Þjóðviljinn - 01.07.1981, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 01.07.1981, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 1. júli 1981. KÆRLEIKSHEIMÍLIÐ vidtalid Rætt við Hjört j Helgason um friðargönguna, landhelgisbrjóta, gúttóslaginn og margt fl. Dálítið stirður daginn eftir r.':" Hjörtur I fylkingarbrjósti herstöðvaandstæöinga I Friðargöngunni fyrr í þessum mánuði. Jafntefli! Eins og vænta mátti stóð ekki á lesendum að þiggja j af ntef I is boð Helga ölafssonar. I næstu framtíð mun Helgi skrifa um skákina í heild. Ritstjórn Þjóðviljans óskar lesendum sínum hjártanlega til hamingju með þennan árangur gegn íslandsmeistaran- um. Skákin varð 51 leikur og birtum við lokastöðuna hér: Þótt svartur sé manni undir, er möguleiki hvíts á að koma peði sínu upp mjög f jarlægur. —eik— — Vandinn viö róttæklinga er sá, að þeir lesa ekki neitt nema róttæklingabækur. Vandinn viö ihaldsmenn er hins vegar sá að þeir lesa hreint ekki neitt. Eiturlyfjanotkun, drykkjusýki, þunglyndi, taugaáföil... glæpafýsn, lauslæti, offjölgun og mengun... ... eru ekki nema eðlilegar af- leiðingar ... af leiðinlegri sjónvarpsdag skrá Þrátt fyrir aö hann Hjörtur Helgason sé kominn á niræöis- aldur lét hann sig ekki muna um að ganga langieiðina frá Kefla- vfk til Reykjavíkur i friðargöng- únni fyrr f þessum mánuöi. Hjörtur hefur gengiö með frá upphafi, var á sfnum tima i framboði fyrir Kommúnista- flokkinn, formaður bflstjóra- félagsins Hreyfils um skeið, kaupfélagsst jóri i Sandgerði i 25 ár, og nd býr hann hjá syni sín- um að Læki ölfusi og framleiðir alls kyns vaming rafmagnsrör, jafnt sem pilluglös og hárgreið- ur í plastverksmiðju sem þar er staðsett. — Ég ákvað þegar ég var ungur aö verða annaðhvort bcíndi eða kaupfélagsst jóri, og ral hef ég prófað hvorutveggja svo ég ætti að vera ánægður. Hjörtur er fæddur árið 1898 og ólst upp á Akranesi þar sem hann starfaði við verslunarstörf á unglingsárum. Arið 1914 flutti Hjörtur til Sandgerðis, en flutti siðan aftur til Akraness þar sem hann var m.a. kaupfélagsstjóri hjá Kaupfélagi Akraness fram til 1923. Þá flutti hann aftur i Miðneshrepp og hóf búskap. — Ég áttibát þá, sem ég hafði i flutningum milli Reykjavikur og Suðurnesja. Eitt sinn þegar ég var að lóðsa vörur á strönd- inni, þá verð ég var við breskan togara sem gerir sér litið fyrir og kastar þarna alveg i land- steinunum. Ég fór út við aðra menn á bátnum til að reyna að sjá Ut nafn og nUmer togarans. Þá var bUið aö klæða dulur yfir alla siðuna svo viö sáum ekkert, og móttökurnar voru ekki glæsi- legar, þeir hentu i okkur kola- molum. Ég man ég fékk einn I hausinn. Togarinn elti okkur siðan að landi, en þegar þeir uröu að snUa undan á grunninu, þá sá ég skina í nafn hans á jull- unum. Við tilkynntum sýslu- manni atburðinn og Fálkinn sem Danir höfðu hér þá við gæslustörf náði þeim breska undir Kóngsbergi. Við fréttum siðar að skipst jórinn hafði veriö dæmdur i hærri sekt en áður hafði þekkst og jafnframt i 20 daga varðhald. Ég veit ekki til þess aö áður hafi bátur tekið breskan togara að ólöglegum veiðum. Hvaö um pólitfkina þú varst f framboöi á sfnum tfma til al- þingis? — Ég gekk i KommUnista- fldckinn 1932 og hef siðan fylgt afkomendum hans i gegnum tíð- ina. Tvisvar fór ég i framboð til alþingis 1933 og aftur i næstu kosningum i Gullbringu og Kjósasýslu. Mótframbjóðend- urnir voru þeir ólafur Thors og SigfUs Sigurhjartarson en hann byrjaði hjá krötunum. Þetta var gifurlega hörð barátta, og ég hafði gaman af, þvi þeir voru báðir almennilegir og skemmti- legir andstæðingar. Ég man að Ólafur sagði við mig fyrir kosningar að þetta þýddi ekkert, ég fengi aldrei nægilega marga með- mælendur. SU spá stóöst ekki, viö buðum fram, þóttuppskeran hafi kannski ekki verið mikil, þrátt fyrir að þá væru harðir ömar og voðaleg fátækt, það versta sem gengið hefur yfir á þessari öld. Hvernig er heilsan eftir gönguferðina? — Ég var dálítiö stirður dag- inn eftir, en annars fann ég ekki fyrirneinu. Hef verið alveg stál- iffaustur og get varla sagt að ég hafi litiö til læknis. Hins vegar var ég oft veikur þegarég varyngri. Með liðagigt um fermingu og lá siðan illa haldinn um tfma i spönsku veik- inni en náði mér alveg aö nýju og ekki fundið fyrir neinu siðan. Þeirvilja oftverða langlifir sem eru veikastir i æsku. Þu tókst þátt i Gúttóslagnum á sinum tima? — JU,ég vartekinn fyrstur og settur uppá vatn og brauð i f jóra daga. Það var hlutskiptið i verkalýðsbaráttunni i þá daga. Ég starfaði þá sem hUsvörður hjá m jólkurfélaginu, og Ihaldið sem réöi þar lét mig fara eftir slaginn. Hvernig lýst þér þá á barátt- una fdag? — JU, þetta var andskoti mikill sigur i Frakklandi og ef þeir losa sig við Kerlinguna i Bretlandi þá er það góðs viti. Hérna heima finnst mér hlutirn- ir ganga furðanlega vel. Okkar menn hafa staðið sig vel, og ég er nokkuð ánægður með stöð- una. Hins vegar er ég ekki eins bjartsýnn á að okkur takist að losna við herinn á næstunni. Friðarhreyfingin sem nU er að spretta upp i vesturálfu gæti þó komiö i veg fyrir að kaninn vaði um álfuna eins og honum einum sýnist. — 'S- Aldrei hélt ég að þessi bölvaða barátta gegn reykingum gengi svona langt... < o h-1 o Þh — Ég skil ekki þennan pabba þinn. Hann veit hvern hann ætlar að kjósa. Hann heldur að þeir muni vinna og samty1 er hann ekki ánægður. — Af hverju? © Bvlls Fer flokkurinn hans þá ekki i rikisstjórn? — Jú. Þaðer það sem hann heldur og þá fer hann allur i rusl. — Stundum efasthann um þaðogþá erhann líka i rusli.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.