Alþýðublaðið - 10.10.1921, Síða 4

Alþýðublaðið - 10.10.1921, Síða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ RafnugnBÍeiðilur. Straumnum hefir þegar verið hirypt á götuæðamar og menn ætsu ekki að draga lengur að láta okkur ieggja rafleilalur um hás sín. Við skoðuai húsin ðg segjum um kostnað ókeypis. — Komið í tima, meðan hægt er að afgreiða pantanir yðar. — H.f. Hiti & L j Ó8. Laugaveg 20 B Sími 830. H.f. V«rsl. HTerflsg. 56 A. Edlk á 80 aura llterinn. Mat skeiðar og gaflar úr aluminium. Grunnir diskar (með biárri rönd) Saumaskapur. Gert við föt og vent. Nýtt saumað. Lind- argötu 43 B. Alþbl. kostar I kr. á mánuði. , Ritstjóri og ábyrgðarmaðnr: ólafur Friðriksson Frentsmiðjsu Gntenberg. SteiEolían læUar. Komið í Kaupfélagið í Gamla bankanum eða hringið í síma 10 2 6. N ý k o m i ð úrval af allskonar skéfatnaii, til dæmis: Karlmannastígvél og skér. — Kvenskór, ýmsar gerðir. — Inniskór, margar teguudir, — SkÓ- hlífar, karla, kvenna og barna. — Gúmmí- vaðstigvél, kvenna og b*rna, — og flvira, œST Nýjasta verð á ðllu B, Stefánsson & Bjarnar, zzzzz Laugaveg 17. zzzzzz Ivan Turgenlew: Æskumlnningar. Hann settist við hlið hennar og tók eftir því að augna- lok hennar voru rauð og þrútin. ,Er nokkuð sérstakt að yður, frú Leönora? Þérhafið grátið?" „Uss!“ hvislaði hún, og benti í áttina til herbergisins, sem dóttir hennar var í. „Ekki að tala svona hátt!“ „En hversregna hafið þér verið að gráta?" ■ „O, eg veit ekki hversvegna, góði herra Sanin!" „Hefir einhver gert eitthvað á hluta yðar?“ „Nei — mér fanst bara alt 1 einu vera hér svo ömur- legt. JVIér varð það á að minnast Giovanni Battista og æskudaga minna. Hvað tíminn leið fljótt þá! Nú er eg að verða gömul, vinur minn, og mér gengur svo illa að sætta mig við þá tilhugsun. Mér finst þó sjálfri, að eg vera altaf sú sama eins og eg var áður — en ellin — ellin . . . !“ Og augu hennar fyltust af tárum. „Eg sé, að þér furðið yður á þessu. . . . En einhvern tíma verðið þér líka gamlir, vinur minn, og pá finnið þér hve sárt það er.“ Sanin reyndi að hugga hana, minti hana á börnin hennar. Hjá þeim kæmi nú æska hennar fram í annað sinn, hann reyndi jafnvel að gera að gamni sínu við hana og sagði að hún gerði þetta nú aðeins til þess að aeyða sig til þess að hæla henni. En hún bað hann að hætta þessu, og hann sá það nú í fyrsta sinn að þung- íyndið, seirn er samfara tilfinningunum um það að ellin sé að nálgast, verður ekki rekið burt með neinum hug- Kreystingarorðum, að það hverfur ekki öðru vísi en af sjálfu sér. Þá stakk hann upp á þvl að fara að spila, eg það var það bezta sem hann gat gert, því hún félst undir eins á það og virtist jafnvel glaðna töluvert ýfir henni. Sanin spilaði við hana allan fyrripart og seinnipart dagsins. Pantaleone spilaði líka. Aldrei áður hafði hár- ið lafað eins langt niður á enni hans né hakan horfið eins gersamlega niður í hálsklútinn. Hann var svo há- tfðlegur, að maður hlaut að hugsa, þegar manni vatð litið á hann: „Þessi maður býr yfir einhverju ógurlegu leyndar- málil“ En — segredezza! segredezza! Hanu reyndi allan daginn að votta Sanin lotningu sfna. Við borðið var hann ákaflega hátignarlegur, og bauð Sanin altaf matinn áður en stulkunum. Þegar þau voru að spila, lofaði hanm honum altaf að kaupa, og gerði hann aldrei „Remis", og einu áinni sagði hann al- veg upp úr þurru að Rússar væru þeir göfugustu hraust- ustu og beztu menn { heiminum! „O, hræsnarinn!" hugsaði Sanin með sjálfum sér. Þó hann væri hissa á útliti frú Roselli, þó undraðist hann þó ennþá meira framkomu Gemmu. Það var ekki hægt að segja að hún forðaðist hann. Þvert á móti. Hún settist nálægt honura, hlustaði og horfði á hann. En hún forðaðist vandlega að tala nokkuð við hann; og er að hann ávarpaði hana, stóð hún skyndilega á fætur og fór burt sem snöggvasL Svo kom hún aftur innan skamms og settist f eitt- hvert skoíið, og hreyfði sig ekki, rétt eins og hún væri að brjóta heilann um eitthvað. . . . Loks tók frú Leo- nera eftir þvf, hvað hún hagaði sér einkennilega og spurði hana, hvort nokkuð gengi að henni. „Nei, ekkert!“ — svaraði Gemma — „Þú veist, hvern ig eg er stundum." „Já,“ svaraði mamma hennar, „eg kannast við það.“ Þannig leið dagurinn, hann var hvorki skemtilegur né leiðinlegur. Ef Gemma hefði hagað sér öðruvfsi —ja hver veit — máske hefði Sanin þá ekki staðið móti freistingunni og leikið dálítið, eða að minsta kosti verið dálítið hryggur yfir skilnaðinum, ef til vili fullnaðar- skilnaðinum. sem fyrir höndum var. En þar eð hahn fékk ekkert tækifæri til þess að tala rið Gemmu í einrúmi, varð hann að láta sér nægja það

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.