Þjóðviljinn - 01.07.1981, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 01.07.1981, Blaðsíða 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 1. júli 1981. mmnm Málgagn sósíalisma, verkalýds- hreyf ingar og þjódfrelsis l'tgefandi: Utgáíuiélag Pjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann. Ititstjórar: Arni Bergmann, Einar Kari Haraldsson, Kjartan Olafsson. Auglysingasljóii: l>oi'geir Olalsson. Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Þórunn Sigurðardóttir. Afgieiðslustjóii: Valþor Hloöversson Blaöaiuenn: Aliheiour Ingadóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir, Kristin Astgeirsdottir, Magnus H. Gislason, Sigurdór Sigurdórs- son. íþioUaíiéUainaðui': Ingollur Hannesson. Itlit og liöivnun: Guöjon Sveinbjörnsson. Sævar Guöbjörnsson. I.josmviulii : Einai' Karlsson, Gunnar Elisson. Ilandrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. Auglýsingar: Svanhildur Bjarnadóttir. Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir, Jóhannes Harðarson. Afgreiðsla: Kristin Pétursdóttir, Bára Sigurðardóttir. Símavarsla: olöl Halldórsdóttir, Sigriður Kristjánsdóttir. Bilstjóri: Sigrún Báröardóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns- dóttir. Útkeyrsla, afgreiösla og auglýsingar: Síðumúla 6, Keykjavik, sími 8 13 33. Prenlun: Blaðaprent hf.. Styöjum starf björgunarsveitanna • Það má teljast með ólíkindum hversu litríkt og lif- andi félagslíf blómgast í okkar landi. Ýmiss félags- skapur áhugafólks vinnur í mörgum tilvikum svo fórn- fúst og óeigingjarnt starf að aðdáun hlýtur að vekja. í höpi samtaka sem svo háttar um eru björgunar- og hjalparsveitirnar í landinu. Sú starfsemi er öll til mikillar f yrirmyndar og eingöngu unnin af sjálf boðalið- um um land allt, sem vilja láta gott af sér leiða. • Á vegum Slysavarnafélags Islands eru nú starf- ræktar 90 björgunarsveitir, dreifðar um landið allt. í þessum sveitum eru um 2500 leitar- og björgunarmenn. Einn helsti kostur þessara sveita er hversu vel liðs- mennirnir þekkja til staðhátta, hver á sínu landssvæði. • Hjá Landssambandi hjálparsvéita skáta eru starf- andi 12 almennar björgunarsveitir. I þeim eru um 400 virkir félagar í fullri þjálfun, en auk þess er þar tiltækt um 1000 manna varalið. Hjálparsveit skáta í Hafnarfirði hefur um árabil haft yfir að ráða þjálfuðum sporhundi, til leitar og hef ur það f ramtak hvað eftir annað sannað gildi sitt. I ráði er nú að koma upp sveitum með leitar- hundum víðar um landið á vegum skátanna. Flugbjörg- unarsveitirnar eru nú f imm talsins og í þeim eru um 400 félagar. • Eins og þessi upptalning ber með sér er hér um að ræða mjög umfangsmikið starf sem þúsundir manna taka þátt í. • Ófá eru dæmin um björgunarafrek hjálparsveit- anna. í flestum tilfellum leggja liðsmenn þeirra á sig mikiö erfiði við leit og björgun. En það er ekki síður vandasöm vinna sem felst í skipulagningu og stiórnun þessara sveita. öf lun nauðsynlegra tækja og búnaðar er einnig umfangsmikið verkefni og þar koma f[ölmargir við sögu. • Það sætir oft f urðu hversu skilningur stjórnvalda á þessari starfsemi er af skornum skammti og hve erf ið- lega gengur að herja út lítilfjörlega fyrirgreiðslu til tækja og búnaðar. Þess verður einnig vart að verið er að f inna að því hvernig staðið er að björgunarstarf i í ein- . staka tilfellum og þá iðulega af fólki sem lítið þekkir til mála. • Þeim mun lærdómsríkara var það nú um helgina að fylgjast með og taka þátt í umfangsmikilli leit í Þórs- mörk og f á þannig að kynnast hvernig þessar björgunar- sveitir standa að verki og vinna saman. Aðeins tveim tímum eftir að búið var að koma boðum til slysavarna- deildarinnar á Hvolsvelli var kominn 30 manna hópur þaðan inn á Þórsmörk og skömmu síðar f lokkar manna frá Hellu, Landeyjum og undan Eyjaf jöllum. Á tiltölu- lega skömmum tíma voru mættir um 120 leitarmenn af Suðurlandi og auk þeirra félagar úr Hjálparsveit skáta í Hafnarf irði með sporhundinn sem fann stúlkuna sem að var leitað. • Það vakti athygli hversu fumlaust og ákveðið var gengiðtil verks. Þaðskilja víst fáir sem ekki hafa tekið þátt í starf i af þessu tagi hversu mikil samkennd skapast með leitarmönnum á slíkum stundum. Þátttaka í hjálparsveitunum hefur því mikið félagslegt og menningarlegt gildi. Og fyrir ungt fólk er samhjálp af þessum toga holl og mannbætandi iðja. 0 AAikilvægt má telja að þetta björgunarstarf skuli vera í höndum áhugafólks sem leggur metnað sinn í að leysa hin vandasömu verkefni eins og best verður á kosið. En það er um leið skylda stjórnvalda að auðvelda þessu fólki þetta þýðingarmikla starf. Nú stendur til dæmis fyrir dyrum að endurnýja frá grunni það f jar- skiptakerfi sem björgunarsveitirnar nota. Sú endur- nýjun verður að gerast nú um áramótin og kostar ærið fé. Það ætti að vera sjálfsagt mál að til þess komi öflugur stuðningur hins opinbera. Og á margháttaðan annan hátt geta stjórnvöld orðið að liði. • En það er lágmark að það fólk sem er fúst til að leggja á sig mikið ómak og erfiði til björgunar úr lífs- háska finni, að framlag þess sé metið að verðleikum. Starf þesssýnir beturen flestannað hversu rikur vilji til samhjálpar býr með íslenskri þjóð. —Bó. Hlippt Aumingja Nató Eitt helsta eiliföarmál fjöl- miðla er Utreikningur á vlg- btinaöi Nató og Varsjárbanda- lagsins. Viö mörlandar fáum til aö mynda reglulega aö heyra herstjdra Nató lýsa þvi yfir, hve illa beir standi að vigi gagnvart RUssum, og fylgja áskoranir um að þing Natóríkja sýni nú herj- unum örlæti, kaupi fleiri flug- vélar, smiði betri skriðdreka. Einn slikur er kvaddur til vitnis iMorgunblaðinu á sunnudaginn, það er Bernard Rogers, yfir- maöur Evrópuherstjórnar Nattí. Hann dregur ekki upp glæsilega mynd. Rogers segir: ,",Þaö er sama hvar við dreþ- um niöur á þeim sviðum, sem við notum sem mælistiku á styrk okkar — Varsjárbanda- lagið sýnist standa betur að vigi en Atlantshafsbandalagið i hlut- fallinu 2 á möti 1 og þar yfir. NU er ég að tala um herdeildir, skriðdreka, stórskotavopn, or- ustuflugvélar og kafbáta. Við þetta bætist svo að ásiðasta ára- tug tökst þeim að yfirvinna hið tæknilega forskot, sem við höfö- um yfir þá að þvi er varðar gæði vopnanna en á það höfðum við treyst til að svara forskoti þeirra if jölda". Niöurstaðan er svo sU, að Natd hafi dregist aft- ur Ur á öllum sviðum, og nU veröi að jafna metin. Semsagt: hraðara vi'gbUnaðarkapphlaup! Talnaröksemdir NU skulum við til gamans* svara þessum reikningi með öðrum. Hann er tekinn Ur vesturþýska vikuritinu Spiegel (nr 22), Ur grein sem f jallar um áform Reaganstjórnarinnar um að stækka bandariska flotann meö öllum ráðum, m.a. með þvi að skrapa ryðiö af orustuskip- um frá þvi i seinna heimsstriði. Spiegel segir: „Hægrisinnaöir bandariskir stjórnmálamenn og herfor- ingjar hafa á undanförnum ár- um lýst uppbyggingu Rauða flotans sem uggvænlegri og tölur virtust staðfesta þetta: RUssar hafa komið flota sinum alls upp i' 1764 skip en Banda- rikjamenn hafa I slnum flota 469 skip. En þá hlaupa menn yfir þá staöreynd að 1045 einingar hins sovéska flota eru aðeins dufl- bátar, eftirlitsbátar og ónnur hjálparskip. Þessar tegundir skipa taka Bandaríkjamenn alls ekki með i' sinum skýrslum. Ef menn svo bera saman 269 meiriháttar skip sovésk og 200 bandarisk skip, þá miðla þær tölur einnig skakkri mynd. Meirihluti hinna rauðu stór- skipa, segir bandariski vig- búnaöarsérfræðingurinn Tom Gervasi: „getur aðeins skotið einni umferð af eldflaugum gegn skipum, meðan hvert og eitt okkar skipa er fljótandi vopnabUr sem getur stundum saman haldið uppi skothrið Ur fallbyssum og af eldflaugapöll- um." Stutt gaman „Þeir sem þekkj atil flota- mála vita, pótt þeir háfi ekki lagt það opinberlega á vogar- skálar, að Bandarikjamenn ráða yfir 75 kjarnorkuknUnum leitarkafbátum, en Sovétrikin yfir aöeins 50. Og ekki er heldur tekið tillit til þess, að gegn 870 sjóherflugvélum Sovétmanna geta Bandarikin teflt fram 1820 flugvélum og eru 1100 þeirra staðsettar á flugvélamóðurskip- um. Auk þess hafa þær ólikt stærra athafnasvæði en hinar sovesku. efnarcf afeiT r/°rí»ar 1 Enn frekar skreppa flotayfir- burðir hinna rauðu saman ef að flotar Nátórfkja og Varsjár- bandalagsríkja eru bornir saman. Undir Natófána sigla 400 skip en 235 á vegum Var- sjárbandalagsins, að tonnatali er Uthafsfloti Nató tvisvar sinn- um stærri..." Spiegel bætir hér viö mjög ná- kvæmu eftirlitskerfi með sov- éskum kafbátum, sem og þvi, aö sovésk skip þurf a að halda Ut um sund og þrengsli ymisleg sem auðvelt er að loka og vitnar siðan i' bandarlskan flotasér- fræðing sem hefur látiö svo um mæltað „ef tilátaka við Banda- rikin kemur þá lifir Rauði flot- inn stutta ævi, en æsilega". 1970 og 1980 Þetta er sem sagt saman- burður til fróöleiks. En að öðru leyti er það tvennt i fyrrgreindu viötali við Rogers, sem ýtir undir þaö, að jafnvel blásak- lausum mönnum I herfræðum þykir liklegra hann fari fjær sannleikanum 'en t.d. þeir sem safna upplýsingum fyrir Spiegel. Rogers segir m.a.: „Staöreyndin er sU, aö i upp- hafi áttunda áratugsins voru Sovétrikin meginlandsveldi, sem réð yfir flugher og herflota fyrst og fremst til sjálfsvarnar, en i' upphafi nlunda áratugsins eru þau hnattrænt veldi I sókn- arstöðu". Viö þorum nefnilega að veöja, að einnig I „upphafi áttunda áratugsins" eöa fyrir ca. tlu ár- um, hafi engum yfirmanni her- afla Nató dottið I hug annað en halda þvi fram I viðtölum, að sovéski herinn væri alls ekki „fyrst og fremst til varnar", heldur háskalegur og hugsan- legur árásaraðili. TUlkunin á styrkleika soveska hersins virð- ist fyrr og siðar vera fyrst og fremst háö ákveðnum pólitísk- um þörfum þeirra sem ráða I Washington á hverjum tima: stundum fáum við einmitt að heyra aö RUssar séu að dragast aftur Ur i tækni (Geimskutlan ofl.) jafnvel spádóma um að sem „hnattrænt veldi" séu þeir allir að skreppa saman. Hvað meinar maöurinn? Annað er það sem gerir Rogers heldur skrýtinn spá- mann: hann telur liklegt — ef að friðaryfiriysingar I Evrópu halda áfram að eflast, aö „Sovétmenn kynnu að ná þvl markmiði sinu að ráð lögum og logum í Evrdpu án þess að hleypa af byssu". Sovétrikin hafa aldrei verið óvinsælli i Evrópu siðan þau urðu til; i við- skiptum eru það þau sem skulda Vesturveldum en ekki öfugt. Hvernig riki i slikri stöðu á að „ráða lögum og lofum" I Evröpu án þess að hleypa af byssu er gjörsamlega óskiljan- legt. Nánar tiltekið: Það er eins og hvertannað bull. AB. 09 skorið

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.