Þjóðviljinn - 12.06.1981, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 12.06.1981, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 12. júní 1981 Þórunn Eiríksdóttir, Kaðalsstöðum: 50. aöalfundur Sam- bands borgfirskra kvenna var haldinn í Samvinnu- skólanum í Bifröst dagana 2.—3. maí s.l. Var það fyrsti aðalfundur S.B.K. f Bifröst/ en fundurinn er haldinn á ýmsum stöðum í héraðinu til skiptis. Félagar i sambandinu eru nú 956 i 17 kvenfélög- um, sem öll sendu fulltrúa á fundinn. Aðrir fundar- menn voru stjórn, fulltrúar milliþinganefnda og gest- ir. Gestir frá Kvenfélaga- sambandi islands voru María Pétursdóttir for- maður K.i. Sigurveig Sigurðardóttir varafor- maður og Sigríður Thorlacius fyrrverandi formaður K.i. og ritstjóri Húsf reyjunnar. Meðal annarra gesta voru tvær konur úr Kvennadeild Borgf irðinga félagsins i Reykjavik, Guðrún Helga- dóttir og Hólmfríður Eysteinsdóttir. Frá 50 ára afmælishátiö S.B.K.2. mai s.l. Talið frá vinstri: Ásthild- ur Teitsdóttir, Þorsteinn, bóndi á Skálpastööum og kona hans, Þór- unn Vigfúsdóttir, fyrrverandi for- maður S.B.K., Maria Pétursdótt- ir, formaður Kvenfélagasam- bands tslands, Magdalena Ingi- mundardóttir, formaöur S.B.K., Sigriður Thorlacius, Sigriöur Sigurjónsdóttir og Helena Hall- dórsdóttir, báöar fyrrverandi for- menn S.B.K. Viö endann sitja hjónin Guömundur Sigurösson, skólastjóri og Hildur Þorsteins- dóttir. veröi nauðsynlegar skipulags- breytingar á starfsemi hans til aö aölaga hann breyttum þjóö- félagsháttum, svo aö hann komist inn i skólakerfiö, hann veiti nemendum rétt til áframhaldandi náms og aö námiö veröi viöur- kennt sem áfangi á hinum ýmsu framhaldsbrautum skólakerfis- ins”. Öflug fræðslu- og menningarstarfsemi I skýrslu stjórnarinnar, sem Magdalena Ingimundardóttir for- maöur flutti, svo og skýrslum nefnda, kom vel fram, aö starf- semi sambandsins er umfangs- mikil og blómleg, ekki sist að fræöslu og margvislegum menn- ingar- og mannúöarmálum. Meöal námskeiöa, sem stjórn S.B.K. gekkst fyrir s.l. vetur voru 4 saumanámskeiö á mokka- skinnsfatnaöi, sem konur úr 7 félögum tóku þátt I. Var reiknað út, aö þátttakendur heföu sparaö sér um 3 milj. g.kr. samanlagt meö þvi' að sauma flikurnar sjálf- ar fremur en kaupa þær tilbilnar. — Þá má nefna 2 almenn sauma- námskeiö, 2 snyrtinámskeiö, námskeiö þar sem leiöbeint var um aö yfirdekkja hUsgögn, og fræöslufund um skattamál. Styrkur til S.B.K. frá Stéttarsam- bandi bænda, sem nam tæplega 1 milj. g.kr. s.l. ár, fór svo allur til fræöslustarfseminnar. Fjársöfnun á ári fatlaðra t tilefni af alþjóöaári fatlaöra hefur veriö skipulögö f jársöfnun á vegum sambandsins og kvenfél- aga þess til sundlaugarbyggingar viö SjUkrahUs Akraness. Engin sjUkraþjálfunaraðstaða meö sundlaug er til á Vesturlandi, en almennt er viöurkennt, aö sund- laug sé nauösynleg viö þjálfun og endurhæfingu fatlaðra og sjUkra. A fundinum kom fram mikill áhugi á aö hrinda þessu nauö- synjamáli f framkvæmd meö samstilltu átaki allra héraösbúa, sem vilja leggja málefnum fatlaðrá liö. Samnorrænt húsmæðraorlof Dagana 1.-7. júli n.k. veröur haldiö á Hvanneyri samnorrænt hUsmæöraorlof, með rúmlega 100 þátttakendum frá öllum Noröur- löndunum. S.B.K. og kvenfélögin taka þátt f undirbúningi orlofsins og móttökum vegna þess. Sam- bandiö mun hafa opna sölubúö á Hvanneyri meöan á orlofinu stendur og veröa þaö m.a. til sölu ýmár munir unnir af borgfirsk- um kvenfélagskonum. S.B.K. sér um kvöldvöku 4. jUIÍ, en daginn eftir ferðast norrænu konurnar Um héraðiö. Veröur þeim þá boöiö til kaffiveislu siödegis og siöan dreift i' heimsóknir á borgfirsk heimili. Fjölbreytt verkefni 31. jan. s.l. voru liöin 10 ár frá þvi aö Dvalarheimili aldraöra I Borgarnesi tók til starfa, en S.B.K. átti frumkvæöi aö bygg- ingu heimilisins og haföi fjáröfl- unarnefnd starfandi vegna þess I 23 ár. Er alveg meö ólikindum hverju sU nefnd fékk áorkaö. A dvalarheimilinu eru nú um 60 manns og margir á biölista. Stendur fyrir dyrum aö stækka húsiö I annaö sinn. A vegum Sambands borgfirskra kvenna störfuðu 10 nefndir sl. ár. Auk þess á sambandiö 5 fulltrúa I stjórnum f jögurra stofnana, þar á meöal stjómarformann Minning- arsjóös Guömundar Böövarsson- ar, en sá sjóöur á og rekur skáldahUsiö á Kirkjubóli, sem veröur æ vinsælli dvalarstaöur listamanna. Þá á sambandiö 3 konur i Menningarfefnd Borgar- fjaröar, eina I umhverfisnefnd Borgarfjaröar og eina I vara- stjórn Kvenfélagasambands Is- lands. Hinar þrjár orlofsnefndir S.B.K.sjá árlega um framkvæmd hUsmæöraorlofs á sambands- svæöinu meö miklum ágætum. S.l. vor var haldin orlofsvika á Laugarvatni og farin þriggja daga orlofsferö á Strandir. Þátt- takendur i'orlofi voru alls um 100. F járöflunarnef nd vegna Byggðasafnsins I Borgarnesi starfar ötullega. Aðaltekjulindin er kortasala. Þá er starfandi nefnd sem vinn- ur aö bættum öryggisútbUnaði leitarmanna. Hefur hUn m.a. afl- aö fjár til kaupa á talstöövum og varm apokum. Kynningarnefnd S.B.K. vann upp dagskrá um danska ævintýraskáldið H.C. Andersen og flutti hana á 6 stöðum I vetur, þrátt fyrir mjög óhagstætt tiöar- far. Feröanefnd undirbýr þátttöku 20 manns af sambandssvæöinu i 18 daga skemmtiferö, „6 landa sýn”, i ágúst. Skólinn á Varmalandi Málefni HUsstjórnarskólans á Varmalandi voru talsvert til um ræöu á aöalfundinum. S.B.K. gekkstfyrirstofnun skólans á sln- Hátföin sett — Formaöur Magdalena Ingimundardóttir. Séö yfir veislusalinn I Bifröst um tima og hefur ætiö boriö hann mjög fyrir brjósti. Steinunn Ingi- mundardóttir skólastjóri flutti erindi um skólann, en rekstur hans hefur veriö erfiöleikum bundinn upp á siökastiö vegna lltillar aösóknar nemenda. Stein- unn kvaö þaö samdóma álit sitt og annarra skólastjóra, aö ekki mætti loka fyrir hússtjórnar- skólanám, vegna nemenda sem ekki kæmust annars staöar 1 skóla vegna skorts á undirbúningi. Svohljóöandi tillaga var sam- þykkt samhljóöa: „50. aöalfundur S.B.K. beinir þvl til Menntamálaráöuneytisins að séð veröi til þess aö HUsstjórn- arskólinn á Varmalandi veröi starfræktur áfram, og geröar I starfi kvenfélaganna öðlast konur sjálfs- traust og félagsþroska

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.