Þjóðviljinn - 01.07.1981, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 01.07.1981, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 1. júlf 1981. ÞJ6DVILJINN — StÐA 3 s 1 Leiðarvísir „réttu" líferni Tengdur viðhorfum Samhygðar, sem nú er á kynnisferð um landið Það gerist ekki á hverj- um degi að íslenskur mað- ur skrifar leiðbeiningarrit um hamingjuleit; slíkt hafa menn venjulega úr Austurlöndum. Þetta hef ur Pétur Guðjónsson þó reynt í //Bókinni um hamingj- una" sem var að koma út hjá Iðunni. Pétur Gu6jónsson: mælir meA innra starfi, hugleiðslu og bjart- sýni. Pétur er fæddur á Melrakka- sléttu, félagsfræöingur frá Bandarikjunum, hann hefur verið töluvert i Suður-Ameriku, kennt mönnum að kveða niður streitu hér og erlendis. Hann er hrifinn af kenningum Argentinumannsins Silo og tengdur félagsskapnum Samhygð, sem hann vinnur mikið fyrir. A pessum grundvelli setur hann saman bók þar sem reynt er að benda á leiðir til að lifa innihalds- rikara lifi. Með innri vinnu, segir Pétur á blaðamannafundi, með þvi að koma röð og reglu á i sálar- kirnunni, með lifsgleði og já- kvæðri afstöðu til umhverfis. Pétur leggur meira að segja i það að setja lifsreglur — eins og Þór- bergur setti sér forðum. Og út- skýra þær. Fyrsta lifsregla er svona: „Að sporna móti fram- þróuninni er að vinna gegn sjálf- um sér". Pétur segir, að lifsreglugerð þessi sé miðuð við það sem allir menn eiga sameiginlegt. Það væri ekki nema rétt, að margir hefðu helst litið til Indlands eftir sjálfsþroskakerfum, en ef menn, segir hann, eiga eitthvað sam- eiginlegt þá kemst Argentinu- maður eins og Silo og Indverji að svipaðri niðurstöðu. Þau viðhorf sem boðuð eru i bókinni eru skyld félagsskapnum Samhygð. Þar kemur saman fólk, segir Pétur, sem vill nýjar lausnir, vegna þess að þær, sem hefur verið boðið upp á, hafa ekki dugað, jafnvel leitt til ofbeldis eða lifsflótta. Að nýjum lausnum vilj- um við leita með innra starfi, hugleiðslu, uppbyggingu trausts á sjálfan sig — trausts sem ekki er háð þvi hvernig gengur hverju sinni. Pétur hefur starfað mikið fyrir Samhygð, sem hefur náð fótfestu i 43 löndum. Samhygðarmenn eru einmítt að byrja hringferð um landið til að kynna starfsemi sina; þeir eru á morgun, annan júli, á tsafirði, daginn eftir á Blönduósi, þá á Sauðarkróki, 5. júli á Akureyri og Dalvik og fara svo norður og austur um og eru 12. júli i Reykjavik. Óskar Ingimarsson þýddi bók Péturs, sem er frumsamin á ensku. Bók um sögu Islandsbanka og Utvegsbankans t tilefni af þvi að árið 1980 voru 50 ár liðin frá stofnun Útvegs- banka tslands h.f., er komiu út bók um sögu tslandsbanka h.f. og Otvegsbanka tslands 1904 - 1980, eftir Ólaf Björnsson, prófessor. Bókin verður til sölu i Bóka- verslun Sigfúsar Eymundssonar, Bókaverslun Máls og menftingar og Bókaverslun Lárusar Blöndal i Reykjavik, og ennfremur hjá að- alféhirði bankans i Reykjavik svo og hjá öllum útibúum bankans. Norræna húsið: Bukdahl talar um málaralist t kvöld kl. 20.30 heldur danski listfræðingurinn Else Marie Buk- dahl fyrirlestur i Norræna húsinu um evrópska málaralist. Með fyrirlestrinum verða sýndar lit- skyggnur til skýringar. Else Marie Bukdahl er dósent við Konunglegu dönsku listaaka- demiuna i Kaupmannahöfn og kennir þar m.a. menningar- og listasögu, túlkun og siðfræði lista o.fl. Fyrir réttu ári lauk hún doktorsprófi með ritgerð um list- gagnrýni Diderots og franska málaralist á 18. öld. Fyrirlesturinn i Norræna hús- inu nefnist „Tradition og nybrud i ældre og moderne europæisk malerkunst". Fjallar hann um það, hvernig ýmsir hæfileika- menn á sviði málaralistar hafa i aldanna rás sagt skilið við lifsvið- horf og rikjandi stil samtiðar sinnar og skapað sér sitt eigið myndmál, sem felur i sér nýjan lifsskilning. Hafa ýmsir þessara listamanna haft mikil áhrif á sið- ari kynslóðir. Rætt við Einar Þórarinsson jarðfræðing í Neskaupstað i Einar Þórarinsson jarðfræð- ingur. „Umtalsverður steina- þjófnaður skipulagðra hópa erlendra ferðamanna á Aust- fjorðum". „Niðurstaðan af þeirrí athugun sem ég gerði á f jörðunum i fyrrasumar var sú að hér hefur bersýni- lega átt sér stað umtalsverð steinataka, og hingað hafa komið skipulagðir erlendir ferðahópar eingöngu i þeim tilgangi að hirða verðmætt og fáséð grjót eink- um úr Berufirði, Reyðarfirði og frá Teigarhorni"# sagði Einar Þórarinsson jarðfræðingur í Neskaup- stað. Steinaþjófnaður erlendra ferðamanna Haf a nákvæmari kort en hér haf a áður sést L A aðalfundi Náttúruverndar- samtaka Austurlands haustið 1979 voru ferðalög útlendinga og steinaþjófnaður á Austfjörðun- um mikið til umræðu og sam- þykkti fundurinn þá, að gerð yrði athugun á þessum málum sumarið eftir. Náttúrugripa- safnið i Neskaupstað tók að sér verkið og var Einar Þórar- insson jarðfræðingur ráðinn til starfans en Náttúruverndarráð og Þjóðhátiðarsjóður kostuðu athugunina. Einar ferðaðist siðan viða um Austfirði á siðastliðnu sumri, hafði tal af heimamönnum jafnt sem ferðalöngum, fylgdist með helstu stöðum þar sem fágætar steintegundir er að finna á Aust- fjörðum auk þess sem hann kannaði eftirlit og gæslu við far- þegaskipið Smyril á Seyðisfirði, en þaðan telur Einar að mestum hluta steinaþýfisins hafi verið smyglað úr landi. Selflutt grjót til Reykjavikur — Ég hafði haft fréttir af um- talsverðum steinaþjófnaði héð- an af fjörðunum á árunum 1972—3, og eftir að Smyrill hóf ferðir hingað fór að bera enn meira á erlendum ferðahópum sem greinilega komu hingað i þeim eina tilgangi að hirða grjót. Sem dæmi get ég nefnt hóp af Frökkum sem dvaldi um tima i Berufirði en þeir voru það stórtækir að þeir höfðu bil i ferð- um sem selflutti grjót til Reykjavikur þar sem þvi var skipað út. Hvaða steintegundir eru það einkum sem útlendingar sækj- ast eftir hér? — Það eru zeólitar eða geisla- steinar fyrst og fremst. Hér er hægt að finna þá einkum i Beru- firði, en islensku zeólitarnir eru sérstakir á þann máta hversu hreinkrystallaðir og tærir þeir eru. Þá sækja þeir einnig i ópal og silfurberg. Ég athugaði sér- staklega i fyrrasumar Helgu- staðarnámu fyrst um vorið og siðan aftur um haustið og það var greinilegt að þar höfðu steinaþjófar verið á ferð þvi víöa hafði verið brotið úr nám- unni, þrátt fyrir að náman sé friðuð og skilti með þeirri til- kynningu á nokkrum erlendum tungumálum við námagöngin. Nákvæm kort útbúin erlendis Eru útlendingarnir vel kunn- ugir staðháttum þegar þeir koma hingað til stSinaþjófnað- ar? — Já, það er ekki hægt að segja annað. t Berufirði sáu landeigendur sem höfðu tal af erlendum ferðahóp, að þeir voru með nákvæmari kort af svæðum þar sem sjaldséðar steinateg- undir er að finna en þeir höfðu nokkru sinni séð sjálfir. Þessi nákvæmu kort eru unnin upp erlendis af ferðamönnum sem hafa komið hingað og kortlagt þessi svæði, auk þess sem margir skrifa i erlend timarit þegar út er komið þar sem stað- iiáttum er íý'st' nakvæmlega og allt gefið upp sem steinasafnar- ar þurfa að vita. Það er þvi ekki hægt að segja annað en að þeir leiðangrar sem koma hingað til steinasöfnunar hafi meðferðis öll nauðsynleg gögn, góða þekk- ingu á staðarháttum og geti þvi safnað markvisst. Hvernig er þessu komið úr landi? — Ég fór til Seyðisfjarðar og fylgdist með afgreiðslu um borð i Smyril, en við höfum tengt þessar auknu feröir útlendra ferðahópa á steinasvæðunum, ferðum Smyrils. Það kom i ljós á Seyðisfirði að þar er ekki leit- að i bilum, nema rökstuddur grunur sé fyrir hendi um að eitt- hvað sé að finna i bilunum sem ekki má flytja úr landi. Toll- verðir á staðnum sögðu mér að það væri þeirra grunur að mikið magn af grjóti færi úr landi, en það vantar ennþá tilskipun að ofan úr ráðuneytinu, sem heim- ilar þeim raunverulegt eftirlit með ólöglegum útflutningi. 1 þeirri skýrslu sem ég samdi um athuganir minar og send var Nátturuverndarráði og fleiri að- ilum, benti ég á, að hægt væri að gera miklar úrbætur meö þvi að auka mannafla við tollvörslu við Smyril og ráða þangað mann sem hefði þekkingu á náttúru- gripum og gæti þvi skorið úr um hvort um markvissan útflutning á náttúruminjum væri að ræða eða ekki. Eins og stendur, þá er eftirlitið ekkert. Hver hefur verið árangur at- hugunar þinnar? — A siðasta náttúruverndar- þingi var samþykkt að gerðar yrðu sérstakar úrbætur i þess- um efnum einkum varðandi Smyril. Þetta mál er nú I hönd- um Náttúruverndarráðs og ég vona að þeir séu að þrýsta á dómsvaldið um einhverjar að- gerðir. Viða unnin spjöll á landi Er farið að sjá á landi vegna þessa mikla steinaþjófnaöar á Austfjörðum? — Þótt mér finnist þessi steinataka ansi stórfelld þá sér kannski ekki ennþá á landi, en hinu er ekki að neita að á ákveðnum stöðum hafa verið unnin spjöll. Einkum er það áberandi á afmörkuðum við- kvæmum svæðum sem eru sér- stök að náttúrufari á einhvern hátt. Mér hafa sagt menn, að til- færingar allt upp i dýnamit hafi þessir hópar haft með i ráns- ferðum til að auðvelda sér leik- inn. Ef sliku heldur fram þá þarf ekki að spyrja frekar um spjöll og eyðileggingu á landi. ___________________-jg. Sýslunefnd ATSkaftafellssýslu: Hert eftírlit A nýafstöðnum aðalfundi sýslunefndar Aust- ur-Skaftafellssýslu var m.a. rætt um stuld ferðamanna á steinum og öðrum nátturugrip- um. Var skorað á viðkomandi stjórnvöld að gera nú þegar úr- bætur i þá átt að hert verði eftir- lit með ferjunni Smyrli og far- þegum hennar, svo komið verði i veg fyrir ólöglegan útflutning náttúrugripa og jafnvel inn- flutning ólögmæts varnings, en rökstuddur grunur er um hvoru- tveggja. Náttúruverndarnefnd sýsl- unnar bendir á þau lýti og óþrifnað i umhverfinu, sem er af ýmisskonar yfirgefnum og einskisnýtum mannvirkjum og áformar að gera verulegt átak i þá átt, aö fjarlægja slik mann- virki með tilstyrk stórvirkra tækja og að höföu samráði viö umráöamenn greindra mann- virkja. Akveðið er að sýsluritið „Skaftfellingur", þriðji árgang- ur, komi út á næsta vori. Oddviti sýslunefndar A-Skaftafellssýslu er Friðjrtn Guöröðarson, sýslumaður. —mhg Vöruskiptajöfnuðurinn Ohagstæður um 15 miljónir t dag og á morgun gefst fólki kostur á að skofta franska sjómælinga- skipið „L'Espérance" sem hér er í heimsókn og liggur við Faxagarð. Það verður opið almenningi kl. 14 -17. — Ljósm. -eik- Vöruskiptajöfnuðurinn f mai var óhagstæður um tæpar 15 milj- ónir en var hagstæður á sama tima i fyrra um rúmar 19 miljón- ir, en meðalgengi erlends gjald- eyris er nú tæpum 48% hærra en þá. Fimm fyrstu mánuði ársins er vöruskiptajöfnuðurinn óhagstæð- ur um tæpar 220 miljónir kr. I maimánuöi var flutt út ál- melmi fyrir tæpar 68 miljónir en ekkertkisiljárn.Hins vegar flutti Járnblendifélagib inn vörur og hraefni fyrir rúmar 34 miljónir Landsvirkjun fyrir 15.567 þús., Alfélagið fyrir 15.793 þús. og Kröfluvirkjun fyrir 906 þús. kr. -lg.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.