Þjóðviljinn - 15.04.1981, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 15.04.1981, Blaðsíða 15
Miövikudagur 15. aprll 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 Hringið i sima 81333 klJ 9-5 alla virka daga, eða skrifið Þjóðviljanum frá lesendum Kokhreysti kratanna Pólitisk flflalæti kratanna i kringum f lugvalla- og Helguvik- urmdliö er aö veröa mörgum aöhlátursefni. Tillaga þeirra Lárusar Jóns- sonar og Karls Steinars var ekkert annaö en tilraun til að fella niiverandi stjórn. Þessir menn vilja stækkun hernámsins fyrst og fremst; þessi andlegi skepnuskapur, ásamt minnk- andi siöferðisþreki, sem ljósast kemur fram I þessu sifellda betli, sem hefur þaö fræga nafn ARONSKA, á eftir að veröa skammaryröi um alla framtiö um aumingjaskap og skriödýrs- hátt vissra stjórnmálamanna á vorum tfmum. Ekki liöa svo dagar, aö Krat- arnir séu ekki aö tala um aö Alþýðubandalagiö sé sifellt aö kyngja ofan i sig þvi sem það hefur sagt um framkvæmdir á Keflavikurflugvelli. Þetta segja kratarnir; og telja sig sjálfsagt vera aö máta kommana? Afstaða Alþýöubandalagsins er skýr og afdráttarlaus. Þaö hefur tekið ákveöna afstöðu á móti herliöinu á Vellinum, að það eigi að fara héðan sem allra fyrst, ennfremur að viö eigum að segja okkur úr NATO, vera frjálsirog óháöir og standa fyrir utan öll hernaðarbandalög. Hitt er svo annað mál, að Alþýöubandalagið fór i þessa þriggja flokka stjórn til aö losa um þá sjálfheldu er þjóðin var komin i eftir hin eftirminnilegu svik kratanna, þegar allt stóð fast og við blasti vonleysi, og ráðleysi. Alþýöubandalagið fór i núverandi stjórn til að rétta við þjóðarskútuna, til að efla at- vinnuvegina á sviði sjávarút- vegs, landbúnaöar og iðnaðar sem eru okkar höfuðatvinnu- vegir, en fordæmir þetta si- fellda betl i kringum hernámið, þar sem kratarnir eru eins og soltnir hundar meö dillandi skott. En það skulu kratar og aðrir hernámssinnar vita aö Alþýðubandalagiö afleggur aldrei baráttu sina fyrir þvi að herinn hverfi úr landi, og það sem gleöilegast er að fólk, svo að segja úr öllum flokkum, og þá sérstaklega unga fólkið er á framtiðina fyrir sér, er að sjá i rikari mæli þá gifurlegu spill- ingu er hernáminu fylgir. Allir góðir Islendingar hljóta að sjá að svona getur ekki gengiö til lengdar, aö sifellt sé verið aö stækka hernámið meö allskonar klækjum og undanbrögöum. Þjóð okkar veröur að vera á verði þegar Vestrinn stóri með silkihanskana og mjúkar tungur hershöföingjanna eru annars- vegar, á móti dillandi skottum misviturra stjórnmálamanna sem er albúnir að fórna sjálfs- virðingu og sjálfstæði þjóöar- innar fyrir stundarhag. Ég hefi verið allþungorður i þessu greinarkorni i garð krat- anna, en ekkier öllum alls varn- að, þeir eiga a.m.k. allsæmilega fortið. Hverman ekki menn eins og Ólaf Friöriksson, Héðin Valdimarsson og ýmsa aðra á þeim árum er Alþýðuflokkurinn stóö undir nafni og vann að ýmsum baráttu- og framfara- málum þjóðarinnar? Þá hafði flokkurinn jarðsamband við alþýöu þessa lands, og stærð eftirþví. Þá var 1. mai glæsileg- ur baráttudagur oft á tiðum. Þá stóðu menn saman, enda sendi ihaldið þá oft tóninn og reyndi að spilla deginum með allskon- ar skripalátum. En hvar eru kratar nú staddir i þessum mál- um; oftast hafa þeir reynt aö spilla fyrir einingu verkalýös- ins, vegna öfundar út i Alþýðu- bandalagið sem hefur reynt af fremsta megni að koma i veg fyrirsundrungu, sem var eitur i beinum foringja verkalýðsins I árdaga þegar barist var viö ihaldiö upp á lif og dauða um hvern eyri. Svo ætlar þessi flokkur, sem hefur blettað fortið sina og stendur nú kengboginn og hræddur viö amiriska hershöfö- ingja suður á Keflavikurflug- velli, að kasta skit i þann flokk sem hefur reynt aö hamla á móti hernáminu og spillingu þess, á móti frekju, heimsku og snikjum hernámsflokkanna á undanförnum árum og áratug- um. Þeim ferst! Auövitað sjá kratarnir eftir þvi að hafa hlaupist úr vinstri stjórninni. Þetta sáu þeirra bestu menn, eins og Magnús úr Eyjum og Björgvin Guðmunds- son, sem hefur staðið heill i meirihluta vinstri manna i borgarstjórn Rvikur, en þeir fengu ekki aö ráöa. Þetta ættu hinir kokhraustu kratar að láta sér að kenningu verða, heldur en aö vera sifellt að ráðast að Alþýðubandalaginu og þeirri stjórn er það stendur að, sem hefur staðið kófsveitt að moka ski'tinn undan stjórnar- háttum krata og ihalds fyrr og siðar þegar þeir voru i pólitisk- um faömlögum. Páll Hildiþórs. Barnahornið A5 teikna Kalla kanmu Hérna geturðu séð hvernig á að fara að því að teikna mynd af Kalla kanínu. Það er ekki eins míkill vandi og þú heldur! Þú getur að minnsta kosti reynt. Ofugmælavísur í eld er best að ausa snjó, eykst hans log við þetta. Gott er að hafa gler i skó, þá gengið er i kletta. Fiskurinn hefur fögur hljóð, finnst hann oft á heiðum. Ærnar renna eina slóð eftir sjónum breiðum. Séð hef ég hvalinn sitja á stól, selinn strokka og renna, skötuna ganga á grænum kjól, gráan hest með penna. Thorstein Bergman Alþýðusöngvar frá Svíþjóð Sænski visnasöngvarinn Thorstein Bergman syngur nokkur lög i sjónvarpssal i kvöld. Upptakan var gerö fyrr I vetur, þegar Bergman var hér á ferö og söng á nokkrum stööum, m.a. i Norræna hús- inu, á Akranesi og Akureyri. Thorstein Bergman er i hópi þekktari visnasöngvara Svia. Hann semur sjálfur lög og texta, en ennfremur syngur hann söngva eftir Nils Ferlin, Claes Anderson ofl.. Hann Sjónvarp kl. 22.00 ferðast mikið um og heldur tónleika á vegum menningar- og fræðsludeildar sænsku verkalýðshreyfingarinnar, sem samsvarar MFA hér á landi. Hingað kom hann i boöi MFA og Norræna hússins. — ih Listdans og Kristján E. Guömundsson sér um þáttinn (Jr skólalífinu I kvöld og fjallar aö þessu sinni um nám i dansmennt. — Ég tek fyrst fyrir List- dansskóla Þjóöleikhússins, og ræði við Ingibjörgu Björns- dóttur, sem veitir honum for- stöðu, sagði Kristján. — Hún fræöir okkur um starfsemi skólans og um nemendur hans, sem nú eru um 70 tals- ins. Nemendum hefur fækkað svolitiö á siðustu árum, en aö- sóknin er mikil, einsog sést best af þvi aö á hverju ári eru teknir inn 20-25 nemendur, en um lOOsækjaum inngöngu. Þá ræði ég við tvær stelpur sem eru viö nám I skólanum, 12 og 13 ára. Eitt af vandamálum annar dans skólans er aö mikill meirihluti nemenda eru stelpur — þaö vantar stráka. 1 ööru lagi tek ég svo fyrir hina almennu dansskóla og ræöi við Sigvalda Þorgilsson um þá, en hann rekur Dans- skóla Sigvalda. Við komumst m.a. að raun um að diskódans er á undanhaldi um þessar mundir, og mun meira sótt i rokkið. Ég ræði lika við tvo nemendur Sigvalda og aðra tvo, sem eru i Dansskóla Heiöars Astvaldssonar. jh • Útvarp kl. 20.00 • Útvarp kl. 22.40 — Ég hef á tilfinningunni aö þetta veröi skemmtilegur þáttur, sagöi Stefán Jón Haf- stein fréttamaöur, sem stjórn- ar umræðuþætti um sjávar- útvegsmál i beinni dtsendingu í kvöld. — Steingrimur Hermanns- son mætir, og þrir sjómenn, þeir Sævar Brynjólfsson á bv Breka, Steingrimur Sigurös- son á mb Bjarnarey og Gisli Jóhannessoná mb Jóni Finns- syni. Ætlunin er aö spjalla um sjávarútvegsmál vitt og breitt, en eikum þó um fisk- verndun, stækkun og endur- nýjun flotans og öryggismálin. Sjómennimir þrir fá þarna tækifæri til að leggja spurn- ingar fyrir ráöherrann, og hann getur llka spurt þá um ýmislegt. — ih Ráðherrar og þrír sjómenn

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.