? ökukennarafélag íslands hélt fund fyrir nokkru og bauð á þann fund yfirmanni Umferðarmála ráðs til aö spyrja hann hvaö efst væri á baugi I umferöarmálum. Hann kvartaði um fjárskort og húsnæöisleysi en sagði þó að unnið væri aö þvi máli af fullum krafti sem nauösynlegast væri og drífa ætti i gegnum Alþingi á þessum vetri. Þetta brennandi áhugamál hans var að lögleiöa bilbeltin. Þá vil ég nefna fund klúbbsins „öruggur akstur” I Reykjavik, nú fyrir stuttu. Þar lýstu þeir svo- kölluðu ráðamenn þvl yfir, að málið væri svo til komið I gegn. Það er stórmerkilegt hvaö við hér á hjara veraldar erum sein- heppnir með ýmsa svonefnda „ráöamenn”, sem oft nota póli- tiska aðstöðu til þess að komast I valdastöður, og finnst manni sumir þeirra litið hafa til brunns að bera nema valdahrokann. Hvað snertir skipulag gatna og umferðarmála álit ég að við séum meira en óheppnir, við erum aö sigla hraöbyri inn i lögregluriki. Umferðarmál okkar eru I þvi ófremdarástandi að vart er hægt aö sökkva dýpra. Og hvað er gert? Ekkert. Þeir háu herrar, sem sitja inni skrifstofum og hugsa og „spekúlera”, virðast ekki vera i takt við veruleikann né skilja hvaö að er og hverra úr- bóta þarf við. Þeirra verkefni er að finna upp ný lög til að dreifa athygli almennings frá þvi ófremdarástandi, sem óvönduð og óákveöin umferðarlög hafa skapaö, svo og fáránleg túlkun þeirra þ.e. afskiptaleysi lögreglu af margvislegum brotum en hreinar ofsóknir i sambandi viö þaö, sem gefur sektir: meintan, of hraðan akstur. Nú er þaö svo, að ýmsar hefðir hafa skapast hér I umferðinni, sumpart vegna fáfræði og sum- part vegna óákveðinna umferðar- laga og úreltra. Við höfum tapað af lestinni og fylgjumst ekki með eölilegri þróun umferðarmála. Kannski er það einmitt þess- vegna sem þeir menn, sem ferð- inni ráöa i þessum málum, vilja nú láta aö sér kveöa? Nú skal hengja hvern einasta Islending I bilbelti. Ég skora á hvern einasta alþingismann aö hugsa sig um tvisvar áður en hann greiöir þvi atkvæöi. Viö skulum athuga hvaö þetta i raun og veru þýðir. 1 fyrsta lagi þýðir það mestu skattheimtu, sem nokkurn tima hefur þekkst á tslandi. Athugið, aö nú munu ekki nema brot úr prósenti allra landsmanna nota beltin. Almennt mun yfirgnæf- andi meiri hluti þjóðarinnar vera andvigur slikri skikkan. Lög- leiöing þýöir sekt. Lögleiðing þýðir slys, meiri og alvarlegri en margan grunar. Lögleiðing þýðir að ef útaf ber og bilbelti eru ekki notuð ganga tryggingarfélög á lagið og ökumaður eða eigandi bifreiðar er bótaskyldur fyrir hverskonar slys og tjón. Lög- leiöing þýöir aukningu á lögreglu til að taka menn og sekta, en það þýöir aftur fleiri slys og óhöpp, eins og reyndar aðferðir lögregl unnar við radarmælingarnar gera nú þegar. Þaö er allt annaö en bilbelti sem okkur vantar til öryggis við akstur. Það er endurbætt um- ferðarlög með nákvæmari út- færslu, ekki sá hrærigrautur, sem nú er. Hversvegna eru færustu menn i umferðarmálum ekkert spurðir um þessi mál? Til dæmis baul- vanir ökumenn eins og leigubil- stjórar? Er það kannski vegna þess að þaö á að skikka þá til þess að hengja hvern einasta mann i bilbelti? Hvaö á leigubllstjóri aö gera ef farþegi t.d. neitar að nota bílbelti? Svar óskast. Hvaö á leigubilstjóri að gera ef leigutaki neitar að borga bilinn án þess aö hafa notað hann? Hversvegna eru ökukennarar ekki spurðir um bil- beltin? Svarið verður það sama og áöur hjá þeim háu herrum: Það skal i gegn. Fyrir nokkrum árum kom ég þar að, sem fólksvagn hafði oltið nokkrar veltur. Nokkru áður sáust tveir menn sitja i framsæti þessa bils. Þegar að var komið var toppurinn — þakið —• lagt niður og krumpað fast að sætis- bökunum, stýriö „kýlt” inn I bak framsætis, ökumaður lá endi- lagur skáhalt eftir framsæti og niður á gólf, með höfuðiö fjær stýri en með f ætur skorðaða undir stýri við ökumannssæti. Farþegi lá á gólfinu aftur I. Þessir menn sluppu óbrotnir vegna þess, aö þeir voru ekki i bflbeltum. Um tvo bændur veit ég, sem I óhöppum lentu i vatni. Báðir voru I bilbeltum og heföu drukknað ef þeim hefði ekki tekist aö skera þau af sér. Annar þessara manna taldi þó kraftaverk aö þetta tókst, svo aöframkominn var hann, og vissi aðeins, að hann var með hnif I vasanum og tókst aö ná honum. Um eitt slys hef ég heyrt þar sem fórnarlambiö tætti hold frá beini á mörgum fingrum við aö reyna að losna úr bilbelti niðri i vatni. Maöurinn drukknaöi. Ég skora á alla alþingsmenn að ana ekki að óhappaverki sem þessu. Abyrgðin er svo mikil að réttara væri aö láta fara fram þjóðaratkvæöagreiðslu um slikt mál. Vilhjálmur Sigurjónsson, ökukennari.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.